Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN LÁRA RAGNARSDÓTTIR + Kristin Lára Ragnarsdóttir fæddist í Reykja- vík 8. maí 1952. Hún lést í Reykja- vík 1. maí síðastlið- inn. Foreldrar Kristínar voru Guðrún Guðjóns- dóttir húsmóðir, f. 15.8. 1927, og Ragnar Bjarnason trésmiður, f. 28.10. 1909, d. 5.12. 1977, og síðar stjúpfaðir hennar, Sigurður Ólafsson, f. 6.3. 1913. Kristín var ein fimm systkina, sem eru Áslaug Harðardóttir bóndi, f. 30.10. 1946, hún á tvö börn, Hörð Óla og Guðmundu Helgu; Guð- jón Þór Ragnarsson tækni- fræðingur, f. 21.3. 1951, og á hann einn son, Elvar Daða; Bjarni Ragnarsson, f. 19.10. 1954, d. 12.12. 1954; og Guð- rún Björg Ragnarsdóttir, gift Lárusi Kristni Ragnarssyni og . eiga þau þrjú börn, Hörpu Sjöfn, Ragnar Kristin og Sig- rúnu Kristínu. Eiginmaður Kristínar er Hörður Harðarson, þau eiga eina dóttur sem heitir Guðrún Harðardóttir, f. 4.12. 1985, en Hörður á fyrir einn son, Oddgeir Harð- arson, f. 30.10. 1974. Kristín lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla í Reykjavík. Þá stundaði hún nám i Myndlistaskóla Reykjavíkur og lauk tækniteikn- aranámi 1971. Hún starfaði um hríð í Pennanum, í Borgarspítalnum og hjá Hús- næðisstofnun ríkisins. Haustið 1975 fór Kristín til náms í Danmörku og lauk námi í innanhússarkitektúr árið 1979. Jafnframt starfaði Kristín á Teiknistofu Jörgens í Kaupmannahöfn. Kristín hóf sjálfstæða starfsemi í innan- hússarkitektúr á Islandi haustið 1982, þar til hún tók að sér starf skólaritara í Ár- túnsskóla. Útför Kristínar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún Kristín er dáin. Hrifin burt í blóma lífsins aðeins 43 ára. Það er erfitt til þess að hugsa að við sjáum hana ekki aftur. Hún var hluti af lífi okkar, kær hluti. Börn- um okkur var hún einstaklega góð og var hún þeirra uppáhalds frænka. Að halda fjölskyldunni saman var Kristínu hugleikið og var hún höfðingi heim að sækja. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd og gerði það af miklum myndar- skap. Kristín var glæsileg kona, viljasterk, ákveðin, og kom það fram í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Guðrún dóttir hennar var hennar augnayndi og voru þær mjög samrýndar. Erfitt er að skilja lífsins gang. Elsku Kristín, við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér fyrir samfylgdina, þann kærleika sem þú hefur fyllt Iíf okkar. Við biðjum t Elskulegur faðir minn og tengdafaðir, GUÐNI GRÍMSSON fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður, Herjólfsgötu 14, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 9. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Guðnason, Lilja Ársælsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR PÉTURSSON frá Rannveigarstöðum, síðast til heimilis íGrænumörk3, Selfossi, verður jarðsunginn frá Djúpavogskirkju laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Oddný Gísladóttir, Ragnhildur Garðarsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Vilborg Á. Garðarsdóttir, Stefán Arnórsson, Helgi Garðarsson, Björn Garðarsson, Sigfríður Eiríksdóttir, EvaGarðarsdóttir, Ragnar Þorgilsson, Guðný G. Garðarsdóttir, Sævar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, JÓNA SIGURBORG JÓNSDÓTTIR frá Sauðanesi, síðast til heimilis á Hásteinsvegi 31, Vestmannaeyjum, andaðist 2. maí sl. Jarðarför hennar fer fram frá Landa- kirkju á morgun, laugardaginn 11. maí, kl. 14.00. Sveinn Jónsson og aðrir vandamenn. algóðan guð að vaka yfir þér. Elsku Hörður, Guðrún og Odd- geir, við biðjum guð að styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Kveðja frá Björgu, Lárusi og börnum. Mann brestur orð þegar maður heyrir svo váleg tíðindi sem þau að hún Kristín Lára sé látin. Það fljúga um hugann minningar frá liðnum stundum