Morgunblaðið - 23.03.1996, Side 18

Morgunblaðið - 23.03.1996, Side 18
18 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Reuter Agreiningur um NATO WARREN Christopher (t.v.), ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna og rússneskur starfsbróðir hans, Jevgení Prímakov, voru kampa- kátir á blaðamannafundi í Moskvu í gær þrátt fyrir ágreining um stækkun Atlantshafsbandalags- ins, NATO, til austurs. Borís Jelts- ín forseti ítrekaði andstöðu Rússa við að bandalagið tæki inn fyrr- verandi kommúnistaríki í Mið- og Austur-Evrópu er hann ræddi við Christopher í gær. Christopher sagði að náðst hefði árangur um frekari afvopnun og í svörum hans þótti koma skýrt fram að stjórn Bills Clintons Bandaríkja- forseta væri hlynntari rússneska forsetanum en helstu keppinaut- um hans í væntanlegu forseta- kjöri. Dúman, neðri deild rúss- néska þingsins, samþykkti nýlega að fella úr gildi ákvörðun frá 1991 um upplausn Sovétríkjanna og fordæmdi Christopher sam- þykktina ásamt nær öllum leið- togum fyrrverandi Sovétríkja. Dúman ákvað í gær að fjalla ekki um tillögu þar sem Christopher var fordæmdur vegna þeirra ummæla og sagður skipta sér af innanríkismálum Rússa. Bush faernað ter. ^ GEORGE Bush, forseti Bandaríkj- anna, fór í gær í aðra ferð sína til Kúveits eftir stríðið fyrir botni Persa- flóa árið 1991 sem batt enda á sjö mánaða hemám íraka í Kúveit. Bush var fagnað sem hetju á flugvellinum og mikill öryggisviðbúnaður var hafður vegna ótta við að írakar reyndu að ráða hann af dögum. „í hugum Kúveita er George Bush mesti maðurinn sem hefur stigið fæti á þessari jörð,“ Lulua al-Mulla, sem berst fyrir réttindum kvenna í Kúveit. Saad al-Abdulla al-Sabah krón- prins tók á móti Bush og þeir tókust í hendur á stóru rauðu teppi sem lagt var að flugvélinni. Mikil leynd hvílir yfir ferðinni þar sem Kúveitar óttast að reynt verði að ráða Bush af dögum. Þeir saka íraka um að hafa skipulagt sprengju- tilræði til að drepa Bush þegar hann heimsótti Kúveit árið 1993. Banda- rísk herskip skutu 23 stýriflaugum á höfuðstöðvar írösku leyniþjón- ustunnar til að hefna ráðabruggsins og sex óbreyttir borgarar biðu bana þar sem nokkrar flaugar hæfðu ekki skotmarkið. ERLENT Jafnaðarmenn mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð Ahersla á baráttu gegn atvinnuleysi Reuter GORAN Persson var hýr á brún er hann settist inn í nýju skrif- stofuna sína í gær. Nýr fjármálaráð- herra boðar strangt aðhald Stokkhólmi. Reuter. GÖRAN Persson, nýr forsætisráð- herra Svíþjóðar, myndaði nýjá stjórn í gær og kvaðst leggja megináherslu á baráttuna gegn atvinnuleysi. Hann skipaði Erik Asbrink í embætti fjármálaráð- herra, en hann er fyrrverandi stjórnarformaður sænska seðla- bankans og líklegur til að fram- fylgja strangri aðhaldsstefnu í rík- isfjármálum. Persson tók við embættinu af Ingvar Carlsson á fimmtudag og kvaðst í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra ætla að skera upp herör gegn atvinnuleysinu. Markmiðið væri. að minnka at- vinnuleysið úr um 10% í 4% fyrir aldamót. Fjárlagahallinn yrði um 3% af vergri landsframleiðslu árið 1997 og honum eytt árið eftir. Boðar meiri sparnað Fjármálamenn tóku nýja fjár- málaráðherranum vel og gengi sænsku krónunnar hækkaði nokk- uð gagnvart markinu. Asbrink sagði í fyrstu ræðu sinni á þingi sem fjármálaráðherra að áhersla yrði Iögð á að minnka fjárlagahall- ann og atvinnuleysið. Hann sagði að ekki ætti að hækka skatta og kvað mögulegt að draga frekar úr ríkisútgjöldunum. Hann lofaði hins vegar að standa vörð um vel- ferðarkerfið. Asbrink er 49 ára, sonur fyrr- verandi seðlabankastjóra, og hefur gagnrýnt ýmis sköpunarverk sænskra jafnaðarmanna, svo sem skattkerfið. Hann hefur sagt að kerfið sé of flókið vegna þess að því sé ætlað.að leysa of mörg vandamál í einu með þeim afleið- ingum að það leysi ekkert þeirra. Evrópuráðuneyti lagt niður Persson ákvað að leggja niður embætti Evrópumálaráðherra og málum, sem varða Evrópusam- bandið, verður dreift á hin ráðu- neytin. Forsætisráðherrann sagði að við þessa breytingu fengju Evrópumálin aukið vægi. Ennfremur verður búið til nýtt ráðuneyti, sem fer með innan- ríkismál og verður undir stjórn Jörgens Anderssons, en hann var áður ráðherra húsnæðis- og orku- mála. Persson skipaði einnig Margar- eta Winberg sem atvinnumálaráð- herra í stað Anders Sundströms, sem verður iðnaðarráðherra. Mar- got Wallström var skipuð félags- málaráðherra og konur gegna helmingi ráðherraembættanna eins og í fyrri stjórn. ESB setur Slóvökum skilyrði Fullgilding* samn- ings við