Morgunblaðið - 23.03.1996, Page 30

Morgunblaðið - 23.03.1996, Page 30
30 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VINNULÖGGJ ÖFIN ÞAÐ ER hlutverk Alþingis að setja almennar samskipta- reglur í þjóðfélaginu, en ekki einstakra hagsmunasam- taka eða hópa. í því ljósi verður að skoða frumvarp Páls Péturssonar, félagsmálaráðherra, um breytingar á vinnulög- gjöfinni frá árinu 1938. í frumvarpinu eru ýmis nýmæli, sem miða fyrst og fremst að því að tryggja meiri þátttöku laun- þega í ákvörðunum um mikilvægustu mál í starfsemi verka- lýðsfélaganna, uppsögn og samþykkt samninga svo og boðun og afboðun verkfalla. Frumvarpið stefnir því í lýðræðisátt og það verður til að styrkja og efla verkalýðshreyfinguna að félagar láti sig málefni hennar einhverju varða. Um langt árabil hefur það verið forustumönnum verkalýðs- félaganna áhyggjuefni, hversu mikil deyfð hefur verið í starf- semi þeirra, fundarsókn að jafnaði mjög lítil og þátttaka í afgreiðslu samninga sömuleiðis. Samningar í mörg hundruð eða þúsunda manna félögum hafa verið samþykktir eða felld- ir með örfáum atkvæðum á fundum. Það hlýtur því að vera verkalýðsforustunni styrkur að geta vísað til almennrar þátt- töku félagsmanna í mikilvægum ákvörðunum eins og boðun verkfalla eða höfnun eða samþykkt kjarasamninga. Launþegaforystan á að ná til grasrótarinnar, þannig getur hún bezt starfað í þeim lýðræðislega anda sem nútímaþjóðfé- lag krefst. Viðbrögð verkalýðsfélaganna við frumvarpinu um vinnu- löggjöfina hljóta því að byggjast á, að forustan óttist að missa nokkuð af eigin völdum fremur en að lýðræðislegur réttur félagsmanna sé skertur. Með engu móti er hægt að segja, að þröskuldarnir, sem frumvarpið kveður á um við verkfalls- boðun og afgreiðslu kjarasamninga, séu of háir (10,1% verður að samþykkja verkfallsboðun, 17% þarf til að fella miðlunartil- lögu). Fremur ætti það að vera félagsleg skylda að taka þátt í jafn afdrifaríkum ákvörðunum sem verkfallsboðun er og afgreiðsla samninga. Það eru ákvarðanir, sem hafa áhrif langt út fyrir raðir viðkomandi stéttarfélags. Réttindum fylgja líka skyldur. Morgunblaðið hefur lengi lagt á það áherzlu, að sem flest- ir skráðir félagar taki þátt í stjórnarkjöri, verkfallsboðun og atkvæðagreiðslum um kjarasamninga. Einfalt er að senda hveijum félagsmanni atkvæðaseðil heim í pósti. Síðast vakti blaðið athygli á þessu fyrir stjórnarkjörið í Dagsbrún í janúar- lok. Þá hefur blaðið ítrekað mælt með heimild til vinnustaða- samninga enda ljóst, að starfsfólk kann að ná betri samning- um beint við vinnuveitanda sinn. Starfsfélagar eiga oft meira sameiginlegt, þótt í mismunandi stéttarfélögum séu, heldur en með öðrum, sem starfa við allt aðrar aðstæður. Það er því fagnaðarefni, að í frumvarpi félagsmálaráðherra er ákvæði um slíka heimild, þar sem starfsmenn eru 250 eða fleiri. Spurning er þó, hvort starfsmannafjöldinn sé ekki of mikill miðað við íslenzkar aðstæður. í heild sinni er frumvarp félagsmálaráðherra veruleg fram- för, en þó er á því sá annmarki, að ekki er gert ráð fyrir, að launþegar geti ráðið því sjálfir, hvort þeir standa innan eða