Morgunblaðið - 23.03.1996, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 23.03.1996, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Tertur í fermingarveisluna Nú þegar fermingar fara í hönd, gefur Kristín Gestsdóttir okkur uppskriftir að tveimur gómsætum tertum. ÞESSA dagana er mikið spáð og spekúlerað í fermingum og fermingarveislum. En hvernig sem veislan verður, þarf að va- rast að íburðurinn verði svo mik- ill að hann kollvarpi fjárhag fjöl- skyldunnar. Undirbúa þarf allt veí og vinna verkið í tíma, þann- ig að húsbændur séu ekki út- keyrðir og með annan fótinn í eldhúsinu, þegar gestirnir eru mættir á staðinn. í tíma þarf að útbúa góðan innkaupalista og skipuleggja vel fyrirfram hvernig á að koma fyrir húsgögnum og hafa til dúka, servíettur, kerti og skreytingar. Gott ráð er að mæla borðið sem maturinn á að vera á, merkja inn á blað hvar hver hlutur á að vera, skrifa smámiða með nafni réttarins og setja á borðið, þegar búið er að dúka það. Þá getur hver sem er sett fötin á sinn stað. í þessum þætti eru uppskriftir að góðum og fallegum tertum sem má frysta að hluta til en setja saman samdægurs. Bananaterta með þurrkuðum banönum Skreyting: '/2-1 peli rjómi þurrkaðar bananasneiðar fjólublá smásykurblóm eða fjólublár grófur skrautsykur 7. Þeytið rjómann og sprautið í toppa ofan á kökuna, stingið þurrk- uðum bananasneiðum á y\ð og dreif í ijómann. Bijótið fjólulitað köku- skraut gróft eða setjið grófan skrautsykur á milli. Terta með apríkós- um og marengs __________Botninn:__________ ____________4 egg___________ 150 g sykur 100 g hveiti 'U tsk. lyftiduft 1. Þeytið egg og sykur vel sam- an, sigtið hveiti og lyftiduft út í og jafnið saman með sleikju. 2. Smyijið springmót, 25-30 cm í þvermál. Setjið í mótið og bakið við 190°C, blástursofn 170°C í 25-30 mínútur. _____________Kremið:______________ 5 blöð matarlím _______Botninn:________ 200 g marsipan 1 tsk. skyndikaffidfuft + 1 msk. sjóðandi vatn _________2 egg_________ 1 msk. hveiti 1. Setjið marsipan í hrærivélar- skál og hrærið sundur, setjið eitt egg í senn út í og hrærið á milli. Leysið kaffiduftið upp í vatninu og hrærið út í ásamt hveitinu. 3. Klippið<-bökunarpappír eftir botni á springformi, 23-25 cm í þvermál og smyijið hann með smjöri. Setjið hringinn á og jafnið deiginu á pappírinn. 4. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Bakið í miðj- um ofni í 15 mínútur. Kælið síðan. _________Ofan á kökuna:_________ 150 g suðusúkkulaði __________1 stór banani_________ __________2 msk. sykur__________ 3 msk. kaffi úr könnunni 1 peli rjómi safi úr heildós af niðursoðnum apríkósum 3 eggjarauður 1 msk. sykur 1 'h dl rjómi 3. Leggið matarlímið í kalt vatn í 5 mínútur. Hitið 'h dl af apríkósu- safa, kreistið vatn úr matarlíminu og bræðið í safanum. Setjið síðan saman við hinn safann og kælið án þess að hann hlaupi saman. 