Morgunblaðið - 23.03.1996, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Eftirlæti
ERUM við ekki eft-
irlát við börnin okkar?
Uppþembd og aflvana
fyrir framan sjónvarp-
ið réttum við fram
1.000 kall og hverfum
síðan á vit ofbeldis-
mynda til að bægja úr
huganum nöturleika
tilvistarinnar, alein.
Heimsborgarinn,
afkomandi
markaðarins
Og börnin fara sínu
fram, óáreitt nema af
síbylju auglýsinga sem
keppast við að miðla
þeim sínu gildismati,
huggun afþreyingar og neyslu.
Óátalið yfirgefa börnin tilfinninga-
samband fjölskyldunnar og tengjast
viðskiptasamböndum við samfélag-
ið. Á markaðnum felst réttlætið í
jöfnum rétti sérhverrar krónu,
nautnin sést í verðinu og hamingja
mælist í neyslugetunni. Á markað-
inn er kominn mælanlegur haming-
justuðull og jarðtengt siðferði, við-
skiptasiðferði. Lífsfyllingin gengur
nú kaupum og sölum og það skipt-
ir sköpum að fá sem mest fyrir sem
minnst. Með peninginn sem millilið
mannlegra samskipta þurrkum við
út siðferði upprunans og setjum í
þeirra stað markaðslögmálin, sam-
ræmt siðferði heimsmenningarinn-
ar.
Neytandinn, hinn frjálsi maður
valmöguleikanna
Uppvaxandi kynslóð hefur aldrei
átt greiðari aðgang að efnislegri
þekkingu, listum eða sögulegum
fróðleik. Tækni til miðlunar fleygir
fram og það er æ minna mál að
ná til æ fleiri með æ áhrifarikari
hætti. En undir stöðugu áreiti
„sækinnar" markaðsmiðlunar ein-
angrast einstaklingurinn í félags-
legu sambandi við fjölmiðlara þar
sem hann er eingöngu viðtakandi.
Gagnvirk tjáskipti koma vart til
greina og hæfileiki til tjáningar og
mannlegra samvista þroskast ekki.
Þörf fyrir eigin skilning og afstöðu
minnkar og persónuieiki neytand-
ans visnar. Ejölmiðiarinn er heldur
ekki að ávarpa neinn sérstakan
heldur sem ailra flesta, um það
snýst markaðssóknin. Frá tæknitóli
sínu höfðar hann til einstaklingsins
sem samnefnara, „meðal-Jónsins“,
heimsborgara markaðsmiðlunar-
innar. Einangraður þroskast neyt-
t andinn þannig sem frumkvæðis- og
^ tengslalaus hópsál!
■ Menntakerfið
Mótvægið við markaðsmótunina
i er fjölskyldulífið annars vegar og
menntakerfið hins
vegar. Við ákvörðun
námsefnis skylduskól-
ans er ekki gengið út
frá markaðseftirspurn
heldur siðferðislegum
hugmyndum um hvað
sé hoilt og gott að
kunna: Þar er nemand-
anum ætluð athygli
eftir þörf og tækifæri
eftir árangri.
En skólinn er, ekki
síður en heimilið, undir
miklu markaðsálagi.
Annars vegar eru
kennarar launafólk og
umgangast börnin því
í vinnunni, þ.e. frá því
þeir þurfa að mæta og þar til þeir
fá að fara heim, og hins vegar er
verið að mennta vinnuafl framtíðar-
innar, meta það og flokka.
Menntakerfi okkar er þriggja
þrepa, fyrst dagheimili, þá grunn-
Skólinn, segir Sigurður
Gunnarsson, er að út-
skrifa fyrir fortíðina.
skóli og að lokum framhaldsskóli.
Markaðsaðstæðna gætir lang-
minnst í forskóianum. Á dagheimil-
um starfa nánast eingöngu konur
og launin eru afar lág. Þær meta
starf sitt bersýnilega ofar neyslu-
getunni og líta ekki til betur laun-
aðra starfa. Ástand dagvistar barna
er mjög gott og það er blessun. Þar
virðist mér kennslan vera gjöf til
barnanna, hveijum sigri á þroska-
braut hvers og eins er fagnað og
allar reglur eru á siðferðilegum
grunni.
í grunnskólanum mætir barninu
gjörólíkt viðborf. Þar ber nemand-
anum að skila árangri og þar eru
honum dæmdir möguleikar til
starfsmenntunar og launaþreps í
lífinu. Kennarinn er nú fyrst og
fremst óánægður launamaður.
