Morgunblaðið - 02.04.1996, Side 36

Morgunblaðið - 02.04.1996, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Helga Tryggva- dóttir var fædd að Víðikeri í Bárðardal 18. októ- ber árið 1900. Hún lést í Reykjavík 24. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Tryggva Guðnasonar, bónda í Víðikeri, f. 9.11. 1876, d. 29.11.1937, og konu hans, Sig- rúnar Agústu Þor- valdsdóttur, f. 2.10. 1878, d. 18.11 1959. Helga átti sex bræður sem komust á legg. Þeir eru Höskuldur, f. 1902, d. 1986, bóndi á Bólstað, kvæntur Pálínu Jónsdóttur, f. 1904, d. 1985), Kári, skáld og rithöfund- ur, f. 1905, giftur Margréti Björnsdóttur, f. 1907, Hörður, f. 1909, d. 1993, bóndi í Svartár- koti, giftur Guðrúnu Onnu Benediktsdóttur, f. 1911, Egill, f. 1911, d. 1963, bóndi í Víði- keri, giftur Láru Svansdóttur, f. 1936, Kjartan, f. 1918, bóndi í Víðikeri, giftur Kristbjörgu Jónsdóttur, f. 1918, og Sverrir, f. 1920, kvæntur Hólmfríði Pét- ursdóttur, f. 1926. Árið 1924 giftist hún Kristjáni Guðnasyni frá Hvarfi, f. 30.7. 1891, d. 27.3. 1945. Helga og Kristján misstu einn son í frumbernsku en önn- ur börn þeirra eru: Jón, f. 1924, bóndi í Fellshlíð í Eyjafirði, kvæntur Guðrúnu Kristjáns- dóttur, f. 1923, þau eiga þrjú börn, eina fósturdóttur og níu barnabörn; Gerður, f. 1926, starfar á sjúkrahúsinu á Húsa- ‘ vík, gift Jóni Sigurðssyni, f. 1923, þau eiga þjár dætur og þrjú barnabörn; Hreinn, f. Helga amma ólst upp á stóru heimili, menningarheimili eins og þau gerðust best til sveita í byrjun þessarar aldar. Tryggvi faðir henn- ar var í þokkalegum efnum og gat því sent dóttur sína til náms í Reykjavík. Vera má að amma hafi búið að því síðar meir, því aldrei vafðist það fyrir henni að reyna eitthvað nýtt og flytja búferlum þegar henni þótti ástæða til. Þrátt fyrir hrakspár úrtölumanna tók hún sig upp með börnum sínum og flutti úr Bárðardal inn í Eyjafjörð þegar afi var nýlega látinn eftir erfið veik- indi. Síðar flutti hún til Reykjavík- ur. Eitt sinn spurði ég hana hvers vegna hún hefði tekið uþp á því að rjúka suður svona á miðjum aldri. Hún sagði að þegar eldri synir hennar tveir hefðu verið búnir að 1928, bóndi á Hrís- hóli í Eyjafirði, kvæntur Ernu Sig- urgeirsdóttur, f. 1934, þau eiga fimm börn og átta barnabörn, Tryggvi, f. 1936, húsasmíðameistari í Reykjavík, kvænt- ur Guðrúnu Björk Guðmundsdóttur, f. 1940, þau eiga þrjá syni og tvö barna- börn. Um tvítugt fór Helga í Kvenna- skólann í Reykja- vík. Helga og Krislján hófu búskap í Víðikeri, bjuggu síðan á Geirbjarnarstöðum í Köldu- kinn 1927-33 og loks í Svartár- koti í Bárðardal frá árinu 1933. Kristján lést fyrir aldur fram árið 1945 og árið eftir fluttist Helga ásamt börnum sinum inn í Eyjafjörð, að Öxnafellskoti, sem síðar hlaut nafnið Fells- hlíð. Helga bjó í Fellshlíð um hríð en vann einnig utan heimil- is. Haustið 1956 fluttist hún til Reykjavíkur með yngsta syni sínum og starfaði á barnaheim- ilinu að Silungapolli meðan það var starfrækt. Um nokkurt skeið bjó hún hjá og aðstoðaði eldra fólk. Hún var lengi hjá Páli ísólfssyni tónskáldi en síð- ast var hún hjá Kristínu Hall- dórsdóttur frá