Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FRIÐBJÖRG TR YGG VADÓTTIR + Friðbjörg Tryggvadóttir var fædd á Jórunn- arstöðum í Eyja- firði 25. maí 1907. Hún lést á sjúkra- húsinu Sólvangi 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Tryggvi Sig- urðsson, bóndi á Jórunnarstöðum, og Lilja Frímanns- dóttir, húsfreyja á sama stað. Frið- björg átti þrjú al- systkini og sex hálf- systkini. Alsystkini hennar eru Marinó, Margrét og Karles sem eru látin. Hálfsystkini sam- mæðra voru Frímann og Guð- laug Karlesbörn. Hálfsystkini samfeðra voru: Guðrún, Rósa, Aðalsteinn og Magnús. Þau eru öll látin. Hinn 23. október 1943 giftist Friðbjörg eftirlifandi eigin- manni sínum, Gísla Friðrik Jo- hnsen, útgerðarmanni og ljós- myndara frá Vestmannaeyjum. Foreldrar Gísla Friðriks voru Gisli J. Johnsen, stórkaupmað- ur og útgerðarmaður í Reykja- vík og Vestmannaeyjum, og Ásdís Gísladótt.ir. Börn þeirra eru: 1) Hrafn Johnsen tannlæknir, f. 6. janúar 1938, kvæntur Sigurrósu Skarphéðinsdóttur, f. 11. júní 1941, börn þeirra eru Orn Tryggvi Johnsen, f. 1. nóv. 1965, Gísli Johnsen, f. 16. júní 1967, og tvíburamir Hlynur og Smári Johnsen, f. 30. maí 1976. 2) Örn Tryggvi Jo- hnsen, f. 30. maí 1944 d. 9. október 1960. 3) Ásdís Anna Johnsen hjúkrun- arfræðingur, f. 6. febrúar 1949, gift Birni Blöndal, f. 14. maí 1946. Börn þeirra eru Margrét Blöndal, f. 7. febr- úar 1971, Kristín Blöndal, f. 10. jan- úar 1972, Friðbjörg Blöndal, f. 18. apríl 1973, og Gísli Frið- rik Blöndal, f. 19. október 1977. Friðbjörg lauk námi frá Hjúkrunarskóla íslands í maí 1935. Að námi loknu stundaði hún framhaldsnám í geðhjúkr- un við Kleppspítalann og síðan við Bispebjerg Hospital í Dan- mörku frá nóv. 1936 til sept. 1937. Hún starfaði við Sjúkra- hús Vestmannaeyja frá nóv. 1936 til sept. 1937. Forstöðu- kona við Elliheimilið á Isafirði frá 1. okt. 1940 til jan. 1944. Við Sjúkrahús Vestmannaeyja sumarið 1947, Heilsuverndar- stöð Vestmannaeyja, ung- barnaeftirlit og ljósböð frá 1953. Eftir Heimaeyjargos 1973 fluttust Friðbjörg og Gísli Friðrik til Hafnarfjarðar og starfaði Friðbjörg um árabil við Sólvang á meðan henni entist heilsa. Útför Friðbjargar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg og ástkær tengdamóðir mín, Friðbjörg Tryggvadóttir, kvaddi í hinsta sinn eftir stutt dauðastríð. Leiðir okkar Friðbjarg- ar lágu saman árið 1970 þegar ég bjó hjá þeim hjónum Gísla Friðriki og Friðbjörgu eina vertíð á Faxa- stíg 4 í Eyjum eða Brekku eins og húsið var gjarnan kallað. Friðbjörg var úrvalskona, hæ- versk, æðrulaus, háttvís og ósérhlíf- in með afbrigðum. Ég hugsa nú með þakklæti til þess að hafa feng- ið að kynnast þessari einstöku konu og fyrir þá fyrirmynd sem hún var. Lífíð var ekki alltaf dans á rósum hjá Friðbjörgu. Mér er sagt að oft hafi verið þröngt í búi á Brekku, en Friðbjörg kunni ávallt eða fann ráð til að yfirstíga alla erfiðleika. Mesta áfallið í lífi hennar var þegar þau hjón misstu mannvæn- legan son sinn Örn Tryggva af slys- förum árið 1960. Hann var aðeins 16 ára og átti aðeins eftir fjóra mánuði í skóla til að ljúka skyldu- námi. Námsgáfur hans voru í besta lagi svo hann þurfti lítið