Morgunblaðið - 23.03.1996, Side 1

Morgunblaðið - 23.03.1996, Side 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D 70.TBL. 84.ÁRG. LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter LEE Teng-hui, forseti Tævans, sigurviss á útifundi með stuðnings- mönnum sínum í gær. Spáð var mikilli kjörsókn í gærkvöldi. Hörð átök í Tsjetsjníju Moskvu. Reuter. HARÐIR bardagar geisuðu milli Rússa og tsjetsjenskra aðskilnaðar- sinna í vesturhluta Tsjetsjníju í gær. Fullyrt var að 28 rússneskir hermenn hefðu fallið og 86 særst á einum sólarhring. Pavel Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði að hersveit- irnar hefðu mætt mótspyrnu á mörg- um stöðum og hefðu gripið til „sér- stakra aðgerða" af þeim sökum. Fréttastofan Interfax skýrði frá því að mannskæðustu bardagarnir væru nálægt þorpinu Bamut, um 40 km suðvestur af Grosní. Margir upp- reisnannenn væru í vel vörðum neð- anjarðarbyrgjum gamallar eld- flaugastöðvar frá sovéttímanum. Óttinn við kúariðu- smit breiðist út Ítalía, Þýskaland, Singapore, Nýja- Sjáland, Kýpur, Suður-Afríka, Sviss og Finnland og búist var við, að þeim myndi ijölga mikið. I Bretlandi hefur sala og verð á nautakjöti hrunið og í mörgum steik- húsum og hamborgarastöðum í London var varla sálu að sjá í gær. Nautakjötsneysla hefur verið á niður- leið í Bretlandi á síðustu árum, með- al annars vegna fyrri grunsemda um kúariðusmit, en nú hefur hún stöðv- ast með alvarlegum afleiðingum fyr- ir breskan landbúnað og efnahagslíf. Stjórnvöld í öðrum Evrópuríkjum óttast, að þetta mál muni hafa alvar- leg áhrif þar líka og þegar í gær hækkaði kjötverð í Frakklandi. Staf- aði það af aukinni eftirspurn eftir innlendu gæðakjöti. Á breska þinginu hefur stjórnar- andstaðan lagt hart að stjórninni að hafast eitthvað að en hún hefur ekki tekið neina ákvörðun enn. Er helst talað um niðurskurð í stórum stíl. Er óttinn ástæðulaus? Ein helstu samtök neytenda í Bret- landi hafa hvatt fólk til að neyta ekki nautakjöts en margir vísinda- menn segja, að þótt óttinn við að smitast af kúariðu sé skiljanlegur þá sé hann ástæðulaus. Smitefnið leggst aðeins á heila og mænu en ekki aðra vefi og 1989 var bannað að nýta þessi líffæri í fóður eða nokk- uð annað. Sé um það að ræða, að fólk hafi smitast af kúariðu, þá hafi það gerst fyrir þann tíma. Nautakjötssala í Bretlandi hrunin London. Reuter. ÓTTI við kúariðuna í Bretlandi hefur farið eins og logi yfir akur um alla Evrópu og í Asíu hafa nokkur ríki bæst í hóp þeirra Evrópu- ríkja, sem hafa bannað kaup á nautakjöti frá Bretlandi.-Var málinu slegið upp á forsíðum flestra dagblaða í Evrópu í gær og í mörgum voru vangaveltur um hve margar þúsundir manna hefðu þegar smit- ast af kúariðu eða sýkst af hinum banvæna Creutzfeldt-Jakob-sjúk- dómi sem veldur heilarýrnun, einkum hjá öldruðu fólki. Reuter Sérfræðinganefnd dýralækna á vegum Evrópusambandsins mælti í gærkvöldi með því að gripið yrði til hertra aðgerða í baráttunni gegn kúariðu en lýsti sig andvíga banni við útflutningi á bresku nautakjöti. Rannsóknir vísindamanna hefðu ekki leitt í ljós ótvíræðar sannanir fyrir því að veikm gæti borist í menn. „Banvænar steikur" var forsíðu- fyrirsögnin í einu frönsku blaðanna og í öðru var hún „Dauði yfir kún- um“. í leiðara France-Soir var þó breskum yfirvöldum hrósað fyrir að viðurkenna, að menn gætu hugsan- lega smitast af kúariðu en jafnframt sagt, að hrun blasti við breskum kjöt- útflutningi og jafnvel kjötiðnaðinum í landinu að hluta. Blaðið sakaði einn- ig franska embættismenn um að hafa lokað augunum fyrir því, sem lengi hefði tíðkast, að breskir naut- gripir væru fluttir til Frakklands og síðan seldir sem franskir. í fyrradag höfðu fimm ríki bannað innflutning á bresku nautakjöti, Frakkland, Holland, Belgía, Svíþjóð og Portúgal, og i gær bættust við Forsetakjör á Tævan í skugga stríðshótana Peking, Taipei, Washington. Reuter. VOPNA- og