Morgunblaðið - 02.04.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 02.04.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 9 FRÉTTIR Heilbrigðisráðuneytið gefur út leiðbeinandi reglur vegna umsagnar um umsóknir um lyfsöluleyfi Ekki reglugerðar- heimild í lyfjalögunum HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ sendi ieiðbeinandi reglur með þrem- ur umsóknum um lyfsöluleyfi til umsagnar borgaryfirvalda. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri telur að ef viiji sé fyrir því að hafa stýringu á lyfsölunni sé eðlilegra að ráðuneytið gefi út reglugerð vegna heilbrigðissjónarmiða. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra segir að ekki sé reglugerðar- heimild í nýju lyíjalögunum. Leið- beiningarnar frá ráðuneytinu snúast fyrst og fremst um fjölda íbúa á bakvið hveija lyfjaverslun og ijar- lægð milli lyfjaverslana. Ingibjörg sagði að heilbrigðis- ráðuneytið hefði sent þijár umsókn- ir um lyfsöluleyfi til umsagnar borg- aryfirvalda fyrir rúmri viku. Með umsóknunum hefðu borist leiðbein- ingar frá ráðuneytinu. „I þeim segir að ríkislögmaður hafi túlkað ákveð- in ákvæði í lyfjalögunum á þann hátt að leggist sveitarstjórn ekki gegn veitingu nýs leyfis beri ráð- herra, að öðrum skilyrðum uppfyllt- um, að veita leyfið," segir hún. „Dálítið sérkennileg skilaboð“ Borgarstjóri segir að tekið sé fram að ráðuneytið hafi fjallað um hvernig best væri að tryggja þennan mikilvæga þátt heilbrigðisþjón- ustunnar um land allt. Ráðuneytið vilji til leiðbeiningar fyrir. sveitar- GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR KR. 4.750 MÖRKINNI 3 • SlMI 588 0610 stjórnir koma á framfæri eftirfar- andi sjónarmiðum tii að hafa til hlið- sjónar þegar umsagnir séu veittar. „í framhaldinu er talað um staðsetn- ingu lyfjabúða og að um 5.000 íbú- ar séu að baki rekstrareiningu," segir hún og tekur fram að henni finnist skilaboðin dálítið sérkenni- leg. „Lyfjamál eru í sjálfu sér heil- brigðismál og ef ráðuneytið vill hafa einhveija stýringu á þessum lyfsölu- málum er eðlilegt að það setji þá bara um það reglugerð en sé ekki að senda okkur einhver fyrirmæli eða leiðbeiningar um þessi mál. Annaðhvort er þetta fijálst eða ef þeir vilja hafa einhveija stýringu á því þá geri þeir það með reglugerð." Ingibjörg sagði að ráðuneytinu yrði skrifað bréf og óskað nánari skýringa á því hvemig ætti að skilja leiðbeiningamar. Umsóknirnar þijár væru í umsögn hjá borgarlögmanni og yrðu ekki teknar fyrir fyrr en svar bærist frá ráðuneytinu. Ein þriggja umsóknanna er vegna Lyfju hf. í Lágmúla. Verslunin er tilbúin og hafa starfsmenn verið á launa- skrá frá því í byijun mánaðarins. Ingibjörg Pálmadótir heilbrigðis- ráðherra sagði að ný lyfjalög gerðu ráð fyrir því að tekið væri tillit til fjölda íbúa á bakvið hveija lyfja- verslun og fjarlægðar milli lyfja- verslana. „Lyfjalögin fela hins vegar ekki í sér reglugerðarheimild svo hægt sé að fylgja ákvæðinu eftir með reglugerð, til þess skorti vilja Alþingis, og því var ákveðið að setja saman leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélögin. Með þeim er ekki verið að skylda sveitarfélögin til eins eða neins enda er t.d. ekki hægt að gera ráð fyrir að jafnmargir séu á bakvið hveija lyfjaverslun í fá- mennum sveitarfélögum úti á landi og fjölmennum í þéttbýli. Ég get heldur ekki skilið að leiðbeiningarn- ar komi sveitarfélögunum í opna skjöldu því þær hafa verið bornar undir ýmsa sveitarstjórnarmenn og embættismenn borgarinnar," sagði Ingibjörg. Hún sagðist ekki telja að umfjöll- un um umsóknirnar tæki óeðlilega langan tíma enda hefðu nýju lyfja- lögin ekki tekið gildi fyrr en um miðjan mars. Venjulega haldi bæj- arstjórnir ekki fundi nema hálfs- mánaðarlega. Kvmm Ókeypis félags- og lögfræbileg ráðgjöf fyrir konur. Opið þriðjudagskvöld kl. 20-22 og fimmtudaga kl. 14-16. Sími 552-1500. BlltJM S A ISLAMH Full búð af nýjum, ítölskum vor- og sumarvörum á aldurshópinn 2-14 ára: Kjólar - skokkar heilar og hnepptar peysur - skyrtur \ognhfl. BARNASTIGUR 02-14 Skólavörðustíg 8, simi. 552 1461. Vortilboð á takmörkuðu magni af þríhjólum í eina viku frá 1.-9. apríl. Kr. 1990 kr. 2.390 kr. 4.990 ÞOIU’ID BORGARKRINGLUNNI Opið alla daga kl. 12-18, laugard. kl. 10-16. Styttri opnunaftimi, lægra verð. Frönsk gæða þríhjól á heildsöluverði. Einnig tvíhjól með hjálparhjólum. Franskar vordragtir í ljósum litum TESS neðst við Dunhaga, sínii 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Utsölulok Engin verðlækkun, ekkert verðhrun, heldur bjóðwn við þér að prútta ogprútta og prútta ogprútta.... Opið laugardaga til kl. 16.00. Eiðistorgi 13, 2. hæð, yfir torginu, sími 552-3970. Italskir, þunnir ullarjakkar í 5 litum kr. 12.900. Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Þegar þú vilt sofa vel skaltu velja Serta, mest seldu amerísku dýnuna á Islandi. Serta dýnan er einstök að gæðum og fylgir allt að 20 ára ábyrgð á dýnunum. Serta -einfaldlega sú besta. Margar geröir, margar stæröir og mismunandi verö. HÚSGAGNAHÖLUN ItildsliöFði 20-112 Ruk - S:587 ll')«) Tegund: 950146 Litur: Hvítir m/bláu Stærðir: 36-45 Verð: 1.995,- Ath. m/góðum sóla Pacific fþróttaskór Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE l STEINAR WAAGE SKOVERSLUN g simi: 568 9212 íoppskórinn við Ingólfstorg Simi 552 1212. STEINAR WAAGE # SKOVERSLUN ^ sími: 551 8519

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.