Morgunblaðið - 23.03.1996, Side 8

Morgunblaðið - 23.03.1996, Side 8
8 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÚ á ég bara eftir að velja mér haus til að hafa í stafninum . . . Fjármálaráðherra um frumvarp stjórnarandstöðuflokka Undarleg og óskiljan- leg vinnubrögð FRIÐRIK Sophusson, íjármálaráð- herra, segir að flutningur fjár- magnstekjuskattsfrumvarps for- ystumanna Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Þjóðvaka jafnframt flutningi stjórnarfrumvarps um sama efni, sem samið hafí verið af nefnd skipaðri fulltrúum ailra þing- flokka, sé dæmi um undarleg og reyndar óskiljanleg vinnubrögð og verði til þess að tefja framgang málsins á Alþingi. Friðrik sagði að nefndin, sem hefði skilað skýrslu um samræmda skattlagningu allra fjármagnstekna hefði verið skipuð fulltrúum allra þingflokka, auk fulltrúa Alþýðusam- bands íslands og Vinnuveitendasam- bands íslands. Nefndin hefði náð sameiginlegri niðurstöðu enda hefði verið gengið út frá því í starfi nefnd- arinnar, eins og segði í skilabréfi hennar: „Nefndarn\enn komu að þessari umræðu með ólík sjónarmið jafnt um það hvort taka beri skatt- inn upp, hvaða leiðir skuli fara og Tefur framgang málsins á Alþingi hvort hann eigi að vera mikilvæg tekjulind fyrir ríkissjóð. Sú tillaga sem hér liggur fyrir og nefndin er sammála um er málamiðlun sem skoða verður í því ljósi.“ Friðrik sagði að þetta yrðu menn að hafa í huga þegar stjórnarfrum- varpið væri skoðað. Hann vakti einn- ig athygli á því að fulltrúi Kvenna- listans sem hefði staðið að bókun með fulltrúum hinna stjórnarand- stöðuflokkanna tæki ekki þátt í þess- um hráskinnaleik og að fulltrúar ASÍ og VSÍ styddu niðurstöðu nefndarinnar um efnisatriði stjóm- arfrumvarpsins. Friðrik sagði að kúvending Jóns Baldvins Hannibalssonar í málinu væri einnig sérkennileg. „Tillaga formannanna þriggja um að leggja til hliðar vinnu fulltrúa þeirra eigin flokka í nefndinpi og koma fram með eigið frumvarp gæti orðið til þess að tefja málið og framgang þess á Alþingi. Aðstandendur þessa frumvarps hljóta að bera ábyrgð á því ef þannig fer.“ Fjármagnsflótti Friðrik sagði að efnisatriði frum- varps stjórnarandstöðuflokkanna þriggja væru fullkomlega óásætt- anleg og myndu valda óbætanlegum skaða á efnahagslífinu ef þau yrðu að lögum. Það væri 'fráleitt að ætla að leggja yfir 40% skatt á nafnvexti og yrði ekki til annars en að valda stórfelldum ijármagnsflótta úr landi. Hann ítrekaði að stjórnarfrum- varpið væri afrakstur málamiðlunar milli ólíkra sjónarmiða. Þegar sumir yrðu til þess að svíkjast undan merkjum gæti komið til þess að það losnaði um hina sem hefðu viljað fara allt aðrar leiðir og hefðu tekið þátt í nefndarstarfinu á allt öðrum forsendum. Eiginnafn foreldris í eign- arfalli verði ekki millinafn ÍSLENSK málnefnd er andvíg breytingartillögum allsherjarnefnd- ar Alþingis við mannanafnafrum- varpið um að heimilt verði að gera eiginnafn foreldris í eignarfalli að millinafni, t.d. Pétur Guðrúnar Jónsson, og heimilt verði að kenna sig við báða foreldra, t.d. ,Pétur Guðrúnarson Jónsson. Nefndin ítrekar fyrri samþykktir sínar, í til- efni af fyrirhugaðri afgreiðslu Al- þingis á frumvarpi til laga um mannanöfn, í