Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 45 BREFTIL BLAÐSINS Er kærleikur Krists týndur? Frá Guðbirni Jónssyni: í MORGUNBLAÐINU 20. apríl sl. skrifar Bryndís Símonardóttir litla grein undir fyrirsögninni „Hvað varð um kærleika Krists?“. An fordóma eða hroka, en full af kærleika, flengir hún opinberlega, en með móðurlegri umvöndun, leiðtoga hins kristna samfélags okkar. Hún bendir réttilega á hve langt þeir eru frá hinum raunveru- lega skilningi á grundvallaratrið- um kristninnar, kærleikanum. Þegar litið er yfir svið þjóðkirkj- unnar er ekki mikið um að hægt sé að sjá að þar sé samankomið fólk er tileinki sér kenningar Jesú Krists. Þar er togast á af persónu- legri framagirni og mörgum af lægstu kvötum mannsins beitt til þess að skara eld að sinu. Söfnuðirnir eru leiddir í fen óþarfra fjárfestinga, í húsakosti og hljóðfærum, á sama tíma og mikil þörf er fyrir fjárhagslega hjálp, vegna þrenginga á mörgum heimilum. Slíkar óþarfa ijárfest- ingar mun líklega taka langan tíma að greiða niður, bæði á himni- og jörðu. Dæmi munu vera um að slík húsnæði hafi m.a. verið leigð út til ólöglegrar starfsemi, til að afla tekna, væntanlegra til greiðslu skulda vegna fjárfest- inga. Samhliða öllu þessu togast menn svo á um hvort kirkjan eigi að vera tónlistarhús eða vígt must- eri kærleikans, til boðunar hinna mannbætandi viðhorfa Krists til lífsins og samferðafólksins. Fer sjaldan í kirkju Á mínum æskuárum átti ég góða samleið með kirkjunni, því ég er alinn upp í þorpi þar sem presturinn var virtur boðberi kær- leikans. Tengingar hans á boðskap Biblíunnar við raunveruleika sam- tímans var gott að hlýða á og afar auðvelt að skilja. Eftir að hans naut ekki lengur við hefur mér fundist jafnt og þétt lengjast bilið á milli þess raunveruleika sem ég les út úr kærleiksboðskap Krists og þess sem fram fer í kirkjulegu starfi. Ég hef því ekki verið tíðför- ull í kirkju á undanförnum árum. En, það hefur hins vegar ekki dregið úr vissu minni um kærleika Krists. Ef við lítum til þess að hinar ýmsu útfærslur á boðskap Bibl- íunnar og öðrum trúarlegum boð- unarritum kærleikans eru verk mannanna, til þess fallnar að skapa meiri breidd í aðkomuna að kærjeiksboðskapnum, sjáum við að öll þessi svonefndu trúarbrögð eiga sér uppruna á sama stað, í trúnni á Guð, trúnni á almættið. Hann gerir engan greinarmun á því eftir hvaða farvegi fólk kemur til hans. Sá greinarmunur er ein- göngu til í hégómleika mannsins. Margir hafa náð það háum vit- undarþroska, að þeir gera ekki greinarmun á trúarbrögðum, held- ur horfa’ á atferli mannsins út frá vegferð hans eftir braut kærleiks- flæðisins. Það er að vísu sárt að horfa á boðunarmenn kærleika Krists, og aðra er að safnaðar- störfum vinna, svo fasta í efnis- legri og veraldlegri stöðubaráttu, að þeir gleyma mikilvægustu eig- inleikum þess boðskapar sem þeir segjast vera að boða. En, er þá ekki eðlilegt að spyrja. Hvernig er hægt að breyta þessu ástandi? Snýr fólkið baki við Kristi? í gegnum tíðina hefur maðurinn alltaf þurft á einhvetjum að halda til þess að vera í forystu fyrir lýðn- um. Að því leyti erum við enn á nákvæmlega sama stað í þroska og við vorum fyrir þúsundum ára og við munum verða háð þessu sama lögmáli um langa framtíð. Þess vegna er eins gott fyrir okk- ur að leiða hugann að því hver það er, sem er í forystu fyrir því lífsmunstri sem við veljum okkur. Á’ undanfömum áratugum höf- um við sífellt verið að leggja meira og meira til hliðar hugtakið „sam- hjálp“ og „velferð allra“, í skiptum fyrir sjónarmið samkeppni og _bar- áttu um hin veraldlegu gæði. í því sjónarmiði ræður hugtakið, að sá frekasti og slóttugasti nær mestu, en sá hógværi og kærleiksríki nær litlu. Er þetta í anda kærleiksboð- skapar Krists? Þegar við bætum svo við þetta, að mestöll opinber umfjöllun er um neikvæða þætti. Og svo virðist sem mikið sé lagt á sig til þess að búa til niðurrífandi og mann- skemmandi umfjöllun er varla hægt að reikna með að í því um- hverfi séu margir sem starfa í anda kærleiksboðskapar Krists. Hvar eru boðberar kærleikans? Hvar eru lærisveinar Krists? Hvar eru þeir sem ættu að vera í for- ystu fyrir þeim hóp hópi er vill feta braut kærleikans í gegnum lífið? Hópsins sem vill þroska sig til dýpri skilnings á