Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Dverga- læti og blíð dýr SÝNING á myndverkum eftir Tryggva Gunnar Hansen verð- ur opnuð á veitingahúsinu Samuraj laugardaginn 11. maí kl. 15. A_f því tilefni munu Ástríður Óma og Seiðbandið flytja Ijóð og fremja hljóð- skúlptúra. Á Samuraj eru 17 myndir flestar litlar og smágerðar. „Myndirnar sýna hug og til- finningaheim höfundar, lands- lag, hof, sólvagna, dvergalæti og blíð dýr. Myndirnar eru allar málaðar á endurunnið efni, sumar með olíu eggtempera, sumar með vaxlit og sumar með rauðgló- andi penna. Eitt sérkenni myndanna á sýningunni eru svokallaðar kjöltumyndir, mál- aðar ósjálfrátt í kjöltu á meðan horft var á sjónvarp“, segir í kynningu. Sýningin ber yfirskriftina „ósjálfráðar Ý myndir" og verður opin á opnunartíma veitingahússins eitthvað fram á vorið. Vorsýning Listaskólans við Hamarinn HELGINA 11.-12. maí verður haldin vorsýning Listaskólans við Hamarinn í húsnæði skól- ans á Strandgötu 50, efri hæð, Hafnarfirði. Á sýningunni er afrakstur nemenda úr bama- og ungl- ingadeild og námskeiðum fyrir fullorðna þar sem sýningar- gestir geta kynnt sér verkefni af nýstárlegum námskeiðumn í tískuteiknun, skartgripa- hönnun og myndasögugerð auk hinna hefðbundnu nám- skeiða í teiknun og málun. Sýningin er opin frá kl. 14-18 báða dagana. Viðurkenning úr Menningar- sjóði Þjóðleik- hússins SUMARDAGINN fyrsta var úthlutað styrkjum úr Menn- ingarsjóði Þjóðleikhússins. Þrír listamenn hlutu viður- kenningu að þessu sinni, þau Guðrún S. Gísladóttir, leik- kona, Egill Ólafsson, söngvari, leikari og tónskáld, og Þórhall- ur Sigurðsson, leikstjóri. Menningarsjóður Þjóðleik- hússins var stofnaður á vígslu- degi leikhússins á sumardag- inn fyrsta árið 1950 og hafa alls tæplega 60 einstaklingar hlotið viðurkenningu úr sjóðn- um á þeim 46 árum sem liðin eru síðan. Þjóðleikhússtjóri afhenti þremenningunum styrkina á sviði Þjóðleikhússins að lokinni sýningu á Þreki og tárum að kvöldi sumardagsins fyrsta. Seljur með vortónleika KVENNAKÓRINN Seljur efna til sinna árlegu vortón- leika sunnudaginn 12. maí í Seljakirkju kl. 17. Þær hafa boðið til sín Kvöld- vökukómum og munu kórarnir bjóða fjölbreytt lagaval, einnig syngja Svanhildur Svein- björnsdóttir og Jóna Kristín Bjarnadóttir einsöng. Söng- bandið syngur og fleiri. LANDSVIRKJUNARKÓRINN heldur sína árlegu vortónleika í Fella- og Hólakirkju á sunnudag. Þroskandi handverk ’96 Lands- virkjun- arkórinn LANDSVIRKJUNARKÓRINN heldur sína árlegu vortónleika í Fella- og Hólakirkju sunnudag- inn 12. maí kl. 16. Efnisskráin er fjölbreytt og með kórnum koma fram einsöngvararnir Þor- geir J. Andrésson og Þuríður G. Sigurðardóttir, en hún annast jafnframt raddþjálfun kórsins. Undirleikarar eru Kolbrún Sæ- mundsdóttir píanóleikari og Guðni A. Þorsteinsson harmon- ikkuleikari. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Páll Helgason. Landsvirkjunarkórinn er fimm ára um þessar mundir. Hann er að mestu skipaður starfsmönnum Landsvirkjunar ásamt mökum þeirra og venslafólki. Kórinn hefur hljóðritað einn geisladisk. MYNPLIST Gallcrí Úmbra/Gall- erí llornið/Gallcrí G r c i p MÁLVERK Gerður Guðmundsdóttir/Ómar Stefánsson/Vietor Guðmundur Cilia. Gallerí Úmbra: Opið þríðjud. - laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18 til 15. maí. Gallerí Homið: Opið alla kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 15. maí Gallerí Greip: Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 12. