Morgunblaðið - 23.03.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ I
áhersla var lögð á einstaklingsfrels-
ið. Víða höfðu risið borgir og borg-
arastétt. A miðöldum hafði lista-
maðurinn verið nafnlaus og það var
ekki til þess ætlast að hann sýndi
frumlega tilburði. A endurreisnar-
tímanum lagði listamaðurinn áherslu
á frumleika, frægð og frama. Lista-
sagan sem saga einstakra lista-
manna hófst ekki fyrr en með endur-
reisnartímabilinu. Nægir að nefna
þá Leonardo da Vinci og Michel-
angelo sem unnu sér ódauðlega
frægð.
I byrjun 14. aldar á Italíu hófst
upplifun menningar eftir miðaldar-
myi'krið. Kveikjan að þessu var að
áhuga fór að gæta á
klassískri menningu,
sem hafði í för með. sér
endurfæðingu klass-
ískrar fornmenningar.
Þetta átti ekki aðeins við
á sviði bókmennta og
lista, í samgöngum, ver-
slun og iðnaði. Með
endurreisninni er átt við
ákveðið menningarform
sem tók til allra sviða
mannlegs lífs.
I byrjun 17. aldar
höfðu flestar borgh’ á
Ítalíu hálfklassískan stíl.
Menn kynntu sér högg-
mynda- og byggingar-
verk fornaldar sem
höfðu varðveist.
I byggingarlistinni
var lögð áhersla á lárétt-
ar línur og þökin urðu
flöt. Ahersla var lögð á
jafnvæg hlutföll stærða
sem settu einnig svip
sinn á húsgögn, skipulag
garða og skreytilist.
Fyrri stíltegundir höfðu
þróast nánast til-
viljanakennt hver af
annarri. Með endur-
reisninni ákváðu menn á
skipulagðan hátt
hvernig hlutirnir ættu að verða. A
fyrri hluta 15. aldar áttu sér stað
miklar framfarir á sviði húsgagna á
Ítalíu og breiddust síðan til
Frakklands, Þýskalands, Niður-
landa, Englands og Skandinavíu í
byrjun 16. aldai’.
í húsgagnalistinni komu fram nýir
hlutir; lausar plötur, hirsluborð,
kistur, stólar, himinsængur, skatthol,
bollaskápar og hengiskápar. Fyrir-
myndirnar voru sóttar í steinborð og
eirstóla klassískrar fornlistar. A Ita-
líu var hnotuviður vinsælastur, en eik
í N-Evrópu. Skápar og kistur voru
skreyttir með útskornum bekkjum
með tenntu mynstri og hvíldu á
viðamiklum framhleyptum sökkli.
Súlm', hálfsúlur og flatsúlur voru út-
skornar eða rifflaðar. A skáphornin
voru oft settar útskornar manna-
myndir í stað súlnanna, eða á efsta
hluta þeirra. Fætur voru renndir eða
minntu á dýrafætur. Spjöld í ramma
voru talsvert notuð, en voru fest í
rammann með strikuðum listum. Þau
voru stundum mörg á sömu hurðinni
og löguð á margvíslegan hátt.
Spónlagning varð einnig mjög al-
geng. Hvert húsgagn var hannað eins
og um byggingu væri að ræða og
áhersla var lögð á að sérkenni hvers
húsgagns fengju notið sín til fulln-
ustu. Smíðin varð að list.
Byrjað var að vaxbera viðinn með
þunnu og gegnsæju lagi svo æðarnar
nytu sín vel. Til þess að skreytingin
félli sem best að áferðinni var hún
skorin örfáa millimetra niðm’ í tréð,
en síðan límdar í það útsagaðar þynn-
ur úr mismunandi lituðum viði og
síðan var allur viðurinn fágaður.
