Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
MESSUR Á MORGUIM
Yfirlýsing
vegna Lang-
holtsdeilu
Frá Önnu S. Garðarsdóttur o.fl.:
VEGNA ásakana sóknarprests,
Flóka Kristinssonar, og lögmanns
hans, Sigurðar G. Guðjónssonar
hrl, um að sá hópur sem stóð að
undirskriftasöfnun meðal sóknar-
barna í Langholtssókn hafi í riti
vegið að starfsheiðri sóknarprests
og æru hans viljum við sem meðal
annars stóðum að þessari söfnun
taka fram eftirfarandi:
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum sem hafa kynnt sér þá
deilu sem ríkt hefur innan safnað-
arins að hún einskorðast ekki við
tiltekna aðila heldur varðar hún
deilur sóknarnefndar, starfsfólks
safnaðarins, fyri’verandi sóknar-
prests, kórs og meirihluta safnað-
arbarna við sóknarprestinn eins
og fram kemur í greinargerð sókn-,
arnefndar Langholtssafnaðar til
biskups íslands. Er því ekki um
það að ræða eins og sóknarprestur
vill halda fram að málið afmarkist
við deilu á milli sín og organista,
Jóns Stefánssonar, og tilefnið sé
gerð og staðsetning orgels innan
kirkjunnar.
Erum við sammála sóknar-
nefndinni, og því var það að við
og fleiri fórum að hittast á óform-
legum fundum og velta fyrir okkur
hvaða leiðir væru til bjargar söfn-
uðinum og því safnaðarstarfi sem
við vildum sjá að færi fram innan
Langholtsssafnaðar. Á fundi í
Þróttheimum undir lok janúar sl.
sem áttatíu manns mættu á var
einróma samþykkt að fara þess á
leit við sóknarnefnd að hún boðaði
til almenns safnaðarfundar um
málið. Var okkur þá tjáð að biskup
mæltist eindregið til þess að sókn-
arnefnd hefðist ekkert að fyrr en
hann væri búinn að úrskurða í
deilunni. Féllst sóknarnefnd á þá
beiðni og undum við þeirri niður-
stöðu enda átti úrskurður biskups
að liggja fyrir innan mjög skamms
tíma.
Hvað eftir annað var síðan til-
kynnt að dráttur yrði á úrskurði
biskups. Fór að lokum svo að bisk-
up úrskurðaði sig frá málinu vegna
vanhæfis. Fól þá kirkjumálaráð-
herra vígslubiskupi, séra Bolla
Gústafssyni, úrskurðarvald í mál-
inu.
Þegar svo var komið og mikil
óvissa ríkti um hvenær hinn setti
biskup kvæði upp úrskurð sinn
töldum við og margir fleiri í söfn-
uðinum að ekki væri lengur hægt
að sitja auðum höndum. Þessu
ófremdarástandi yrði að linna.
Þolinmæði okkar var á þrotum.
Ekki bætti það úr ástandinu að
sóknarprestur lýsti því yfir í út-
varpsviðtali - eftir að til tals kom
að halda safnaðarfund - að það
væri „algjört hneyksli" að halda
safnaðarfund þar sem deilumálin
innan safnaðarins væru ekki mál
safnaðarbarna.
Þriðjudaginn 12. mars sl. var
boðað til fundar í Langholtskirkju
og lögð fram tillaga um undir-
skriftasöfnun þar sem sú krafa
yrði gerð að sóknarprestur yrði
látinn víkja úr starfi. Jafnframt
var lagt tjl að lýst yrði stuðningi
við sóknarnefnd. Var tillaga þessi
síðan borin upp og samþykkt af
106 fundarmönnum og henni beint
til sóknarbarna. Á lausu blaði sem
fylgdi þessari áskorun voru tekin
saman nokkur atriði sem lýstu
ástandinu í söfnuðinum eins og
það birtist þeim sem fundinn sóttu.
Á miðvikudags- og fimmtudags-
kvöld í síðastliðinni viku var geng-
ið í hús með undirskriftalistana; í
nokkra staði var einnig farið á
föstudagskvöld. Yfirleitt fóru tveir
og tveir saman. Skemmst er frá
því að segja að á þessum undra-
skamma tíma skrifuðu rúm 40%
sóknarbarna 16 ára og eldri nöfn
sín á listann. Það er rangt að hús
hafí verið „fínkembd“. Ekki var
farið oftar en einu sinni í hvert hús
nema fyrir slysni. Ásökunum um
að gengið hafi verið fram af „harð-
fylgi og offorsi“ er vísað á bug sem
móðgun við það fólk sem af einlæg-
um hug til kirkju sinnar tók þátt
í að safna undirskriftum. Okkur
telst til að náðst hafi til u.þ.b. 7
af hveijum 10 sóknarbarna yfir 16
ára aldri. Töluverður meirihluti
þeirra sem til náðist undirritaði því
áskorunina.
