Morgunblaðið - 28.04.1996, Side 42

Morgunblaðið - 28.04.1996, Side 42
42 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ vorum að fá í einkasölu þetta vel staðsetta hús þar sem SKANIA umboðið var. Húsið er rúmlega 400 fm að grunnfleti á þremur haeðum. Húsið skiptist þannig: A jarðhæð hÓLl F ASTEIGIM ASALA 511-1600 Fax 5622330 stór sýningasalur með innkeyrslu- dyrum ásamt skrifstofuaðstöðu. Önnur hæðin er innréttuð sem skrifstofuhúsnæði en kjallarinn er svo að segja einn opinn geimur með innkeyrsludyrum. Húsið get- ur hentað t.d. bílaleigu, bílasölu, sem gistiheimili og undir margs- konar verslunar- og þjónustu- starfsemi sem gerir kröfur til góðrar staðsetningar og nægra bílastæða. Mikið áhv. Leiga kem- ur einnig til greina. Opið í dag kl. 14-17 Langabrekka 13 - efri sérh. Til afh. strax 106 fm sérh. á góðum stað í Kóp. auk 32 fm bílsk. Allt sér. Hús Steniklætt að utan. Áhv. 2,5 millj. byggsj. Verð aðeins 8.950 þús. Skipti skoðuð á ódýrari. Flyðrugrandi - 3ja - sérinngangur Falleg 80,5 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð (gengið beint inn). Sérinng. 20 fm suðursv. Verð 7,6 millj. Sameign og hús í toppstandi. 1962. ★Opin húsídag ★ Grundartangi 12 - Mos. Fallegt 3ja herb. eftirsótt endaraðh. (suðvesturendi) með fallegum sérgarði. Parket á gólfum. Verð 7,8 millj. Gunnhildur tekur á móti fólki í dag milli kl. 14 og 17. Allir velkomnir. Bergstaðastræti 8 - í sérflokki Til sýnis í dag kl. 15-17, ein glæsilegasta risíb. borgar- innar, 108 fm, efsta hæð í húsi byggðu 1990. 25 fm innb. bílsk. fylgir. Áhv. byggsj. rík. ca 5,3 millj. (greiðslubyrði 23 þús. pr mán.). Glæsilegar sérinnfl. innr. Massfft Merbau-parket. Suðursvalir. Verð 11,8 millj. 1849. Leitið upplýsinga. Opið í dag kl. 12-14. Valhöll, fasteignasala, simi 588-4477. Opið hús f rá kl. 14 til 17 í dag, sunnudag, Fannafold 166, Rvík Fallegt parhús 112 fm á tveimur hæðum ásamt 25 fm bíl- skúr. Fallegur staður. Gott útsýni. Áhv. byggsj. 3.650 þús. til 40 ára. (Greiðslubyrði 18 þús. á mán.). Verð 10,5 milij. Hrísateigur 21, Rvík Falleg 3ja herb. efri hæð í þríbhúsi með sérinngangi vestan- megin og sérhita. Nýlegar fallegar innréttingar. Parket. Nýtt rafmagn. Áhv. húsbr. 3,5 millj. Verð 6,2 millj. Skeifan, fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556. I DAG SKÁK llmsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp í jand- skeppni íslands og ísrael í Reykjavík í vikunni. Karl Þorsteins (2.500) var með hvítt, en ísraelski stórmeistarinn Alon Gre- enfeld (2.560) var með svart og átti leik. Hvítur lék síðast 20. Hdl-d3? 20. - Rxe4! 21. fxe4 - Dal+ 22. Kc2 — cxb2 23. Hb3 - Hxc7+ 24. Kd3 - Hc3+! og hvitur gafst upp því svartur vek- ur upp nýja drottningu. ísraelsmenn komust . tveimur vinningum yfir í fyrri umferðinni, en engu að síður tókst Islendingum að jafna. Síðan vann ísland nokk- uð öruggan sigur í seinni umferð- inni, 3—2 og þar með landskeppn- ina 5 ‘/2—4 'h. Samkvæmt stig- um hefði útkoman átt að vera þver- öfug, því gestirnir voru stigahærri á öllum borðum. Eftir þessa ágætu út- komu gætir meiri bjart- sýni varðandi næsta stór- verkefni íslenska lands- liðsins, sem er Ólympíu- skákmótið í Armeníu í haust. SVARTUR leikur og vinnur Pennavinir SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á bréfaskriftum og tónlist en hún leikur á píanó: Takako Yonezawa, 3 Minami Ogiyama, Furano-shi, Hokkaidou, 076 Japan. ÞÝSKUR frímerkjasafn- ari vill komast í samband við íslenska safnara með skipti í huga: Helmuth Rosteck, Hallstadter Weg 16, D-90425 Nurnberg, Germany. TUTTUGU og eins árs fínnsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum: Marika Lehto, Kivelantie 13, 16200 Artjarvi, Finland. TUTTUGU og átta ára japönsk húsmóðir með áhuga á popptónlist, kvikmyndum og bréfa- skriftum: Mayumi Matsumoto, 101, 227-5, Ootake. Ka waguchi-shi, Saitama-ken, 334 Japan. SAUTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á tón- list, bókmenntum og tungumálum en hún nemur nú ensku og frönsku og hyggst bæta spænsku, þýsku og tákn- máli við síðar: Sofia Edgar, Vattlösa Skogsbo, 53391 Götene, Sweden. ÞRÍTUGUR Dani sem getur skrifað á íslensku með menningu og útivist sem áhugamál: Hans Nielsen, Birkeskoven 46, 2600 Glostrup, Danmark. