Morgunblaðið - 23.03.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 43
JORUNDUR
JÓHANNESSON
inni. Fáa þekki ég sem fylgdust svo
grannt með því sem gerðist í veröld-
inni, oft þannig að mér fannst sem
ég væri „sú gamla“ en hún væri
„sú unga“. Aldur er afstæður, þeg-
ar talað er um Laugu. Hún var ein
af þessum aldurslausu konum sem
álltaf var eins og innan um jafn-
aldra.
Fátt var til dæmis skemmtilegra
en að vera í veislu með henni og
syngja með henni öll gömlu lögin
úr Svörtum fjöðrum eða það sem
nýjast var. Allt kunni Lauga og söng
af hjartans innlifun með okkur. Fjór-
ar kynslóðir sameinuðust í söng.
Þó að hún sjálf væri ógift og
barnlaus átti hún stóra fjölskyldu,
svo vel ræktaði hún fjölskyldubönd
við alla sína ættingja.
Það var þakkarvert að fá að eiga
samleið með konu eins og henni.
Margt má af henni læra. Mikið get
ég vel unnt henni þess að vera far-
in frá okkur yfir í betri heiminn,
þó að fylgi henni sár söknuður.
Elsku Anna mín, megi Guð gefa
þér styrk þessa saknaðardaga. Öll-
um ættingjum hennar sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Hólmfríður Árnadóttir.
Það var mikið ævintýrahús, Ak-
braut. í minningunni var það næst-
um á heimsenda. Að minnsta kosti
var það á enda Eyrarbakka. Þegar
stuttir fætur höfðu tifað alla leið
frá Einarshúsi að Akbraut var kom-
ið að enda tilverunnar. En í Ak-
braut bjuggu þær systur Anna og
Lauga og þangað var ótrúlega gott
að koma. Þeim snáða sem tölt hafði
Eyrarbakka endilangan var tekið
eins og heiðursgesti.
Þar voru kleinur í potti á merki-
legri olíuvél og þar var spenvolg
mjólk í könnu því þar á bæ voru á
þessum tíma kýr í fjósi.
Og hann afi, sem raunar var
langafi, sat hýrlegur í horninu við
eldhúsborðið með glæsilegan skalla
og tóbak í skegginu eins og alvöru
afar voru hér fyrrum. En fyrir utan
gluggann stóð hann Akbrautar-
Moldi sem hafði óendanlega þolin-
mæði fram yfir alla heimsins gæð-
inga.
Seinna fékk ég að sækja kýrnar
upp á stykki. Þær dóluðu sér rólega
niður engjaveginn og rötuðu fyrir-
hafnarlaust í Akbrautarfjósið og
gáfu lítið fyrir þann kúrektor sem
rölti á eftir og danglaði í þær með
njólalegg annað veifið í embættis-
nafni. Og það var alltaf sól.
Það var heyjað á engjum; gist í
tjaldi og þær Anna og Lauga elduðu
á prímus og maður stalst frá skyldu-
verkum, veiddi homsíli og bmnn-
klukkur og óð mýrarrauðann upp á
miðja leggi og alltaf skein sólin.
Og baðaðar í allri þessari sól eru
minningar mínar um hana Laugu
frænku. Síðan ég lék mér í Akbraut-
arhlöðunni og tíndi skeljar fyrir
neðan sjóvarnargarðinn er nú liðin
u.þ.b. hálf öld og allan þann tíma
hafa þær systur, Anna og Lauga,
tekið þátt í gleði og sorgum fjöl-
skyldunnar.
Til útlanda rataði örugglega jóla-
kortið frá þeim. Gleðilegum atburð-
um, barnsfæðingum og afmælum
var innilega fagnað af Laugu
frænku og við dauðsföll og slys
syrgði hún einlægast.
Hún var alla tíð ógift en hún
átti þó ótrúlega stóra fjölskyldu.
Þótt komin væri fast að níræðu
henti hún reiður á öllum þeim sæg
systkinabarna, barna þeirra og
barnabarna sem árin höfðu fært
henni. Vildi maður frétta af fjarlæg-
um frænda eða hálfgleymdri
frænku mátti ganga að því vísu að
Lauga hafði þann fróðleik allan á
hreinu.
Nú þegar ég sé á bak henni
Laugu frænku og minnist hennar í
ótal merkisafmælum, fermingum
og skírnum þar sem hún var ævin-
lega glöðust allra finn ég live fátæk-
leg orð eru lítils megnug til að
þakka þann hlýhug sem hún sýndi
okkur alla tíð.
Önnu systur hennar og öðrum
þeim sem næst henni stóðu votta
ég mína innilegustu samúð.
Ásgeir.