í hverjum söfnuði er allstór
hópur sem almennt vill ekki skipta
sér af málefnum kirkjunnar. Þetta
fólk vildi ekki blanda sér í deilu-
mál safnaðarins og ritaði ekki
undir. Margir kváðust í hjarta sínu
vera sammála okkur en vildu ekki
votta það með undirritun sinni.
Slíkt sjónarmið ber að virða.
Með ofangreint í huga höfum
við því ástæðu til að ætla að þeir
sem bera málefni safnaðarins fyrir
bijósti hafi myndað uppistöðuna í
þeim tæplega 1.500 manna hópi
sem taldi nauðsynlegt að sóknar-
presturinn segði starfi sínu lausu
til að skapa frið í Langholtssöfnuði.
Sóknarprestur hefur lítið viljað
gera úr þessari afgerandi niður-
stöðu og lagt áherslu á að „nafn-
laus“ hópur hafi gengið illra er-
inda. Það hefur aldrei hvarflað að
okkur að vilja leyna nöfnum okk-
ar. Ásökunin um nafnleysi var
reyndar frá upphafi óréttmæt því
að í ríkisfjölmiðlum var nefnt nafn
eins okkar strax að loknum fyrsta
degi söfnunarinnar. Sóknarprestur
og lögmaður hans vissu af þessu
og sendu honum bréf með hótun-
um um opinbera rannsókn yrði sú
„samantekt", sem lýst var hér að
framan, birt í fjölmiðlum.
Ef marka má ummæli lögmanns
sóknarprests sem hann hefur við-
haft í fjölmiðlum ætlar hann í
umboði sóknarprests að fara þess
á leit við ríkissaksóknara að Rann-
sóknarlögregla ríkisins rannsaki
hveijir stóðu að þessari „saman-
tekt“ og gefi út ákæru á hendur
þeim sem ábyrgir eru fyrir inni-
haldi hennar.
Það skal tekið fram að sú
samantekt sem hefur orðið tilefni
til viðbragða af hálfu sóknarprests
og lögmanns hans er samin upp
úi' greinargerð sóknarnefndar
Langholtskirkju sem send var
biskupi í tilefni væntanlegs úr-
skurðar hans. Viðbrögð ráðgjafa
sóknarprests vekja undrun og
koma verulega á óvart.
Verður kæran ekki skilin öðru-
vísi en hún sé sett fram í þeim
eina tilgangi að gera lítið úr undir-
skriftasöfnuninni og þeim al-
menna vilja safnaðarbarna að
sóknarprestur hverfi til annarra
starfa.
Úr stórum hópi velunnara Lang-
holtskirkju,
ANNA S. GARÐARSDÓTTIR (sign.),
ÁRMANN H. BENEDIKTSSON (sign.),
BALDUR HAFSTAÐ (sign.),
BALDVIN FREDERIKSEN (sign.),
ELÍN EBBA GUNNARSDÓTTIR (sign.),
GARÐAR ÞÓRHALLSSON (sign.),
HELGIKRISTINSSON (sign.),
ÍNGIMUNDUR FRIÐRIKSSON (sign.),
KATLA ÞORSTEINSDÓTTIR (sign.),
PÁLL PÉTURSSON (sign.),
SKÚLIBJÖRNSSON (sign.),
ÞÓRÐUR B. SIGURÐSSON (sign.).
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir
messu. Árni Bergur Sigurbjörns-
son.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátt-
töku með börnunum. Guðsþjónusta
kl. 14. Ræðumaður Þráinn Þor-
valdsson. Aðalsafnaðarfundur Bú-
staðasóknar verður haldinn að
guðsþjónustu lokinni. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi
Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Prestur sr. María Ágústsdóttir.
Dómkórinn syngur. Organisti Kjart-
an Sigurjónsson. Kór Vesturbæjar-
skóla syngur í messunni. Barna-
starf í safnaðarheimilinu kl. 11 og
í Vesturbæjarskóla kl. 13. Föstu-
messa kl. 14 með altarisgöngu.
Prestur sr. Jakob Á. Fljálmarsson.
Organisti Jakob Plallgrímsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Org-
anisti Kjartan Ólafsson.
Guðspjall dagsins:
Gabríel engill sendur.
(Lúk. 1.)
