Morgunblaðið - 23.03.1996, Page 12
12 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frumvarp lagt fram á Alþingi
Ekki verði refsi
vert að móðga
þjóðhöfðingja
Morgunblaðið/Ingvar
Þriggja bfla árekstur
ÞRÍR þingmenn Alþýðubanda-
lagsins hafa lagt fram frumvarp
á Alþingi um að fella úr lögum
ákvæði um að viðurlög við því að
smána opinberlega æðsta ráða-
mann eða þjóðhöfðingja erlends
ríkis.
Segja þingmennirnir Svavar
Gestsson, Steingrímur J. Sigfús-
son og Bryndís Hlöðversdóttir, að
tilefni frumvarpsins sé athuga-
semdir utanríkisráðuneytisins við
allkjarnyrtan leiðara eins dagblað-
anna um forseta tiltekins ríkis.
Var þarna um að ræða leiðara
Jónasar Kristjánssonar ritstjóra
DV um Borís Jeltsín forseta Rúss-
lands.
í almennum hegningarlögum er
ákvæði um að það varði allt að
sex ára fangelsi að smána opinber-
lega erlenda þjóð eða erlent ríki,
æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja
þess, fána eða annað viðurkennt
þjóðarmerki. Þingmennirnir segja
þetta ákvæði ekkert erindi eiga
við samtímann. Aftur og aftur
komi það fyrir að í forustugreinum
sé veist mjög harkalega að til-
teknum þjóðhöfðingjum og um
suma sé talið að megi segja hvað
sem er, sbr. forustugrein Morgun-
blaðsins 28. febrúar um Saddam
Hussein sem þar var kallaður sam-
viskulaus harðstjóri.
„Til þess er fullt tilefni en spyija
má: Er eðlilegt að hafa í lögum
landsins ákvæði sem heimilar að
ritstjórar Morgunblaðsins séu tyft-
aðir af opinberum aðilum fyrir að
fara þessum orðum um þjóðhöfð-
ingjann?" spyrja þingmennirnir í
greinargerðinni og leggja til að
ákvæði hegningarlaganna nái ekki
til þjóðhöfðingja eða æðsta ráða-
manns ríkis.
ÞRÍR bílar lentu harkalega sam-
an á Breiðholtsbraut um hádegis-
bilið á fimmtudag. Flytja varð
tvo ökumenn á siysadeild auk
farþega úr einni bifreið. Ekki er
í FRUMVARPI, sem lagt hefur
verið fram, er gert ráð fyrir að
menn eigi rétt á atvinnuleysisbótum
eftir fangelsisvist, hafi samfelld
afplánun staðið í ár eða lengur.
Samkvæmt frumvarpinu, sem
Margrét Frímannsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, flytur, fá viðkomandi
rétt til atvinnuleysisbóta þótt þeir
uppfylli ekki skilyrði um lágmarks-
vitað um meiðsli fólksins. Tækja-
bíl slökkviliðsins þurfti til að iosa
fólk úr bílunum. Tveir bílanna
voru óökufærir og fluttir á brott
með dráttarbíl.
vinnustundaijölda á síðustu 12
mánuðum. Margrét segir í greinar-
gerð að nú geti einstaklingur geymt
áunninn rétt til atvinnuleysisbóta í
allt að tvö ár, hafi hann verið svipt-
ur frelsi. Hins vegar sé ljóst að
fæstir þeirra sem afplána dóm um
lengri eða skemmri tíma hafi stund-
að vinnu reglubundið og því sé ekki
um neinn áunninn rétt að ræða.
Sextán
áraá
stolnum
bíl
16 ÁRA piltur sem stal bíl í
Reykjavík aðfaranótt föstu-
dagsins var handtekinn á móts
við Þrengslaveg eftir að lög-
regla í Kópavogi hafði veitt
honum eftirför. Einnig var kall-
að eftir aðstoð lögreglunnar á
Selfossi og Reykjavík. Við
Þrengslaveg varð bíllinn bens-
ínlaus og komst drengurinn því
ekki lengra heldur ók honum
út af veginum. Við það
skemmdist bíllinn lítillega.
Drengurinn er réttindalaus
og grunaður um ölvun við akst-
ur. Eftir að bíilinn stöðvaðist
reyndi hann að komast undan
á hlaupum. Með honum í för
var ung stúika.
Lögreglan í Kópavogi hefur
haft í mörgu að snúast. Á mið-
vikudag voru um 40 manns
stöðvaðir fyrir of hraðan akstur
og 44 á fimmtudag, þar af
voru tveir sviptir ökuréttindum
til bráðabirgða. Að sögn vakt-
hafandi lögreglumanns stefndi
í svipaðan fjölda hraðaksturs-
brota í gær.
Atvinnuleysisbætur
eftir fangavist
Mismunandi skoðanir á því hvernig beri að skipta úthafsveiðikvóta á milli íslenzkra skipa
Utanríkismál
breytist 1 innan-
landsdeilu
Þegar úthafsveiðikvóti er ekki lengur deilumál við önn-
ur ríki, byija menn að deila um skiptingu hans innan-
lands. Olafur Þ. Stephensen skrifar um mismunandi
sjónarmið, en strax í gær voru komnar upp að minnsta
kosti tíu mismunandi skoðanir á því, hvernig ætti að
skipta kvótanum á milli íslenzkra fískiskipa.
