Morgunblaðið - 21.04.1996, Side 39

Morgunblaðið - 21.04.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 39 FRÉTTIR Fallist á breytingar á Sprengi- sandsvegi SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á breytingar á Sprengisands- leið, F28 með skillyrðum um að við efnistöku úr námu á eyrum Köldu- kvíslar verði ekki tekið efni úr ánni. Ennfremur að haft verði samráð við eftirlitsmann Náttúrurverndar- ráðs á Suðurlandi vegna efnistöku og frágangs námusvæða og veg- kanta. Lokið er frumathugun Skipulags ríkisins á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar lagningar Sprengi- sandsleiðar um Þóristungu neðan Hrauneyjafossvirkjunar. Um er að ræða breytingar á Sprengisandsleið þannig að umferð fari ekki um hlað stöðvarhúss Hrauneyjafossvirkjun- ar. Frá stöðvarhúsinu I niðurstöðu skipulagsstjóra kem- ur fram að eigi Sprengisandsleið að geta uppfyllt kröfur um öryggi veg- farenda og starfsmanna Hrauneyja- fossvirkjunar verði að færa veginn frá stöðvarhúsinu. Fyrirhugaður veg- ur liggur yfir mel sem græddur var upp eftir að Hrauneyjafossvirkjun var byggð og yfir gróðurlitla mela. Þá segir að tryggt verði að lagning vegarins valdi sem minnstu tjóni á gróðurlendi. Fyllingarefni verði ekið í veginn, þar sem land er gróið og einungis verði ýtt upp í veginn á gróðursnauðum melum. Skerðingum og fyllingum verður haldið í lág- marki. Gengið verður frá námum og vinnusvæði og sáð í sár, sem mynd- ast í kjölfar framkvæmdanna, með fræblöndu sem hentar svæðinu. Kæra má úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá því hann er Irrtur. -----♦ ♦ ♦----- Snæfjalla- strandarvegur Athugun á umhverfis- áhrifum HJÁ Skipulagi ríkisins er hafín at- hugun á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðrar lagningar Snæfjalla- strandarvegar nr. 635 milli Hvannadalsár og Þverár í Isaíjarð- ardjúpi. Um er að ræða 2,3 km breytingu á Snæfjallastrandarvegi á þann veg að umferðin verður ekki ofan við túnin og bæjarhól á Rauðamýri heldur neðan við túnin. Einnig er um að ræða 0,2 km kafla nýrrar heimreiðar að Rauðamýri. í frétt frá Skipulagi ríkisins seg- ir að frummatsskýrslan liggi frammi frá 17. apríl til 23. maí 1996 á Skipulagi ríkisins og Þjóðar- bókhlöðunni í Reykjavík. Einnig á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og Hótel Matthildi, Hólmavík. Álmenn- ingi gefast fimm vikur til að kynna sér framkvæmdirnar og leggja fram athugasemdir, sem berast eiga ekki siðar en 23. maí 1996. Leitað verð- ur umsagna sveitarstjórnar Hólma- víkurhrepps, Hollustuverndar ríkis- ins, Náttúruverndarráðs og Þjóð- minjasafns íslands. -----: ♦ -♦-♦-- Aðalfundur LAUF AÐALFUNDUR LAUF, Landssam- taka áhugafólks um flogaveiki, verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl kl. 20 á Laugavegi 26, 4. hæð, gengið inn Grettisgötumegin. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf, stjórnarkjör o.fl. Grenibyggð 28 - parhús Til sölu þetta glæsilega parhús sem er 174,3 fm að stærð og skiptist i 153,2 fm íbúð og 20,2 fm bíiskúr. [ húsinu eru 3 góð svefnherb., stór stofa og sól- stofa, sjónvarshol, gott eldhús, þvottaherb. og bað. Innréttingar eru allar mjög vandaðar, skápar í öllum herb., vönduð innrétting í eldhúsi, flísar á baði, gólfefni, parket, flísar og teppi. Lóð er öll frágengin með hellulögðu bílastæði og verönd. Hiti í stéttum, bilastæöi. Ein fallegasta staðsetning i Mosfellsbæ. Frábært útsýni. Laust strax. Verð kr. 12.900.000,-. Opið í daq frákl. 12—14. ÁSBYRGI, Suðurlandsbraut 54, v/Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Opið hús Bræðraborgarstígur 5 Stórglæsilegt 106 fm íb. á 1. hæð. Nýl. innr. Parket. Mikil lofthæð. Flísalagt baðherb. Hagst. lán áhv. Skipti mögul. Getur losnað fljótlega. Opið hús í dag frá kl. 13-17. Hólmgarður 39 Falleg 3ja herb. íb. á 2. hæð 76 fm. Sérinngangur. Fallegar innréttingar. Freysteinn og Cheryl bjóða ykkur velkomin milli kl. 13 og 15 í dag. Óðal fasteignasala, Suðurlandsbraut 46, sími 588-9999. Neðangreindar íbúðirtil sýnis ídag kl. 13-17 Lindasmári 29 - Kóp. 4ra herb. 120 fm íb. á 2. hæð tilb. undir tréverk og tvær 154 fm „penthouse'Tb. tilb. undir tréverk. Lindasmári 35 - Kóp. 3ja herb. 104 fm íb. á 1. hæð. Fullb. eign án gólfefna. Glæsieignir á góðum stað. Með hvorri þessara íbúða fylgja tveir miðar til Benidorm f tvær vikur fyrir tvo með Heimsferð- um að andvirði 120 þús. kr. Ásgeir sími 896 1020. ValhÚS, fasteignasala, sími 565 1122 XI Skipholti SPENNANDI FYRIRTÆKI Skipholti 50b 551 9400 Opið virka daga kl. 9-18 Innrömmun - listmunir - gjafavara Um er að ræða fyrirtæki sem selur myndir, rammar innr, er með gjafavöru, selur list- og leirmuni í umboðssölu ásamt ýmsu öðru. Þarna er á ferðinni gott tækifæri til að skapa sér góða vinnu í glæsilegu umhverfi. Fyrirtækið er rekið í eigin húsnæði. Skyndibiti - Austurlenskt Vorum að fá í sölu öflugan veitingastað sem sérhæfir sig í austurlenskri matargerð ásamt öðru. Góð markaðshlutdeild í heimsendingaþjónustu. Veitingastaður Verslun - myndbönd - söluturn Á góðum stað í Kópavogi erum við með til sölu góða verslun sem rekin er í eigin húsnæði. Um er að ræða verslun með mikla möguleika í ört vaxandi hverfi. í hjarta Reykjavíkur í hjarta miðbæjar Reykjavíkur erum við með góðan vínveitingastað til sölu sem býður upp á mikla ónýtta möguleika. David Waisglass Gordon Coulthart O 1994 Farcus Cartoons/Dislributod by Universal Press Syndicate CÚ/4/S6 t-A SS / CCOC.-T

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.