Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 40
 40 LAUGARDAGUR '23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Undirbúningur fyrir íslandsmótið í Mosfellsbæ hafinn Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson í FLOKKI barna tíu ára og yngri hjá Herði voru stelpurnar allsráðandi en verðlaun hlutu frá vinstri talið Lovisa Guðmundsdóttir sem sigraði, Ragnhildur Haraldsdóttir, Halldóra Guðlaugsdóttir og Vigdís E. Þorsteinsdóttir. Opið mót hjá Herði Grímutölt hjá Fáki FÁKSMENN héidu um síðustu helgi í reiðhöllinni í Víðidal svo- kallað Grímutölt þar sem knapar mættu grímubúnir á fákum sín- um til leiks. Keppendur voru að stærstum hluta frá Fáki en einn- ig voru Mosfellingar úr Herði nokkuð fjölmennir. Keppt var í tveimur flokkum en auk þess veitt verðlaun fyrir búninga sem voru býsna fjölskrúðugir. Hjá Herði var haldið opið mót fyrr um daginn í blíðskapar- veðri. Þar var að venju góð þátt- taka en keppt var í fimm flokkum í tölti auk þess sem vekringarnir fengu að spreyta sig á 150 metra sprettfæri. Úrslit í Grímutölti Fáks urðu sem hér segir: Fullorðnir. 1. Sigurbjörn Bárðarson á Kópi frá , Mykjunesi 2. Hermann Karlsson á Díönu frá Syðra- Fjalli 3. Súsanna Ólafsdóttir á Grána frá Enni 4. Þór Jóhannesson á Brúnka frá Dals- garði 5. Sigurður Þorsteinsson á Dönu frá Svignaskarði Börn og unglingar: 1. Bergþóra S. Snorradóttir á Móbrá frá Dalsmynni 2. Þórunn Kristjánsdóttir á Hrafni frá Ríp 3. Silvía Sigurbjömsdóttir á Galsa frá Selfossi 4. Jóna Margrét Ragnarsdóttir á Leisti frá Búðarhóli 5. Gunnhildur Sveinbjörnsdóttir á Þrá frá Barkarstöðum Besti kvenbúningurinn: Þór Jóhannes- son á Brúnka frá Dalsgarði. Besti karlbúningurinn: Brynja Viðars- dóttir á Mósart. Ljótasti búningurinn: Tómas Ingvars- son á Kramma frá Köldukinn. Frumlegasti búningurinn: Steinunn Brynja Hilmarsdóttir á Randver frá Grundarfirði. Fallegasti búningurinn: Linda Björk Þórðardóttir á Sjóði frá Röðli. Úrslit hjá Herði urðu sem hér segir: Börn 10 ára og yngri 1. Lovísa Guðmundsdóttir á Sörla. 2. Ragnhildur Haraldsdóttir á Sörla. 3. Halldóra Guðlaugsdóttir á Jörp. 4. Vigdís E. Þorsteinsdóttir á Kolskeggi. Börn eldri 1. Ásgerður R. Þráinsdóttir á Bjólfi. 2. Sigurður Pálsson á Frey. 3. íris Dögg Oddsdóttir á Freyju frá Hækingsdal. 4. íris Sigurðardóttir á Pá. 5. Eva Benediktsdóttir á Draumi. Unglingar 1. MagneaRós AxelsdóttiráVafafrá Mosfellsbæ. 2. Hrafnhildur Jóhannesdóttir á Kjarki. 3. Signý Hrund Svanhildardóttir á Skugga. 4. Berglind Hólm Birgisdóttir á Blæ. 5. Helga Ottósdóttir á Feng frá Enni. B-flokkur (leikmenn) 1. Rúnar Bragason á Hersi. 2. Birgitta Magnúsdóttir á Óðni. 3. Dagur Benónýsson á Galsa. 4. Brynhildur Þorkelsdóttir á Krumma fráSaurum. 5. Ásta Björk á Grána. A-flokkur (reyndir keppnismenn) 1. Sævar Haraldsson á Goða frá Voðm- úlastöðum. 2. Stefán Hrafnkelsson á Ægi. 3. Guðmar Þór Pétursson á Biskupi frá Hólum. 4. Örn Ingólfsson á Pjakki frá Miðey. 5. Björn Olafsson á Seifi. 150 metra skeið 1. Björgvin Jónsson á Pæper frá Varmad- al, 15,55 sek. 2. Þráinn Ragnarsson á Nirði, 16,15 sek. 3. Guðlaugur Pálsson á Jarpí á 16,88 sek. HESTAR Varmárbökkum ÍSLANDSMÓT 1996 , íslandsmót í hestaíþróttum verður haldið að Varmárbökkum í Mos- fellsbæ dagana 9.