í síðasta sinn kl. 11. Kaffi eftir
messu. Söngur Passíusálma kl. 11.
Gunnar Sigurjónsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson. Lenka
Mátéová. Barnaguðsþjónusta á
sama tíma í umsjón Ragnars
Schram. Kirkjurútan fer um hverfið.
Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Hjört-
ur og Rúna. Fermingarguðsþjón-
usta kl. 13.30. Altarisganga. Guðs-
þjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir
kl. 15.30. Organisti Ágúst Ármann
Þorláksson. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Fermingarmessa
kl. 10.30. Kór Hjallakirkju syngur.
tíu ára vígsluafmæli kirkjunnar. Sr.
Sigurður Sigurðarson, vígslubisk-
up, predikar. Helguð verður lág-
mynd yfir dyrum kirkjunnar eftir
Kristjönu Samper. Aðalsafnaðar-
fundur og veitingar í Kirkjuhvoli að
messu lokinni. Bílferð frá Kirkju-
hvoli kl. 13. Bragi Friðriksson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurð-
ur Helgi Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Umsjón sr. Þórhild-
ur Ólafs. Munið skólabílinn. Messa
kl. 14. Báðir prestar þjóna. Aðal-
safnaðarfundur í safnaðarheimilinu
Strandbergi eftir messu. Organleik-
ari Sólveig Einarsdóttir. Gunnþór
Ingason.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Einar Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
GRENSÁSKIRKJA: Barna-
samkoma kl. 11. Messa kl.
14. Prestur sr. Halldór S.
Gröndal. Organisti Árni Ar-
inbjarnarson. Kammerkór
ungs fólks í Grensáskirkju
syngur, stjórnandi Margrét
Pálmadóttir. Organisti Árni
Arinbjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA:
Fræðsluerindi kl. 10. Hin
kristna guðsmynd. Hann
Guð eða hún? Sr. Karl Sig-
urbjörnsson. Messa og
barnasamkoma kl. 11. Kam-
merkór háskólans í Ather-
ton í Bandaríkjunum syngur
í messunni. Stjórnandi
Stephen Lin. Organisti
Hörður Áskelsson. Sr. Ragnar Fjal-
ar Lárusson. Tónleikar kl. 17 á veg-
um Listvinafélags Hallgrímskirkju.
Mótettukór Hallgrímskirkju, Sverrir
Guðjónsson, kontrarenór o.fl. flytja
verk eftir Allegri, Tallis og Jón
Norðdal.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konr-
áðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti
Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveins-
son.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11.
Prestur sr. Flóki Kristinsson. Al-
mennur safnaðarsöngur. Barna-
guðsþjónusta í safnaðarheimilinu á
sama tíma í umsjá Báru Friðriks-
dóttur og Sóleyjar Stefánsdóttur.
Kaffisopi eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11.
Dr. Hjalti Hugason prédikar. Vænt-
anleg fermingarbörn aðstoða. Fé-
lagar úr Kór Laugarneskirkju
syngja. Organisti Gunnar Gunnars-
son. Barnastarf á sama tíma. Köku-
basar mæðramorgna eftir messu.
Aðalsafnaðarfundur kl. 12.15.
Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargar-
húsinu, Hátúni 12. Kvöldguðsþjón-
usta kl. 20.30. Lífleg tónlist, einfalt
form. Djasstríó Laugarneskirkju
leikur frá kl. 20. Kór Laugarnes-
kirkju syngur. Ólafur Jóhannsson.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.
Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubíl-
inn. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank
M. Halldórsson.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs-
þjónusta kl. 14. Ari Gústafsson
syngur einsöng. Barnastarf á sama
tíma. Kaffi eftir messu.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir. Organisti Vera
Gulasciova. Barnastarf á sama tíma
í umsjá Elínborgar Sturiudóttur.
ÁRBÆJARKIRKJA: Fermingarguðs-
þjónusta kl. 11. Altarisganga. Org-
anleikari Sigrún Steingrímsdóttir.
Barnaguðsþjónusta kl. 13. (Ath.
breyttan tíma sunnudagaskólans
kl. 1 eftir hádegi.) Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á
sama tíma. Samkoma ungs fólks
með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Jazz guðsþjón-
usta kl. 11. Tónlist verður í höndum
tríós Björns Thoroddsen og Egils
Ólafssonar. Dr. Sigurjón Árni Ey-
jólfsson prédikar og sóknarprestur
þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli
Kópavogskirkja.
Barnaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá
sr. Bryndísar Möllu og Dóru Guð-
rúnar. Organisti Oddný J. Þor-
steinsdóttir. Kristján Einar Þorvarð-
arson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta í safnaðarheimilinu Borg-
um kl. 11. Fermingarmessa kl. 11.
