Morgunblaðið - 28.04.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 21
höfuðborginni Riga. Aðeins um
54% íbúa landsins eru Lettar.
Meginþorrinn er af rússnesku
bergi brotinn. Bragi segir að Eyst-
rasaltsþjóðirnar hafi að sjálfsögðu
verið mjög uggandi um nýfengið
sjálfstæði sitt og viljað koma fyrr-
um hermönnum frá Rússlandi í
burtu hið snarasta. Þeir hafí hins-
vegar hvergi viljað hreyfa sig,
enda virtust þeir þó hafa _______
það skömminni skárra í
Eystrasaltsríkjunum en
heima hjá sér. Auk þess
væru nú heilmikil tengsl
orðin milli þjóða fyrrum
Sovétríkjanna, við-
skiptaleg jafnt sem per-
sónuleg.
„Það er ekkert að því
að búa í Riga, ekki
ósvipað og í hverri annarri vest-
rænni stórborg. Það err nóg til
af öllu og enginn skortur á neinu,
að vísu ekki á verði, sem hinn
venjulegi heimamaður ræður við,“
segir Bragi. „Þeir virðast samt
ekki líða skort, en sætta sig við
allt aðrar kröfur en við myndum
gera. Til dæmis er heilmikill mat-
annarkaður í höfuðborginni þar
sem heimamenn versla mikið sínar
nauðsynjavörur. Þar kostar kjötið
lítið sem ekkert, en er að sama
skapi ekkert sérlega lystugt á að
líta. Sömuleiðis hef ég enga trú á
því að glæpatíðni sé meiri þarna
en gengur og gerist annars stað-
ar. Það er brotist jafnt inn í hús
í Riga og á íslandi."
Efnahagur í molum
Nýfijáls lýðveldi fyrrum Sovét-
ríkjanna urðu að horfast í augu
við geysilegan efnahagssamdrátt
fyrstu árin, en eru nú, að sögn
Braga, á uppleið, þó hægt miði.
2% aukningu í þjóðarframleiðslu
er t.d. spáð í Lettlandi á árinu og
mun það vera í fyrsta sinn sem
spáð er aukningu. Þá hafa Lettar
verið að kljást við óðaverðbólgu,
sem að vísu hefur verið að potast
eilítið niður á við. Hún var 24% í
fyrra en er áætluð 18% í ár. Hins-
vegar hafa Eystrasaltsþjóðirnar
rígbundið sína gjaldmiðla við
trausta gjaldmiðla annars staðar
og ekki hvikað frá þeirri stefnu, á
hveiju sem hefur gengið. Þannig
hafa Lettar bundið sinn gjaldmiðil
við dollar, Eistar við þýskt mark
og Litháar við SDR. „Þetta hefur
þótt nokkuð sérstakar aðgerðir,
en þeir hanga á þessu einhvern
veginn og eru mjög staðfastir í
að ná tökum á verðbólgunni og
forðast kollsteypur.
Útflutningur landanna þriggja
er mjög takmarkaður. Efnahagur
þeirra er allur stílaður á innflutn-
ing og því yrði gengisfelling mjög
afdrifarík þó maður átti sig ekki
í fljótu bragði á hvernig hægt er
að halda útflutningnum gangandi
við þessar aðstæður. Ríkisfjármál
eru í molum og skattheimta hefur
ekki verið merkileg, enda ekki af
miklu að taka, hvorki af fólki né
fyrirtækjum. Fjárlög Letta svara
í ár til um 55 milljarða ísl. kr., sem
er um helmingur af íslensku fjár-
lögunum. Fjárlagagatið í fyrra var
um 25% en spáð er minni halla í
ár. Ólíku er hinsvegar saman að
jafna í íbúatölu landanna, því í
Lettlandi búa tífalt fleiri en á ís-
landi. Þjóðin er ágætlega menntuð
og vísir að velferðarkerfi er í Lett-
landi, þar sem eftirlaun frá ríkinu
nema 60 dollurum á mánuði, eða
um fjórum þúsundum ísl. _________
kr., en ég sé ekki í hendi
mér hvernig fólk lifir af
því. Það þarf greinilega
eitthvað annað að koma
til.“
Oft lauk
þessum verk-
efnum með
því að einhver
stal öllum
peningunum
og hvarf
Fjölbreyttur ferill
Bragi, sem er fæddur
og uppalinn Isfirðingur,
útskrifaðist frá Samvinnuskólan-
um árið 1962 og hóf sinn starfs-
feril með því að vinna við innflutn-
ing og heildsölu um nokkurra ára
skeið. Hann tók að sér fram-
kvæmdastjórastöðu hjá Sandfelli
á ísafirði, gamalgróinni heild-
verslun þar í bæ, og var síðan
framkvæmdastjóri hjá Kristjáni
Ó. Skagfjörð 1970-78, sem voru
bæði viðburðarík og skemmtileg
ár og starfsmannafjöldinn 60-70
manns.