-I- Jörundur Jóhannesson,
* fæddist í Hrísey 5. október
1919. Hann andaðist 10. mars
sl. Jörundur var sonur hjón-
anna Jóhannesar Guðmunds-
sonar og Valgerðar Jónsdótt-
ur. I Hrísey stundaði Jörundur
sjómennsku alla tíð þar til
hann flutti til Akureyrar árið
1957 og hóf þar sambúð með
Sigríði Björnsdóttur. Á Akur-
eyri bjuggu þau að Laxagötu
2 lengst af, eða allt þar til þau
fóru á elliheimilið að Skjaldar-
vík árið 1994. Jörundur starf-
aði lengst af hjá Akureyrarbæ.
Jörundur var jarðsettur í kyrr-
þey á Akureyri 15. mars.
Er Jörundur kom til Akureyrar
keypti hann lítinn bát sem hann
notaði í flestum sínum frístundum.
Hann hafði mikinn áhuga á sil-
ungsveiðum og einnig hafði hann
mikinn áhuga á knattspyrnu og
var einlægur aðdáandi KA, og lét
sig ekki vanta á völlinn meðan
honum entist heilsa til þegar KA
var að spila. Ég kynntist móður-
bróður mínum er ég fluttist til
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
MÁNUDAGINN 18. mars var fyrsta
kvöldið af 3 í Hraðsveitakeppni félags-
ins spilað. 9 sveitir spiluðu 8 umferðir
með 4 spilum á milli sveita. Efstu
sveitirnar eru:
Sveit Olafs Ingimundarsonar 674
sveit Halldórs Einarssonar 630
sveit Drafnar Guðmundsdóttur 574
sveit Þorsteins Kristmundssonar 572
sveit Huldu Hjálmarsdóttur 570
Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar öll
mánudagskvöld í félagsálmu Hauka-
hússins, með innkeyrslu frá Flata-
hrauni. Spilamennska byijar kl. 19.30.
Bridsfélag SÁÁ
Spilaður var einskvölds tölvureikn-
aður Mitchell-tvímenningur með þátt-
töku 22 para, þriðjudaginn 19. mars.
Þau spiluðu 9 umferðir með 3 spilum
á milli para. Meðalskor var 216 og
bestum árangri náðu:
NS-riðill
Sturla Snæbjömsson - Cecil Haraldsson 258
Júlíus Júlíusson - Ólafur Oddsson 245
Jón H. Hilmarsson - Jón Baldvinsson 244
AV-riðill
MagnúsTorfason-HlynurMagnússon 258
HörðurHaraldsson-OlafurHand 247
YngviSighvatsson-OrnGíslason 243
Bridsfélag SAA spilar öll þriðju-
dagskvöld í Úlfaldanum að Ármúla
17a. Spilaðir eru einskvölds tölvu-
reiknaðir tvímenningar, Spilamennska
byijar kl. 19.30 og eru allir spilarar
velkomnir. Keppnisstjóri er Sveinn R.
Eiríksson.
Bridsfélag
Reykjavíkur
Miðvikudaginn 20. mars var spilað
2. kvöldið af 3 í Monrad Barómeter-
keppni félagsins. Spilaðar voru 7
umferðir og besta árangri kvöldsins
náðu:
Pétur Sigurðsson - Guðlaugur Sveinsson 190
Akureyrar árið 1972 og þótti mér
strax vænt um þennan hógværa
og rólega mann. Ég fann fyrir því
hversu mikill friður og ró var á
heimili þeirra Jörundar og Sigríð-
ar og alltaf þegar maður kom í
Laxagötu 2 var manni tekið með
opnum örmum. Samskiptum okk-
ar Jörundar fækkaði því miður
nokkuð eftir að hann flutti að
Skjaldarvík en alltaf voru áhuga-
málin þau sömu, veiðin og knatt-
spyrnan. Jörund hitti ég síðast
daginn áður en hann kvaddi þenn-
an heim og þá var hann enn að
spyija um nýja leikmenn hjá KA
o.s.frv. Sigríður, sem lifir Jörund,
var honum stoð og stytta í lífinu
og þau studdu hvort annað í blíðu
og stríðu.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég þakka Jörundi frænda mín-
um þau ár sem mér auðnaðist að
eiga með honum. Þau_ samskipti
voru mér mikils virði. Ég og fjöl-
skylda mín sendum Sigríði og eftir-
lifandi systkinum hans okkar ein-
lægu samúðarkveðjur og biðjum
þeim blessunar Guðs.
Gunnar Blöndal.