þegar við hittumst öll, þriggja hjóna hópur, til að bralla eitthvað saman í ferðalögum innan- lands sem utan, matarveislum eða öðrum samfundum. Kristínu kynnt- umst við þegar hún og Hörður rugluðu saman reitum, og féll hún strax inn í hópinn. Alltaf var gott að koma til Harðar og Kristínar í Fiskakvísl, þau tóku svo myndar- lega á móti gestum og voru gestris- in með afbrigðum. Kristín Lára var afar myndarleg húsmóðir. Hún gat alltaf galdrað fram veislu á engum tíma, og fáir kunnu betur að njóta líðandi stundar. Þau hjón eignuðust lítinn sólargeisla, hana Guðrúnu, fyrir tæpum ellefu árum, og einnig bjó hjá þeim sonur Harðar, hann Oddgeir. Þessi litla fjölskylda hafði öll mikinn áhuga á allri útiveru. Oft fórum við saman í ýmiskon- ar ferðalög og öll vorum við sam- mála um að njóta góðrar samveru hvers annars og barnanna sem yfirleitt voru með okkur. Hvern skyldi hafa órað fyrir því er við eyddum saman síðustu áramótum í Uthlíð og óskuðum hvert öðru gleðilegs árs, að hún hyrfi svo fljótt frá okkur. Nú er stórt skarð höggvið í þennan hóp sem ávallt hefur haft það svo gott saman. Fjölskyldan hefur staðið í stórræðum síðastlið- ið ár í framkvæmdum í húsinu við Tjarnargötu og farið var að sjá fyrir endann á þeim, en nú átti að njóta fyrstu næturinnar í fram- tíðarhúsnæðinu eftir allt amstrið sem svona raski fylgir, en það endar í slíkri sorg. Alltaf veltir maður fyrir sér hvað veldur því að ungt fólk í blóma lífsins er kallað yfir móðuna miklu frá svo mörgu óloknu verki, frá börnum og ástvinum, aldrei getur maður sætt sig við þetta mikla kall, sem enginn ræður við að flýja. Elsku Hörður, Oddgeir, Guðrún og aðrir aðstandendur, megi Guð styrkja ykkur í söknuði ykkar, og munið að við erum vinir sem ávallt erum tilbúin að hjálpa og styðja ykkur í söknuði ykkar, eftir því sem geta okkar leyfir. Agnar, Björg, Gylfi, Olga og börn. í sumarrepi má heyra hljóð úr skærum sem klippa rósir. (Síkí Masaóka) Þögnin var rofin af sorgarfrétt. Hún Kristín Lára var dáin. Spurningar vöknuðu en svörin létu á sér standa. Minningar og margbreytilegar stundir raða sér saman í hnapp og fá annað vægi. Veruleikinn fer sínu fram. Kristín var sterk og ákveðin og gat geisl- að af lífsorku. Hún veiktist þegar hún bjó í Kaupmannahöfn og fylgdi því mikill lífsþroski. Var erfitt að snúa sér að nýjum degi með minni lífsþrótti en áður. Kristín leyfði sér ekki að bugast og tókst með viljafestu að sigrast á daglegu lífi. Heimili hennar var sköpunarverk, líkast ævintýra- borg, þar sem henni tókst á útsjón- arsaman hátt að láta fábrotna hluti skapa fallega heild. Ef til vill er líf hvers og eins það listaverk sem mest um mun- ar. Það mikilvægasta sem hún skildi eftir sig var þó Guðrún dótt- ir hennar. Samhent tókust foreldr- arnir á við uppeldið af stakri natni og umhyggju. Kristín sýndi þar þá víðsýni og lífsspeki sem hún hafði tamið sér í lífinu. Með henni blundaði ávallt friðsælt umhverfi sveitarinnar. Ég vona að henni hafi tekist að fínna einhveija frið- sæld núna og virkja sköpunar- kraftinn á nýjan hátt í þeim loftsöl- um sem nú umlykja hana. Við hin sem þekktum Kristínu og gátum ekki kvatt hana í þetta sinn kink- um kolli til mánans og biðjum stjörnurnar að baða hana í, ljós- geislum sínum og færa henni öll okkar ósögðu orð. Síðan höldum við inn í vorið og göngum til móts við sólskinið. Kveðja, Margrét Z. Hún Kristín Lára er allt í einu dáin. Það er undarlegt til þess að hugsa því aðeins fyrir nokkrum dögum var hún glöð og kát - önn- um kafin við að búa til nýtt heim- ili í Tjarnargötunni með Guðrúnu dóttur sinni, Herði manni sínum og Oddgeiri syni hans. Það var fagur vordagur og hún var að mála veggi, bóna flísar, teikna innréttingar og velja rafmagns- tengla - allt af sömu kostgæfninni og smekkvísinni. Hún ætlaði að gera þessa íbúð enn betri en hina t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR HAFSTEINN EGILSSON garðyrkjubóndi, Hveragerði, lést þriðjudaginn 7. maí. Útför hans verður gerð frá Hveragerðis- kirkju miðvikudaginn 15. maíkl. 