utan stéttarfélags. Fullt félagafrelsi á að ríkja í landinu og ekki síður á vinnumarkaði en annars staðar. Heillaríkast er að slíkt frumvarp sem hér um ræðir njóti stuðnings sem flestra þegar það verður afgreitt og ættu menn að vinna að því, nú þegar búið er að viðra frumvarpið og nægur tími til rækilegrar skoðunar. En það má vel lofta út á þessum vettvangi eins og öðrum. YFIRGENGILEG SAMÞYKKT SAMÞYKKT dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, frá í síðustu viku um endurreisn Sovétríkjanna er yfir- gengileg. Hún er ögrun við grannríki Rússlands og raunar hinn vestræna heim í heild. Edúard Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, hefur krafist skyndifundar hjá Samveldi sjálfstæðra ríkja, vegna þessarar samþykktar og aðrir leiðtogar fyrrum Sovétlýðvelda hafa lát- ið í ljós áhyggjur sínar. Margt bendir hins vegar til að áhrif ályktunarinnar verði þveröfug við það sem flutningsmenn hennar ætluðu. Hún á eftir að kynda undir kröfum ríkja í Austur-Evrópu um aðild að Atlantshafsbandalaginu og jafnvel flýta fyrir stækkun bandalagsins. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði í heimsókn sinni í Moskvu í fyrradag að ekki yrði hvikað frá áformum um stækkun bandalgasins. Margir þeirra, sem hafa viljað fara hægt í fjölgun aðildarríkja vegna andstöðu Rússa, munu líklega skipta um skoðun í ljósi krafna um endurreisn Sovét- ríkjanna. Hyggist Rússar beita grannríki sín yfirgangi ber vestrænum ríkjum skylda til að halda yfir þeim hlífiskildi, eigi þau þess kost. HEIMSÓKN í GRÍMSEY Morgunblaðið/Kristján „ÆTLI maður skjótist ekki heim í hádegismat og fái sér sér einhveijar kjöttætlur, ekki höfum við efni á að éta frá okkur kvótann. Hér lifum við bara á fugli og útsölukjöti," sagði Gylfi Gunnarsson, útgerðarmaður í Grímsey, sem ásamt Helga Haraldssyni og Bjarna Hrannari Héðinssyni var að gera grásleppunetin klár um borð í Þorleifi EA. FOLK KEMUR OGFER Skerðing á aflaheimildum, óvissa um fram- tíðina og erfitt tíðarfar hefur haft áhrif á lífið í Grímsey á síðustu árum og á næstunni hyggj- ast fjórar flölskyldur flytja á brott. í spjalli við Margréti Þóru Þórsdóttur og Kristján Kristjánsson kom fram að fólk í Grímsey vonar að botninum sé náð og betri tímar fari í hönd. Fólkið vill fá að vera í friði til að stunda fiskimiðin, sem eru grundvöllur búsetu í eynni, og telur veðráttuna stýra nauðsynlegum banndögum. Heildarafli Grímseyjarbáta árin 1981 -1995 tonn 3500 tonn 3000 2500 2000 1500 HEILDARAFLI báta með heimahöfn í Grímsey var 2.047 tonn á síðasta ári eða rúmlega 500 tonnum minni en árið áður, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábáta- eigenda. Hér kemur m.a. fram að meðaltal viðmiðunaráranna 1981-1983 var 1.724 tonn. Meðaltal kvótaáranna 1984-1995 or 2.274 tonn eða 24% hærrí en viðmiðunaráranna. Þá var aflinn í fyrra 16% hærri en á viðmiðunarárunum. Grimsey FÓLK hefur verið að koma og fara, þannig hefur það alltaf verið,“ sagði Þorlákur Sigurðsson, oddviti Gríms- eyinga. Fjórar Ijölskyldur í eynni, samtals 17 manns af 117 íbúum eyj- arinnar, hafa ákveðið að flytja búferl- um frá eynni. Minnkandi