4. Þeytið eggjarauður og sykur, þeytið ijómann sér. Setjið hvort tveggja út í apríkósusafann. Kljúfið botninn og Tíellið þessu yfir neðri botninn. Þetta má frysta sér. _________Ofan á kökuna:__________ (Bakað við notkun): 20 afhýddar möndlur skornar langsum í stafi apríkósur úr heildós 3 eggjahvítur 5 msk. sykur 'h tsk. edik 5. Kælið bakaraofninn niður í 70°C, setjið súkkulaðið á þykkan eldfastan disk eða skál og bræðið í ofni í 7 mín. 6. Þeytið ijómann og setjið sykur saman við. Meijið bananann og setj- ið út í ásamt kaffi. Setjið súkkulað- •ið út í með sleikju og hrærið sam- an. Smyijið þessu á kökubotninn. Setjið í frysti þar til nota á kökuna. 5. Þeytið eggjahvítur með ediki, setjið sykur út í og þeytið vel saman svo að þetta verði mjög stíft. Smyij- ið þunnu lagi af marengs ofan á efri kökubotninn. Raðið apríkósun- um ofan á þannig að skurðflötur snúi upp. Sprautið því sem eftir er af marengsinum ofan í apríkósum- ar. Frystið ekki möndlurnar. Þetta má síðan setja í frysti óbakað. 6. Stingið 2-3 möndlustöfum ofan í marengsinn á apríkósunum og bakið við 200°C í 5 mínútur. Setjið ofan á efri botninn. SKÁK Umsjón Margcir i’ctursson og vinnur. STAÐAN kom upp á út- sláttarmótinu í Bem í Sviss í febrúar. Svissneski alþjóðameistarinn Beat Ziiger (2.465) var með hvítt, en bandaríski stór- meistarinn sókndjarfi, Larry Christiansen (2.580), hafði svart og átti leik. Larry stillir liði sínu ávallt upp í sem allra virk- astar stöður og er óhræddur við að fórna. Hér gengur dæmið upp: 23. - Rexf2! 24. Bxf2 - Rxf2 25. Kxf2 - De3+ 26. Kfl - Hb2 27. Hc2 - Hxc2 28. Dxc2 - Bxe2+ 29. Hxe2 - Dxe2+ 30. Kgl - De3+ 31. Khl - Df2! og hvítur gafst upp. Síðustu tvær umferð- irnar í deildakeppni Skáksambands Islands fara fram í dag í Garða- skóla í Garðabæ. Sjötta umferðin hefst kl. 10 ár- degis en sú seinni kl. 17 síðdegis. Með morgunkaffinu VONANDI fer hann að rigna bráðum, því annars er ég hræddur um að kýmar gefi ekkert af sér annað en þurrmjólk. ÞÚ ert að tala við sjálf- virkan símsvara, svo þú mátt blóta eins og þú vilt, öskra á mig eða skamma mig. ÞÚ kannt líklega ekki að mjólka, sonur sæll, en þú kannt svo sannarlega að fleyta rjómann af mjólk- inni. ÁÐUR en ég kom hingað var ég að vinna hjá bæn- um og vann í 12 tíma á dag. Eg verð að segja að ég sakna hálfs dags vinn- unnar. ÞÚ verður örugglega ánægður núna, því nýi kærastinn minn spilar ekki á rafmagnsgítar. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Ákall um hjálp GUÐRÚN Einarsdóttir hafði samband við Vel- vakanda og bað fyrir skilaboð til miðla lands- ins. Hún segist vera farin að heilsu og að líf hennar sé í rúst. Sjálf hafi hún dulræna hæfileika en kunni ekkert með þá að fara og þurfi bráðnauð- synlega hjálp. Símanúm- er Guðrúnar er 565 2628. Tapað/fundið Skíði töpuðust í Bláfj'öllum sl. miðviku- dag um kl. 17.30 tók ein- hver í misgripum Ros- signol „open“-skíði ásamt Look-bindingum og stöfum. Settið er allt hvítt með fjólubláum aukalit. Skíðin eru um 1,75 m löng með plasttá og glugga. Þau eru merkt en merkingin orð- in máð. Skíðanna er mjög sárt saknað og því fundarlaun í boði. