Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 56
JtewdM -setur brag á sérhvern dag! ÞJOÐLEIKHUSIÐ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMl B69 1100, SÍMBKÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 86 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Umferðarslysin kosta 16,2—18,8 milljarða á ári KOSTNAÐUR samfélagsins vegna umferðarslysa á íslandi er samtals á bilinu 16,2-18,8 milljörðum króna, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Hagfræðistofnunar Háskóla Islands. Þar af nemur ein- staklingsbundið slysatjón af völd- um umferðarslysa 13-16 milljörð- um króna, og eignatjón og annar beinn slysakostnaður sem endur- speglast ekki í einkakostnaði nem- Landa fiski úr hjólabáti BÓNDINN á Vatnsskarðshólum í Dyrhólahverfi í Mýrdal hefur keypt sér stóran hjólabát í þeim tilgangi að landa afla tveggja krókabáta sem hann gerir út. Einnig er til athugunar að kaupa fisk af trillum og keyra á land enda er bóndinn búinn að koma sér upp fiskvinnslu. Þorsteinn Gunnarsson bóndi á Vatnsskarðshólum gerir út tvo krókaleyfisbáta og er búinn að koma sér upp saltfiskvinnslu í útihúsum á bænum. Trillurnar eru gjarnan að veiðum fyrir ^iitan Vík en vegna hafnleysisins hafa þær þurft áð landa í Þor- lákshöfn. Hann keypti stóran hjólabát í vetur til þess að geta ekið með aflann á land í Dyr- hólahverfi. Trillurnar geta síð- an legið við ból. Báturinn er 14 metrar að lengd og 4,5 metrar þar sem hann er breiðastur. Gengur hann 11-12 mílur og getur borið 15 tonn. Er það þrisvar sinnum meiri burðargeta en hjá hjóla- bátunum sem fyrir eru í land- inu. ur rúmum 3 milljörðum króna. Til þessa hefur verið talið að kostnað- urinn sé á bilinu 6-8 milljarðar króna á ári. Þetta kom fram í erindi sem Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar HI, flutti á Umferðarþingi sem haldið var í gær. Hann benti á að þessar tölur bentu eindregið til þess að fyllsta Þorsteinn segir að hjóla- báturinn hafi staðist allar kröf- ur Siglingamálastofnunar og fengið skráningu þar. Tolla- reglur hafi hins vegar flokkað bátinn sem bifreið og tollayfir- völd gert kröfu um vörugjöld í samræmi við þær, þó að bíllinn hefði aldrei fengist skráður sem bíll til aksturs á vegum lands- ástæða sé til að skoða umferðar- slys sem alvarlegt efnahagsvanda- mál. Þannig blasi t.d. við að áhrif gæða umferðarmannvirkja á tíðni og umfang umferðarslysa geti haft mikil áhrif á reiknaða þjóðhagslega arðsemi þeirra, og því kunni vel að vera að umferðarmannvirki sem ekki virðist þjóðhagslega arðbær þegar hefðbundnar arðsemisað- ferðir séu notaðar reynist vera það ins. Þorsteinn segir að með að- stoð Árna Johnsens alþingis- manns hafi tollareglugerð feng- ist breytt þannig að hjólabátur- inn fengi eðlilega tollmeðferð og Iauk henni í gær. Krókabátar frá Vestmanna- eyjum, Þorlákshöfn og víðar hafa oft verið við veiðar á mið- unum fyrir utan Mýrdal og seg- þegar slysaáhrifin eru tekin með í reikninginn. „Þær upphæðir sem hér um ræðir eru af þeirri stærðargráðu að ljóst er að framkvæmdaaðilar ættu að taka tillit til slysahættu við áætlunargerð í vegamálum og við hönnun og smíði umferðar- mannvirkja," sagði Tryggvi. ■ SIysakostnaður/6 ist Þorsteinn hafa fengið fyrir- spurn frá Vestmannaeyjum um löndun í bátinn. Þá kæmi til greina að nýta hann til siglinga með ferðafólk. Hjólabáturinn á Vatnsskarðs- hólum heitir að sjálfsögðu Skaftfellingur, eftir frægum uppskipunarbáti Skaftfellinga. Breytingar á kjör- stöðum í Reykjavík Líklega kosið í Ráðhúsi og á Kjarvals- stöðum ALLAR líkur eru á að breyt- ingar verði gerðar á nokkrum kjörstöðum í Reykjavík við forsetakosningarnar 29. júní. Ekki verði kosið í Miðbæjar- skólanum, Austurbæjarskól- anum og Sjómannaskólanum, eins og verið hefur undanfarin ár, þar sem aðstaðan þar þyk- ir ekki nægilega góð. Að sögn Jóns G. Kristjáns- sonar, sem er settur skrif- stofustjóri Reykjavíkurborg- ar, verður væntanlega kosið í Tjarnarsal Ráðhússins í stað