Laun kennara eru lægsta þóknun
sem boðin er fyrir þá þekkingu sem
krafist er. Ríkið sogar til skólanna
í æviráðningu þá sem hvergi fá
markaðsverð fyrir vinnu sína, og
það tapar hveijum þeim sem boðin
eru lágmarkskjör á öðru starfs-
sviði. Auðvitað er til fullt af góðu
fólki sem getur bara ekki hugsað
sér annað starf en kennslu, en sú
staðreynd blasir við að atgervi flýr
skólana óhindrað og að mörgum í
stéttinni finnst ekki mikið á sig
leggjandi fyrir launin.
Eina markmið framhaldsskóla er
starfsmenntun. Þangað fer fólk til
að öðlast starfsréttindi, aðgang að
Sigurður
Gunnarsson
SÉÐASH DAGIIR
(JTSÖLIMAR
ÍDAG!
Opiðfrákl. 12:00-16:00
SKÓVERSLUN
Ctsli Ferdimndsson
Lækjargötu 6-101 Reykjavik • Sími 5514711
vinnumarkaðnum og betri kjör. Nú
skiljast sauðirnir frá höfrunum mis-
kunnariaust og leikurinn snýst um
að læra utan að það sem er til prófs
betur en maðurinn við hliðina. Það
er ekki pláss fyrir báða. Gengið er
út frá sannleiksgildi og réttmæti
þess sem kennt er og í háskóla
nútímans virðist mér umræðutímar
aðalega fara í dæmayfirferð og enn
meiri utanbókarlærdóm. Vanga-
veltur um námsefnið eru tímafrekar
og það er útbreidd skoðun að allar
efasemdir um réttmæti kenninga
geri manni erfiðara fyrir að læra
hugsun þeirra utan að til prófs.
Sérkennilegt viðhorf til þekkingar-
heims sem er í stöðugri endurskoð-
un í tilvistinni utan veggja skólans.
Og skólarnir útskrifa sérfræð-
inga á öllum sviðum atvinnuþekk-
ingar í margföldu magni miðað við
fyrirséðar þarfir markaðarins. Skól-
inn er að útskrifa fyrir fortíðina og
gengur út frá því að framtíðin verði
vegið meðaltal fortiðarinnar, jafn
og hnökralaus vöxtur á öllum svið-
um eins og á línuritunum. Nemarn-
ir sjá að sjálfsögðu tilvist sína í
framtíðinni, í landi atvinnuskorts
og baráttu um aðgang að vinnu-
markaðnum. Sú tilvist er hins vegar
ekki vísindaleg staðreynd og í raun
vísindalega óhugsandi miðað við
mörghundruðföld vísindaleg afköst
þjóðarinnar. Kennararnir lifa utan
við þennan grimma heim sam-
keppninnar í starfsöryggi sínu og
þeir hafa í raun enga reynslu af
því samfélagi sem þeir kenna nem-
endum sínum að verða sérfræðingar
í. Þeir hafa aldrei verið annars stað-
ar en í skóla, fyrst sem nemendur
og síðan sem kennarar.
Öreindafj ölskyldan
Hér að framan er lýst ákveðnum
tilhneigingum í þróuninni en alls
ekki heildarmyndinni. Útkoman er
hins vegar vaxandi lífsleiði og
skeytingarleysi í samfélaginu. Ungt
fólk á æ erfiðara með að bindast
fjölskylduböndum og börnin alast í
sívaxandi mæli upp hjá einstæðum
mæðrum. Á daginn eru börnin
fyrstu árin í vörslu kvenna á dag-
heimilum og frá 7 til 15 ára aldurs
undir leiðsögn kvenna í grunnskól-
um. Strákarnir alast þannig upp
við kvennaímynd og kvennasið-
ferði, fullorðnir karlmenn eru þeim
fremur keppinautar um móðurina
en fyrirmynd. Þá held ég að föður-
leysi sé ekki hollt litlum stúlkum.
Ekki stöðvar kreppan þar því ömm-
ur og afar, hin forna kjölfesta
menningarinnar, eru á vinnumark-
aðnum allan daginn til sjötugs og
hverfa þá inn í einangraðar gamal-
mennabyggðir.
