Morgunblaðið - 02.04.1996, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 02.04.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 43 i Morgunblaðið/Árni Sæberg RÁÐSTEFNAN var haldin á vegum dr. Halldórs Jónssonar jr., yfirlæknis á bæklunarskurðdeild Landspítalans, og prófessors ( Sven Olerud frá Uppsala í Svíþjóð. Ráðstefna um hryggj- arskurðlækningar I RÁÐSTEFNA um hi-yggjarskurð- lækningar á vegum prófessors Sven 1 Olerud frá Uppsala í Svíþjóð og dr. I Halldórs Jónssonar jr., yfirlæknis á bæklunarskurðdeild Landspítalans, var haldin á Hótel Loftleiðum dag- ana 28.-30. mars sl. Þátttakendur voru 50 hryggjar- skurðlæknar og skurðhjúkrunar- fræðingar frá öllurn Norðurlöndun- um og Bretlandi. Megináhersla var lögð á aukna sérhæfingu með nýrri tækni við hryggjarspengingar sem tryggir öruggari árangur og styttri sjúkrahúsvist. Eftirleiðis verður einnig mögulegt að hætta háls- kraga- og beltisnotkun eftir speng- ingar, byija fyrr á endurhæfingu og stytta fjarveru frá daglegum störfum. Sýning hrossabúa HROSS frá nokkrum hrossabúum í Árnessýslu verða sýnd á miðviku- dag í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Á ferðinni verða hross frá Torfa- stöðum í Biskupstungum, Geld- ingaholti í Gnúpveijahreppi, Bjarnastöðum og Minni-Borg í Grímsnesi og Þúfu í Ölfusi. Auk hrossa sem koma frá þess- um búum má nefna Þyril frá Vatnsleysu og Kóp frá Mykjunesi sem Sigurbjörn Bárðarson sýnir, en hann mun einnig sýna fleiri hross úr ræktun sinni. Auk þess munu Gustsfélagar sýna það efnilegasta í ræktun í Kópavogi og Sigurður Bernhöft tekur lagið. SIGURBJÖRN Bárðarson sýnir Kóp frá Mykjunesi. skótar/námskeið handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Sigríður Pétursd., s. 5517356. heilsurækt ■ Ungbarnanudd Námskeið fyrir foreldra með börn á aldr- inum 1-10 mánaða. Byrjar 11. apríl. ■ Fegurð og heilbrigði Fegrandi andlitsnudd og DO-IN sjálfs- nudd. 11. og 18. aprfl frá kl. 20-22. ■ Fornám i' svæðameðferð Helgina 13.-14. aprfl. Skóli byrjar í sept. ’96. Viðurkennt nám af fél. Svæða- meðferð. ■ íþróttameiðsl 3., 4. og 5. maí ’96. Námskeið fyrir svæða- og nuddfræðinga. Kennsla fer fram á ensku. ■ Eyrnapunktur 7., 8. og 9. júní ’96. Námskeið fyrir svæða- og nuddfræðinga. Kennsla fer fram á ensku. Uppl. og innritun á Heilsusetri Þórgunnu, Skúlagötu 26, milli kl. 12 og 14 í síma 562 4745. tölvur ■ Tölvunámskeið Starfsmenntun: - 64 klst tölvunám - 84 klst. bókhaldstækni Stutt námskeið: - PC grunnnámskeið - Windows 3.1 og Windows 95 - Word grunnur og framhald - WordPerfect fyrir Windows - Excel grunnur og framhald - Access grunnur - PowerPoint - Paradox fyrir Windows - PageMaker fyrir Windows - Internet námskeið - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Barnanám - Unglinganám í Windows - Unglinganám í Visual Basic - Windows forritun Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 561 6699, netfang tolskrvik@treknet.is, veffang www.treknet.is/tr. Tolvuskoli Reykiavíkur llorKarUini 28, sími 561 6699. FRÉTTIR Dagbók lögreglunnar Drykkjulæti og slys, en friðsamur sunnudagur UM HELGINA var tilkynnt um 12 innbrot eða helmingi færri en um síðastliðna helgi. Þá var tilkynnt