fyrir nám- inu að hafa. Hann var reglusamur og staðfastur í allri sinni breytni. Hann neytti hvorki víns né tóbaks og var ástsæll og virtur af skóla- systkinum sínum. Missir þeirra hjón var því mikill og skiljanlegur. En einmitt þá kom andlegt þrek hennar og styrkur í ljós í svo óréttlátu mótlæti og sorg sem nísti hjartað. Friðbjörg var hjúkrunarkona af lífi og sáL og starfíð var henni í blóð borið. Hún yfirgaf Vestmanna- eyjar í gosinu 1973 og var ein af síðustu hjúkrunarkonunum sem yf- irgáfu sjúkrahúsið þegar íbúarnir voru fluttir til lands. Þau Friðbjörg og Gísli Friðrik fluttu ekki til Eyja aftur eftir gosið. Þau bjuggu á Nönnustíg 13 í Hafnarfirði og starf- aði Friðbjörg við Sólvang síðustu starfsár sín sem spönnuðu hartnær hálfa öld. Hún var þeim eiginleika gædd að vilja gefa án þess að krefj- ast nokkurs í staðinn. Hún mátti ekkert aumt sjá og var ávallt reiðu- búin til að liðsinna þeim sem voru hjálpar þurfi. Það var alltaf gott að koma í heimsókn á Nönnustíginn - þar streymdi hlýhugur um hús og alltaf galdraði Friðbjörg eitthvað fram. Síðustu árin dvaldi Friðbjörg á Sól- vangi þar sem þrek hennar þraut smátt og smátt og sjálfsagt hefur hún orðið hvíldinni fegin. Nú er komið að leiðarlokum og ég vil þakka með dýpstu virðingu fyrir að hafa kynnst mætri og göfugri konu. Megi hún hvíla í friði og launi nú guð henni að verðleikum. Ég votta Gísla Friðrik, Hrafni, Sirru, Ásdísi og börnum mína dýpstu sam- úð. Björn Blöndal. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, JÓNLlNU ívarsdóttur frá Reyðarfirði, síðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði. Bjarni Þórarinsson, Svanhildur Jónsdóttir, Þóranna Þórarinsdóttir, Ásdís Þórarinsdóttir, Bjarni Björgvinsson, Óskar Þórarinsson, Gunna S. Kristjánsdóttir, Ivar I. Þórarinsson, Maria H. Jónsdóttir, Þórir Þórarinsson, Kristín Elídóttir, Valur Þórarinsson, Ólafía Andrésdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. .FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 37 CanonBIC-600e Litableksprautuprentari 720 dpi upplausn CorelDraw fylgir á CD Tiiboðsverðkr. 47.900 Við tökunt gantia uppi á kr. 6.500 Þú greiðir aðeins kr. 41400 Lexmark 2380 plus Nótuprentari Tilboðsverðkr. 49.900 Við tökum gantla uppí á kr. 5.000 Þú greiðir aðeins kr. 44.900 LexmarKOPTBflE Laserprentari 6 bls/mín - 600 x 600 dpi upplausn Tilboðsverðkr. 64.900 Við tökum gamia uppí á kr. 10.000 Þú greiðir aðeins kr. 54900 Canon LBP-1260____________________ Laserpremari 12 bls/mín - 600 x 600 dpi upplausn Verðkr. 149.900 Við tökum gamla laserprentarann binn uppíákr. 70.000 Þú greiðir aðeins kr. 79.900 Litableksprautuprentari 2ja hylkja kerfi - 720 dpi upplausn „Pressworks" umbrotsforrit fylgirá CD Tilboðsverðkr. 29.950 Við tökum gamia uppí á kr. 5.000 Þú greiðir aðeins kr. 24950 Við tökum gamla prentarann pinn upp í nýjan! Nú getur bú notað gamla prentarann pinn sem greiðslu upp í nýjan prentara f Nýherjabúðinni. Þetta frábæra tilboð gildir aðeins í eina viku og bví er eins gott að hafahraðarhendur. CanonBIC-4100color NYHERJA SKAFTAHLIÐ 24 SIMI569 7800 imp://www.nyherlí.ís/uorur/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.