Morgunblaðið - 02.04.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 02.04.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 11 FRÉTTIR SVONA blasir yfirlitsskjámyndin við hafnsögumönnunum. Nýtt kerfi mælir flóð og öldu á Sundunum REYKJAVÍKURHÖFN er um þessar mundir að taka í notkun nýtt upplýsingakerfi fyrir veður og sjólag. Kerfið byggist á fjórum sjálfvirkum veðurstöðvum sem mæla veður, flóðhæð og öldu. Árið 1994 var sett upp sjálfvirk mælistöð við Miðbakka í Reykja- víkurhöfn fyrir langtímamæling- ar á flóðhæð, en þær upplýsingar eru m.a. notaðar við útreikninga á sjávarfallatöflum sem Sjómæl- ingar Islands gefa út árlega. Stöð- in við Miðbakka mælir einnig vind, hita og loftþrýsting. í tengslum við nýja kerfið voru settar upp þrjár stöðvar til viðbótar sem mæla veður og sjólag. Stöðvarnar eru á Eyjagarði í Örfirisey, á Korngarði í Sundahöfn og á Gufu- nesi. Við mælistöðvarnar eru einn- ig tengdir öldumælar sem komið var fyrir á sundunum nokkur hundruð metra frá landi. Veðurstöðvarnar eru tengdar við tölvu í Hafnarhúsi þar sem unnið er úr mælingum og þær geymdar. Upplýsingarnar birtast jafnóðum á skjá hjá hafnsögu- mönnum þannig það þeir fái sem gleggsta mynd af veðuraðstæðum hverju sinni. Annar tilgangur með kerfinu er að safna mælingum vegna rannsókna í tengslum við ráðgerðar hafnarframkvæmdir á vegum Reykjavíkurhafnar. Búnaðurinn er smíðaður hjá fyrirtækinu Hugrúnu hf. sem hef- ur í samvinnu við Hafnamálastofn- un unnið að þróun upplýsinga- kerfis fyrir sjófarendur. Reykja- víkurhöfn mun nú tengjast því kerfi sem veitir höfninni aðgang að öðrum sjálfvirkum veðurstöðv- um við Faxaflóa og öldudufli út af Garðskaga. Réttindamál voru stærstu mál á aðalfundi BHM Martha A. Hjálmarsdóttir kosin formaður BHM MARTHA Á. Hjálm- arsdóttir meinatæknir var um helgina kosin formaður Bandalags háskólamanna. Hún er fyrst kvenna til að vera kosin formaður í heildarsamtökum launamanna. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að stærstu verkefnin framundan væru að fylgja eftir samþykkt- um aðalfundar BHM um að veijast rétt- indaskerðingum sem felast í frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Á aðalfundi BHM lét Páll Hall- dórsson af formennsku, en hann hefur verið formaður í átta ár. Martha hefur verið varaformaður BHM síðastliðin tvö ár. Hún var áður formaður Meinatæknafélags íslands. Nýr varaformaður BHM er Elna Katrín Jónsdóttir, formað- ur HÍK. Meirihluti stjórnarinnar er skipaður konum. Samningsréttur skertur Aðalfundur BHM lýsti yfir and- stöðu við frumvarp félagsmálaráð- herra um breytingu á vinnulöggjöf- inni. Bent er á að stefna BHM hafi lengi verið að það gildi ein vinnulöggjöf í landinu, en ekki ein fyrir almenna vinnu- markaðinn og önnur fyrir starfsmenn hins opinbera. Martha sagði að með þessu frumvarpi væri farin röng leið. Þrengt væri að samningsrétti al- mennra verkalýðsfé- laga og miðstýring aukin. Með auknu valdi ríkissáttasemjara væri samningsréttur aðildarfélaga BHM skertur. Hún sagði að BMH legði áherslu á mikilvægi samstöðu launamanna, en jafn- framt að stéttarfélög hefðu áfram frelsi til að ákveða sjálf hvernig þau höguðu kjarabar- áttu sinni. Þörf fyrir betri vinnurétt Fundurinn lýsti ennfremur yfir andstöðu við frumvarp fjármála- ráðherra um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en boðið var upp á viðræður um breytingar á lögunum í tengslum við gerð næstu kjarasamninga. Martha sagði að réttindi launþega á almennum vinnumarkaði væru almennt bág- borin í samanburði við réttindi launþega á hinum Norðurlöndun- um. Ástæða væri fyrir stjórnvöld að reyna að styrkja réttindastöðu þeirra í staðinn fyrir að skerða réttindi opinberra starfsmanna. Hún sagðist vilja ráðleggja stjórn- völdum að kynna sér hvernig hinar Norðurlandarþjóðirnar haga vinnuréttarmálum sínum og taka mið af þeim við lagasetningu. Aðalfundur samþykkti ályktun þar sem BHM iýsir sig reiðubúið til að hefja viðræður við ríkisstjórn- ina um framtiðarfyrirkomulag á lífeyrisréttindum. í ályktuninni segir að samtökin muni verja gild- andi lífeyrisréttindi félagsmanr.a af alefli og með öllum tiltækum ráðum. Á fundinum var samþykktur stuðningur við tillögur starfshóps félagsmálaráðherra um starfsmat. Tillögurnar geti verið liður í að jafna launamun milli karla og kvenna í stofnunum ríkisins. Fund- urinn taldi að ákvæði frumvarpsins um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, um að auka völd forstöðumanna, muni leiða til auk- ins launamunar kynjanna. BHM samþykkti á aðalfundi sín: um stefnuskrá fyrir bandalagið. í kaflanum um skattamál er m.a. lýst stuðningi við skatt á fjár- magnstekjur. Hvatt er til þess að skattkerfið taki tillit til fjárfestinga einstaklinga í menntun og náms- menn geti að námu loknu nýtt sér persónuafslátt sem safnast hefur upp á námstíma. Þá er sett fram krafa um að tekjutengingu barna- bóta verði hætt. Martha Á. Hjálmarsdóttir Gœddu þér á góðum laxi. Reyktur lax, graflax og piparlax er herramannsmatur. Ljúffengur lax með graflaxsósu gefur fyrirheit um ógleymanlega máltíð. Notaðu því aðeins fyrsta flokks hráefni og bjóddu gestum þínum að gœða sér á góðum laxi. Reyktur lax og graflax í bitum og sneiðum. Graflaxsósa, 250 og 125 ml í nýjum umbúðum. Reyktur lax og graflax í heilum og hálfum flökum. ISLENSK MATVÆLI I tm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.