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar vinsamlegast hringi í síma 566 6562. Sólgleraugu týndust SÓLGLERAUGU töpuð- ust í Bláfjöllum sl. mið- vikudag. Gleraugun eru svört plastgleraugu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 568 5984 eftir kl. 13 á daginn. Gæludýr Tveir kettlingar TVEIR fallegir kettling- ar, silfurgráir að lit, óska eftir góðu heimili. Kettl- ingarnir eru af blönduðu kyni og mjög loðnir. Þeir eru kassavanir. Uppl. í síma 552 7949. Hvolpar fást gefins HVOLPAR undan ís- lenskri tík og labrador- blendingshundi fást gef- ins. Hvolparnir eru mjög rólegir og skynsamir og aðallitur er hvítur. Uppl. í síma 566 6834. Páfagaukur týndist GULUR páfagaukur, ei- lítið blár á kviðnum, týndist frá Stararima miðvikudaginn 19. mars. Ef einhver hefur orðið var við fuglinn vinsam- legast hringið í síma 567 0887. COSPER ÉG ætla rétt að vona að kvefið smiti ekki bakteríurnar mínar. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI sér æ færri rök fyrir því að veita einni starfsstétt, sjómönnum, sérstakan skattaafslátt. Þau rök, sem stuðningsmenn sjó- mannaafsláttarins nota einkum, eru að fjarvistir sjómanna frá heimilum sínum og fjölskyldum séu langar. Það er að sjálfsögðu rétt, og allra sízt vill Víkverji kasta nokkurri rýrð á sjómannastéttina eða störf henn- ar. En þetta á við um fleiri starfs- hópa og þeim fjölgar frekar en hitt. Hvemig á til dæmis að ívilna þeim sístækkandi hópi, sem starfar að alþjóðlegum samskiptum á vegum fyrirtækja eða stjómsýslustofnana og þarf þess vegna að vera langdvöl- um erlendis? Alagið á fjölskyldulíf þessa fólks er sízt minna en hjá sjó- mönnum. Það fær samt engan skattaafslátt - það er miklu frekar að það fái eitthvert hnútukast fyrir að „vera alltaf á ferðalagi“. Þessi viðhorf eru öfugsnúin og úrelt. Það er kominn tími til að sérstök skatt- fríðindi af þessu tagi séu afnumin. xxx ENN og aftur slá Kjarakaup hf. í gegn með útgáfu kynningar- blaðs, sem virðist samið á blendingi af íslenzku, færeysku og dönsku. Hér eru nokkur dæmi úr blaðinu, sem kom inn um bréfalúgu Vík- verja fyrir stuttu: „Tísku les gler- augu Með gullumgjörð. Frá +1 til +4 styrki. Núna aðeins 580,-.“ „Skrifiborðslampi með glerskerm 30 cm króm eða gylt.“ „Ruslafat með loki lakkað stál 25 lit.“ xxx FRUMLEIKl í stafsetningu er talsverður hjá Kjarakaupum: „Samlokokurist“, „kjothnífur", „vaxduk" „kaffipokasttiv", „skurðabretti", „vatnsparari“ (til að para vatn?), „videospólu hykli" og „bast hylla“ eru á meðal þeirra gæðavara, sem Kjarakaup bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Það er líklega eins gott að í smáa letr- inu segir (orðrétt): „Fyrirvarar eru varðandi mynda/prentvilla og gengisbreytinga." XXX A MORGUNBLAÐINU var fyrir skemmstu rætt við nokkra nem- endur á fjölmiðlabraut í einhveijum fjölbrautaskólanum. Spurt var hvað unglingarnir lærðu um fjölmiðlun og eitt svarið var: „Við ... snúum til dæmis blaðagrein í útvarpsfrétt. Annars lærum við sennilega minnst um útvarp.“ Víkveiji og kollegar hans hafa gantazt með að þetta hljóti einmitt að vera sú menntun, sem þyki koma að beztum notum á sumum útvarpsstöðvunum, ef marka má fréttatíma þeirra, ekki sízt að morgni dags.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.