Ungverja forsenda aðildar Bratislava. Reuter. Reuter Tengsl ESB og Mið- Ameríku efld EVROPUSAMBANDIÐ hefur tvisv- ar sinnum varað stjórnvöld- í Slóvak- íu við að draga lengur að fullgilda samningvið Ungveijaland um landa- mæri ríkjanna og um vémd réttinda ungvérska minnihlutans í Slóvakíu, en hónum tilheyra um 600.000 manns. ESB hefur gert Slóvakíu ljóst að fullgilding sáttmálans sé forsenda þess að landið eigi möguleika á aðild að sambandinu. Samningurinn var gerður síðast- liðið sumar og fullgiltu ungversk stjórnvöld hann þegar í stað. Vlad- imir Meciar, forsætisráðherra Slóv- akíu, hefur heitið því að slóvakíska þingið muni fullgilda hann í þessum mánuði. Þjóðernissinnaðir hægri- menn í Þjóðarflokki Slóvakíu (SNS), sem situr í ríkisstjóm með Lýðræð- isfylkingu Meciars (HZDS), hafa hins vegar reynt að tefja fyrir fullgilding- unni. Lög um „vernd lýðveldisins" Talið er að þjóðernissinnar innan flokks Meciars séu einnig tregir í taumi. Stjórnarandstaðan í Slóvakíu hefur gagnrýnt harðlega lagafrum- varp, sem Meciar hyggst láta sam- þykkja um leið og sáttmálann við Ungveijaland, í því skyni að friða þjóðernissinna. Frumvarpið flallar um „vernd lýðveldisins" og kveður á um að í ákveðnum tilfelium megi sekta eða fangelsa skipuleggjendur mótmæla gegn stjórnvöidum. Þá sé bannað að breiða út „rangar upplýs- ingar“ um Slóvakíu erlendis. Fulltrúar ungverska minnihlutans telja frumvarpinu beint gegn sér og segja það eingöngu lítt breytta út- gáfu af löggjöf kommúnistastjórnar- innar í Tékkóslóvakíu um sama efni. Talsmenn minnihlutans gagnrýna einnig breytingar, sem gerðar hafa verið að kröfu þjóðernissinna, á mörkum sveitarfélaga í suðurhluta landsins. Tilfærsla lögsögumarkanna mun hafa þau áhrif að sveitarfélög, sem áður voru einkum byggð Ung- veijum, verða sameinuð slóvakísku- mælandi sveitarfélögum. Minnihlutinn á móti Þingmenn ungverska minnihlut- ans hyggjast greiða atkvæði gegn staðfestingu sáttmálans, á þeirri for- sendu að hann hafi oftsinnis verið brotinn nú þegar. Þeir vísa meðal annars til löggjafar, sem samþykkt var síðastliðið haust, um að slóvak- íska skuli vera eina opinbera tungu- mál ríkisins. RÍKI Evrópusambandsins og San José-hópsins, sem sex ríki Mið- Ameríku eiga aðild að, ákváðu á fundi sínum í Flórens á Ítalíu á fimmtudag að styrkja tengsl sín á sviði efnahags- og félagsmála. Utanríkisráðherrar ríkjanna sam- þykktu langtímastefnumótun um samskipti heimshlutanna. Mark- mið hennar eru meðal annars að iækka erlendar skuldir Mið- Ameríkuríkja, fækka hindrunum í viðskiptum Evrópu og Mið- Ameríku, stuðla að öflugri bar- áttu gegn fíkniefnasmygli og að standa vörð um mannréttindi. Aðildarríki San José-hópsins eru Kosta Ríka, EI Salvador, Gu- atemala, Hondúras, Nicaragua og Panama. Mexíkó, Kóiumbía og Venezúelatókujafnframtþáttí > fundinum sem „samstarfsríki" og Beiize sem áheyrnaraðili. Delmer Urbizo Panting, utan- ríkisráðherra Hondúras, sem hér sést ávarpa fundinn í Flórens, sagði að fundinum loknum að stefnt væri að því að inann þriggja eða fjögurra ára hefði tollum ver- ið breytt, þannig að vissar mið- amerískar Iandbúnaðarafurðir ættu greiðari aðgang að markaði Evrópusambandsins. Urbizo Panting sagði að ban- anainnflutningur, sem er sprengi- fimt pólitískt mái, hefði þó ekki verið ræddur á fundinum. Susanna Agnelli, utanríkisráð- herra Ítalíu (tii vinstri á myndinni ásamt Lamberto Dini forsætisráð- herra) sagði að ESB viidi gera allt, sem í valdi þess stæði til að bæta lífskjör í Mið-Ameríku. Sam- bandið er nú þegar stærsti veit- andi þróunaraðstoðar til þessa heimshluta. Herve de Charette Fjölgar um tólf innan áratugar Royaumont, Frakklandi. Reuter. HERVE de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, spáir því að aðild- arríkjum Evrópusambandsins muni fjölga um allt að tólf á næstu tíu árum, með því að sambandið taki inn ríki frá Austur-Evrópu og eyríki í Miðjarðarhafi. Bæði jákvætt og yfirþyrmandi De Charette sagði í ræðu, sem hann hélt yfir þingmönnum hins hægrisinnaða Lýðræðisbandalags (UDF) í Royaumont, að útvíkkun bandalagsins til allt að tólf ríkja, Kýpur og Möltu og fyrrverandi kommúnistaríkja í Austur-Evrópu, yrðij.bæði jákvæð og yfirþyrmandi." „Eg telN að þessu ferli [stækkun- ar] verði lokið innan tíu ára,“ sagði de Charette. Viðræður við Möltu, Kýpur og nokkur Austur-Evrópuríki munu hefjast hálfu ári eftir að ríkjaráð- stefnu Evrópusambandsins, sem nú er að hefjast, lýkur. Áætlað er að það verði seint á næsta ári eða fyrri hluta ársins 1998.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.