Þessi aðferð vai’ nefnd flögn (intar-
sia), litir ílagnanna voru takmarkaðir
við viðarlitina. Um 1478 voru 84 verk-
stæði í Flórens sem sérhæfðu sig í
ílögn. Þekktustu dæmin um ílögn eru
kórbekkurinn í dómkirkjunni í Siena
(1503) og hurðirnar Raphaelsbygg-
ingunni (1514) í Vatikaninu í
Rómaborg. Þessi aðferð átti eftir að
valda miklum timahvörfum í hús-
gagnagerð. Síðan var farið að nota
harða steina í mismunandi litum í út-
skurðinn (pietre dure). Um 1580 kom
Francesco 1 de’Medici á fót verk-
stæði í Flórens sem sérhæfði sig í
slíkri aðferð.
Húsgögn voru skreytt með stór-
brotnum útskm-ði. Tekin voru upp
fornklassísk minni sem ætluð voni til
ytra skrauts. Grísku súlurnar voru
talsvert notaðar en auk þeirra komu
skrautgerðh’ í fonni dýramynda,
grínmynda, kynja-
kvikinda, skelja og ku-
funga sjávar. Húsgagnið
sem hentaði best slíkri
skrautgerð var brúðark-
istan (cassoni), sem voru
notuð fyrh persónule-
gar eigur brúðar.
Brúðarkistan var
smíðuð í mörgum
stærðum og gerðum og
hafði margþætt. nota-
gildi. Hún var ekki
aðeins notuð sem hhsla,
heldur sem sæti, borð og
rúm. Brúðarkistan var
skreytt með glæsilegum
útskurði með myndum
úr heilagri ritningu og
sögum helgra manna.
Útskurðurinn kom líka
fram í myndum af fjöl-
skyldu brúðar og eigin-
manns. Ibm’ðarmehi
kigtur voru oft gylltar
með glæsilegum út-
skurði. Kistan var einnig
notuð sem sæti og á
seinni hluta 15. aldar
varð til nýtt húsgagn,
kistubekkurinn. Það var
kista með lágu bgki og
breiðum trébríkum á
báðum endum. Þetta var
fyrsti vísir að sófanum sem varð fyrst
til á rókokótímanum. Lausar sessur
voru notaðar í þessa bekki. I
hægindastóla var einnig fai’ið að nota
lausar sessur sem voru lagðar á flétt-
að strásæti. Það var ekki fyrr en
síðast á 15. öld að fyrstu bólstruðu
hægindastólar með fastri bólstrun
litu dagsins Ijós. Húsgagnaiðnaður
var eingöngu handiðnaðm’ sem var
stundaður á verkstæðum meistaran-
na og í heimahúsum til sveita. Hver
þjóð eða landshluti hafði sín sér-
einkenni varðandi gerðir, skraut og
viðartegundh á húsgögnum.
mm 1 Sl
sessi. Því miður er ennþá nær
ómögulegt að fá spennandi salt-
fiskrétti á veitingahúsum.
Það hefur kannski líka ekki síst
hamlað hugarfarsbreytingunni
gagnvart saltfisk að „alvöru“ salt-
fiskur hefur ver-
ið nær ófáan-
legur í almennri
$ölu. Það er fyrst
nú á síðustu
mánuðum að
hægt er að kaupa
góðan útvatn-
aðan saltfísk,
tilbúinn til mat-
reiðslu. Undan-
farna viku hafa
einnig verið salt-
fiskdagar á
Hótel Sögu og ég
trúi ekki öðru en að allir þeir, sem
brögðuðu þá rétti er þar voru á
boðstólum, hafi sannfærst um
möguleikana sem saltfiskurinn
býður upp á. Flestir þeirra hefðu
sómt sér vel á hvaða gæðaveitin-
gastað sem er i Barcelona. Rétt-
irnir virðast líka hafa fallið í kramið
hjá fleirum en mér því að á þessari
tæpu viku var matreitt úr hálfu
tonni af saltfisk! Það voru ma-
treiðslumeistararnir Ragnar
Wessmann, yfirkokkur í Grillinu,
og Sigurður L. Hall, sem áttu
heiðurinn af þessum réttum og
hafa þeir gefíð góðfúslegt leyfi til
birtingar á nokkrum uppskriftum.
Af hverju getum við íslendingar og
þeir ferðamenn, sem hingað koma,
ekki gengið að þessum góða mat
sem jafnöruggum lið á mat-
seðlinum og fjallalambinu? Salt-
fiskurinn á það svo sannarlega skil-
ið.