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Gucci-úr tapaðist GUCCI-ÚR með græn- um og brúnum . hring utan um skífuna og gullarmbandi tapaðist líklega við Miðvang í Hafnarfirði eða Garða- kaup í Garðabæ á sum- ardaginn fyrsta. Finnandi vinsamlega hringi í síma 561-6668. Lyklar töpuðust TVEIR lyklar á kippu fundust fyrir utan Ing- ólfsstræti 3-5 sl. þriðju- dag kl. 17.30. Upplýs- ingar í síma 561-7710 á milli kl. 9 og 17. Með morgunkaffinu ÉG skal finna linsuna fyrir þig. ÞETTA er eini fiskur- inn sem við getum haft út af kisulóru. HÉR stendur: „Megir þú ná heilsu sem allra fyrst, því margir bíða eftir sjúkrarúminu þínu.“ Og und- ir þetta skrifar heilbrigðisráðherra. Víkveiji skrifar... FYRSTIMAÍ hefur verið hátíðis- dagur í Evrópu langt aftur í aldir. Tveggjapostulamessa, sem helguð var postulunum Filippusi og Jakobi yngra, sem báðir þoldu písl- ardauða, bar upp á 1. maí til ársins 1955, að því er fram kemur í Sögu daganna. Seint á 9. öld var sums staðar tekið að helga 1. maí heil- agri Valborgu, sem lézt árið 779. Fyrsti maí var ofan í kaupið einn af mörgum vorhátíðardögum í Evr- ópu löngu áður en kristnin hélt inn- reið sína í álfuna. Rómverska gyðj- an Maja var reyndar tákn æsku, vors og blóma. Fyrsti mai varð nokkru fyrir síð- ustu aldamót, eða nánar tiltekið árið 1889, alþjóðlegur baráttu- og hátíðisdagur verkalýðshreyfingar- innar. Fyrsta kröfugangan var farin hér á landi árið 1923, fyrir 73 árum. Hún hófst klukkan hálftvö við Báruhúsið, þar sem nú stendur Ráðhús Reykjavíkur, en gengið var um nokkrar miðbæjargötur að horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Síð- an hefur 1. maí verið, hér sem víð- ast hvar, sérstakur verkalýðsdagur. XXX ER ÞJÓÐIN að eldast? Skoðum þá spurningu lítið eitt. Fyrir tíu árum voru Reykvíking- ar, 70 ára og eldri, átta þúsund taísins. Nú er þessi silfurhærða sveit í höfuðborginni tæplega tíu þúsund. Þróunin á landsvísu er trú- lega svipuð. Á sama tíma og hin aldraða sveit höfuðborgarbúa vex um tvö þúsund fjölgar fólki á aldursbilinu 30 til 49 ára um heil níu þúsund. Annað er uppi á teningnum þegar horft er yngsta hópsins, 0 til 5 ára. Þeir Reykvíkingar, sem til þessa yngsta hóps teljast, eru aðeins um 1.600 einstaklingum fleiri en fyrir tíu árum. Hver er svo niðurstaðan? Jú, mikið rétt, þjóðin er að eld- ast. En ekki fyrst og fremst vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra, eins og löngum hefur verið haldið fram, heldur vegna hlutfallslegrar fækkunar barna og unglinga og mjög mikillar fjöigunar í hópi mið- aldra. Reykvíkingum hefur fjölgað um 16% á tiu árum (1984 til 1994), eða um 14.500 manns, sér Víkveiji í fréttafrásögnum. En langleiðina í tveir þriðju þeirrar fjölgunar bættist við í aldurshópinn 30 til 49 ára. Þar er fjölgunin um 43%! Á hinn bóginn fækkar hlutfalls- lega, það er fjölgar langt undir meðaltali, öllum aldurshópum frá 3ja til 30 ára. Minnst er þó fjölgun- in í aldurshópnum 50 til 69 ára. Hann stendur nánast í stað og fækkar hlutfallslega úr 19% í 16% á þessu tíu ára tímabili. Þetta er allt önnur mynd en fólk almennt hefur af þróun í aldurs- skiptingu þjóðarinnar. xxx SUMARDAGURINN fyrsti, sá fagnaðardagur, er liðinn. Framundan eru vorið og gróandinn. Það var ekki sízt á vaknandi vori sem góðskáld fyrri tíðar léku á ljóð- hörpur. Borgarskáldið Tómas Guð- mundsson hóf ljóð eitt á þessum orðum: Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá bijósti hans...“. Og Jón úr Vör segir: Eg heyri, þegar grasið grær og gleðst með hveijum litlum dreng, sem fmnur vorsins fyrsta blóm, og fagnandi við hlið hans geng. Og er ekki við hæfi að ljúka þess- um vorþönkum Víkveija á tilvitnun í listaskáldið góða, Jónas Hall- grímsson. Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki að hrista, hlýða réttu, góðs að bíða? Fagur er dalur og fyllist skógi og fijálsir menn, þegar aldir renna; Skáldið hnípr og margir í moldu með honum búa, en þessu trúið."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.