Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verkalýðsfélög starfsmanna við Hvalfjarðargöng Sýking í rjómabollum Vilja samning sambærilegan við virkjanasamninginn VERKALÝÐSFÉLÖG starfs- manna sem vinna við gerð Hval- fjarðarganga gera kröfu um að samsvarandi kjör gildi við gerð gangnanna og um hefur samist í svonefndum virkjanasamningum sem gilda við virkjanagerð, en þeir voru endurnýjaðir fyrir skömmu. Aðilar hafa ræðst við óformlega, en frekari viðræður hafa ekki verið tímasettar. Félögin sem um ræðir eru verka- mannafélagið Dagsbrún, Verka- lýðsfélag Akraness, Rafiðnaðar- samband íslands og Samiðn. Guð- Eldsvoði í loðnu- verksmiðju Lóns hf. á Vopnafirði Overulegar skemmdir urðu á verk- smiðjunni Vopnaf ir ði .Morgu nblaðið ELDUR varð laus í þaki loðnu- verksmiðjunnar Lóns hf. á Vopnafirði um tólfleytið í gær. Ekki er vitað fyrir víst um elds- upptök. Það gekk maður undir manns hönd í slökkvistarfinu og vaskleg framganga iðnaðar- manna og starfsmanna verk- smiðjunnar bjargaði miklu áður en slökkvilið kom á staðinn. Sennilegasta skýringin á eldsupptökum, að sögn Friðriks Guðmundssonar, forstjóra Lóns hf., er að eldur hafi orðið laus þegar verið var að vinna með slípirokk upp við þak rétt fyrir hádegi. Miklar endurbætur hafa ver- ið gerðar á verksmiðjunni á síð- ustu mánuðum, m.a. skipt um klæðningu utan á verksmiðj- unni og nýtt þak sett á hana. Tókst að ráða niðurlögum elds- ins á um einni klukkustund og fór betur en á horfðist í fyrstu. Friðrik Guðmundsson taldi skemmdir óverulegar. Eldsvoðinn varð á versta tíma fyrir Lón hf. Bræðslan er að hefjast af fullum krafti og síldarvertíðin að byrja. Fram- leiðslutap hefði getað oðrið verulegt en Vopnfirðingar binda miklar vonir við síldveið- arnar og hafa nýlega fest kaup á síldveiðiskipinu Sunnuberg- inu. mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagði að félögin gerðu kröfu um að sambæri- legir samningar giltu við jarð- gangagerðina og gilda við virkjana- gerð og síðan kæmu álögur ofan á samninginn þegar farið væri inn í göngin. Félögin hefðu kynnt gagn- aðilanum kröfur sínar fyrir um það bil viku og hann hefði átt von á fundi í þessari viku en ekki hefði orðið af þeim fundi. Hann kvaðst óttast að eins og málin stæðu nú gæti slegið í mjög harkalega brýnu þarna á næstunni. FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að ekki megi útiloka auðlindaskatt einungis vegna þess að verið sé að skatt- leggja nýtingu auðlinda. Þá megi ekki aðeins líta á slíkan skatt sem tæki til sveiflujöfnunar, þó svo að vel mætti hugsa sér að hægt yrði að nota hann til þess að draga úr sveiflum í efnahagslífinu og jafna samkeppnisstöðu milli atvinnu- greina. Finnur segir hinS vegar að enn sem komið er sé hér einungis um hans eigin skoðar.ir að ræða og upptaka slíkrar skattheimtu sé ekki uppi á borðinu hjá ríkisstjóminni. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær, lýsti viðskiptaráðherra því yfir á ársfundi Iðnlánasjóðs í fyrradag, að hann útilokaði ekki að hér yrði lagður á auðlindaskattur. Hann sagði það hins vegar vera lykilatriði i þessu efni að slíkur skattur verði lagður á allar atvinnu- Páll Sigutjónsson, forstjóri ís- taks, sagði að engar formlegar við- ræður hefðu átt sér stað í þessum efnum, þó að menn hefðu hist. Fyr- irtækið væri í Vinnuveitendasam- bandinu og samningar væru í gildi á þessu svæði til áramóta. Þetta hefði ekkert með virkjanasamninga að gera. Þeir væru gerðir vegna virkjana Landsvirkjunar upp á há- lendinu þar sem væru fjölmennir vinnustaðir. Þetta væri á Reykja- víkursvæðinu. Þar væru samningar í gildi og honum væri ekki kunnugt um að nein vandamál væru uppi greinar sem nýti sameiginlegar auð- lindir þjóðarinnar og ítrekaði hann þá afstöðu sína er Morgunblaðið innti hann nánar eftir þessum hug- myndum í gær. Iðnaðurinn fremur átt að greiða auðlindaskatt á sl. ári „Að einhveiju leyti erum við að leggja auðlindagjald á atvinnuvegi í dag, ef við lítum t.d. á vikurinn, þá er greitt námagjald af honum,“ segir Finnur. „Þessar hugmyndir mínar snúast fyrst og fremst um þá spurningu í hvað menn ætli að nýta auðlindagjald eða auðlinda- skatt. Ef menn ætla að nýta hann til þess