fréttatilkynningu tii fjölmiðla. Frumvarpið biður þriðju umræðu á Alþingi. í fréttatilkynningu íslenskrar málnefndar kemur fram að nefndin hafí lagt til að beðið yrði með grundvallarbreytingar á gildandi lögum í nokkur ár, bæði til þess að undirbúningurinn undir nýja lög- gjöf yrði va,ndaðri og til þess að meiri reynsla fengist af núgildandi lögum og betra ráðrúm til að meta þá annmarka sem á þeim séu. Varðveisla föður- og .móðurnafnasiðarins íslensk málnefnd leggur til að við síðari endurskoðun laganna verði öllum gert skylt að kenna sig við föður eða móður. Þó verði eng- inn maður þvingaður til að breyta nafni sínu. „Islensk málnefnd getur fallist á að millinöfn verði leyfð en leggur til að mannanafnanefnd verði gefið umboð til aðhalds í þeim efnum og falið að semja sérstaka skrá um þau á sama hátt og um eiginnöfn," segir í fréttatilkynning- unni. íslensk málnefnd lítur svo á að varðveisla föður- og móðurnafna- siðarins sé mikilvægasta hags- munamálið frá sjónarmiði íslenskr- ar tungu og íslenskrar málræktar. En nefndin telur ástæðu til að ætla að ættamafn sem millinafn verði í almennri málnotkun algengt án þess að því fylgi kenninafn með -dóttir eða -son og því nái frum- varpið, verði það að lögum, í reynd ekki sem skyldi því markmiði, sem fram kemur í athugasemdum frum- varpshöfunda, „að stuðla að því að ættarnöfn verði fremur notuð sem millinöfn en sem kenninöfn." Ingólfur Guðbrandsson ► Að loknu kennaraprófi lagði Ingólfur Guðbrandsson stund á íslensku og erlend tungumál við Háskóla íslands ásamt tónlist- arnámi. Síðan lá leið hans til útlanda til frekara tónlist- arnáms, fyrst við Guildhall School of Music í London, seinna við Tónlistarháskólann í Köln, Söngskólann í Augsburg og á Italíu. Ingólfur hefur kom- ið víða við í menningarmálum og verið brautryðjandi í ferða- málum, en nú er hann forstjóri Heimsklúbbs Ingólfs og Ferða- skrifstofunnar Príma hf. Líf án fegurðar er fátæklegt Listir og lífskúnst, fegurð á ferðalögnm IRÖKKRINU á mánu- dagskvöldum hópast fólk alls staðar að úr Reykjavík og nærliggjandi byggðum í Hallgrímskirkju til að hlusta á Ingólf Guð- brandsson tala um Johann Sebastian Bach, flytja og skýra verk hans. Alls eru þetta um 100 manns og enginn vill missa úr tíma frá miðjum febrúar til aprílloka. Hvað veldur? Við tökum Ingólf tali og spyij- um hann um námskeiðið Hátindar barrokksins, sem haldið er að tilhlutan End- urmenntunarstofnunar Há- skóla íslands og Listvinafé- lags Hallgrímskirkju og hefur vakið svo miklar vin- sældir. - Er þetta í fyrsta sinn sem þú stendur að svona nám- skeiði? „Nei, þetta er ljórða nám- skeiðið í nafni Háskóla íslands og hafa þau öll verið vel sótt en þetta er langfjölmennast. Ann- ars var ég lengi tónlistarkenn- ari.