Steiktur saltfiskur með
spínat-kremsðsu
_______Vá-iÆ kg saltfiskur_____
______1 dl jómfrúar olífuolía__
_______600 g ferskt spínat_____
_______3-4 skallottlaukar______
1 græn paprika_________
örlítið dill eða mynta___
___________1 dl hvitvín________
__________2 dl físksoð_________
___________2 dl rjómi
Saltfisknum er velt upp úr hveiti
og steiktur í vel heitri olíunni.
Spínatið „blancherað" og skorið
fínt.
Paprikan og skallottlaukurinn eru
söxuð fínt og léttsteikt í olífuolíunni.
Spínatið sett út í. Allt „sautérað"
saman í örstutta stund.
Hvítvínið, soðið og rjóminn soðið
saman og þykkt ef þarf. Spínat- og
grænt papriku-“sautéið“ sett ásamt
sósunni í matvmnsluvél og allt
maukað fínt saman. Aðeins soðið upp
á sósunni (athugið ekki of mikið þvi
að þá byrjar sósan að verða hey-
græn).
Bitunum raðað á fat og sósan yfír.
Saxaðri myntu eða dilli stráð yfír.
Soðinn saltfiskur með
humarbitum og vorlauk
í Biscaya-sósu
V2-1/5 kg saltfiskur í bitum.
Soðvatn (lárviðarlauf, sítrónur,
svört piparkorn, laukbátur)
1/5 lítri bragðmikil og koníaksbætt
humarsósa
—1——1—1—|---------——n————|
300 g vorlaukur
500 soðin smáhumar, skorinn í bita
paprikuduft
Látið suðu koma upp á soðvatninu.
Takið af suðu og látið saltfiskbitana
út í og látið standa í 6-10 mín.
Takið saltfiskinn upp úr soðinu og
látið renna vel af honum. Leggið
hann á mitt fat og látið humarbitana
yfir og í ki’ing. Maskerað með heitri
humarsósunni og að lokum er vor-
lauknum (sem skorinn hefur verið í
fínar sneiðar, vel á ská) stráð yfir.
Paprikudufti stráð yfir.
Steiktur saltfiskur
með furuhnetum og
rúsínum Xerés
_______14- saltfískur______
200 g steinlausar rúsínur
_______2 dl þurrt sérrí____
120 g ristaðar furuhnetur
_______1 dl olífuolía______
1 msk paprikuduft
1 dl fískisoð
Rúsínm-nar eru lagðar í bleyti
yfir nótt í sérríinu.
Saltfisknum er velt upp úr hveiti
og hann steiktur í olífuolíunni.
Fiskurinn er tekinn upp úr olíunni
og settur á eldfast fat. Olían er hituð
aftur og paprikan er svissuð þar i.
Fiskisoðinu er bætt út i og þetta
látið krauma heitt saman. Tekið af
pönnunni og sérrírúsínuleginum
bætt út í. Hrært vel saman og hellt
yfír fískinn. Furuhnetum stráð yfir
og bakað í ofninum þar til vel heitt.
——-
LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 25
Notalegir, vistlegir, þægilegir,
alúðlegir, hlýlegir, indælir,
viðmótsþýðir...
....sölumenn og bílar
r\
Notaðu
tækifæríð og
tryggðu þér
góðan notaðan
bíl á notalegum
dögum hjá
Á pakkadögum B&L gafst fólki færi á að eignast
nýja Hyundai bíla með ríkulegum aukapökkum.
Viðtökurnar voru þvílíkar að nú er salurinn okkar
fyrir notuðu bílana orðinn pakkfullur af góðum
bílum sem voru teknir uppí þá nýju.
Og þá lifnar heldur betur yfir sölumönnum
notaðra bíla sem ætla að taka notalega á móti þér
og tryggja að þú finnir góðan notaðan bíl á góðu
verði og á góðum kjörum.
Opið laugardag kl. 10-17
og sunnudag kl. 13-17.
NOTAÐIR BÍLAR
SUÐURLANDSBRAUT12
SÍMI: 568 1200 beint 581 4060