Menntun
er mennsk
Tilfinningakreppa og . tengsla-
leysi milli kynjanna og kynslóðanna
veldur því að siðferðið, tilfinningin
til náungans og afstaðan til tilvist-
arinnar, kemst ekki til skila. Menn-
ingin er nefnilega fyrst og fremst
tilfinningasamband, samband okk-
ar og afstaða hvers til annars.
Þroskun mannlegra gilda, siðvæð-
ingin, er því tilfinningamál. Þú
gleðst með og samhryggist, þú
hrífst og þér býður við, þú ávítar
og hrósar, þú særir og dekrar, þú
varar við og manar fram... Þú kem-
ur sem sagt kærleikanum milli kyn-
slóðanna. Ekki bara barnanna
vegna heidur einnig til að þroska
og viðhalda siðferði foreldranna og
þar með alls samfélagsins. Þetta
verður ekki lært utan að og ekki
kennt í tímavinnu. Ég held að sam-
tíminn ofmeti gróflega mikilvægi
vísindalegrar hugsunar og efnis-
legra vísinda í uppfræðslunni og
menntuninni. Starfsframamódelið
gengur ekki lengur upp, umbylting
efnisheimsins er komin yfir hæsta
hólinn og framtíðin er handan
vinnúsamfélagsins. Það er bara eitt
siðleysið í viðbót að halda áfram
núverandi menntastefnu eingöngu
til að halda uppi þenslu í mennta-
geiranum, tryggja starfsöryggi í
kennarastétt og halda börnunum
lengur frá vinnumarkaðinum.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Foreldraráð í
grunnskólum
NÚ STYTTIST óðum í að allur
rekstur grunnskólans flytjist yfir til
sveitarfélaganna. Þá færist aukin
ábyrgð á þessum mikilvæga mála-
flokki heim í hérað og væntanlega
nær þeim sem skólinn á að þjóna.
Um allt land má greina vakningu
meðal sveitarstjórnarmanna og for-
eldra og greinilegt að skólinn er
að komast ofar á forgangslista í
mörgum sveitarfélögum. Þetta er
fagnaðarefni og hlýtur að verða
skólastarfi mikiJ lyfti-
stöng því áhugi og
metnaður heima-
manna hefur alltaf
skipt miklu fyrir skóla-
starfið. Vonandi tekst
að leysa úr þeim
ágreiningi sem upp er
kominn í samskiptum
ríkis og kennara því
erfitt er að ímynda sér
hvað tekur við ef þessi
áform frestast í mörg
ár. Það skiptir einnig
miklu máli að ríkis-
valdið viðurkenni
kostnaðarútreikninga
vegna nýrra grunn-
skólalaga og tryggi
fjármagn svo að skól-
inn geti sinnt hlutverki sínu.
Aukin áhrif foreldra
Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi
og menntun bama sinna og þeim
er ætlað að taka virkan þátt í um-
ræðunni um skólamál m.a. í skóla-
nefndum og nú í foreldraráðum sem
starfa skulu við hvern skóla. Hug-
myndin að baki foreldraráðunum
er sú að auka áhrif foreldra og
skapa þeim formlegan vettvang til
að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri við skólastjórnendur og
skólanefndir. Foreldraráð hefur
ekkert formlegt vald en það getur
haft áhrif með umsögn sinni. Mikil-
vægt er að líta á foreldraráð sem
Foreldrafélög, segir
Unnur Halldórsdóttir,
munu starfa eftir
sem áður.
opinberan vettvang til skoðana-
skipta um málefni skólans.
Einhver kann að spyija hvort
einhver þörf sé á þessum foreldra-
ráðum, hvort sveitarstjórn, skóla-
nefnd og starfsfólki skólans sé ekki
treystandi fyrir skólamálunum. Því
er til að svara að skólanefndin starf-
ar í umboði sveitarstjórnar að skipu-
lagi og framkvæmd skólamála og
getur því ekki verið umsagnaraðili
um eigin áætlanir. Kennarar eru
starfsmenn skólanna og sérfræð-
ingar í kennslu en þeir ættu líka
að hafa hag að því að fá viðbrögð
umhverfisins við verkum sínum.
Eðlilegt þykir í nútímasamfélagi
að þeim sem hagsmuna eiga að
gæta verði gert bæði kleift og skylt
að taka afstöðu til afgreiðslu mála
sem þá varða og næst á eftir nem-
endum eru foreldrar stærsti hópur-
inn sem skólinn þjónar.