Miðbæjarskólans og stefnt er að því að færa kjördeildir sem verið hafa {Austurbæjarskól- anum og Sjómannaskólanum á Kjarvalsstaði. Slæmt aðgengi fyrir fatlaða Jón sagði að ástæður þessa væru m.a. þær að samtök fatlaðra hefðu kvartað undan aðgengi á ýmsum kjörstöðum. Einnig þætti aðgengi mjög slæmt í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla en ekki hefði enn fundist húsnæði sem gæti komið í stað þeirra, þannig að hugsanlega verður áfram kosið á þessum tveimur stöðum í forsetakosningun- um, að sögn Jóns. Talning á Kjarvalsstöðum Stefnt er að því að talning atkvæða og aðsetur yfirkjör- stjórnar verði á Kjarvalsstöð- um en við alþingiskosningarn- ar á seinasta ári fór talning fram í Ráðhúsinu. Að sögn Jóns færi talningin þá fram í Austursal Kjarvalsstaða en kjörklefar yrðu í Vestursal og í anddyri hússins. Þessi mál eru enn til skoð- unar hjá Reykjavíkurborg og hafa endanlegar ákvarðanir ekki verið teknar, að sögn Jóns. Utgerðarmaður í Mýrdalnum hefur keypt nýjan Skaftfelling SKAFTFELLINGUR í Hafnarfirði í gær. Morgunblaðið/Rax Framkvæmt fyrir átta milljarða króna á Keflavíkurflugvelli í ár og næsta ár Ný verkefni fyrir milljarð Nám í iðju- þjálfunl997 HÁSKÓLARÁÐ samþykkti í gær að leggja til við stjómvöld að tekið verði upp nám í iðjuþjálfun við Háskóla íslands haustið 1997. Um yrði að ræða ijögurra ára nám sem lyki með B.Sc. prófí. Er lagt til að teknir verði inn 15 nemendur á ári. Iðjuþjálfar hafa til þessa þurft að sækja menntun sína til útianda. Að sögn Þórðar Kristinssonar, kennslu- ~stjóra HÍ, vantar enn fé til að unnt verði að koma námsbrautinni á lagg- irnar en undirbúningur hefur staðið yfir í talsverðan tíma og liggja fyrir drög að námskrá. Kennslukostnaður er gróflega áætlaður rúmar fimm m.kr. á fyrsta ári en árlegur kostnaður verði að jágmarki 18 m.kr. þegar kennsla - 'Wður hafín að fullu. ÁRIN 1996 og 1997 gætu orðið með mestu ’framkvæmdaárum í vamarstöðinni á Keflavíkurflug- velli, miðað við þá fjármuni, sem ætlunin er að lagðir verði í fram- kvæmdir þar. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins stefnir í að framkvæmt verði fyrir um 60 milljónir dollara, eða fjóra millj- arða króna, hvort ár um sig. Það er álíka og þegar umsvif í varnar- framkvæmdum voru einna mest í lok síðasta áratugar og upphafi þessa. Þessar tölur eru ekki nákvæm- ar, þar sem fjárveitingar geta flutzt á milli ára. Af þessu fé, samtals um 120 milljónum dollara, kemur mest úr ríkissjóði Banda- ríkjanna og munu viðkomandi verkefni því ekki verða boðin út á almennum markaði. Aðlögunar- tími íslenzkra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka, sem enn sitja að öllum verkefnum sem Banda- ríkin greiða, rennur ekki endan- lega út fyrr en árið 2004. Ný verkefni á síðustu vikum Um tuttugu milljónir dollara, eða rúmlega 1,3 milljarðar, koma úr Mannvirkjasjóði Atlantshafs- bandalagsins og munu renna til endurbóta á flugskýli fyrir Orion- kafbátaleitarflugvélar varnarliðs- ins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa Bandaríkjamenn ákveðið á síðustu vikum að veita hátt í 20 milljónir dollara, eða rúman milljarð króna, til nýrra verkefna. Þar á meðal er endurnýj- un á íbúðum fyrir einhleypa varn- arliðsmenn og tilflutningur á elds- neytistönkum. Þessar óvæntu fjár- veitingar hafa_ komið tii eftir að samkomulag íslands og Banda- ríkjanna um framkvæmd varnar- samningsins til næstu fimm ára var undirritað. Árið 1989 var framkvæmt fyrir um 57 milljónir dollara í varnar- stöðinni og árin 1990 og 1991 runnu um 65 milljónir dollara til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli hvort árið um sig. Eftir það hafa fjárveitingar hins vegar minnkað niður í um 35 til 40 milljónir doll- ara á ári, bæði vegna þess að um skeið var nánast tekið fyrir fjár- veitingar frá Mannvirkjasjóði NATO vegna ágreinings um fyrir- komulag verktöku og vegna þess að Bandaríkjamenn drógu saman í útgjöldum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.