um 13 þjófnaði, 6 líkamsmeiðingar og 22 eignarspjöll. í þjófnaðartilvik- unum var oftast um að ræða hnupl í verslunum. Athygli vekur að 16 sinnum eru höfð afskipti af fóiki vegna brota á lögreglusamþykkt borgarinnar, en í öllum tilvikum var um að ræða fullorðið fullt karlkyns fólk, sem var að kasta af sér vatni þar sem það stóð í miðborginni að næturlagi. Þijátíu sinnum var kvartað yfir hávaða og ónæði frá drukknu fólki. Þá voru 27 sinnum höfð önnur afskipti af ölvuðu fólki á almannafæri. Óskað var 4 sinnum aðstoðar lögreglu vegna heimilis- ófriðar. í tveimur tilvikum hafði ofbeldi verið beitt af eiginmanni og sambýlismanni. Auk þess voru lög- reglumenn kvaddir til í 4 ágrein- ingsmálum er úrlausna þurftu við. Fimm ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur. Fíkniefni fannst í bifreið eins þeirra og annar hafði verið staðinn að því að selja landa. í bifreið hans fundust m.a. 16 lítrar af heimagerðu áfengi. Einn öku- mannanna sinnti ekki stöðvunar- merkjum lögreglumanna og reyndi að komast undan á hlaupum, en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var handtekinn og færður á Iög- reglustöð. Sextán ökumenn voru kærðir fyrir að aka hraðar en leyfi- leg hámarkshraðamörk sögðu til um. Afskipti voru höfð af tveimur ökumönnum, sem áður höfðu verið sviptir ökuréttindum. Tuttugu og fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, auk sjö annarra þar sem slys urðu á fólki. Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á slysadeild með sjúkrabif- reið á föstudag eftir harðan árekst- ur á Suðurlandsvegi. Um kvöldið féll ökumaður bifhjóls í götuna á Laugavegi. Hann meiddist á öxl og var því fluttur á slysadeild. Á laug- ardagskvöld var ökumaður fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbraut- ar. Á sunnudag meiddist eldri kona þegar hún var að fara út úr almenn- ingsvagni á Bústaðavegi. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Um svipað leyti varð harður árekst- ur tveggja bifreiða á gatnamótum Fálkagötu og Tómasarhaga. Öku- menn beggja bifreiðanna voru flutt- ir á slysadeild. Þá hjólaði maður á bifreið, sem var ekið út úr húsa- sundi á Laugavegi. Hjólreiðamaður- inn var með vasadiskó í eyrunum og hafði það siævt athygli hans fyrir umhverfínu og því fór sem fór._ Meiðslin voru minniháttar. Á föstudagsmorgun var tilkynnt um sjóslys á Faxaflóa. Þar hafði vélbátur siglt á annan, án þess þó að teljandi skemmdir hlytust af. Á föstudagskvöld var tilkynnt um pilta sem voru að stela bensíni af bifreið í_ Ásunum. Þeir voru hand- teknir. Á þeim fundust fíkniefni og við húsleit fundust meiri fíkniefni og áhöld til neyslu þeirra. Um nótt- ina voru tveir piltar og stúlka hand- tekin á Bárugötu, en þau höfðu gert sér að leik að sparka í hliðar- spegla mannlausra bifreiða við göt- una. Þá fundust fíkniefni í fórum manns, sem stöðvaður var á bifreið sinni í Hafnarstræti. Undir morgun var maður vistaður í fangageymsl- unum eftir að hafa brotið rúðu í anddyri húss í Bökkunum, skriðið þar inn í hlýjuna og lagst til svefns. Fangageymslurnar gistu ásamt honum 29 aðrir vegna ýmissa mála. Á laugardag veittust tveir menn að öðrum í verslun við Laugaveg eftir