-11. ágúst n.k. og er undirbúningur fyrir mótið kominn í fullan gang. HÖRÐUR í Kjósarsýslu stendur að framkvæmd mótsins og sagði formaður félagsins, Rúnar Sigur- pálsson, í samtali við Morgunblaðið að verklegar framkvæmdir á vallar- svæðinu væru hafnar og væri þar helst að nefna stækkun á 200 metra hringvellinum sem eftir breytingar yrði 250 metrar auk þess sem beygj- ur verða rúnnaðar af. Fyrir er 300 metra hringvöllur með þverbraut sem myndar annan 250 metra völl. Sagði Rúnar að búið væri að endur- hanna vallarsvæðið og verði eftir breytingar betra að hafa keppni í gangi á tveimur völlum í senn. Reið- vegur sem lá í gegnum svæðið hef- ur verið fluttur í norðurjaöar svæðis- ins. Ennfremur yrði byggt nýtt kennslugerði fyrir fimiæfmgar skammt austan við félagsheimilið Harðarból en þar verða einnig ný bílastæði og aðkoma að svæðinu bætt til muna. Sérstakt kerrustæði verður í vesturenda svæðisins og er það ætlað fyrir aðkomna kepp- endur. Þá sagði Rúnar að sett verði nýtt hvítt vikurlag á alla vellina og skeiðbrautina þar með talda. Hann upplýsti að bæjarsjóður Mosfells- bæjar fjármagnaði meginhluta þess- Morgnnblaðið/Valdimar Kristinsson Grunnur lagður að Islandsmóti MIKLAR framkvæmdir eiga sér stað á Varmárbökkum um þess- ar mundir þar sem íslandsmót verður haldið á sumri komandi. Formaður Harðar, Rúnar Sigurpálsson, fylgist grannt með því sem fram fer og hér er hann ásamt Jóhannesi Oddssyni og Jó- hanni Gunnarssyni, eigendum Hafnarsands, sem sjá um alla jarð- vegsvinnu, við fimiæfingagerði og breytingar á hringvelli. ara framkvæmda og vildi hann fyr- ir hönd félagsins koma á framfæri þakklæti fyrir þennan góða stuðn- ing. Það er Hafnarsandur sem sér um alla jarðvegsvinnu á svæðinu en þar er kunnur Harðarfélagi í forsvari, Jóhannes Oddsson, en fyr- irtæki hans hefur sérhæft sig í gerð keppnisvalla fyrir hestamenn. Formaður undirbúningsnefndar íslandsmótsins er Einar Halldórsson og sagði hann að það væri óðum að taka á sig heildarmynd, drög að dagskrá mótsins væru nánast tilbúin. Varðandi framkvæmd mótsins bæri hæst að nú yrðu þrír keppendur á vellinum í senn í forkeppni og spar- aði þetta nýsamþykkta fyrirkomulag verulegan tíma. Líklega hefði orðið að byrja mótið síðdegis á miðvikudag ef einn keppandi hefði keppt í senn í forkeppninni. Vildi Einar koma því á framfæri að félög víða um landið viðhefðu þetta fyrirkomulag á mót- um sínum til að skapa keppendum reynslu og einnig gætu þá komið í ljós einhveijir annmarkar sem hægt væri að bæta fyrir íslandsmótið. Þrýst á um breytta dagsetningu Þá sagði Einar að miklum þrýst- ingi hafi verið beitt til að fá þá til að breyta dagsetningu mótsins en eins og kunnugt er verður Norður- landamótið í hestaíþróttum haldið sömu helgi. Sagði Einar ljóst að dagsetningu íslandsmótsins yrði ekki haggað. Af ýmsum öðrum ákvörðunum nefndarinnar nefndi Einar að útvarpsstöð yrði rekin á mótsstað og þulir mótsins yrðu tengdir við hana að meira eða minna leyti auk þess sem sérstakir útvarpsþulir flyttu keppendum og mótsgestum ýmsar gagnlegar upp- lýsingar. Boðið verður upp á gist- ingu og