Morgunblaðið - 02.04.1996, Side 12

Morgunblaðið - 02.04.1996, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Byltingarkennt björgnnartæki Morgunblaðið/Sverrir BJÖRGUNARSVEITARMENN sýndu notkun nótarinnar í Reykjavíkurhöfn í gær. Neyðamótin Hjálp Bóndi bjargaði tækjum úr brennandi skemmu Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ROFIÐ var gat á gafl skemmunnar gegnt dyrum hennar svo slökkviliðsmenn ættu auðveldara með slökkvistörfin. Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. SKEMMA á bænum Fljótsbakka í Eiðaþinghá skemmdist mikið í eldi á föstudagskvöld. í skemmunni voru 750 baggar af heyi, ásamt nýlegum jeppa, vélum og tækjum er þar voru geymd. Naumlega tókst að bjarga vélum og tækjum út en heyið, 280 hestburðir, eyðilagðist allt. Slökkviliðið og lögregia á Egils- stöðum fengu kall um eldinn frá bænum Rangá í Tungu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var mik- ill eldur í heyinu en Einar Þórarins- son bóndi á Fljótsbakka var búinn að bjargajeppanum, vélum ogtækj- um út úr skemmunni. Að sögn Einars var mikill hiti í skemmunni þegar hann var að ná tækjunum út. Ekki var mikill reykur því plast gluggar sem voru á skemmunni bráðnuðu strax úr og láku niður á gólfið og myndaðist þá góð loft- ræsting. Sagði hann að varasamt hafi verið að fara inn í skemmuna því hætta hefði verið á að plastið úr gluggunum læki ofan á hann. Eins og sólbruni Fyrst tók Einar tveggja til þriggja miljón króna jeppa út úr skemmunni áður en hann fór heim að hringja og var þá ekki kominn eins mikill hiti í skemmuna. Einar sagði að hitinn hefði verið svo mikill þegar hann kom aftur í skemmuna eftir að hafa farið heim að hringja. Traktor, sem í skemmunni var, var tregur í gang en hann stóð næst heystabbanum er náði fram undir mitt gólf skemmunnar. Að sögn Einars var honum farið að hitna mjög á bakinu þegar hann loksins kom traktornum út enda sviðnaði málning af stjörnumúgavél sem var aftaní traktornum. Einar sagði að sér hafi iiðið eins og eftir sólbruna á bakinu dagana á eftir. Einar kom því næst böndum á tvo áburðardreifara sem einnig voru þarna inni og dró þá út. Siáttu- þyrla sem stóð frammi við dyr í skemmunni slapp óskemmd. Eldur úr pípuglóð Slökkvistarf tók rúmlega tvo klukkutíma, fyrst var eldur að mestu slökktur í heyinu, síðan var gat rofið á gaflinn gegnt dyrum skemmunnar og heyinu mokað út úr henni en heyið brann allt enda skraufaþurrt. Að sögn lögreglu eru eldsupptök að líkindum þau að glóð hafi hrokk- ið úr reykjarpípu bóndans í þurrt heykusk á gólfi skemmunnar. Skemman er mikið skemmd, allt járn á skemmunni í þeim enda er heyið var í er undið, og tré í lang- böndum allt brunnið. Einar sagðist ekki vera farinn að hugsa hvernig hann stæði að endurnýjun á skemmunni, hann sagði að menn frá tryggingunum ættu eftir að koma og meta tjónið. Hann sagði þó að ekki kæmi til greina annað en endurbyggja skemmuna vegna þess að það færi svo illa með tækin að geyma þau úti. Páskahret Að lokum spáði Einar um veðrið fram á sumar fyrir fréttaritara, sagði hann að veðrið í vetur hefði verið eins og hann spáði fyrir um í haust og spáði því að vorið yrði gott, þó óttaðist hann að gerði smá páskahret. NEYÐARNÓTIN Hjálp heitir nýtt íslenskt björgunartæki sem er að koma á markað. Nótin er ætluð til að bjarga mönnum úr sjó og vötnum og kemur að gagni þótt sá sem bjarga á sé meðvitundar- Iaus. Kristján Magnússon, starfsmað- ur Slysavamafélags Islands, er höfundur nótarinnar og framieið- andi. Búið er að vinna að þróun nótarinnar undanfarin 10 ár og síðustu tvö árin af fullum krafti. Að sögn Páls Ægis Péturssonar, deildarstjóra SVFI, þykir þetta björgunartæki byltingarkennt. Nótin virkar þannig að menn sem fallið hafa í sjó eða vatn era fiskaðir upp, hvort heldur þeir eru með eða án meðvitundar. Aðal- kostur nótarinnar er sá að menn eru teknir upp í láréttri stellingu, sem er einkar mikilvægt þegar um ofkælingu er að ræða. Nótin þykir auðveld í notkun og fljótlegt að ná mönnum í nótina. Vakti