Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR. 1(1 MÁfl996 ..... .... .....
FRÉTTIR
Kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa ríflega helmingi meiri en talið var
Slysakostnaður nemur
4-5% af landsframleiðslu
Samkvæmt nýjum útreikningum Hagfræði-
stofnunar Háskóla íslands nemur samfélags-
legur kostnaður vegna umferðarslysa á ís-
landi samtals á bilinu 16,2-18,8 milljörðum
króna. Þar af nemur einstaklingsbundið
slysatjón af völdum umferðarslysa 13-16
milljörðum króna, og eignatjón og annar
beinn slysakostnaður sem endurspeglast
ekki í einkakostnaði nemur rúmum 3 millj-
örðum króna. Þetta kom fram í erindi sem
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður
Hagfræðistofnunar Háskóla íslands, flutti á
Umferðarþingi, sem haldið var í gær.
HAGFRÆÐISTOFNUN HÍ er um
þessar mundir að leggja síðustu hönd
á skýrslu um kostnað vegna umferð-
arslysa á íslandi. Rannsóknina hefur
Hagfræðistofnun unnið fyrir Umferð-
arráð, Slysavarnaráð, Landlæknis-
embættið og Vegagerðina, og í erindi
sínu á Umferðarþingi gerði Tryggvi
grein fyrir niðurstöðum.
í máli Tryggva kom fram að sam-
kvæmt þeim rannsóknum sem til
þessa hefðu verið gerðar hefði kostn-
aður samfélagsins vegna umferðar-
slysa verið talinn liggja á bilinu 6-8
milljarðar króna á ári. í þessum rann-
sóknum hefði hins vegar ekki verið
tekið tillit til tjóns einstaklingsins
umfram munatjón og vinnutap sem
Fjöldi slasaöra og látinna í umferðar-
slysum á íslandi á hverja 10.000 íbúa
Meðaltal áranna
1988-1994
Skipting eftir aldri
15-16 17-20 21-24 25-28 29-32 33-36 37-40 41-64 65 ára
ára ára ára ára ára ára ára ára og eldri
Hlutfaii vegfarendahópa
meðal slasaðra og látinna
í umferðarslysum á íslandi
1988-1994
Ökumenn bifreiða 41%
Ökumenn bifhjóla 3%
Ökumenn vélhjóla 2%
Farþ. í framsæti 23%
Farþ. í aftursæti 14%
Farþegar hjóla 1%
Gangandi vegf. 11%
Hjólreiðamenn 4%
Aðrir vegfarendur 1%
Fjöldi látinna í umferðar-
slysum á Norðurlöndunum
áhverjalOO þús. íbúa
Meðaltal áranna
1982-1993
DANMÖRK
FINNLAND
NOREGUR
SVÍÞJÓÐ
ÍSLAND
13
H
10
Stórkostlegur Otello
Morgunblaðið/Þorkell
LUCIA Mazzaria og Kristján Jóhannsson voru í einu orði sagt frábær og Rico Saccani stjórnaði
verkinu eftir minni og gaf uppfærslunni ákveðinn kraft og hraða.
TONLIST
Iláskólabíó
KONSERTUPPFÆRSLA
Á ÓPERUNNIOTELLO
eftir Verdi. Flytjendun Kristján
Jóhannsson (Otello), Lucia Mazzar-
ia (Desdemona), Alan Titus (Jago),
Alina Dubik (Emilia), Antonio
Marceno (Cassio). Islensku ein-
söngvaramir voru Jón Rúnar Ara-
son, Loftur Erlingsson, Sigurður
Sk. Steingrímsson og Valdimar
Másson. Kór íslensku óperunnar,
æfingastjóri Maria Fitzgerald.
mjómsveitarstjóri: Rico Saccani.
Fimmtudagurinn 9. maí, 1996.
MARGIR telja Otello bestu
óperu Verdis og fari þar saman
mikil hugkvæmni og kunnátta í
útfærslu tónmálsins og saman-
þjappaður texti og leikgerð Boitos,
á meistaraverki Shakespeares.
Rossini mun hafa gert óperu
byggða á þessu leikverki Shake-
speares, sem var uppfærð 1816 i
Napólí. Nokkur munur er á texta
verkanna og þykir leikgerðin eftir
Boito vera snilldarlega gerð. Það
mun vera rétt, að Verdi dáði
Wagner og að hann lærði ýmislegt
af honum, sérstaklega varðandi
uppbyggingu á samfelldum tón-
bálki. Tónstíllinn er samt hreinn
Verdi, þar sem saman fer ó.trúleg
laglínuleikni, kunnátta í að byggja
upp yfirþyrmandi tilfinninga- og
skapgerðartúlkun, klædda í áhrif-
amikinn leikrænan hljómsveitar-
tónbálk. í þessu verki er fléttað
saman afbrýðiseminni hjá Otello
gegn sakleysi Desdemonu, öfund-
inni og hefndarþorstanum hjá Jago
og ást Rodrigos til Desdemonu.
1 upphafi 1. þáttar er kórinn í
aðalhlutverki, bæði þegar beðið er
skipakomunnar og í frásögninni
af eldsvoðanum, þar sem leitað er
samlíkingar á eldi og ást, sem- um
síðir getur slokknað. Kórinn á
skemmtilegar línur í drykkju-
söngnum og öllu þessu skiiaði kór
íslensku óperunnar með glæsi-
brag.
Jago (Alan Titus) og Roderigo
(Jón Rúnar) fagna ekki heimkomu
Otello og í drykkjuveislunni egnir
Jago Cassio til átaka við Montano.
Þátturinn endar á að Otello (Krist-
ján) stillir til friðar og hann og
Desdemona (Mazzaria) syngja um
ástina.