EGAR úthafsveiðikvóti hættir að
vera tilefni deilna við önnur ríki,
verður hann að deilumáli innan-
lands. í gær, daginn eftir að
ákvörðun var tekin í Norðaustur-Atlants-
hafsfiskveiðinefndinni (NEAFC) um skipt-
ingu úthafskarfastofnsins á Reykjanes-
hrygg, voru komnar upp að minnsta kosti
tíu mismunandi skoðanir á því, hvernig
ætti að skipta kvótanum á milli íslenzkra
fiskiskipa.
Sömuleiðis er skoðanaágreiningur um
það hvort, og þá hvemig og með hvaða
skilyrðum, eigi að skipta kvóta þeim úr
norsk-íslenzka síldarstofninum, sem ísland
hefur samið um við Færeyjar.
Bæði málin þurfa stjórnvöld að leysa á
allra næstu vikum, því að úthafskarfavertíð-
in hefur oft byijað í apríl og útgerðarmenn
eru nú þegar farnir að renna hýru auga til
Síldarsmugunnar. Aukinheldur þarf með
nýrri löggjöf að leggja einhveijar grundvall-
arlínur um það á hvaða þáttum skipting
úthafsveiðikvóta á milli íslenzkra skipa á
að byggjast í framtíðinni, svo sem þegar
og ef samningar nást um veiðar á þorski
í Barentshafi eða um nýtingu á norsk-
íslenzka síldarstofninum.
Þetta er reyndar vandamál, sem hefur
verið fyrirsjáanlegt um alllangan tíma, enda
hafa íslenzk stjórnvöld staðið í samningum
um kvóta á nokkrum svæðum á úthafínu
um árabil. Engu að síður hefur sjávarút-
vegsráðuneytið ekki myndað sér skoðun á
málinu og frumvarp til nýrra laga um út-
hafsveiðar, sem hefur verið í undirbúningi,
er ekki tilbúið. Einhver kann að spyija
hvers vegna drög að nýrri löggjöf eða regl-
um um skiptingu kvóta hafí ekki legið fyr-
ir, nú þegar þarf nauðsynlega á þeim að
halda. Slík undirbúningsvinna hefur hins
vegar aldrei verið hin sterka hlið íslenzka
stjómkerfisins.
Skiptar skoðanir innan LÍÚ
Á meðan ríki stendur í deilu við önnur
ríki um veiðirétt á úthafsveiðisvæðum, er
ekki óalgengt að það leyfi skipum, sem sigla
undir fána þess, að veiða nokkurn veginn
ótakmarkað til þess að skapa veiðireynslu
og þar með sterkari samningsstöðu. Eftir
að samningar hafa náðst, verður hins vegar
að skipta kvótanum á milli innlendra skipa
samkvæmt einhveijum gagnsæjum reglum,
og þannig að önnur samningsríki hafi trú
á því að hægt sé að hafa stjórn á veiðunum.
Innan Landssambands íslenzkra útvegs-
manna eru nú uppi mjög mismunandi skoð-
anir á því, hvernig eigi að skipta þeim
45.000 tonna karfakvóta, sem ísland hefur
samið um á Reykjaneshrygg. Þeir útgerðar-
menn, sem hafa stundað úthafskarfaveið-
arnar undanfarin ár, eru þeirrar skoðunar
að veiðireynsla á Reykjaneshrygg síðustu
þijú árin eigi að ráða skiptingu kvótans.
Aðrir útgerðarmenn, sem ekki hafa
stundað úthafskarfaveiðarnar eða hafa
kannski nýlega keypt sér skip til að stunda
þær, vilja láta taka tillit til annarra þátta.
Sumir vilja einfaldlega að kvótinn verði
óskiptur og svo stundi menn „ólympískar"
veiðar, þ.e. keppist við þar til kvótinn ?r
upp urinn. 1
Aðrir vilja að hluta kvótans verði úthlut-
að út frá veiðireynslu og afganginum t.d.
út frá því hversu miklar karfaheimildir
menn hafa innan landhelgi. Röksemdir
þessa síðastnefnda hóps eru þær, að hluti
þess kvóta, sem NEAFC hafi úthlutað ís-
landi, sé tilkominn vegna strandríkisréttar
og vegna þess að hluti úthafskarfastofnsins
gengur um íslenzka lögsögu. Hins vegar
var niðurstaða NEAFC auðvitað málamiðl-
un og engin reikniformúla er til, sem segir
til um hversu stór hluti kvótans byggist á
strandríkisrétti. Enda eru útgerðarmenn,
sem eru þessarar skoðunar, ekki sammála
um hversu stórum hluta eigi að úthluta
samkvæmt veiðireynslu á úthafinu og
hversu miklu samkvæmt veiðiheimildum í
lögsögunni og flestar hugsaiilegar talna-
samsetningar eru nefndar.