kvóti und- anfarin ár og einkar harður vetur í fyrra urðu til þess að eyjarskeggjar sáu fáa ljósa punkta í tilverunni. Einmuna veðurblíða í allan vetur og nýtilkomið samkomulag sjávar- útvegsráðuneytisins og Landsam- bands smábátaeigenda um breyting- ar á fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir smábáta valda því að íbúarnir líta bjartari augum til framtíðarinnar. Líf Grímseyinga snýst um sjóinn og eru tækifæri þeirra til að stunda aðra vinnu en þá sem tengist sjósókn- inni af skornum skammti. Gerðir em út 26 bátar frá eynni, sá stærsti er 20 tonn að stærð, tveir eru um 15 tonn, einn 11 tonn og tveir 10 tonn en aðrir eru minni, allt niður í 3 tonn. í fiskverkun Sigurbjarnarins eru nokkur störf fyrir fólkið í landi, en þar er verkaður saltfiskur. Kaupfélag Eyfirðinga rekur verslun á staðnum, þá er þar pósthús, grunnskóli með 14 nemendum og tveimur kennurum, vélaverkstæði, fiskmarkaður og nokkur starfsemi kringum flugvöllinn og ferðamenn að sumri til. Konur í eynni hafa hug á að reyna fyrir sér með handverk en starfsemi af því tagi hefur verið með nokkrum blóma víða um sveitir landsins. Skatttekjur Grímseyinga eru rúmar 13 milljónir króna og stendur sveitar- sjóður nokkuð vel að sögn oddvita. „Þetta er ekki skuldugt sveitarfélag, við eigum fyrir þeim framkvæmdum sem við ætlum að fara í,“ bætti hann við, en helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins í ár snúa að höfninni, lengja á aðra trébryggjuna um 20 metra og setja upp innsiglingarljós. Þykjumst sjá batamerki „Við erum að vona að botninum á þessari miklu lægð sé nú náð og bjart- ari tímar framundan. Ég held að eng- inn hafí trúað því fyrir nokkrum árum að þetta gæti gengið svona iangt, en við þykjumst sjá nokkur batamerki,“ sagði Þorlákur oddviti. Hann nefnir að fyrir nokkrum árum hafi verið margt aðkomumanna í Grímsey enda næga vinnu að hafa kringum sjósókn sem karlarnir stunduðu, en konur og unglingar fengu vinnu við línustokk- un og fiskverkun sem KEA stóð að. Eftir að feijan Sæfari kom til sög- unnar opnaðist möguleiki á að flytja fiskinn í land og var það gert í nokkr- um mæli, hann fluttur til vinnslu í frystihúsi KEA í Hrísey. „Þá hvarf heilmikil vinna héðan úr byggðarlag- inu,“ sagði Þorlákur en gat þess einn- ig að eyjarskeggar hefðu aldrei búið við eins góðar og öruggar samgöngur á sjó og eftir að Sæfari kom. „Mér líst ekki illa á tilveruna hérna, það hefur margt gott áunnist á síð- ustu árum, umtalsverðar hafnarbæt- ur hafa verið gerðar hér og samgöng- ur bæði á sjó og í lofti hafa batnað mikið auk þess sem gerðar hafa-ver- ið miklar vegabætur í þorpinu. Ég held við getum fráleitt verið að kvarta. Við búum hérna af því að við höfum góðan aðgang að fiskimiðun- um og ef okkur er gert kleift að stunda okkar Iifibrauð án of mikilla afskipta stjórnvalda eigum við að geta lifað góðu lífi,“ sagði Þorlákur. Dónald Jóhannesson skólastjóri hefur alið nánast allan sinn aldur í fjölmenninu fyrir sunnan, en sagðist kunna ijómandi vel við sig í Grímsey þar sem hann hefur verið í tæp tvö ár. „Það er mjög mikið og fjölbreytt félagslíf hérna, yfirleitt