Öndverðarnesi. Síðustu árin bjó hún í Furu- gerði 1 í Reykjavík. Kveðjuathöfn um Helgu Tryggvadóttur verður haldin í Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. apríl kl. 13.30. Hún verður jarðsungin að Lundarbrekku í Bárðardal laugardaginn 6. apríl kl. 14. ná sér í góðar konur hafi hún séð að það væri ekkert gagn í því að hún héngi yfir þeim lengur. Þessi hugsunarháttur var einkennandi fyrir ömmu, að reyna fyrst og fremst að vera til gagns, hvar sem hún væri. Mér hafa alltaf þótt þess- ar ljóðlínur Stephans G. Stephans- sonar eiga vel við ömmu, og kannski aila hennar kynslóð: Þar sem mest var þörf á þér, þar var best að vera. Amma var heimskona í augum okkar barnabarnanna fyrir norðan. Hún kom þangað í nokkrar vikur á hveiju sumri. Það var alltaf til- hlökkunarefni þegar hún kom, klyfjuð nýjum lopapeysum. Hún tók til hendinni innanhúss sem utan, sýndi okkur börnunum handtök við heyskapinn og kenndi okkur að drekka grasamjólk sem hún sagði að væri meinholl. Hún rækti vel þetta sérstaka hlutverk sem ömmur hafa, að láta börnin finna að þau séu mikilvægar mannverur, þrátt fyrir að þau gleymist oft í amstri hversdagsins. Eg minnist þess þegar ég sex ára snáði hafði unnið hörðum höndum við húsbyggingu og hruflað mig dálítið á fingri við að naglhreinsa. Ég var ögn drjúgur með sjálfum mér yfir því að hafa ekki farið að skæla, fór inn í eldhús og stillti mér upp við hliðina á ömmu þar sem hún var að þvo upp. Ég lagði höndina á borðið eins og af tilviljun og beið svo þolinmóður. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Guð komi til!“ hrópaði amma eins og hennar var vandi þegar mikið lá við. Hún var ekkert að klína á svöðusárið plástri í fljótheitum, heldur sótt- hreinsaði það, vafði grisju um fing- urinn og bjó vandlega um. Það var sæll og glaður snáði sem trítlaði út í sólina og rölti lengi út um tún, hamingjusamur yfir þessari merki- legu reynslu. Þegar árin liðu og við barnabörn- in að norðan fórum að tínast suður til lengri eða skemmri dvalar breytt- ist sambandið við ömmu. Við nutum umhyggju hennar og lærðum að meta félagsskap hennar. Maður fór ekki að heimsækja hana af skyldu- rækni, heldur var alltaf gaman að hitta hana og spjalla, kýta um póli- tík, dægurmál og hvaðeina. Það var sérstaklega gaman að heimsækja ömmu þegar hún var hjá Kristínu Halldórsdóttur á Hólsvegi 11, enda út af fyrir sig spaugilegt að kona á níræðisaldri væri að gæta konu á tíræðisaldri. Þær urðu góðar vin- konur og það var létt yfir þeim og gaman að drekka með þeim kaffi og rabba um daginn og veginn. Kristín átti marga afkomendur sem allt til hinstu stundar héldu tryggð við ömmu og reyndust henni ein- staklega vel. Fyrir það vil ég færa þeim bestu þakkir. Umhyggja ömmu var alltaf söm og hún fékk einkum útrás fyrir dugnað sinn með pijónaskap. Hún sá öllum sínum afkomendum og fjölda annarra fyrir hlýjum lopa- peysum, vettlingum og ullarleistum. Það brást heldur ekki að með fyrstu hálku haustsins hringdi amma og spurði hvort vetrardekkin væru ekki komin undii' bílinn. Ef svo væri ekki, þá ætti hún nú einhveija aura og gæti kannski lánað ef illa stæði