Aðalsteinn Jörgensen - Ásmundur Pálsson 165
Símon Símonarson - Bjöm Theódórsson 113
Sverrir Ármannsson - Sævar Þorbjömsson 112
Hjalti Elíasson — Eirikur Hjaltason 99
Gísli Hafliðason - Ágúst Helgason 98
Að loknum 14 umferðum af 21 eru
efstu pör:
Guðmundur Baldursson - Sævin Bjamason 307
Sigurður B. Þorsteinsson - Haukur Ingason 268
Aðalsteinn Jörgensen - Ásmundur Pálsson 247
Pétur Sigurðsson - Guðlaugur Sveinsson 190
Símon Sjmonarson - Bjöm Theodórsson 179
Sverrir Ármannsson - Sævar Þorbjömsson 170
Öm Amþórsson - Guðlaugur R. Jóhannsson 153
ValgarðBlöndal-RúnarMagnússon 138
Paraklúbburinn
Paraklúbburinn var vakinn af vær-
um blundi 10. mars sl. Spilaðir verða
eins kvölds tvímenningur fram að ís-
landsmótinu í paratvímenningi.
Næst verður spilað næstkomandi
sunnudag 24. mars í húsnæði BSÍ að
Þönglabakka 1 og hefst spilamennska
kl. 19.
Bridsfélag
Kópavogs
Annað kvöldið í Catalínumótinu
var fimmtudaginn 14. mars, butler-
tvímenningur staðan eftir 12 um-
ferðir:
Sigurður Siguijónsson - Ragnar Bjömsson 92
Jón Steinar Ingólfsson - Murat Serdar 88
Helgi Viborg - Ólafur H. Ólafsson 71
Hæsta skor:
Sigurður Siguijónsson - Ragnar Bjömsson 60
Helgi Viborg - Ólafur H. Ólafsson 51
JónSteinarlngólfsson-MuratSerdar 51
Fimmtudaginn 21. mars var spil-
að þriðja kvöldið í Catalínumótinu,
butler.
Staðan eftir 18 umferðir:
Jón Steinar Ingólfsson - Murat Serdar 109
Sigurður Siguijónsson - Ragnar Bjömsson 97
Jón Viðar Jónmundsson - Apar Kristinsson 84
ÞorsteinnBerg-JensJensson 76
Helgi Viborg — Ólafur H. Ólafsson 74
Skor kvöldsins:
Árni Már Bjömsson - Heimir Tryggvason 37
Guðmundur Baldursson - Sævin Bjarnason 33
ÞorsteinnBerg-JensJensson 32
Síðasta kvöldið verður spilað
næsta fimmtudag.
t
Ástkær sonur okkar og barnabarn,
BJARKI ÞÓR BALDURSSON,
lést í Barnaspítala Hringsins þann
21. mars.
BaldurÖrn Baldursson,
Baldur Þórðarson,
Magnús Gunnarsson,
Maria Edith Magnúsdóttir,
Gabriella Horvath,
Sigriður Eyjólfsdóttir.
t
Okkar ástkæra
GUÐRÚN (Dúna) ÞÓRÐARDÓTTIR,
áður til heimilis
í Hvassaleiti 58,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðviku-
daginn 20. mars.
Örn Scheving, Jakobína Guðmundsdóttir,
Stella Björk Baldvinsdóttir, Magnús Guðmundsson,
Birkir Baldvinsson, Guðfinna Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
SIGRÍÐUR JÓHANNA
ÁSGEIRSDÓTTIR
áðurtil heimils
í Fýlshólum 11,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir þann
21. mars.
Haraldur Ingimarsson,
Jensína Ingimarsdóttir,
Guðrún Ingimarsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Útför bróður okkar,
HRANNARS ERNIS
SIGVALDASONAR,
Malmö,
Svíþjóð,
fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudag-
inn 26. mars kl. 15.00.
Helgi Friðþjófsson,
Hilmar Friðþjófsson,
Logi Ernis Sigvaldason,
Óðinn Ernis Sigvaldason,
Fjölnir Ernis Sigvaldason.
t
Útför systur okkar,
UNNAR JAKOBSDÓTTUR,
sem andaðist 4. þ.m., hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eirs fyrir kær-
leiksríka umönnun.
Klara J. Hall,
Helga Jakobsdóttir,
Margrét J. Fredreksen,
Guðrún Jakobsdóttir.
t
Þökkum sýnda samúð, vinsemd og hlýhug við andlát og útför
BJARGAR GUÐNADÓTTUR,
Suðurgötu 51,
Hafnarfirði.
Eríkur Pálsson,
Stefán Guðni Ásbjörnsson,
Páll Eiriksson, Jóna Bjarkan,
Sigurveig Hanna Eiríksdóttir,
Anna Margrét Eiriksdóttir, Ólafur Eyjólfsson
og barnabörn.
Kæru vinir! Af aiúð þökkum við ykkur
fyrir alla þá hjálp og samúð, er þið veitt-
uð okkur við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu, dóttur og stjúpdóttur,
AGNESAR KRISTÍNAR
EIRÍKSDÓTTUR,
Sóivöllum 11,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til allra, er önnuðust
hana í hennar veikindum.
Guðs blessun fylgi ykkur.
Óli Jörundsson,
Kristbjörg Óladóttir, Gestur Haraldsson,
María Óladóttir, Svanur Ingvarsson,
Eirikur Guðmundsson, Margrét Benediktsdóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.