Á Skagfjörðs-árum, öllu heldur
í kjölfar Vestmannaeyjagoss 1973,
setti hann á fót flugfélagið BR
________ Útsýnisflug, sem hann
rak að mestu í rassvas-
anum, eins og hann orð-
ar það, til að virkja túr-
istana og var með fjölda
leiguvéla í rekstri um
sumarið. Bragi átti eina
vél sjálfur, enda með
átvinnuflugmannsrétt-
indi. „Ég var með leigu-
flug út um allar trissur
og ég ímynda mér að þetta hafi
verið upphafið að flugrekstri
Sverris Þóroddssonar, sem tók upp
þráðinn þegar ég hætti.“
Árið 1978 tók Bragi til við eig-
in rekstur ásamt eiginkonu sinni
Jónínu Gissurardóttur. Fyrirtækið
kölluðu þau Handíð, sem var til
húsa á Laugavegi 26, í núverandi
húsnæði Menningarstofnunar
Bandaríkjanna. „Við vorum með
innflutning, heildsölu, smásölu og
kennslustarfsemi á tómstundavöru
alls konar, fyrir karla, konur og
börn. Þetta var ekki síður
skemmtilegt og gekk vel.“ í árs-
byijun 1981 ákvað fjölskyldan að
söðla um svo um munaði, eftir að
Bragi hafði rekið augun í auglýs-
ingu í Mogganum um þróunarstörf
í Afríku á vegum Þróunarsam-
vinnustofnunar Dana, Danida,
sem margir íslendingar hafa unnið
fyrir.
„Ég sótti um, en átti auðvitað
aldrei von á því að fá starf þarna,
en þegar okkur bauðst að fara til
Tansaníu, ákváðum við að láta
reyna á það hvort við gætum selt
fyrirtækið. Settum á það ágætis
verðmiða og í ljós kom að við seld-
um það á verði, sem við gátum
sætt okkur við, enda gekk fyrir-
tækið mjög vel,“ segir Bragi og
ekki er laust við að það örli á eilít-
illi eftirsjá í augnaráðinu sem á
eftir kemur, enda viðurkennir
Bragi að sá rekstur, sem hann
hafi staðið að sjálfur, standi upp
úr á ferlinum hvað varði skemmti-
legheit og reyndar blundi einka-
framtakið ennþá í honum.
Erfitt og skemmtilegt
Hann segir Tansaníuárin,
1981-83, hafa verið skemmtileg,
en erfið á vissan hátt og loftslagið
þreytandi til lengdar. „Við fórum
út með börnin okkar tvö, Finn
Tjörva og Bryndísi Ástu, sem þá
voru tveggja og þriggja ára.
Bjuggum fyrra árið í fjallabænum
Mbeya í 1.800 metra hæð yfir sjáv-
armáli, þar sem loftslag var mjög
ákjósanlegt, en það síðara niður
við Indlandshaf í bæ, sem heitir
Tanga. Þar var feikilegur hiti, 35
stig að jafnaði og rakt allan sólar-
hringinn, lítil loftkæling í híbýlum
og pestir og flugnabit daglegt
brauð, þó ekkert alvarlegt hafi svo
sem hent okkur.
Ég hafði því starfi að gegna að
vera ráðgjafí og átti að hjálpa
heimamönnum við að koma á fót
atvinnustarfsemi með samvinnu-
sniði. Þetta var mjög frumstætt
allt saman. Ungir menn, sem
höfðu einhveija barnaskólamennt-
un og þóttu efnilegir, voru gjarnan
__________ teknir og þjálfaðir upp
til að reka tiltekna
starfsemi; þreski-
myllu, vörubíl eða
þorpsverslun, sem var
mjög vinsælt viðfangs-
efni. Oft lauk þessum
verkefnum með því að
einhver stal öllum pen-
ingunum og hvarf. Sér
Það er auð-
vitað dálítið
frumstætt að
vinna við
svona að-
stæður
í lagi kom þetta illa við þá banka-
starfsemi, sem verið var að reyna
að koma á fót, fá þorpsbúa til að
spara og leggja inn. Það er auðvit-
að erfltt að fá fólk til að trúa á
þróun þegar .svona „óhöpp“ eiga
sér stað án þess að nokkur fái
rönd við reist. Það verður aðeins
til þess að drepa niður allan vilja
til að gera nokkuð."