að jafna samkeppnisstöðu á milli atvinnuveganna hefði iðnaður- inn í landinu sennilega frekar átt að greiða slíkan skatt en sjávarút- vegurinn, ef við horfum á árið 1995, þar sem afkoman í iðnaðinum var milli fyrirtækisins og starfsmanna þess á vinnustaðnum. Einn óformlegur fundur Sigurður Bessason, varaformað- ur Dagsbrúnar, sagði að einn óformlegur fundur hefði átt sér stað við Fossvirki um kjör við ganga- gerðina. Á fundinum hefði verið farið almennt yfir stöðu málsins og fyrirtækið útskýrt sína hlið. Frekari fundir væru fyrirhugaðir því það þyrfti að fást niðurstaða í þessum efnum, en þeir hefðu ekki verið tímasettir. að mörgu leyti betri en í sjávarút- veginum. Ég segi að það geti að mörgu leyti verið skynsamlegt að leggja á auðlindaskatt, en hann verður að leggjast á allar atvinnugreinar. Það á ekki að leggja hann sérstaklega á sjávarútveginn því höfuðverkefni sjávarútvegsins í dag er að byggja upp fiskistofnana og greiða niður skuldir sínar.“ Finnur segir að ef menn fari þá leið að leggja auðlindagjald á at- vinnuvegina, þá verði aðrir skattar að lækka á móti. „Auðlindaskattur er kannski sem slíkur að mörgu leyti mjög hentugur og traustur gjald- stofn. Svo er líka hægt að nota hann til þess að jafna samkeppnis- aðstöðu milli atvinnuveganna eftir því hvernig gengið er á hverjum tíma, ef menn vilja það. Þá er hægt að hugsa sér að auð- lindagjaldið yrði mismunandi frá Salmonella meðvirkandi orsök við tvö dauðsföli ALDRAÐUR sjúklingur á Landspít- alanum lést fyrir skömmu og var salmonellusýking talin meðvirkandi orsök að dauða hans. Áður hafði annar aldraður sjúklingur með salm- onellusýkingu látist. Þriðji sjúkling- urinn er enn alvarlega veikur. Karl G. Kristinsson, læknir og for- maður sýkingavarnanefndar Land- spítalans, sagði að fyrir rúmri viku hefði verið farið yfír spurningalista með svörum þeirra sem sýktust. Þar hefði komið fram, að 11 töldu sig ekki hafa náð sér að fullu eftir salm- onellusýkinguna, sem rakin var til ijómabolla á spítalanum í febrúar. Umkvörtunarefni hinna 11 eru magaverkir, linar hægðir, lystar- leysi, kviðverkir og þrekleysi. Að auki voru þrír enn frá vinnu, þar sem salmonella greindist enn í saur þeirra og þeir störfuðu við matvælaiðnað. ----------»■■■» «- TF-SIF sótti sjómann í spænskan togara TF-LÍF varð frá að hverfa MINNI þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti sjúkan sjómann, sem var með drep í fæti, um borð í spænskan togara um 100 sjómílur vestsuðvestur af Reykjavík kl. 5 í gæmorgun og var maðurinn fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Áður hafði stærri þyrlan, TF-LÍF, reynt að sækja manninn en orðið frá að hverfa vegna veðurs og myrkurs. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar barst í fyrrakvöld beiðni frá björgunarmiðstöð í Madrid á Spáni þar sem óskað var eftir að alvarlega sjúkur maður yrði sóttur sem fyrst með þyrlu um borð í spænska togarann Esperanza Menduina svo takast mætti að bjarga fæti hans, en drep var komið í fót- inn. Togarinn var þá staddur um 150 sjómílur suðvestur frá Reykjavík á leið af úthafskarfamiðunum suðvest- ur af Reykjanesi til Reykjavíkur með sjúklinginn. einni atvinnugrein til annarrar, eftir því hvernig aðstæður væru á hveij- um tíma, bæði markaðsaðstæður erlendis, gengisskráning og þar fram eftir götunum. Þannig væri einnig hægt að nota skattinn til sveiflujöfnunar og að jafna sam- keppnisaðstæður. Aðalatriðið er hins vegar að hann ætti að leggjast á allar atvinnugreinar sem eru að nýta auðlindirnar." finnur segir að mögulegt væri t.d. að lækka tryggingagjaldið í samræmi við þann tekjuauka sem auðlindaskatturinn myndi færa ríkissjóði. Mestu máli skipti að slík- ur skattur yrði ekki til þess að leggja auknar álögur á atvinnulífið. Nauð- synlegt se að stuðla að því að at- vinnulífið græði og byggi upp eigið fé sitt til þess að það geti ráðist í auknar fjárfestingar í atvinnulífinu og þannig stuðlað að auknum hag- vexti og sköpun fleiri starfa. Morgunblaðið/Pétur H. Issleifssson Iðnaðar- og viðskiptaráðherra útilokar ekki upptöku auðlindagjalds Auðlíndaskattur ekkí á dagskrá ríkisstjómar j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.