Morgunblaðið - 23.03.1996, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í deilum um flak Kofra
Frosti hf. afhendi strax
skipið og aflaheimildir
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða kvað
í gær upp þann úrskurð að Línuskip-
um ehf. sé heimilt að láta taka vél-
skipið Kofra úr vörslum Frosta í
Súðavík með beinni aðfarargerð og
fá til umráða aflahlutdeild, afla-
marksheimild og fylgifé það sem
fylgja átti samkvæmt kaupsamningi
frá í desember sl.
í úrskurði héraðsdómara kemur
fram að málskot til Hæstaréttar
fresti ekki aðfarargerðinni. Sigur-
bjöm Magnússon, hæstaréttarlög-
maður sem flutti málið fyrir hönd
Línuskips, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að farið verði fram
á við Frosta að fá skipið og afla-
heimildimar afhentar í samræmi við
kaupsamninginn strax á mánudags-
morgun. Annars verði tafarlaust
leitað til sýslumanns um fram-
kvæmd aðfarargerðar.
Fundu
kannabis í
stað leigj-
anda
LÖGREGLA fann fjörutíu
kannabisplöntur í íbúð í
Skógarhlíð sl. miðvikudag.
Tildrög málsins voru þau
að eigandi hússins hafði ekki
lengi orðið var við leigjanda
sinn og var farinn að óttast
um hann. Fékk hún lögreglu
til að opna íbúðina til að at-
huga með líðan mannsins.
Yfirheyrður í gær
Hann var hvergi sjáanleg-
ur en lögreglan fann í staðinn
plönturnar og tók þær í sína
vörslu.
Lögregla hafði síðan upp á
leigjandanum í gær og færði
til yfirheyrslu.
Kaupverð skips og kvóta 280
m.kr — viðgerðarkostnaður
skips 157 m.kr.
Deila Lánuskips og Frosta spratt
af kaupsamningi sem gerður var 6.
desember sl. þar sem Frosti seldi
Línuskipum Kofra með tilteknum
aflaheimildum og skyldi skipið af-
hent þann 1. mars sl. Umsamið kaup-
verð skips, kvóta, sem var 137 tonn
af þorski og 245 tonn af grálúðu í
varanlegum aflaheimildum og afla-
marksheimildir sem námu 150 tonn-
um af þorski, 350 tonn af grálúðu,
og samtals um 188 tonn af ýsu, ufsa
og karfa, var 280 milljónir króna að
því er fram kemur í dóminum.
Kofri brann á hafí úti í febrúar-
mánuði. Skipið er talið viðgerðarhæft
og liggur fyrir áætlun um að viðgerð
kosti 157 milljónir króna. í framhaldi
af brunanum Iýsti Kofri kaupsamn-
ingnum rift. í málatilbúnaði lögmanns
Frosta kom m.a. fram að við frágang
kaupsamnings, sem saminn var af
sérfræðingum Frosta, hafí m.a. verið
haft í huga að ef sú aðstæða kæmi
upp að skipið færist eða gjöreyðilagð-
ist og vátryggingabætur og greiðslur
vegna úreldingar yrðu hærri en sölu-
andvirðið ætti andvirðið að renna til
Frosta. Línuskip mótmæltu þessum
skilningi á samningnum, greiddu 14
millj. kr. greiðslu samkvæmt samn-
ingnum inn á geymslubók, og vildu
fá skip og aflaheimildir afhentar í því
ástandi sem skipið var eftir brunann.
Línuskip taldi Frosta eiga þann rétt
einan að fá umsamið kaupverð sam-
kvæmt kaupsamningnum greitt á
réttum tíma.
I niðurstöðum Jónasar Jóhanns-
sonar héraðsdómara segir að um
kaupsamninginn gildi þær megin-
reglur kauparéttar að afhendi selj-
andi ekki seldan hlut á réttum tíma
eigi kaupandi kost á að kjósa hvort
hann vilji heldur heimta hlutínn eða
rifta kaupunum. Frosti hafi ekki
gert sennilegt að fyrir hendi hafí
verið atvik sem heimiluðu fyrirtæk-
inu að halda eftir eigin skyldum sam-
kvæmt kaupsamningnum og synja
þannig afhendingu hins selda skips.
Fyrir liggi að samningurinn hafí ver-
ið saminn á vegum Frosta þannig
að fyrirtækinu hefði verið í lófa lag-
ið að kveða afdráttarlaust á um slík
skilyrði. Þá segir, eins og fyrr sagði,
að ekki þyki fyrir hendi vera nein
rök sem leitt geti til þess að málskot
til Hæstaréttar fresti aðfarargerð.