mötuneyti í skólum bæjar- ins.. Viljum fjölmenni Þá sagði Einar að ákveðið hafi verið að innheimta ekki aðgangs- eyri að mótinu. Taldi nefndin skyn- samlegra að fá sem mest af fólki á mótið en reyna að ná töpuðum tekjum af aðgangseyri inn með öðrum hætti. „Við teljum okkur ná góðri stemmningu með fjölmennu móti þar sem stórar fjölskyldur þurfa ekki að snúa við í hliðinu vegna hárra útgjalda. íslandsmót var haldið í Mosfellsbæ 1988 og þá tókst mótið með miklum ágætum, markaði tímamót í allri umgjörð og framkvæmd næstu íslansmóta. Við vonumst til að mótið nú verði ekki síðra en mótið ’88,“ sagði Einar að lokum. Valdimar Kristinsson. Hrossaræktin 1995 B LUP-ið stóraukið - Framfarir í hrossarækt ÚT ER komið 1. hefti af Hrossaræktinni 1995, 11. ár- gangi, og hefur að geyma kynbótamat (BLUP) fyrir árið 1996 á öllum helstu kyn- bótgripum landsins en reikn- að var kynbótamat fyrir 54015 hross sem grundvall- aðist á 20924 dómum. í form- ála sem Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur skrifar segir hann að órækar vísbendingar séu komnar fram um að notkun kynbóta- matsins hafi stóraukið kyn- bótaframför í íslenskri hrossarækt. I ritinu eru birtir listar með kynbóteinkunnum efstu hrossa og þá miðað við fjölda dæmdra afkvæma hvers stóð- hests. í fyrsta listanum eru hestar með 50 afkvæmi eða fleiri og er þar óbreytt staða þriggja efstu hestanna. Þar er Þokki frá Garði efstur og faðir hans Hrafn 802 næstur, stigi lægri, og Kjarval þar á eftir, stigi neðan við Hrafn. Graddamótið í Gunnarsholti Útlit fyrir góða þátt- töku ALLT bendir til að góð þátt- taka verði á Graddamótinu, sem haldið verður í Gunnars- holti á morgun, að sögn Páls Bjarka Pálssonar forstöðu- manns Stóðhestastöðvarinn- ar. Um miðja vikuna höfðu um 15 stóðhestar verið skráð- ir til leiks, sýnu fleiri í töltið en menn virðast eitthvað sparari á að etja höfðingjun- um í skeiðkappreiðar. Dómarar í töltkeppninni verða þær stöllur Olil Amble og Freyja Hilmarsdóttir. Af hestum sem þar munu mæta til leiks má nefna að Halldór Victorsson mun mæta með hinn kunna hest Þokka frá Bjarnanesi, Sigurður Sigurð- arson mun mæta með Kappa frá Hörgshóli. Adolf Snæ- björnsson mun mæta með Oríon frá Litla-Bergi og Gylfi Gunnarsson kemur með Smára frá Borgarhóli en Brynjar Stefánsson var um miðja vikuna enn í biðstöðu með Víking frá Voðmúlastöð- um sem er að sögn í feikna formi um þessar mundir, hestur sem fékk 9,5 fyrir tölt fjögra vetra gamall. Hinsveg- ar mun Sigurbjörn Bárðarson mæta með Kóp frá Mykjunesi til leiks eftir góða frammi- stöðu í reiðhöllinni í Víðidal á Grímutölti Fáks. Þá sagði Páll að líklega kæmu þeir Óður frá Brún og Gustur frá Grund þarna fram ásamt knöpum sínum Hinrik Bragasyni og Sigurði V. Matthíassyni. Ekki vildi Páll staðfesta að þeir tækju þátt í keppninni. Af öðrum fréttum af stöð- inni sagði Páll að starfið gengi vel, aðsókn mjög góð og alltaf nokkrir folar á bið- lista. í vetur hafa verið 62 folar þar í þjálfun, 20 af Suð- urlandi en hinir úr öðrum landshlutum. 20 folar hafa verið afskrifaðir af þessum fjölda. Þrír á velli í forkeppni - engimi aðgangseyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.