á! Amma vakti athygli allra sem henni kynntust. Hún var afar fal- legt gamalmenni, bjartleit með hvítt hár, góðleg og hlý í fasi, glaðlynd og umhyggjusöm. Við barnabörnin stríddum henni oft á vítamínáti og tilhneigingu til að vilja fóðra sem flesta í kringum sig á vítamíni og öðrum heilsubótarkosti. Hún sagði HELGA TR YGG VADÓTTIR að þegar hún yrði svo gömul að ekki væri neitt gagn að henni leng- ur myndi hún bara hætta að éta vítamín og þá hrykki hún fljótlega upp af. Svo fór þó ekki, því í febrúar 1992, þegar amma var 91 árs, fékk hún heilablæðingu sem lamaði hana að hluta og dró mjög úr líkams- styrk hennar. Nokkru áður hafði hún af fádæma þreki náð sér eftir erfiðan uppskurð. En nú var hún orðin farlama, átti erfitt með að tjá sig og gat ekki lengur pijónað. Hún sat daglangt og fylgdist með út- varpi og sjónvarpi, fátt annað gat hún veitt sér. Líklega er þetta ein harðasta raun sem hægt er að leggja á nokkra manneskju. Það var erfitt að vita af þessari glað- væru og iðjusömu konu sitja með hendur í skauti, henni fannst hún ekki vera til nokkurs gagns lengur. Kannski var það fyrst nú sem mað- ur skildi til fulls hve mikilvægt það er hverri manneskju að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Iðjusemi og um- hyggja eru grunnþættir mannlegrar tilveru. Og nú uppgötvaði maður allt í einu að maður hafði ekki spurt ömmu um nærri því allt sem gaman hefði verið að vita; um lífið í gamla daga, um sögurnar og kvæðin sem langamma fór með, um afa sem dó löngu fyrir okkar daga. Þannig líða kynslóðirnar hjá. Þær skilja eftir sig margvísleg vegsum- merki hið ytra en það sem skiptir mestu máli er innra með okkur. Flöktandi minningabrot, spurning- ar, söknuður ogtómarúm. Én smám saman raðast brotin saman og fylla upp í tómarúmið. í minningunni situr amma bjartleit og falleg með prjónana sína, með hugann við það sem glatt gæti og gagnast afkom- endum og vinum. Þá rennur upp fyrir okkur að þetta er sú mynd sem fegurst og best getur verið af einni manneskju, við hógværa iðju, full af umhyggju. Slíkar minningar ylja hveijum og einum og bæta hann um leið. Eg held að ég tali fyrir munn okkar allra, afkomenda henn- ar, að á þessa leið sé minningin um Helgu ömmu. Megi hún hvíla i friði og lifa í minningum okkar. Viðar Hreinsson. Víðar en í siklings sölum svanna fas er prýði glæst; mörg í vorum djúpu dölum drottning hefir bónda fæðst. (M. Joch.) Þegar við kveðjum Helgu föður- systur kemur þessi vísa upp í hug- ann, því í okkar augum var Helga frænka sem drottning. Hún var ekki aðeins frænka, heldur var hún náinn vinur og það var alltaf notalegt og gefandi að vera samvistum við hana. Það þótti líka eiginmönnum okkar og börn- um, öll dáðum við Helgu frænku. Fyrst munum við eftir Helgu í Svaitárkoti í Bárðardal þar sem hún bjó með manni sínum Kristjáni og börnum. Hún varð ekkja aðeins 45 ára gömul en hélt áfram búskap þar fyrst um sinn. Seinna fluttist hún með börnum sínum inn í Eýja- fjörð þar sem þau keyptu jörð sem þau skírðu Fellshlíð. Okkur þótti spennandi að sækja Helgu heim í Eyjafjörðinn, þar sem margt var ólíkt því sem við áttum að venjast