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er fjör hjá smáfuglunum þegar vorar og líkt og hjá þeim birtir oft yfir myndlistinni með hækkandi sól. Sem fyrr eru alls staðar í gangi sýningar á smærri stöðunum í borginni og hér verður litið til þriggja sem allar eru bjartir og frísklegir vorboðar, þótt lista- fólkið nálgist viðfangsefni sín vissu- lega með ólíkum hætti. Gerður Guðmundsdóttir Þessi sýning er sannkallaður vor- boði, enda opnuð sumardaginn fýrsta undir yfirskriftinni „Vor í sal“; myndefnið hefur listakonan fundið hjá smáfuglum himinsins, sem tylla sér niður meðal okkar á þessari árstíð og gefa landinu lit og líf eftir drunga vetrarins. Gerður útskrifaðist úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Islands 1991 og má segja að hér fari fyrsta einkasýning hennar. Myndirnar bera sterk merki þessa náms í vönd- uðum vinnubrögðunum; þær eru unnar á bómull sem er gegnlituð, 11.-12. MAÍ 1996 verður opnuð í Perlunni samnorræn sýning á handverki þroskaheftra. Ýfirskrift sýningarinnar er „Þroskandi hand- verk ’96“ og er tilgangur hennar að vekja athygli á handverki þroskaheftra. Áuk þess verður í gangi fjáröflun vegna byggingar nýs handverkshúss fyrir Handverk- stæðið Ásgarð. Sýningin verður opnuð með form- legum hætti í dag kl. 17.00 og verð- ur dagskrá opnunar þessi: Pétur Óskarsson, fulltrúi stjórnar sýning- arinnar, flytur ávarp. Steindór Jóns- son, fulltrúi starfsmanna handverk- stæðanna, flytur ávarp. Kristjana Stefánsdóttir syngur. Fulltrúi er- lendra gesta flytur ávarp. Karlakór- inn Fóstbræður syngur. Páll Péturs- son félagsmálaráðherra, opnar sýn- inguna formlega. Szymon Kuran leikur á fiðlu. Sýningin verður öllum opin 11. og 12. maí kl. 11.00-18.00. Miða- verð er 400 kr. fyrir fullorðna en en síðan eru ímyndirnar unnar í efnið með blandaðri tækni, m.a. margföldu silkiþrykki og yfirmálun. Hver fugl er loks rammaður inn í rómanskan boga með breiðum borða blóma, eggja eða fiska, svo úr verða eins konar helgitöflur þess- ara dýrlinga sumarsins. Það er glaðlegt yfir þessari heild og þrátt fyrir að litaval kunni í fyrstu að virðast framandi fellur það vel að viðfangsefninu þegar á reynir og á mikinn þátt í að skapa því þá mýkt, sem hér kemur svo vel fram. ímyndir fuglanna eru allt að því bamslegar í framsetningu og eru í fullkomnu samræmi við þá gleði sumarsins, sem hér er leidd fram. Gerði hefur tekist vel til í þess- ari sýningu og það er vel þess virði að líta á þetta „Vor í sal.“ Ómar Stefánsson í Horninu við Hafnarstræti hefur Ómar Stefánsson komið fyrir rúm- lega tuttugu myndverkum, þar sem kraftmikil tjáning hans nýtur sín vel í fjölbreyttum viðfangsefnum. Sem fyrr er helst hægt að kenna þessa framsetningu við expression- isma eða súrrealisma, en einnig bregður víða fyrir kúbískum form- um, sem þó virðast öðru fremur vísa til vinnslumöguleika sem tölvu- teikning býður upp á. Ómar varð brautryðjandi á nýjum vettvangi myndlistarinnar hér á landi þegar hann opnaði sýningu á 200 kr. fyrir börn 6-12 ára. íslenskir þátttakendur í sýning- unni eru Skaftholt í Gnúpverja- hreppi, Sólheimar í Grímsnesi, Vinnustofan á Selfossi, Vinnustofur á vegum Styrktarfélags vange- finna, Tjaldanes í Mosfellsbæ auk handverkstæðisins Ásgarðs sem áður er getið og sem jafnframt stendur fyrir sýningunni. Hingað til lands munu auk þess koma um 25 fulltrúar handverkstæða þroska- heftra frá hinum Norðurlöndunum og sýna handverk í öllum möguleg- um útgáfum. Sýningin hefur fengið styrki úr Norræna menningarsjóðnum að upp- hæð 100.000 danskar kr., frá Hafn- arfjarðarbæ, Mosfellsbæ og Kópa- vogsbæ. Einnig styrkja Spron, Byko, Flugleiðir og Trygging hf. sýning- una. Gefin hefur verið út litprentuð sýningarskrá auk veggspjalds hann- að af Jostein Sæter og einnig verður gefið út rit um handverk. Veraldarvefnum 1994 og er sú sýn- ing enn til staðar hafi tölvunotend- ur áhuga á að skoða hana nánar. Viðfangsefni hans eru gjarna hinar stóru spurningar lífsins; titlar eins og „Hið eilífa mannfórnaraltari“ (nr.l), „Bergmál beinanna" (nr. 4), „Stéttaskipting" (nr. 18) og „Brunnur einmanaleikans" (nr. 21) benda ekki til feimni við átök eða ögranir, enda nóg af hvoru tveggja í verkum listamannsins. Ákafinn verður hins vegar á stundum