“ -r Er Bach allt í einu svona vinsæll eða ert það þú? „Ég vona að ég hjálpi til að gera Bach vinsælan. Það er að minnsta kosti takmark mitt. Ég segi fólki sögur af Bach, skýri verk hans og mata svo áheyrend- ur á yndislegri tónlist í hæfileg- um skömmtum. Mér sýnist fólk alveg heillað, það gleymir tíman- um og tvær klukkustundir eru liðnar áður en það veit af og sama gildir um mig. A námskeiðinu reyni ég að leiðbeina fólki um val á góðri tónlist og benda því á að gerast sínir eigin dagskrárstjórar í stað þess að láta aðra sífellt þröngva upp á sig einskis verðu efni. Líf- ið er of stutt og dýrmætt til að sóa því í ruslmenningu. Heimur- jnn er fullur af fegurð sem á erindi við alla. Það þarf aðeins að opna dyrnar að fegurðinni og flestir eru tilbúnir að hleypa henni inn og gera hana að parti af sínu lífi. En á íslandi skortir siðrænt og fagurfræðilegt upp- eldi. Margir þeir sem fóru á mis við það í æsku reyna að bæta sér það upp á lífsleiðinni. Líf án fegurðar er afar fátæklegt.“ - En námskeiðinu lýkur ekki í apríl. Er ekki framhald þess ferðalag undir þinni leiðsögn? „Jú, um þvítasunnu leggjum við land undir fót og förum á slóðir Bachs og ótal _______ snillinga í Þýskalandi í 10 daga. Það er mik- ið tilhlökkunarefni og reyndar einstakur við- burður því ferð með _________ þessu fyrirkomulagi hefur aldrei áður verið farin. Við bytjum í fæðingarborg Bachs, Eisenach, förum svo til Weimar, sem er algjört ævintýri með sög- una og listina á hveiju götu- horni. Það eitt að búa í tvo daga undir þaki þess húss sem sjálfur Bach gekk um margoft, og síðan Richard Wagner, Franz Liszt, Brahms, Mendelssohn, Richard Strauss, listmálarinn Cranach, skáldin Goethe, Schiller og ótal frægðarmenn, snillingar og stór- menni heimsins er nokkuð sem ekki gleymist. Sjá listaborgirnar Leipzig, Dresden og Berlín og koma í hið nýja, frábæra Ge- wandhaus, sem um langt skeið var einskonar tónlistarmiðstöð heimsins, eða í Semper óperuna Ferð fyrir fólk sem safnar dýrmætum minningum í Dresden, höfuðborg barrokks- ins, með frægar hallir og lista- söfn við Saxelfi. Þetta er ferð fyrir fólk sem safnar dýrmætum minningum og reynslu á ferða- lögum sínum.“ - Það eru sagðar furðusögur af fararstjórn þinni, til dæmis Ítalíuferðum. Hver er aðferð þín eða galdur? Notar þú kannski sömu brögð og í tónlistinni? „Aðferðin er auðvitað leyndarmál og ekki hægt að komast að henni nema koma í ferð með mér. Að sumu leyti er aðferðin sú sama og hjá stjórn- anda hljómsveitar, að laða fram hinn rétta anda, gera hið flókna opið og auðvelt, ná athygli allra og vekja fegurðarskynið. Þú verður að elska viðfangsefnið til að ná árangri.“ - Hvað frnnst þér skemmti- legast að sýna fólki?“ „Listina á Ítalíu. Við hana hef ég tekið miklu ástfóstri og hlakka til að fara þá ferð á hveiju sumri. Ítalía gagntekur _________ fólk þegar hún er rétt sýnd og kynnt og við bestu aðstæður. Þar eru margir hápunktar, til dæmis óperan í Ver- óna þar sem við mun- um í ágúst sjá ein- hveija rómuðustu óperusýningu ársins, Nabucco eftir Verdi, en hún gerði hann einmitt frægan. Sviðsetningin er stórfengleg, það gleymir enginn slíku kvöldi. Svo er Gardavatnið, borg hertog- anna Feneyjar, Bologna, Pisa, Flórens, Siena, Perugia, Assisi og Róm. Ítalía er einskonar sam- nefnari listanna. Það er ekki nóg að fara bara til Ítalíu, fólk veit lítið á eftir nema vera í fylgd kunnugs manns. Þessi ferð er full af list og lífsnautn. Ég ætla að kynna báðar þessar menning- arferðir á Hótel Sögu á morgun, sunnudag, klukkan 15. Það eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir en ferðirnar eru að seljast upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.