Morgunblaðið - 23.03.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 35
I
I
I
1
I
I
J
<
i
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Neytendasamtökin
og sjónmælingar
NYLEGA lögðu
Neytendasamtökin til að
reglum um sjónmæling-
ar yrði breytt á þann
veg sem um gildir í öll-
um nágrannalöndum
okkar. Öllum mátti vera
það ljóst að þeir aðilar
sem mestra hagsmuna
hafa að gæta, þ.e. augn-
læknar, myndu tína til
öll hugsanleg rök til að
hindra að af slíkri breyt-
ingu yrði og það hafa
þeir svo sannarlega
gert.
Öll umræða er af hinu
góða og svo væri að
sjálfsögðu um þessa
umræðu ef verið væri að leggja
eitthvað nýtt fram til málanna. í
fréttaumfjöllun Morgunblaðsins og
með athugasemd fengu augnlækn-
ar tækifæri að koma að sínum sjón-
armiðum gagnvart hugmynd Neyt-
endasamtakanna. En það dugar
þeim þó engan veginn og sem
dæmi eru greinar sem hafa birst
undanfarið í Morgunblaðinu, en eru
í raun aðeins endurtekningar á
þeim sjónarmiðum sem augnlækn-
ar hafa áður haldið fram. Viðbrögð
augnlækna eru þó að því leyti skilj-
anleg að allir vilja veija forréttindi
sín, augnlæknar ekki síður en aðrir.
Það verður ekki komist hjá því
að svara áðurnefndum greinum þó
svo að þar verði um að ræða endur-
tekningar miðað við það sem Neyt-
endasamtökin hafa áður sagt um
þetta mál.
Hver er sérstaða okkar
íslendinga?
Hvað er það sem gerir ísland
svo sérstakt hvað varðar augn-
sjúkdóma að hér
verða að gilda aðrar
reglur en hjá öllum
nágrannaþjóðum
okkar? Og hvað er
það sem gerir okkur
Islendinga svo sér-
staka að sjón þeirra
megi aðeins mæla af
augnlæknum?
Neytendasamtök-
in hafa ekki skilið
röksemdafærsluna
og augnlæknar hafa
ekki heldur ekki get-
að lagt fram viðhlít-
andi skýringar. Þeir
reyna að hræða al-
menning með því að
gláka og aðrir alvarlegir augnsjúk-
dómar muni aukast verulega. Við
höfum ítrekað bent á að sjónmæl-
ingamenn mæla sjón í allt að 85%
tilvika í nágrannalöndum okkar
og í samtölum við fulltrúa neyt-
endasamtaka þar, hefur komið í
ljós að þetta kerfi aukins frjáls-
ræðis hefur ekki haft nein vanda-
mál í för með sér, þar er raunar
engin umræða um málið, enda það
talið í eðlilegum faiTegi. Þessi
skipan mála hefur hins vegar leitt
af sér aukna samkeppni. Hér
reyna augnlæknar hins vegar að
telja almenningi trú um að ef ekki
verði haldið við óbreytt kerfi fari
allt úr böndum. Þeir halda því
m.a. fram að það sé vandamál að
Neytendasamtökin óski eftir að
sambærilegar reglur gildi hér eins
og í nágrannalöndum okkar. Við
förum sum hver í gleraugnaversl-
anir erlendis og kaupum okkur
gleraugu án þess að heilög hönd
augnlækna blessi gjörð okkar.
Formaður Augnlæknafélagsins
Neytendasamtökin vilja
tryggja öryggi almenn-
ings. Jóhannes Gunn-
arsson kemur hér á
framfæri athugasemd-
um við fréttaumfjöllun
um sjónmælingar.
leyfir sér að reyna að hræða þjóð-
ina með því að þessi gjörningur
geti leitt til aukinnar gláku meðal
þjóðarinnar.
Málflutningur af þessu tagi er
ekki sæmandi. Neytendasamtökin
vilja að sjálfsögðu hafa um það
reglur hvenær sjónmælingamenn
megi ákvarða þörf neytenda fyrir
gleraugu. Það á fyrst og fremst
við um nær- eða ijarsýni, en þess
vegna þarf einmitt að gera lang
flestar sjónmælingar hér á landi
sem annars staðar. Ef sjónmæl-
ingamaður telur minnstu ástæðu
til að ætla að um alvarlegan aug-
sjúkdóm sé að ræða, beri honum
skilyrðislaust að vísa á augn-
lækni, ella eigi hann á hættu að
missa leyfi sitt til sjónmælinga.