Uppbygging í Rotterdam
Farangur Braga og fjölskyldu
var vart kominn til landsins frá
Tansaníu árið 1983 þegar honum
bauðst á ný starf í útlöndum og
þá kynntist hann fyrst skipa-
rekstri. Hann minnist þess að
hafa verið kallaður í símann þar
sem hann var staddur í flugturn-
inum á Akureyri að ganga frá
flugáætlun, enda vann hann þetta
sumar í leiguflugi. Á hinum end-
anum var Björgúlfur Guðmunds-
son, forstjóri Hafskips, og honum
lá mikið á. „Spurði hvort ég gæti
hitt sig í hvelli, því hann ætlaði
að bjóða mér starf við að setja
upp skrifstofu Hafskips í Rotterd-
am.“
Því boði tók Bragi, hélt utan á
ný með fjölskylduna og stjórnaði
svæðisskrifstofu Hafskips í Hol-
landi allt til endaloka fyrirtækisins
og var síðan ráðinn til að stýra
svæðisskrifstofu samkeppnisaðil-
ans, Eimskips, í sömu borg árið
1986. „Hafskipsmenn voru með
ýmsar samsæriskenningar um að
fjölmiðlar og vondir keppinautar
hefðu stuðlað að falli þess. Ég hef
hinsvegar aldrei trúað á þá kenn-
ingu,“ segir Bragi aðspurður um
skýringar hans á gjaldþroti skip-
afélagsins. „Að mínu mati réðu
menn stjórnunarlega séð ekki við
þann öra vöxt, sem varð í félag-
inu. Hafskip óx með öðrum orðum
of hratt.“
Fjölskyldan ákvað að flytja
heim árið 1988 svo að börnin, sem
þá voru orðin 10 og 11 ára, fengju
loks að kynnast heimalandinu og
íslenska skólakerfinu. Sömuleiðis
fannst eiginkonunni komin tími til
að gera eitthvað að viti fyrir sig.
Hún dreif sig í Háskólann eftir
heimkomuna og lauk BA-prófi í
félagsfræði árið 1993. Bragi tók
við framkvæmdastjórn Hafnar-
bakka hf., sem Eimskip stofnaði
1988 til að annast innflutning og
dreifingu á salti, auk þess sem
hann hefur tekið virkan þátt í
uppbyggingu innlendra fiskmark-
aða.
Hringurinn á hjóli
Hreyfiþörf Braga er hinsvegar
ekki aðeins bundin við starfið. Hún
á sér ekki síður rót í þeim tóm-
stundum, sem hann velur sér.
Þeirri þörf er fullnægt með hlaup-
um, sundi og síðast en ekki síst
hjólreiðum, en hjólið segist hann
hafa uppgötvað á Hollandsárun-
um. Síðan hefur Bragi vart getað
látið ósnertan vegarspotta á ís-
landi og á það ekki síst við um
hálendisvegina, sem hann hefur
mikla unun af að ferðast um einn
síns liðs með útilegugræjurnar á
hjóli úti í guðs grænni náttúrunni.
Þessi ferðamáti er fremur ólíkur
íslendingum, enda segist Bragi
gjarnan vera ávarpaður á ensku
af samlöndum sínum þar sem hann
hafí viðcftöl á hjólaferðalögunum
eins og hver annar snaróður út-
lendingur.
Bragi tók jafnframt upp á því
fyrir fimm árum, skömmu fyrir
fimmtugt, að hjóla hringinn í
kringum landið. „Ég var svo sem
ekkert að flýta mér, heilsaði upp
á vini og kunningja á leiðinni og
tjaldaði litla tjaldinu mínu um
nætur þar sem ég sef éins og
engill. Ætli ég hafi ekki verið
eina ellefu daga á leiðinni, með
stífa norðaustanátt í fanginu alla
leiðina til Blönduóss, en skaplegra
veður eftir það. Þetta var stór-
skemmtilegt ævintýri.“ Hann seg-
ir að í Riga sé aðstaða til hjól-
reiða ekki góð. Aftur á móti hafi
hann fundið sér ágætis. líkams-
ræktarstöð ytra þar sem hann
lyfti lóðum og stundi þolæfingar
af kappi á meðan hann komist
ekki á íslenska hálendið. Þannig
sé líkamlegri hreyfiþörf svalað að
sinni.
Sýningargluggi til leigu við Laugaveg.
Upplýsingar I síma 553 7680 kl. 10 —12.
Ék IIII
MIPII
ABB ráðstefna á íslandi:
Uppbygging raforkukerfa
Þriðjudaginn 7. maí 1996 í Háskólabíói sal 4
Dagskrá:
14:00 ABB og alþjóðleg orkumál
Per Hedvall
aðst.forstj. ABB í Svíþjóð
14:30 Nútíma raforkukerfi (Panorama)
Bertil Lundqvist & Jarmo Pöhö
svœðisstjórar hjá ABB Network Partner
15:20 Hlé
15:35 Alútboðsverkefni
Bengtáke Carlsson
markaðsstjóri hjá ABB Substations
16:10 Fjármögnun stórra verkefna
Carl Engelberth
forstjóri ABB Project & Trade Finance
16:50 Pallborðsumræður
18:00 Léttar veitingar
Erindin verða flutt á ensku.
Þátttökugjald er kr. 7.000,-
Innifalið: ráðstefnugögn, kaffi og lcttar
veitingar. Vinsamlegast tilkynnið
þátttöku fyrir 1. maí í síma 568 4000.
ABB er alþjóðleg fyrirtcekfasamsteypa
með 2.300 milljarða krótia ársveltu
og 210.000 starfsmenn. Viðskiptavinir
ABB er aðilar í raforkuframleiðslu,
raforkuflutning og dreifingu, bitaveitum,
iðtiaði og almenningssamgöngum.
Umsjón með ráðstefnunni hefurfohan
Rönning hf aðalumboðsaðili ABB á íslandi.
JOHAN
RÖNNING HF