Foreldrafélög munu starfa eftir
sem áður og stuðla að auknu sam-
starfi heimila og skóla og að öllum
líkindum eflast enn frekar með tím-
anum.
{ fámennum skólum eru aðrar
aðstæður en í stærri skólum. Skóla-
nefndin er t.d. oftast skipuð foreldr-
um barna í skólanum og getur ver-
ið erfitt að manna foreldraráð ef
hvorki sveitarstjórnarmenn, skóla-
nefndarmenn né starfsmenn skól-
ans eru kjörgengir. Formleg for-
eldrafélög eru sjaldnar starfandi við
fámennu askólana en það dregur
ekki úr skyldu skólastjóra og skóla-
nefndar að kynna áætlanir um
skólahaldið fyrir foreldrum og stöð-
ugt þarf að leita leiða til að bæta
þetta upplýsingastreymi til heimil-
anna.
Hvað segja lögin?
16. grein grunnskólalaga nr. 66/
1995
Við hvern skóla skal starfa for-
eldraráð og er skólastjóri ábyrgur
fyrir stofnun þess.
í foreldraráði sitja þrír foreldrar
sem ekki eru starfsmenn skólans.
Foreldrar við grunn-
skóla velja fulltrúa í
foreldraráð til tveggja
ára í senn.
Foreldraráð fjallar
um og gefur umsögn
til skólans og skóla-
nefndar um skólanám-
skrá og aðrar áætlanir
sem varða skólahaldið
og fylgist með að áætl-
anir séu kynntar for-
eldrum, svo og með
framkvæmd þeirra.
Skólastjóri starfar
með foreidraráði og
veitir því upplýsingar
um starfið í skólanum.
Oski foreldrar þess
er skóla heimilt með
rökstuddri greinargerð að sækja um
undanþágu frá ákvæði greinar
þessarar til menntamálaráðuneytis-
ins. Gildar ástæður þurfa að vera
fyrir undanþágu svo_ sem ef skóli
er mjög fámennur. Úr greinargerð
með frumvarpinu:
Með foreldraráðum er verið að
mynda formlegan vettvang til að
koma sjónarmiðum foreldra varð-
andi innihald og áherslur í starfi
skólans og skipulagi skólahalds á
framfæri við skólann.
Foreldraráði er ætlað að fylgjast
með skólanámskrá og öðrum áætl-
unum um skólahald. Foreidraráð
skal fá áætlanir um skólahald til
umsagnar i tæka tíð til að hægt
sé að taka athugasemdir þess til
greina. Hér er átt við t.d. áform
um skólabyggingar, viðhald, og
aðrar framkvæmdir, búnað skóla
og skólaakstur. Gert er ráð fyrir að
í skólanámskrá sé fjallað um atriði
sem varða innra starf skóla, s.s.
markmið og skipulag náms og
kennslu, skólareglur, öryggismál,
skólatíma, skóladagatal, námsmat,
mat á skólastarfi, endurmenntun
kennara, félagslíf í skólanum, og
annað er varðar starfsemi skólans.
Foreldraráð á að hlutast tii um að
skólanámskráin sé kynnt öllum for-
eidrum við skólann og að áætlu’num
hennar sé framfylgt.
Skólastjóra er skylt að veita for-
eldraráði upplýsingar um skóla-
starfið og niðurstöður mats á starfi
skólans.
Staðan núna
Víða er búið að kjósa í foreldra-
ráð, bæði í þéttbýli og dreifbýli,
enda er 16. grein grunnskólalag-
anna þegar gengin í gildi. Þar sem
foreldrafélög starfa við fámenna
skóla hefur stjórn foreldrafélagsins
gjarnan tekið að sér verkefni for-
eldraráðsins með samþykki al-
menns foreldrafundar. í flestum
skólum, t.d. á höfuðborgarsvæðinu,
eru foreldraráðin tekin til starfa og
má heyra ánægjuraddir með þenn-
an nýja samstarfsvettvang bæði
meðal foreldra og skólastjórnenda.
Það er ánægjulegt að sjá hve marg-
ir feður grunnskólanemenda hafa
sýnt áhuga á þátttöku í þessu starfi
því mæður hafa hingað til verið
miklu sýnilegri þátttakendur í for-
eldrastarfi í skólum en íslenskum
börnum veitir ekkert af því að báð-
ir foreldrar leggist á sveif í barátt-
unni fyrir bættum grunnskóla.
Höfundur er formaður Hcimilis
og skóla.
Unnur
Halldórsdóttir