14.00. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Jón Hallgrímsson, Herdís Jónsdóttir, Egill Hallgrímsson, Ólafi'a Sigurjónsdóttir, Páll Hallgrfmsson, afa- og langafabörn. Lokað í dag á milli kl. 13 og 15 vegna jarðarfarar ÞÓRUNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR BENJAMÍNSSON. Augað, Kringlunni. fyrri og öll hlökkuðu þau til að búa þar saman. Við hin uggðum ekki að okkur en kannski hafði Kristín Lára önn- ur hugboð, hún skynjaði eflaust betur en við hve bilið milli lífs og dauða er örstutt og hver lífsstund dýrmæt þótt hún talaði aldrei um það. En hún sýndi það í verki. Hún sýndi okkur það þegar hún bauð okkur heim til sín í fallegri og bragðbetri mat en nokkur ann- ar gerði; í því hve vel hún hugsaði um fjölskyldu sína og umhverfi sitt, hestana sína og blómin. Hún sýndi okkur það í öllum sínum verkum, stórum og smáum, sem hún vann svo listilega. En ekki síst einstakri umhyggju fyrir Guð- rúnu dóttur sinni. Og þótt Kristín Lára sé ekki lengur samferða lifir áfram dýr- mæt minning um einstaka mág- og svilkonu og góða og skemmti- lega „frænku“ - með glettni í aug- um og svolítið skakkt bros. Sigurður Harðarson, Þórunn S. Þorgrímsdóttir, Ingibjörg Jara Sigurðardóttir. Kveðja frá starfsfólki og nem- endum Ártúnsskóla Þegar sorgin knýr óvænt dyra verður veruleikinn ijarrænn og eins og mistri hulinn. Harmþrungin andartök líða hjá eins og heil ei- lífð. Vantrú og vanmáttur takast á við kaldar staðreyndir lífsins. Oft reynist erfitt að sætta sig við þær en hljóð og einlæg bæn til þess er öllu ræður mildar hug og hjarta. Hún Kristín Lára er horfin úr okkar hópi. Með óvæntum og svip- legum hætti var hún hrifin frá öllu því sem hún unni og frá öllum þeim er henni unnu. í blóma lífs- ins kvaddi þessi glaðbeitta og góða kona og hélt á vit æðri heima og máttarvalda. Æðrulaus hafði hún tekist á við ýmsa erfiðleika hvers- dagsins með fyllstu trú á mildi morgundagsins. Hún hafði líka fyrir svo margt að lifa, enginn skynjaði það betur en hún sjálf. Kristín Lára starfaði síðustu ár í Ártúnsskóla. Allt hennar starf, hvort heldur var í þágu nemenda eða starfsfólks, bar merki alúðar, vandvirkni og velvilja. Hún sinnti hveiju verki af einstökum dugnaði og trúmennsku. Samvinna hennar og starfsfólks skólans var með miklum ágætum enda einkenndi hjálpsemi og góður vilji allt hennar viðmót. Þá var hún hrókur alls fagnaðar á gleðinnar stundum. Hennar er nú sárt saknað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Starfsfólk og nemendur Ártúns- skóla votta Herði, Oddgeiri og Guðrúnu, augasteininum hennar mömmu sinnar, sína dýpstu sam- úð. Þeirra er söknuðurinn sárast- ur. Megi algóður Guð gefa þeim styrk í erfiðri raun. Minningin um Kristínu Láru er öllum einkar hugljúf. Hún var samferðarmaður sem efldi trúna á hið góða og göfuga í lífinu. Algóð- ur Guð blessi minningu hennar. Elsku Stína okkar. Okkur lang- ar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman. Und- anfarna daga hafa minningarnar hrannast upp, minningar frá þeim árum þegar þú bjóst í Eikjuvogi. Fyrir 25 árum var upphaf okkar vinskapar að fjórir ungir sveinar fengu sér bíltúr austur fyrir fjall og óku fram á tvær blómarósir sem voru þú og Hildur vinkona þín á leið í sumarbústað í Þrasta- skógi. Buðuð þið sveinunum í kaffi og upphófst þar vinskapur sem staðið hefur ætíð síðan. Var þetta sú fyrsta af ótal ferðum í bústað- inn. Eftir þessi fyrstu kynni varst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.