úr okkar sveit, svo sem þéttbýlið og Akureyri í nágrenni. Helga fluttist til Reykjavíkur á sjötta áratugnum og hóf störf sem vökukona á barnaheimilinu á Sil- ungapolli. Það var ábyrgðarmikið starf og krefjandi og þar starfaði hún þar til heimilið var lagt niður. í helgarfríum kom hún oft til for- eldra okkar í Hveragerði og til Reykjavíkur eftir að þau fluttust þangað, og alltaf var gaman að eiga von á að hitta Helgu frænku. Hún var kærkominn gestur og jafn- an var glatt á hjalla þegar hún kom í heimsókn. Síðan var Helga fengin til að sinna öldruðum í heimahúsum og síðast var hún hjá Kristínu Hall- dórsdóttur frá Ondverðarnesi og annaðist hana þar til Kristín lést 94 ára gömul. Þá var Helga 84 ára. Er þetta til marks um atorku hennar og eljusemi. Kynslóðabil var ekki til þegar um Helgu var að ræða. Hún átti vini á öllum aldri, fylgdist með nýjungum af hvaða toga sem var og ræddi jafnt um dægurmál sem heimspeki- leg efni. Hún las mikið og grúskaði og hafði skoðanir á öllu. Helga var líka mikil hannyrðakona og margt fallegt vann hún um dagana. Hún hafði mikið fegurðarskyn og alltaf var hún fín og vel til höfð fram á síðasta dag. Hún kunni vel að meta gleðskap og var allra manna skemmtilegust og kátust og hlátur hennar var smitandi. Ógleymanlegt er 90 ára afmæli hennar, sem hún hélt með mikilli reisn eins og við var að bú- ast í Furugerði 1, þar sem hún dvaldist síðustu árin. Fjölskylda hennar og vinir glöddust með henni, ræður voru - haldnar og mikil stemmning. Síðan var dansað og sungið langt fram á kvöld og Helga gaf ekkert eftir í danslistinni. Þetta var því miður síðasta af- mæli Helgu þar sem hún bauð upp á dansleik, því skömmu síðar fékk hún áfall og gekk ekki heil til skóg- ar eftir það. En þótt líkaminn gæfi sig var sálin söm við sig. Fyrir einstaka ástúð og umönnun barna hennar, tengdabarna og barnabarna gat hún búið í íbúð sinni til æviloka. Við systur og fjölskyldur okkar vottum börnum hennar, Jóni, Gerði, Hreini, Tryggva og ijölskyldum þeirra, okkar dýpstu samúð. Hildur, Sigrún, Rannveig og Áslaug Káradætur. BALDUR BJÖRNSSON seli hjá Mörtu Guð- mundsdóttur og Guð- mundi Eiríkssyni frá 1931 til ársloka 1933 á meðan heimili hans var byggt upp eftir eldsvoða. Baldur átti heimili í Múla til árs- ins 1946 en þá flytur fjölskyldan að Hofi í Alftafirði. Baldur átti 11 systkini. Af föður átti hann þrjú háif- systkini, Vilborgu, Jón og Guðmund, eft- iriifandi er Guð- mundur. Af móður 4- Baldur Björns- ' son fæddist í Múla í Álftafirði í Suður-Múlasýslu 17. október 1930. Hann lést 23. mars síðastliðinn. Baldur var sonur hjónanna Jónínu Viiborgar Jónsdóttur, f. í Gíls- árteigi í Eiðasókn 30.8. 1889, d. 31.10. 1961, og Björns Jónssonar, f. í Kambsseli _ í Hofs- sókn í Álftafirði 26.9. 1889, d. 16.9. 