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, seg-
ist telja að í öllum aðalatriðum eigi kvótinn
að koma í hlut þeirra, sem hafi stundað
veiðarnar, tekið á sig áhættu og kostnað
og búið til réttinn. Þó sé hugsanlegt að frá
þeirri reglu geti verið einhver frávik. Þá
sé rétt að kvótinn komi í hlut þeirra, sem
bezt geti nýtt hann með því að vinna aflann
um borð. Það hafí reynzt arðsamast og
gefizt illa að sigla með aflann í land. Krist-
ján sejgir þetta sína persónulegu skoðun,
en LÍU muni halda stjórnarfund næstkom-
andi þriðjudag til að fjalla um málið.
Aukin sókn í síldina
Mismunandi skoðanir eru einnig á því
hvort og hvernig eigi að skipta þeim síldar-
kvóta, sem Island samdi um við Færeyjar
fyrr í vetur, eftir að heildarsamningar við
Noreg, Rússland og Færeyjar mistókust.
Forysta LIÚ vill að sami háttur verði hafð-
ur á og í fyrra, að síidveiðarnar verði öllum
fijálsar þar til svo lítið er eftir af kvótan-
um, að það dugir hveiju skipi til u.þ.b. einn-
ar veiðiferðar, þá verði kvótanum, sem eft-
ir er, skipt á milli þeirra skipa sem stundað
hafi veiðarnar þannig að menn fari ekki
fýluferð á miðin. Hópur útgerðarmanna
nótaveiðiskipa hefur hins vegar sent sjávar-
útvegsráðuneytinu erindi, þar sem farið er
fram á að kvótanum verði skipt á milli
þeirra, sem stundað hafa síld- og loðnuveið-
ar í nót.
Búast má við að fleiri útgerðarmenn
sæki í síldina í ár en í fyrra til þess að
bæta veiðireynslu á skip sín. Talið er að
allt að 45 skip muni fara í Síldarsmuguna,
og margir tala um að byija fyrr en á síð-
asta ári. Jafnvel er búizt við að menn byiji
veiðarnar fljótlega eftir að síldin gæti geng-
ið út úr norskri lögsögu í aprílmánuði, en
þá er hún horuð og morandi í átu og því
verðminni vara en síðar á sumrinu. Kristján
Ragnarsson segist vilja láta banna mönnum
síldveiðar fyrir 1. maí og jafnframt vill
hann bann við því að útgerðarmenn noti
flutningaskip til að flytja síldina í land, en
einhveijir’munu hafa rætt um slíkt til þess
að skipin geti stundað veiðarnar sem stíf-
ast og staðið þannig betur að vígi; þegar
að því kemur að skipta síldarkvóta Islands.
Þarf nýja löggjöf
Samkvæmt núgildandi lögum um veiðar
íslenzkra skipa utan fiskveiðilandhelginnar,
sem eru frá 1976, er sjávarútvegsráðherra
heimilt að setja þær reglur um slíkar veið-
ar, sem þurfa þykir til þess að uppfylla
alþjóðlega samninga, sem Islendingar eru
aðilar að. Þorsteinn Pálsson getur því tekið
ákvarðanir um skiptingu karfa- og síldar-
kvóta út frá núgildandi lögum. Lögin eru
hins vegar ekki ýtarleg (tvær greinar) og
þykja ekki taka mið af nýjum aðstæðum.
Flestir hafa því verið sammála um að þörf
sé á nýrri löggjöf. Úthafsveiðinefnd ríkis-
stjórnarinnar, sem skipuð er fulltrúum allra
þingflokka og hagsmunaaðila í sjávarút-
vegi, hefur að undanförnu rætt um undir-
búning frumvarps til nýrra laga um þetta
efni. Niðurstaða er ekki í sjónmáli og nefnd-
armenn vilja sem minnst tjá sig um nefndar-
starfíð. Geir H. Haarde, formaður nefndar-
innar, segir þó að farið sé að síga á seinni
hlutann, enda sé full þörf á nýrri löggjöf
þótt ráðherra geti tekið á tveimur áður-
nefndum málum á grundvelli núgildandi
laga, þar sem i báðum tilvikum er um al-
þjóðlega samninga að ræða.
Veiðireynsla fái mest vægi
Flestir, sem við er rætt, gera ráð fyrir
að nýju lögin yrðu almenns eðlis og tækju
til allra þeirra veiða, sem íslenzk skip geta
stundað á úthafinu. Þar yrði því veitt ákveð-
in leiðsögn um skiptingu kvóta á Reykjanes-
hrygg, í Barentshafí, í Síldarsmugunni og
hugsanlega á Flæmingjagrunni í framtíð-
inni, en þar er nú sóknarstýring í gildi. Svo
virðist sem menn séu sammála um að veiði-
reynsla hljóti að fá mest vægi í þeim viðmið-
unarreglum um kvótaskiptingu, sem verða
í frumvarpinu. Rökin fyrir því eru ekki sízt
þau, að ekki megi taka af útgerðarmönnum
hvatann til þess að sækja á ný mið og skapa
íslandi þannig sterkari samningsstöðu.