Einnig telja Neytendasamtökin
eðlilegt að hafa sambærilegt eða
jafnvel strangara ákvæði en er í
dönskum lögum, en þar er gert
ráð fyrir að aðeins augnlæknir
megi ávísa gleraugum á barn und-
ir tólf ára aldri. Slíkt ákvæði er
eðlilegt þar sem það getur ekki
talist venjuleg sjóndepurð þegar
barn eða táningur þarf gleraugu.
Það er þannig ljóst að Neyt-
Jóhannes
Gunnarsson
endasamtökin vilja tryggja að ör-
yggis almennings sé gætt að fullu.
Það er hins vegar fullkomlega
ábyrgðarlaust að kæfa alla um-
ræðu eins og augnlæknar greini-
lega ætla sér með umræðu um
gláku. Ef trúa á því sem augn-
læknar eru að segja, hlýtur
ástandið hjá nágrannaþjóðum okk-
ar að vera ömurlegt, en það kann-
ast bara enginn við það, nema þá
íslenskir augnlæknar. Eða eins og
einn norskur sjónmælingamaður
sagði við okkur nýverið; við mæl-
um sjónina hjá þeim sem eru með
sjóndepurð, augnlæknarnir geta
þá einbeitt sér að augnsjúkdóm-
um.
Hvíti riddarinn
Önnur rök augnlækna eru þau
að sjónskoðun úti á landi myndi
nánast leggjast af ef tekið yrði
tillit til óska Neytendasamtakanna
um breytingu. Þar hafi þeir farið
sem riddarar á hvítum hesti og
af hugsjónaástæðum séð um að
hlutir væru í lagi. Það er að sjálf-
sögðu endaleysa að halda því fram
að viðhalda beri einokun augn-
lækna vegna slíkra sjónarmiða.
Þessi rök augnlækna segja okkur
einfaldlega það eitt að þeir hafa
hlutfallslega stóran hluta af sínum
tekjum af augnskoðunarferðum
út á land.
í Noregi hefur verið litið á þetta
sem samfélagsþjónustu og sveitar-
félög í hinum dreifðu byggðum
hafa tryggt að íbúar sínir geti
fengið eðlilega og sjálfsagða þjón-
ustu á þessu heilbrigðissviði. Þar
hefur ekki þurft að koma til einok-
un augnlækna til að tryggja að-
gang að þessari þjónustu. Neyt-
endasamtökin treysta íslenskum
heilbrigðisyfirvöldum fyllilega til
að tryggja að landsmenn allir fái
eðlilega þjónustu á þessu sviði.
Hagsmunaárekstrar?
Augnlæknar gera mikið úr
hugsanlegum hagsmunaárekstri
vegna þess að sami aðili ávísi og
selji gleraugu. Þetta hefur ekki
verið vandamál í nágrannalöndum
okkar samkvæmt þeim upplýsing-
um sem við höfum fengið. Það er
að sjálfsögðu fjarstæða að álykta
að með slíkri breytingu yrði allri
þjóðinni talin trú um um hún þyrfti
að nota gleraugu. Sem betur fer
erum við íslendingar þokkalega
skynsamt fólk og myndum ekki
láta plata okkur eins og augnlækn-
ar halda. Sjónmælingamaður sem
myndi haga sér þannig ætti ein-
faldlega á hættu að missa leyfi
sitt til sjónmælinga, auk þess sem
hann fengi í takmörkuðum mæli
viðskiptavini, spyrðist slíkt út.
Er eitthvað sem segir að það
sé með öllu útilokað að einstaka
augnlæknar geti haft hagsmuna-
tengsl gagnvart gleraugnasölu,
raunar eins og hagsmunir lækna
og apóteka virðast oft greinilega
fara saman samanber það að
læknastofur eru oft staðsettar í
húsnæði apóteka. En til að tryggja
að um hagsmunaárekstra af þessu
tagi verði ekki að ræða má einfald-
lega setja reglur um eignaraðild
sjónmælingamanna að gleraugna-
verslunum sem eru jafn strangar
þeim er gilda gagnvart augnlækn-
um. Neytendasamtökin telja slíkar
reglur eðlilegar.
Lokaorð
Eg vil ljúka þessu greinarkorni
með tilvitnun í íokaorð úr athuga-
semd sem Neytendasamtökin birtu
nýlega í Morgunblaðinu. „Að lok-
um minna Neytendasamtökin á
að það er heilbrigðisráðherra
og/eða Alþingis að ákveða hvort
augnlæknar hafi áfram einokun á
því að mæla sjón hjá landsmönn-
um. Neytendasamtökin minná á
að alþingismenn eru kjörnir til að
gæta hagsmuna alls almennings í
landinu, en að vera ekki gæslu-
menn sérstakra hagsmunahópa.