1978. Baidur var í fóstri í Kambs- Félagi okkar er fallinn. Þessi frétt kom okkur mjög á óvart. Síst áttum við von á að hann sem hafði staðið vaktina af trúmennsku og unnið langan vinnudag nyti ekki friðsæls ævikvölds. Baldur Björnsson byijaði átti hann sjö hálfsystkini: Emil, Laufeyju, Fjólu og Díönu Karls- ungur að vinna mikið og þannig þekktum við hann. Þegar hann kom til starfa hjá lögreglunni í Reykjavík í janúar 1957 þá 26 ára gamall, hafði hann kynnst erfiði sveitavinn- unnar. Það hafði sett mark sitt á börn, eftirlifandi er Díana. Oddnýju og Ágústu., Gíslalín Gísiadætur, eftirlifandi er Oddný. Albróðir Baldurs var Bragi, nú bóndi á Hofi í Álfta- firði. Baldur lauk gagnfræðaprófi frá Eiðaskóla. Fór til Reykjavík- ur 1955 og byrjaði í lögreglunni 1957 og starfaði þar til æviloka. Baldur kvæntist eftirlifandi konu sinni Unni Sigursteins- dóttur 12.9. 1965, hún er fædd 30.9. 1939. Foreldrar hennar voru Sigursteinn Þórðarson og Bjarnhildur Þorláksdóttur, þau eru bæði látin. Baldur og Unnur eignuðust þrjú börn, þau eru: Björn, f. 15.8. 1968, Sigursteinn, f. 22.7. 1971, og Vilborg Hildur, f. 1.7. 1974. Útför Baldurs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Baldur og kennt honum að ganga til sérhvers verks af eljusemi og trú- mennsku. Til að ná árangri í erfiðu starfi lögreglumannsins hafði Bald- ur það að leiðarljósi að sýna festu og sanngirni. Þegar Baldur hafði unnið almenn löggæslustörf í sex ár var honum falið starf fangavarð- ar og gegndi hann því starfi í níu ár. Hóf hann síðan aftur almenn löggæslustörf og 15. mars 1985 var hann skipaður aðstoðarvarðstjóri. Við vaktfélagar Baldurs kveðjum góðan félaga og þökkum honum allar samverustundirnar. Við biðj- um góðan Guð að blessa fjölskyldu Baldurs, sem var honum svo kær. D-vakt almennu deildar lögreglunnar í Reykjavík, Geir Jón Þórisson aðalvarðstjóri. Hann Baldur húsvörður er lát- inn!. íbúa húsanna í Hæðargarði 33 og 35 setti hljóða er þessi harma- fregn barst manna á milli sunnu- dagsmorguninn 24. þ.m. Er þjónustuíbúðirnar fyrir eldri borgara í þessum tveim samtengdu húsum voru að verða tilbúnar seinni part árs 1991, var auglýst eítir húsverði og bárust 40 umsóknir. Var Baldur Björnsson einn af þeim. Við vorum þrjú sem fengum það vandasama verk að vinsa úr og eft- ir að hafa talað við nokkra umsækj- endur, var enginn vafi í huga okkar að Baldur væri langbesti kosturinn. Gamalí starfsfélagi Baldurs úr lögi'eglunni sagði við mig er hann frétti hver hefði verið ráðinn, að við hefðum ekki getað fengið hugljúfari og hjálpsamari mann og reyndist það svo sannarlega orð að sönnu. Það er í rúm 4 ár sem Baldur hefur reynt af fremsta megni að sinna öllum okkar kreddum og sérvizku, skifta um perur og annað álíka fyrir okkur klaufana, laga hurðir og allt mögulegt og ómögu- legt, allt var gert með elskulegheit- um eins og ekkert væri sjálfsagðara og tími sólarhringsins skipti ekki öllu máli og ekki liðum við fyrir það að hann tók einnig húsvörslu að sér fyrir Hæðargarð 29. Við íbúarnir vottum fjölskyldu Baldurs samúð okkar og megi Guð almáttugur styrkja þau í sorg sinni. - Baldurs mun verða sárt saknað, hann var einstaklega samviskusam- ur og góður húsvörður. - Við getum aðeins sagt: „Farðu í friði, megi sá æðri máttur sem hvert okkar trúir á og treystir, vera með þér á þeim leiðum sem þú nú hefur lagt út á.“ F.h Húsfélagsins í Hæðargarði 33 og 35, Jóhannes Proppé.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.