I öðrum þætti er kynt undir
afbýðisemi Otello og þar voru
Kristján og Titus frábærir. í þriðja
þætti blómstrar óþverraháttur
Jagos og átökin á milli Otello og
Desdemonu koma upp á yfirborðið
og þar var söngur Kristjáns, Tit-
usar og Mazzariu stórbrotinn.
Fjórði þátturinn hefst á söng Des-
demonu, sem Mazzaria söng af
glæsibrag í Salce, salce og að síð-
ustu í Ave Mariunni. Alina Dubik
(Emilia) átti mjög vel sungnar
strófur, er hún leysir úr leikfléttu
þeirri sem Jago spann upp. I þess-
um þætti var söngur Kristjáns
stórkostlegur og afburða fallega
mótaður í lokin.
Í heild var þessi uppfærsla stór-
brotin og þar munar nokkru, að
Rico Saccani stjórnaði verkinu eft-
ir minni og gaf uppfærslunni
ákveðinn kraft og hraða. Hljóm-
sveitin var afburðagóð, kór ís-
lensku óperunnar sömuleiðis og
stórtríóið, Mazzaria, Kristján og
Titus, voru í einu orði sagt frábær
og náðu þau öll að gæða söng sinn
sterkri persónulegri túlkun. Stór-
kostlegir og eftirminnilegir tón-
leikar.
Jón Asgeirsson
MORGUNBLAÐIÐ
þolendur umferðarslysa og aðstand-
endur þeirra yrðu óhjákvæmilega
fyrir. í rannsókn Hagfræðistofnunar
væri hins vegar beitt nýjum aðferðum
á sviði slysahagfræði til að leggja
mat á þetta tjón, og þær aðferðir
gæfu til kynna að samfélagslegur
kostnaður vegna umferðarslysa sé
mun meiri en áður hefur verið talið.
„Þær upphæðir sem hér um ræðir
eru af þeirri stærðargráðu að ljóst
er að framkvæmdaaðilar ættu að
taka tillit til slysahættu við áætlun-
argerð í vegamálum og við hönnun
og smíði umferðarmannvirkja," sagði
Tryggvi.
Þeir sem eru á aldrinum 17-20
ára eru í mestri hættu
Samkvæmt skráningu Umferðar-
ráðs fjölgaði umferðarslysum jafnt
og þétt fram undir 1987 en þá fjölg-
aði þeim um 48% frá árinu á undan.
Tryggvi sagði að þar væri aðallega
um aukningu í skráðum eignatjónum
að ræða, sem fjölgaði um 50%, og
meiðslum um 22%. Þessa miklu aukn-
ingu slysa árið 1987 mætti að hluta
til rekja til þess að árið áður var
skráning Umferðarráðs tölvuvædd,
en trúlega lægi einnig hluti af skýr-
ingunni í þeirri staðreynd að bílaeign
landsmanna jókst um 16% árið 1986
í kjölfar lækkunar tolla á bílum það
ár samkvæmt kjarasamningum. Arið
1988 var svo eigendum bifreiða gert
skylt að hafa tjónatilkynningareyðu-
blað í öllum bílum og við það fækk-
aði skráningum lögreglu á minnihátt-
ar eignatjónum.
í máli Tryggva kom fram að
miðað við 100 þúsund íbúa hefði
þeim sem látast í umferðarslysum
farið stöðugt fækkandi frá árinu
1988, að undanteknu árinu 1991,
en árið 1988 var bílbeltanotkun lög-
bundin að viðlögðum sektum. Þarf
að leita allt til ársins 1968 til að finna
lægra hlutfall látinna en árið 1994.
í samanburði við önnur Norðurlönd
þegar miðað er við tímabilið 1982-
1993 virðist ísland ekki skera sig úr
hvað varðar fjölda látinna í umferð-
Náttúru-
vemdar-
fmmvarp
úr nefnd
%
AUGLÝSA þarf með nokkrum fyr-
irvara skrá yfir þjónustugjöld og
aðgangseyri á náttúruverndarsvæð-
um og má kæra þessa gjaldskrá til
ráðherra, samkvæmt breytingartil-
lögu meirihluta umhverfisnefndar
Alþingis við frumvarp um náttúru-
vernd.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
því nýmæli að Náttúruvernd ríkis-
ins, sem sett verður á stofn sam-
kvæmt frumvarpinu, geti ákveðið
gjald fyrir veitta þjónustu og ákveð-
ið gjald fyrir aðgang að náttúru-
verndarsvæðum þar sem spjöll hafa
orðið af völdum ferðamanna, eða
hætta er á slíkum spjöllum.
Umhverfisnefnd hefur afgreitt
frumvarpið og leggur meirihluti
nefndarinnar til að þessi heimild
nái einnig til þeirra aðila sem Nátt-
úruvernd ríkisins felur umsjón
svæðanna. Náttúruvernd skuli síð-
an eigi síðar en í september ár hvert
birta opinberlega skrá yfir gjald-
töku allra rekstaraðila náttúru-
verndarsvæða fyrir næsta ár og er
heimilt að kæra gjaldskrána á
grundvelli stjórnsýslulaga.
Frumvarpið um náttúruvernd fel-
ur í sér töluverðar breytingar á
stjórn náttúruverndarmála og mið-
ar að því að laga hana að stofnun
umhverfísráðuneytis. Samkvæmt
frumvarpinu tekur Náttúruvernd
ríkisins við daglegum rekstri og
verkefnum Náttúruverndarráðs.
Náttúruverndarráð mun á eftir ekki
annast stjórnsýslu eða bera ábyrgð
á ríkisrekstri heldur verður megin-
hlutverk þess að stuðla að almennri
náttúruvernd með ráðgjöf og
stefnumótun.