eitthvað um að vera í hverri viku en Kiwanis- menn og kvenfélagskonur eru dugleg að sjá okkur fyrir skemmtunum,“ sagði Dónald. Þótt hann sé vanur margmenni sagðist hann ekki finna fyrir einangrun, tíðar ferðir ferjunnar og flugvél Flugfélags Norðurlands sæju til þess. Fullt af þorski Það lá vel á félögunum Gylfa Gunn- arssyni, Helga Haraldssyni og Bjarna Hrannari Héðinssyni en þeir voru í óða önn að gera grásleppunetin klár fyrir vertíðina sem hófst í vikunni. „Sagnfræðingar framtíðarinnar munu eflaust skrifa um fiskifræðing- ana okkar eins og sagnfræðingar nútímans skrifa um móðuharðindin," sagði Gylfi en hann er allt annað en kátur að þurfa að taka upp þorskanet- in og fara yfir í grásleppuna. „Við höfum verið að fiska vel í netin, það er fullt af þorski hérna allt í kring, en kvótinn er búinn svo við neyðumst til að fara á grásleppu sem örugglega veiðist ekkert af.“ Þeir félagar töldu fullvíst að Grímseyingar myndu harka af sér eftir erfiða tíð undanfarin ár og töldu ástæðulaust að fyllast svartsýni þótt fyrirsjáanlegt væri að nokkrar úölskyldun væru að flytjast búferlum. Það kæmi maður í manns stað, þannig hefði það ævin- lega verið og ekki ástæða til að ótt- ast að svo yrði ekki iíka nú. Veðurguðirnir sjá um banndagana Alfréð Garðarsson á Hafölduna í félagi við Sigurbjörn sf. en hann er tæplega 6 tonna krókabátur. Hann var að stokka línu í fiskverkun Sigur- bjarnarins. Hann hafði mörg orð um hversu skelfilegt ástandið hefði verið, en breytingar á fiskveiðistjórnun- arkerfi fyrir krókabáta gjörbreyti aðstöðu Grímseyinga. „Veðurguðirnir hafa alveg séð um banndagana fyrir okkur, það er blóðugt að mega ekki fara á sjó þegar gefur.“ Alfreð sagði marga eyjarskegga hafa farið illa út úr samdrætti síð- ustu ára og stæðu tæpt. Til að halda dampi hefðu þeir verið að kaupa kvóta og báta og dæmið ekki alltaf gengið JÓHANNES Henningsson kom að landi með um 800 kíló af þokkalegum þorski. GUÐMUNDUR Gísli Geirdal segir nánast útilokað fyrir unga menn að hefja smábátaútgerð nema þeir hafi fæðst inn í greinina. ALFREÐ Garðarsson segir marga standa tæpt eftir samdrátt síðustu ára. ÞORLÁKUR Sigurðsson, t.h., oddviti Grímseyinga, ræðir við Hólm- stein Snædal, smið frá Akureyri, sem ætlar að vinna að verkefni í félagsheimilinu. RAGNHILDUR Hjaltadóttir er umboðsmaður FN í Grímsey og hefur í uógu að snúast. Hér er hún að aðstoða Stefán Vilhjálms- son við að koma farangri sínum fyrir í vélinni. upp. Sjálfur keypti hann sinn bát á 8 milljónir króna og sagði varla ann- an kost. í stöðunni en fjárfesta í öðr- um. Þá gæti hann róið á þeim til skiptis og haft þannig þokkaleg at- vinnu, eins og kvótastaðan væri nú væri ómögulegt að framfleyta fjöl- skyldu með útgerð eins krókabáts. En vissulega þýddi þetta líka að menn yrðu að steypa sér í stórskuldir. Grímseyingar eru vanir því að vinna mikið og þeir vilja það. Við viljum bjarga okkur sjálfír og kærum okkur ekki um neina styrki eða ölmusu. Það eru góð fiskimið allt umhverfis eyjuna og þau em ástæða þess að við búum héma. En það er slæmt ef við megum ekki nota þessa auðlind eins og okkur þykir