yfir- hlaðinn, einkum þar sem vélmenn- ingin er tekin til bæna með tækjar- usli og róbótum, sem virka á stund- um afkáralegir fremur en ógnandi. Hins vegar er létt kímni yfir sum- um smærri verkanna, þar sem lista- manninum finnst það eiga við. „Frí- ið“ (nr. 15) er gott skot á stöðlun pakkaferðanna og „Margbrotinn persónuleiki" (nr. 9) minnir helst á forföður allra tölvuleikja, pac- manninn sjálfan; loks er staða lista- mannsins oftar en ekki æði skop- leg, eins og sést í nr. 8. Bestu verkin á þessari sýningu bera með sér gott auga fyrir mynd- byggingu og pensilskrift, þegar rétt jafnvægi er á milli þessara þátta. Hér má einkum benda á „Lygi ald- anna“ (nr. 3) og „Boðun“ (nr. 7), sem hefur sterka trúarlega tilvísun sem kemur á óvart í þeirri heild, sem þessi sýning myndar. Eins konar botnlangi á neðri hæð er óþörf framlenging sýningarinn- Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónleikar í Islensku óperunni TÓNMENNTASKÓLI Reykjavíkur er nú að ljúka fertugasta og fjórða starfsári sínu. í skólanum voru um 480 nemendur og kennarar voru 45. Meðal annars störfuðu við skól- ann tvær strengjasveitir og tvær blásarasveitir auk léttsveitar. Úr skólanum útskrifast í vor alls 29 nemendur, þar af taka 12 nem- endur inntökupróf í Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Mikið hefur verið um tónleika- hald í vetur og verða síðstu opin- beru tónleikar skólans haldnir í ís- lensku óperunni laugardaginn 11. maí kl. 14. Þar flytja nemendur fjöl- breytta efnisskrá í einleik og sam- leik. Aðgangur er ókeypis og ölium heimill meðan húsrúm leyfir. Fjölmargir þekktir listamenn munu styrkja sýninguna með því að koma endurgjaldslaust fram. Þar á meðal má nefna Bubba Morthens, Egil Ólafsson, Ladda, Borgardætur, Nota Bene, Kristínu Eysteinsdóttur, Ladda, Hörð Torfason, Eddu Björg- vinsdóttur, Daníel Ágúst Haralds- son, KK, Kol og Radíusbræður, svo einhveijir séu nefndir. Má búast við slíkum uppákomum á ca. 1 klst. fresti laugardag og sunnudag. Reglulegir fyrirlestrar beint og óbeint tengdir sýningunni verða haldnir í fyrirlestrasal Perlunnar meðfram sýningunni. Svæðisskrif- stofa Reykjaness um málefni fatl- aðra stendur svo fyrir pallborðsum- ræðum um atvinnumál fatlaðra kl. 15.00 á sunnudag. Þór Þórarinsson stjórnar umræðunum en aðrir þátt- takendur eru Árni Gunnarsson frá Félagsmálaráðuneytinu, Gerard Lartaud, Helmut Just, Tommy Syd- hagen, Wolfgang Bremer og Þór Ingi Daníelsson. ar; lýsing er hér ónothæf og smæð verkanna verður nær hjáróma í samanburði við það sem er í sýning- arsalnum sjálfum. Fleiri verk — aukið magn — reynist því til óþurft- ar. Sem fyrr er kraftur í verkum Ómars og það verður væntanlega aðalsmerki hans í myndlistinni um ókomna tíð. Victor Guðmundur Cilia Victor Guðmundur sýndi hér síð- ast fyrir tæpum tveimur árum og er enn á sama vettvangi í viðfangs- efnum sínum. Hinn skrautlegi ævin- týraheimur listamannsins er hér í fullum blóma og er helst hægt að nefna að nú hefur mynstrið vaxið enn meir frá því sem áður var; myndfletirnir eru stærri, og virka þó aðeins sem hluti af viðameiri heild, líkt og gluggar inn í annan heim. Sem fyrr eru þessi mynstur lista- mannsins mjög regluleg í sínum skipulegu röðum og aðall þeirra er mjúkt yfirbragðið, sem verður allt að því munúðarfullt í þeim rauðu og grænu litum, sem hann hefur valið þeim. Það er auðvelt að sjá ýmis form út úr þessum sveigðu og efnismiklu formum og listamað- úrinn leiðir áhorfendur vissulega á þann veg með tilvísunum titlanna í skordýr,' perlur, lúðra, lungur, blóm, krabba, hnetti og sólir. Fyrst og fremst er hér þó á ferð- inni leikur að línunni, fínleg form- mótun án ytri tilvísana, sem ekki virðist ætlað annað hlutverk en að vera konfekt fyrir augað. Því marki ná myndverkin svo sannarlega. Eiríkur Þorláksson V orboðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.