Auk þess var Frosti dæmdur til að
greiða Línuskipum 100 þúsund krón-
ur í málskostnað.
8 tilboð í
endumýj-
un Sogs-
stöðva
ÁTTA fyrirtæki gerðu tilboð í fyrsta
áfanga byggingarvinnu við end-
urnýjun Sogsstöðva. Áætlun ráð-
gjafa Landsvirkjunar, Almennu
verkfræðistofunnar hf., gerir ráð
fyrir að kostnaður við framkvæmd-
ina nemi 238,1 milljón króna og
voru aðeins tvö fyrirtæki undir
kostnaðaráætlun.
Verkið er fólgið í styrkingu á
byggingum gegn álagi vegna jarð-
skjálfta, breytingum á byggingum,
gerð undirstaðna fyrir aflspenna og
byggingu á olíuskiljum, auk endur-
bóta á lagnakerfum. Einnig felur
verkið í sér viðgerðir og endurbætur
á húsum og stíflum.
Lægsta tilboð 78% af áætlun
Lægsta verktilboðið kom frá Húsa-
nesi hf. í Keflavík, upp á 184,6 millj-
ónir króna, sem eru 78% af kostnað-
aráætlun, en þar á eftir voru ÁHÁ
byggingar hf. í Reykjavík með tilboð
upp 235,5 milljónir króna, eða 99%
af kostnaðaráætlun. Hæstu tilboðin
komu frá G-verki ehf. á Selfossi og
SM verktökum í Kópavogi, og hljóð-
aði hið fyrmefnda upp á 321,4 millj-
ónir króna, eða 135% af áætlun, og
hið síðamenfnda upp á 333,1 milljón
króna, eða 140% af áætlun.
----» ♦ ♦---
Söngur fyr-
ir Vigdísi
Glaðhlakkalegir nemendur
Kvennaskólans við Fríkirkjuveg
héldu upp á sinn árlega peysu-
fatadag í gær og gerðu fjölmargt
sér til hátíðarbrigða. Víða var
sungið fyrir gamla fólkið, Guð-
rún P. Helgadóttir fyrrverandi
skólastjóri var hyllt og auk þess
gæddu nemendur sér á súkkulaði
og vöfflum í skólanum. Einn
helsti viðburður dagsins var fólg-
inn í að fá frú Vigdísi Finnboga-
dóttur, forseta Islands, út á
tröppur Sljórnarráðsins, þar sem
hún fékk að launum fagran söng
kátra Kvennaskólakrakka.
Kanadíska olíufyrirtækið Irving Oil hættir öllum áformum um starfsemi á íslandi
Kaup Esso á Olís
ein helsta ástæðan
IRVING-olíufélagið hefur sent frá
sér bréf þar sem það skýrir frá þeirri
ákvörðun sinni að hætta öllum
áformum um uppbyggingu reksturs
á íslandi, sökum breyttra aðstæðna
á íslenskum eldsneytismarkaði. í
bréfínu, sem er undirritað af Arthur
Irving, forseta félagsins, er sérstak-
lega getið um kaup Olíufélagsins hf.
á Olíuverslun íslands og stofnun
Olíudreifíngar hf. í kjölfarið, sem
ástæður þessarar ákvörðunar.
í bréfinu segir m.a. að þróunin á
íslenska olíumarkaðinum hafí breytt
til muna tækifæmm nýrra aðiia á
að ná fótfestu á honum. Kaup Olíufé-
lagsins hf. (Esso) á meirihluta í Olíu-
verslun íslands hf. (Olís) hafí valdið
„umtalsverðri hindmn fyrir inn-
göngu okkar á þennan markað."
Vonast eftir breytingum
„Við teljum alla kosti fullreynda
á þessu stigi málsins, þar á meðal
möguleika á að eignast hlutdeild í
eða hefja rekstur frá gmnni. Þrátt
fyrir að þessi rás atburða valdi okk-
ur miklum vonbrigðum, er þar með
ekki sagt að áhugi okkar á Íslandi
hafi minnkað. Við munum halda
áfram að fylgjast með markaðinum
og bíða hentugri kringumstæðna til
að fjárfesta á íslandi og -útvega
landsmönnum olíuafurðir og þjón-
ustu sem er afar samkeppnishæf."
Arthur Irving kveðst vonast eftir
að breytingar á íslenskum olímark-
aði leiði til þess, fyrr en varir, að
fyrirtækið standi að nýju frammi
fyrir möguleikum á rekstri hérlendis.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri segir að seinustu mánuði
hafi lítið heyrst í forsvarsmönnum
Irving Oil þrátt fyrir óskir um skýr
svör og í ljósi þessa fálætis komi
ákvörðun þeirra ekki á óvart. Hins
vegar sé miður að fyrirtækið fjár-
festi ekki hérlendis.