Neytendasamtökin treysta þess
vegna á að reglum verði breytt,
þó þannig að fýllsta öryggis alenn-
ings sé gætt.“
Höfundur er formaður Neytenda-
samtakanna.
Átt þú von á bami? Líkamsrækt er ekki síður nauðsynleg á meðgöngu segja
sjúkraþjálfaramir Linda Laufdal Traustadóttir og Unnur Amadóttir
úr faghópi um sjúkraþjálfun sem tengist meðgöngu og fæðingu.
Sjúkra-
þjálfarinn
segir...
Meðganga
og hreyfing
UM DAGINN heyrðum við sögu ungr-
ar konu sem nýlega eignaðist sitt
fyrsta barn.
Ásta fór á líkamsræktarstöð þegar hún
var komin rúma ijóra mánuði á leið. Hún
fékk þær upplýsingar að meðgönguleikfimi
væri þrisvar í viku undir stjórn Lóu sjúkra-
þjálfara. í ljós kom að Lóa sjúkraþjálfari
var einnig barnshafandi en það var áber-
andi hvað hún bar sig vel. í fyrsta tímanum
fékk hún það á tilfinninguna að tíminn
yrði allt of léttur fyrir sig.
Til hvers að þjálfa á meðgöngu?
Lóa sagði að meðganga væri mikið álag
á líkamann. Við þungun breyttist líkams-
starfsemin töluvert og þegar á liði breyttist
líkamsstaðan einnig. Með aukinni fyrirferð
yrði meira álag á vöðva, sérstaklega kring-
um mjaðmagrind, þ.e. kviðvöðva, bakvöðva,
rassvöðva svo og grindarbotnsvöðva. Hjá
konum í góðu formi er meðgangan oft auð-
veldari. Gott líkamsástand getur haft fyrir-
byggjandi áhrif hvað varðar verki í baki,
mjaðmagrind og fótum. Einnig hefur hún
þau jákvæðu áhrif að þyngdaraukning fari
ekki fram úr hófi. Konan sefur betur og
finnur minna fyrir þreytu og streitu.
Hvers ber að gæta?
Sjúkraþjálfarinn sagði að ef einhveijar
hefðu of háan blóðþrýsting, samdráttar-
verki, blæðingar eða grindarverki þyrftu
þær að ráðfæra sig við lækni áður en þjálf-
un hæfist. Hún bað um að hún yrði látin
vita ef einhver vandamál kæmu upp í þjálf-
uninni. Einnig þyrfti að taka tillit til fyrra
líkamsforms.
Hvernig á að þjálfa?
Tíminn byijaði á léttri en langri upphit-
un. Ásta fann að minna álag var erfiðara
nú en áður. í styrktaræfingum lagði
sjúkraþjálfarinn mikla áherslu á
kvið- og rassvöðva, því þeir hafa
áhrif á stöðu mjaðmagrindar. Með
því að styrkja þá er komið í veg
fyrir að of mikil fetta myndist í
mjóbaki. Lóa sýndi konunum mun-
inn á góðri og slæmri líkamsstöðu.
Hún sagði jafnframt að góð líkams-
staða skipti miklu máli varðandi lík-
amlega vellíðan á meðgöngu. Ásta
sagðist hafa uppgötvað of mikla
mjóbaksfettu hjá sér og prófaði að
bæta líkamsstöðu sína. Hún sagðist
strax hafa fundið fyrir tölverðum
létti.
Vöðvateygjur
og slökun
Lóa sagði vöðvateygjur mikilvæg-
ar fyrir stutta og stífa vöðva og lagði
áherslu á kálfa- og bakvöðva. Timinn end-
aði á slökun þar sem Lóa sýndi góðar hvíld-
arstöður. Ásta sagði að slökunin og hvíldar-
stöðurnar hefðu komið sér vel á mörgum
annasömum dögum. Ásta sagði okkur að
meðgangan hefði verið mun auðveldari en
hún hafði búist við og var fegin að hafa
farið í líkamsrækt.
Hverjir eru valkostirnir
varðandi þjálfun?
Víða er boðið upp á þjálfun fyrir barns-
hafandi konur en einnig kemur ýmis önnur
hreyfingtil greina, t.d. sund, gönguferðir
og þrekhjól.
Linda Laufdnl Traustadóttir er sjúkra-
þjálfari á kvennadeild Landspítalans. Unn-
ur Árnadóttir er sjúkraþjálfari á Greining-
ar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
SLÆM líkamsstaða
GÓÐ líkamsstaða