að hafa verið staðnir þar að hnupli. Þjófarnir eru þekktir hjá lögreglunni. Um kvöidið var maður handtekinn eftir að hafa veist að dyraverði veitingastaðar við Tryggvagötu og veitt honum áverka. Þá var maður handtekinn eftir að hafa reynt að brjótast inn í íbúð við Kleppsveg. Undir morgun voru 5 aðilar handteknir og færðir í fangageymslu eftir að 3 slög af ætluðu amfetamíni fundust í bifreið þeirra á Fríkirkjuvegi. Stúlka var flutt á slysadeild eftir að hafa klifr- að yfír girðinguna umhverfís sund- laugarnar í Laugardal, fallið og slasast. Klippa þurfti á girðinguna. Tveir menn voru handteknir eftir að þeir höfðu brotið rúðu í verslun við Hagamel snemma á sunnudags- morgun. Þeir höfðu náð að stela þar smádóti. Tilkynnt var um eld um borð í bát við Grandagarð. Skip- verjar náðu að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvilið komu á staðinn. . Lögreglan á Suðvesturlandi hef- ur verið að fylgjast sérstaklega með því hvernig búið er að börnum í bílum, auk þess sem fylgst er al- mennt með notkun bílbelta á svæð- inu. Af því tilefni voru u.þ.b. eitt þúsund ökumenn stöðvaðir í síðustu viku. Þeir voru stöðvaðir hingað og þangað um svæðið. í ljós kom að því miður eru þeir enn til sem hafa börn sín laus í bílunum, en þeim sem það gera virðist þó fara fækk- andi. Þá virðist bílbeltanotkun, bæði ökumanna og farþega, hafa aukist á ný. Svo virðist sem aðgerð- ir undanfarna daga hafi fengið ein- hveija til að hugsa sinn gang og bæta um betur. Fulltrúar lögregl- unnar á svæðinu halda fund í dag í Keflavík þar sem ákveðið verður næsta sameiginlega verkefni í um- ferðarmálum. Kvartað hefur verið yfír hjól- reiðafólki á Laugavegi á opnunar- tíma verslana. Af því tilefni skal á það minnst að í umferðarlögunum segir að hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skuli víkja fyrir gang- andi vegfarendum. Framundan er páskahelgin og allt sem henni fylgir. Ef að‘,líkum lætur fer margt fólk í heimsóknir til vina og vandamanna, eða dvelur í sumarbústöðum. Lögreglan mun þess vegna verða með aukið eftirlit um helgina á starfssvæðinu. Fólk er hvatt til hóflegrar áfengisneyslu, þ.e.a.s. þeir sem þess þurfa að neyta, og að fara varlega hvort sem um er að ræða í umferðinni eða annars staðar. Málsháttur helgar- innar er: Mannskepnan er sú eina sem drekkur án þess að vera þyrst. Gleðilega páska. Ekta teppí á verðí gervimottu! Hvernig er hægt að vera svona miklu ódýrarí? Fyrst og fremst er það vegna þess, að við kaupum teppin okkar beint í Austurlöndum fjær, milliliðalaust, frá einu, stóru verkstæði. Þessi sambönd eru meira en 20 ára gömul. Þar að auki hefur það eitthvað með kostnað að gera. Okkur þykir það skemmtilegast að leggja minna á vörurnar, selja mikið í einu og halda þannig kostnaði í lágmarki. Það er ætlun okkar að þekja þannig meirihlutan af öllum þeim þúsundum fermetra af parketi, sem Islendingar hafa lagt undanfarin ár, með þessari einstaklega skemmtilegu og fallegu austurlensku menningu! Síðustu tveir dagarnir 2. og 3. apríl frá kl. 12-19 á Grand Hótel Reykjavík í Sigtúni (Dalur). Visa, Euro raðgreiðslur Austurlenska teppasalan hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.