orðaskak Bandaríkja- manna og Kínveija vegna málefna Tævans hélt áfram í gær og var ákveðið að fresta heimsókn varnar- málaráðherra Kína, Chi Haotians, til Washington. Óljóst var hvor ríkis- stjórnin hafði tekið þá ákvörðun. Fyrstu beinu forsetakosningar í sögu Tævans verða í dag og bendir fátt til þess að stríðshótanir stjórnvalda í Peking hafi haft mikil áhrif á hugi kjósenda. Bandaríska flugvélamóðurskipið Nimitz og fylgdarskip þess sigldu í gær inn á vesturhluta Kyrrahafs um Malakkasund til móts við annað flug- vélamóðurskip, Independenee, sem nú er í grennd við Tævan. Talsmað- ur bandaríska vamarmálaráðuneyt- isins vildi í gær ekkert um það segja hvort Nimitz myndi sigla um Tævan- sund þar sem Kínveijar hafa stundað miklar heræfingar til að reyna að hræða Tævana frá öllum sjálfstæðis- hugmyndum. Tímamót í sögu Kínverja Stjórnvöld í Peking saka Banda- ríkjamenn um ögranir með herskipa- siglingunum og kínverskir fjölmiðlar fara hörðum orðum um framkomu þeirra, hún minni helst á yfirgang vestrænna nýlenduvelda í Kína á síð- ustu öld. Kosningarnar í dag eru tímamót í sögu Kínveija, ekki er vitað til að kínverskumælandi þjóð hafi fyrr kjörið sér leiðtoga í fijálsum kosning- um. Fullvíst er talið að Lee Teng-hui forseti fái flest atkvæði en óvíst hvort hann fái hreinan meirihluta. Hann vill auka hlut Tævana á alþjóðavett- vangi en segist halda fast við þá stefnu að sameina beri eyjuna og Kína með friðsamlegum aðferðum. Fyrst verði hins vegar að koma á lýðræði á meginlandinu. Lee var herskár í gær og minntist í fyrsta sinn í kosningabaráttunni beinum orðum á aðgerðir Banda- ríkjamanna vegna hótana Kínveija. Sumir hefðu sagt að nærvera Nimitz væri afskipti af innanlandsmálum Kínveija. „Það er vegna þess að þeir skilja ekki að lýðræðisríki eiga að gæta Iýðræðisríkja,“ sagði forsetinn á fundi í borginni Kaoshiung. Hann gerði gys að heræfingum og eld- flaugaskotum kommúnistastjórnar- innar í grennd við eyríkið, spurði síð- an mannfjöldann hvort þessar að- gerðir hefðu dugað til að hræða kjós- endur. Svarið var þúsundraddað nei. Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa í vikunni samþykkt ályktanir þess efnis að Tævan verði komið til hjálpar geri kínverski herinn árás á eyna. Áhrif um allan heim FYRIRTÆKI í Auckland á Nýja-Sjálandi, sem framleiðir einkabílnúmer, hefur brugðið á það ráð að auglýsa sig með þessum hætti. A númerinu eða skiltinu stendur „mad cow“ eða kúariða. Nýja-Sjáland er eitt þeirra ríkja, sem hafa bannað innflutning á bresku nautakjöti. Geta mikil eldsumbrot á Islandi valdið hörmungum í allri álfunm? FUNDUR fornleifa í Skotlandi bendir til, að fyrir 3.000 árum hafi 400 manna ættflokkur flúið heimkynni sín undan súru regni af völdum eldgoss á Islandi, að sögn blaðsins Guardian. Reiknað hefur verið út, að allt að hálfu tonni af sýru hafi rignt á hveija ekru gróðurlendis ættflokksins með þeim afleiðingum að jarðveg- urinn varð óhæfur til ræktunar í mörg ár. Helsti eldgosafræðingar Breta, John Gribben, segir, að nútímamaðurinn ætti ekki sömu und- ankomu auðið ef Katla gysi í sumar. Gribben telur að eldgos við sömu veðurfarsað- stæður og ríktu í Evrópu í fyrrasumar myndi leiða til mikillar eyðileggingar víða í Evrópu. Margra milljóna tonna viðbót af koltvíildi hefði hörmulegar afleiðingar fyrir líf og heilsu íbúa þéttbýlis sem fyrir er þjakað af loftmengun. „Við stöndum berskjölduð gagnvart hættunni. Fyrr eða síðar verður stórgos við óhagstæðar veðurfarsaðstæður. Katla gýs á 50 ára fresti og kominn tími á hana.“ Sagt er að brennisteinsský hafi lagst yfir Bretland eftir gosið í Lakagígum 1783 og valdið mikilli eyðileggingu á uppskeru alit til Napólí á Ítalíu. Þá hafi sömu veðurfarsaðstæður ríkt í Evrópu og í fyrra er stöðugt háþrýstisvæði yfir álfunni olli mikilli og langvarandi hitabylgju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.