skynsamlegast." Jóhannes Henningsson á Gyðu Jónsdóttur kom að landi síðdegis með 800 kíló af þorski. Hann sagði sam- komulagið um breytta fiskveiðistjórn- un smábáta vera mikið í áttina, „enda gat þetta ekki gengið lengur. Það þarf samt meira að koma til, þetta er okkar eina atvinna og við verðum að geta framfieytt ijölskyldum okkar. Mér finnst á þessu samkomulagi að meiri skilningur sé á okkar málstað en verið hefur. Það er mikill plús að geta ráðið róðrardögunum sjálfir, banndagakerfið hefur oft leikið okkur grátt“, sagði hann. Háðir duttlungum stjórnmálamanna fyrir sunnan „Það er alveg geysilega gaman að fást við sjómennskuna þegar vel gengur,“ sagði Guðmundur Gísli Geirdal á Kristínu EA þegar hann kom að landi, reyndar með afla „sem ekki var upp á fatlaðan hund“, eins og hann orðaði það. Hann á bátinn í félagi við Sæmund Ólason, en hann er á loðnu, hafði fengið pláss á loðnu- skipinu Grindvíkingi og rær Guð- mundur því einn. „Þessi bátur gæti verið atvinnu- tæki sem skapaði allt að fjórum mönnum vinnu, en kvótinn er svo iít- ill að maður er bara einn að gaufa þetta. Menn fara í burtu ef þeir fá sæmileg skipspláss." Guðmundur er sammála Jóhannesi um mikilvægi þess að afnema banndagana, útgerðin verði hættu- minni. Venjan hafi verið sú að afar stíft sé sótt í febrúar eftir tveggja mánaða bann. „Menn leggja hart að sér að róa eftir _að hafa ekki hreyft sig svona lengi. í framtíðinni munum við bara róa í bestu veðrunum." Guðmundur sagði ekki fýsiiegt fyr- ir unga menn að byija í atvinnugrein- inni, nánast útilokað nema þeir hefðu mikið íjármagn á bak við sig. „Þetta er orðið svo ruglað, það er ekki nokk- ur leið fyrir unga menn að bytja í smábátaútgerð nema þeir hafi fæðst inn í greinina," sagði hann. „Það er alltaf svo mikil óvissa ríkjandi í þessu, menn sjá aldrei nema háift ár fram í tímann. Við höfum verið á báðum áttum síðustu sex ár hvort við ættum að byggja okkur hús hérna, en þykir það ekki sérlega skynsamlegt í ljósi þess hversu háðir við smábátasjó- menn erum duttlungum stjórnmála- manna fyrir sunnan." Einn samheldinn hópur „Það koma margir hingað og ætla sér að vera nokkur ár, ætla ekki endi- lega að setjast að,“ sagði Ragnhildur Hjaltadóttir en hún er frá Hrafnagili í Eyjafirði og héfur búið í Grímsey í 9 ár. Hún er umboðsmaður FN og Flugleiða, einnig Sjóvár-Almennra og situr í hreppsnefnd. „Því miður er þröngt um húsnæði, þannig að svigrúm fyrir aðkomufólk til að koma og vera í einhvern tíma er ekki mikið. Karlmennirnir sem stunda sjóinn hafa verið með góðar tekjur og konur því ekki af þeirri ástæðu þurft að vinna úti, en í kjöl- far mikils samdráttar í veiðunum dró úr tekjunum en fá tækifæri eru fyrir hendi í eynni fyrir þá sem vilja auka tekjur sínar. „Það er helsti ókosturinn hér hversu fábrotið atvinnulífið er, við höfum ekki að neinu að hverfa þegar aflinn bregst," sagði Ragnhildur. „Verði þorskkvótinn aukinn sé ég fram á þjartari tíma.“ Hún sagðist ánægð með hversu öflugt félagslífið væri og mannlífið gott. „Hér standa menn saman, þetta er einn samheldinn hópur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.