Kór Kópavogskirkju syngur. Guðrún
Birgisdóttir leikur á flautu. Organ-
isti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigur-
geirsson.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl.
14. Organisti Kjartan Sigurjónsson.
Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN, Rvík: í dag, laugar-
dag, flautuskólinn kl. 11. Aðalfund-
ur Bræðrafélagsins kl. 12. Sunnu-
dag kl. 11.15 barnaguðsþjónusta,
guðsþjónusta kl. 14. Fermd verða:
Eva Dögg Guðmundsdóttir, Hvera-
fold 39 og Friðbjörn Pálsson,
Fannafold 124. Organisti Pavel
Smid. Cecil Haraldsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há-
messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk
messa kl. 20. Laugardaga messa
kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur
kl. 8 og kl. 18.
KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam-
koma í dag kl. 17. Vitnisburður:
Þóra Þorsteinsdóttir. Ræðumaður:
Ragnar Gunnarsson. Barnasamver-
ur á sama tíma. Fyrirbæn í lok sam-
komunnar.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa
kl. 11 á sunnudögum.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð-
issamkoma kl. 20. Elsabet Daníels-
dóttir talar.
LÁGAFELLSKIRKJA: Fermingar-
guðsþjónustur kl. 10.30 og kl.
13.30. Lokastund barnastarfsins í
safnaðarheimilinu kl. 11 í umsjá
guðfræðinemanna Erlu Karlsdóttur
og Sylvíu Magnúsdóttur. Bíll frá
Mosfellsleið fer venjulegan hring.
Jón Þorsteinsson.
BRAUTARHOLTSSÓKN: Fjöl-
skyldumessa í Fólkvangi kl. 14.
Barnakór Klébergsskóla syngur,
hljóðfæraleikur, veitingar. Sókn-
arprestur.
GARÐASÓKN: Biblíukynning í dag,
laugardag, í safnaðarheimilinu
Kirkjuhvoli kl. 13-14 í umsjá dr.
Arnfríðar Guðmundsdóttur.
VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Kristileg
skólasamtök taka þátt í athöfninni.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson,
prédikar. Bragi Friðriksson.
GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Þrjá-
KARMELKLAUSTUR:
Messa sunnudaga kl. 8.30.
Aðra daga kl. 8. Allir vel-
komnir.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Fermingarmessa sunnudag
kl. 10.30. Baldur Rafn Sig-
urðsson.
KEFLAVIKURKIRKJA: Ferm-
ingarmessur kl. 10.30 og kl.
14. Kór Keflavíkurkirkju
syngur. Organisti Einar Örn
Einarsson. Prestarnir.
KAÞÓLSKA kapellan,
Keflavík: Messa kl. 14.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa
kl. 14. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa sunnudag
kl. 14. Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11.
ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Síðasta samvera vetrarins.
Svavar Stefánsson.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols-
velli: Kirkjuskóli laugardag kl. 11.
Sigurður Jónsson.
ODDAKIRKJA, Rangárvöllum:
Sunnudagaskóli í grunnskólanum á
Hellu kl. 11. Messa kl. 14. Sigurður
Jónsson.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj-
um: Sunnudagaskóli kl. 11. Ál-
menn guðsþjónusta kl. 14. KFUM
og K fundur kl. 20.30. Að þessu
sinni verður fundurinn í KFUM og
K-húsinu. Pitsu- og hreyfimynda-
kvöld.
AKRANESKIRKJA: Stutt helgistund
fyrir börn kl. 11. Páskaföndur á eft-
ir í safnaðarheimilinu Vinaminni.
Messa á Dvalarheimilinu Höfða kl.
12.45. Messa í kirkjunni kl. 14. Sr.
Kjartan Jónsson, kristniboði, préd-
ikar. Aðalfundur safnaðarins í safn-
aðarheimilinu Vinaminni eftir
messu. Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Barna-
guðsþjónusta verður í Borgarnes-
kirkju kl. 11.15. Messa kl. 14. Þor-
björn Hlynur Árnason.
Fríkirkjusöfnuðurinn
í Reykjavík
I
Flautuskólinn kl. 11.00.
Aðalfundur Bræðrafélagsins
kl. 12.00.
Sunnudagur:
Barnuguðsþjónustu kl. 11.15
Guðþjónusta kl. 14:00.
Fermd verðo:
Eva Dögg Guðmundsdóttir,
Hverafold 39,
og Friðbjörn Pólsson,!
h
Fannafold 124.
i £ i I i I