athygli erlendis Neyðarnótin Hjálp þefur hlotið viðurkenningu Siglingamálastofn- unar og góða umsögn hjá Land- helgisgæslunni og Slysavarna- skóla sjómanna. Þá hefur nótin verið kynnt fyrir björgunaraðilum í Bretlandi og Bandaríkj unum og vakið þar mikla athygli og jákvæð viðbrögð, að sögn Páls Ægis. Sýkna í meiðyrðamáli HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur sýknað Pál Magnússon, fyrrum ritstjóra Helgarpóstsins, af ómerkingar- og bótakröfum í meiðyrðamáli sem Úlfar Nathanaelsson og fyrirtæki hans S. ída hf. höfðuðu. Úlfar höfðaði málið eftir að frétt birtist í Morgunpóstinum þann 5. janúar 1995 þar sem fram kom að urgur væri í fjölmörgum söluaðilum flugelda vegna söluaðferða Úlfars Nathanaels- sonar og sonar hans. „Söluaðilarnir segja að fyrirtæki þeirra feðga, S. ída hf., hafi boðið flug- eldasölum ólöglega flugelda til kaups og að margir þeirra flugelda sem fyrirtækið flytji inn og teljast löglegir hafi verið lélegir og að kvartan- ir hafi borist vegna þeirra frá óánægðum við- skiptavinum," sagði í fréttinni. Ennfremur sagði að samkvæmt heimildum blaðsins hafi ástand þeirra flugelda sem fyrir- tækið seldi, bæði í heildsölu og á sjö eigin sölu- stöðum, verið mjög misjafnt. „Hafa kvartanir borist til einstakra söluaðila vegna þeirra, bæði vegna þess að vantað hafi í pakkana og einnig vegna þess að fólk hafi orðið fyrir miklum von- brigðum með sprengikraftinn. Það orðspor sem farið hefur af flugeldunum hefur leitt til þess að fjölmargir hyggjast snúa viðskiptum sínum annað fyrir næstu áramót," sagði í fréttinni. Úlfar taldi greinina óhróður um sig, son sinn og fyrirtæki og taldi hana ritaða í þeim eina tilgangi að sverta þessa aðila og spilla fyrir þeim viðskiptum. Úlfar kvaðst hafa flutt inn vandaða flugelda í 30 ár og aldrei selt ólöglega eða bannaða vöru. Páll Þórhailsson héraðsdómslögmaður, sem flutti málið fyrir hönd Páls Magnússonar og útgáfufyrirtækis Morgunpóstsins, hélt því hins vegar fram að frásögnin væri á engan hátt ærumeiðandi heldur væri verið að skýra frá hræringum á þessu tiltekna viðskiptasviði á hlut- lægan hátt þar sem sjónarmið Úlfars og fyrir- tækis hans hafi komist að í fréttinni. Tilgangur- inn hafi ekki verið að vega að neinum heldur skýra frá titringi á þessu viðskiptasviði. Blaðið hafi ekki sjáflt borið sakir á menn heldur greint frá væringum milli keppinauta. Fyllstu aðgátar hafi verði gætt og fréttin borin undir Ulfar áður en hún birtist. Hefði blaðamaðurinn lokað augunum fyrir því sem hann komst að hefði hann verið að brégðast skyldum sínum við almenning og þjóðfélagið, samanber 10. grein Mannréttindasáttmála Evr- ópu og ef ritstjóri fréttablaðs yrði dæmdur vegna fréttaflutnings af þessu tagi myndi það hafa hamlandi áhrif á heiðarlegan fréttaflutn- ing. Þá séu ummælin sönn og eigi það að ieiða til sýknu af ómerkingarkröfunni. Þá krafðist Páll þess að enda þótt ummæli yrðu ómerkt ætti það ekki að leiða til þess að dæmdar yrðu bætur. Ómerking ummæla þýði fyrst og fremst að ekki hafi tekist að færa sönnur á ummæli og sé í raun hlutlaust úrræði. Allt önnur skil- yrði séu fyrir því að dæma skaðabætur eða miskabætur. Ummælin innan marka í niðurstöðum Gunnars Aðalsteinssonar hér- aðsdómara segir að sala vöru og þjónustu varði almenning. „Þeir sem stunda slík viðskipti verða í meira mæli en aðrir að þola gagnrýna umfjöll- un fjölmiðla um starfsemi sína. Blðamenn eru einatt fulltrúar almnennings að þessu leyti og miðla upplýsingum til hans. Því er fjölmiðlum veitt vernd til að fjalla um slík málefni á gagn- rýnan hátt svo framarlega sem könnun þeirra á staðreyndum er vönduð,“ segir í dóminum. Þá segir að enda þótt ósannað sé að Úlfar hafi selt bannaða flugelda eða verið með lélega vöru á boðstólum þyki ummæli blaðsins innan marka þess tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin verndi. Hvorum aðila málsins var hins vegar gert að bera sinn kostnað af rekstri þess. Marsbækurnar eru komnar Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.