„Mér fínnst engu að síður að hug-
myndir fyrirtækisins um að nema
hér land hafí skilað árangri, því að
þau umskipti sem orðið hafa á olíu-
markaði, lækkun á bensínverði,
hraðafgreiðslustöðvar og fleira, má
rekja til þeirra. Fákeppnin á þessum
markaði er hins vegar óæskileg þeg-
ar til lengri tíma er litið, og út frá
því sjónarmiði hefði verið ákjósan-
legt að fá Irving Oil hingað til lands.
Reykjavíkurborg ræður hins vegar
ekki gangi mála á því sviði,“ segir
Ingibjörg Sólrún.
Kostnaður borgar í lágmarki
Irving Oil hefur staðið til boða
aðstaða í Sundahöfn og tvær lóðir
undir bensínstöðvar í um eitt ár, og
var gert ráð fyrir að Reykjavík-
urborg gerði heildarsamning þegar
fyrirtækið hefði fundið fleiri lóðir
undir stöðvar. Þeir samningar voru
ekki frágengnir. Ingibjörg Sólrún
segir að hafnarsvæðið sé héðan í frá
til reiðu fyrir aðra þá sem hafí á
því hug. Hún segir kostnað borg-
arinnar vegna þessa undirbúnings
nær einskorðast við skipulagsþátt-
inn, sem sé ekki verulegur.
Tæp tvö ár eru síðan Irving Oil
hóf formlega að leita leiða til að ná
fótfestu á íslenskum olíumarkaði.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins telja forsvarsmenn Irving
Oil einsdæmi í heiminum að eitt fyr-
irtæki hafí jafn sterka markaðs-
aðstöðu og Olíufélagið hf. tryggði
sér með kaupum sínum og Hydro
Texaco á 45% hlut Gunnþórunnar
Jónsdóttur í Olíuverslun íslands hf.
í mars í fyrra og stofnun Olíudreif-
ingar hf. í kjölfarið, en fyrirtækið
ræður hartnær þremur fjórða hluta
íslensks olíumarkaðar.
Ekki eðlilegur markaður
Ekki náðist í Irving-feðga í gær-
kvöldi, en aðili sem unnið hefur með
Irving Oil hérlendis, segir mikla al-
vöru hafa verið að baki vilja fyrir-
tækisins á að hefja starfsemi hér-
lendis, en við óbreytt ástand telji
forsvarsmenn fyrirtækisins óvinn-
andi veg að ná þeim markmiðum sem
þeir setji sér.
„Þeir telja þetta ekki vera eðlileg-
an markað og það er viðbúið að fyrir-
tækin sem hér eru allsráðandi vandi
sig ekki eins gagnvart neytendum í
framhaldinu og þegar koma Irving
Oil var yfirvofandi,“ segir hann.
Hann bendir sérstaklega á að ein
helsta forsenda fyrir því að Sam-
keppnisráð samþykkti kaup Olíufé-
lagsins á 45% hlut í Olíuversluninni
með skilyrðum, hafi verið horfur á
að Irving Oil hæfi rekstur hérlendis.
í úrskurðinum sagði að „í ljósi
styrkleika Skeljungs og þess að líkur
eru á að Irving-olíufélagið hefji
rekstur hér á landi verður þó að
telja, þegar litið er til lengri tíma,
að ekki sé sú hætta á verulegum
samkeppnishindrunum vegna kaupa
Olíufélagsins og Hydro Texaco á
hlutabréfum í Olís, að hún gefí til-
efni til ógildinga á kaupum félag-
anna á hlut Sunda í Olís."
Brynjólfur Sigurðsson formaður
Samkeppnisráðs segir að í sínum
huga sé tæpast ástæða til að taka
kaupin fyrir að nýju, þar sem hann
hafí ekki talið það afgerandi for-
sendu fyrir samþykki ráðsins að Ir-
ving Oil hæfí starfsemi hérlendis.
Ekki skipt sköpum
„Að sjálfsögðu skoðar maður alla
hluti frá einum tíma til annars, en
þótt koma Irving Oil myndi hafa
skerpt á samkeppninni leit ég per-
sónulega svo á að samkeppnin væri
svo mikil hjá þeim félögum sem hér
eru til staðar, að koma Irving Oil
hefði ekki skipt sköpum," segir hann.
I
►
:
t
»
i
I
i
I
i
i
i
t
i
t
t
i
\
\
i
i
i
i