gildum lífsins, í stað þess að eyða lífinu í söfnun veraldlegra verðmæta, sem ekki verða flutt með sér þegar þessu jarðvistarskeiði lýkur. Hvers vegna er allt þetta fólk skilið eftir vegalaust og án leiðtoga? Eru eng- ir lærisveinar Krists eftir í kirkj- unni okkar? Hví ganga þeir ekki fram og leiða lýð sinn, á sama hátt og Kristur gerði? Þó ekki beri mikið á því í dag- legu lífsmunstri okkar segjumst við í skoðanakönnunum vera krist- in þjóð. Það virðist benda til þess, að ef sannur leiðtogi kærleikans stigi fram á sjónarsviðið yrði mik- ill meirihluti þjóðarinnar fylgjandi honum. Kannski læra kirkjunnar menn nokkuð á þeirri tyftum sem Guð er að leiða þá í gegnum núna og komi úr þessari hreinsun sem hinir sterku lærisveinar og virkir boðberar kærleika Krists. Kannski verða þeir ekki aðeins að vitna í 2000 ára gamla sögu, heldur heim- færi lífsgildi hennar og boðskap inn í nútíðina og tengi það við það sem er að gerast í samfélagi okk- ar um þessar mundir. Hvenær það verður sem kirkjunnar menn hafa ná þeirri hreinsun er enn óljóst, en verði Guðs vilji í þeim efnum sem öðrum. GUÐBJÖRNN JÓNSSON, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Mannrán í Tyrklandi Frá Jóni Kjartanssyni: FYRIR nokkrum árum fóru tvö ís- lensk börn í heimsókn til föður síns sem býr í Tyrklandi. í stað þess að senda þau heim til sín aftur gerði faðirinn sér lítið fyrir og rændi börn- unum. Sem flestir vita er ég að tala um dætur Sophiu Hansen. Alla tíð síðan hefur Sophia orðið að berjast ein fyrir því að fá börnin heim aft- ur, en án árangurs. Fyrir u.þ.b. tveim- ur árum spurði ég hvort bömin væm ekki íslenskir ríkisborgarar og var svarað að svo væri og ekki aðeins bömin heldur foreldramir líka. Úr- skurður varðandi forræði bamanna liggur íyrir og öll réttarstaða því ljós. Samt sem áður hefur málið verið að þvælast fram og aftur um tyrkneska dómskerfið sem forræðisdeilal í blaðaviðtali segir lögmaður Sop- hiu m.a. „Þetta snýst ekki um for- sjármál heldur staðfestingu á ís- lenskum úrskurðum sem liggja fyr- ir.“ Fólk hefur látið sig málið varða og safnað verulegu fé upp í máls- kostnað og-ráðamenn hafa áreiðan- lega nefnt málið við tyrkneska ráða- menn er tækifæri gáfust. En það er fyrst núna sem mér sýnist tekið á málinu af fullri alvöru eftir að nokkrir þingmenn hittu Sophiu að máli úti í Tyrklandi nú í vor. Það er gott, en hvers vegna fyrst núna? Þurfa þingmenn að standa sjálfir frammi fyrir alvöru málsins til að skilja það? Nú er mikill siður að meta peninga meira en fólk eða hvað hefðu ráðamenn gert ef maðurinn hefði rænt peningum en ekki bömum? JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna. Ast er mannréttindi Frá Sigurði Harðarsyni: ÞEGAR einstaklingar, stofnanir eða samtök fjölyrða um mannrétt- indi er talað um að þau skuli vera óháð stjórnarfari og trúarbrögðum í viðkomandi landi. í löndum þar sem ríkisvaldið eða aðrir aðilar leggja stund á mannréttindabrot er talað um hetjuskap í sambandi við það fólk sem stendur uppi í hárinu á yfirvöldum eða hveijum þeim öðrum sem kemur í veg fyr- ir að það fái notið réttinda sinna. Það eru engar ýkjur að kalla það fólk hetjur sem rís upp gegn kúg- urum sínum; það á alltaf við ofur- efli að etja, annað fólk í sömu aðstöðu hefur oft ekki dug og þor og jafnvel ekki áhuga á að rísa upp með þeim auk þess sem þrýst- ingur af hendi kúgaranna marg- faldast á þá sem fremstir standa. Ég veit ekki hvort til er einhver opinber reglugerð um mannrétt- indi sem getur um réttindi einstak- ingsins til að njóta ástar og kær- leiks en ást og kærleikur eru ekki síður nauðsynleg manneskjunni en frelsi til að athafna sig á öðrum sviðum. Þau hjartans mál eru einn- ig drifkraftur þeirra sem standa í mannréttindabaráttunni. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að deila út kærleik til þegnanna, ekki heldur kirkjunnar þó að margt kristið fólk virðist líta þann- ig á að kærleikurinn sé uppfinning kristninnar. Ef við lítum svo á að ást sé mannréttindi þá er kristin kirkja að stuðla að mannréttinda- brotum með því að neita sambúð samkynhneigðra um blessun sína og þeir sem mæla gegn þeirri kynhegðan gera sjálfa sig að fas- istum. Það sem einhver hatar ótt- ast hann um leið, við hvað eru þeir hræddir? Hommar eru karlmenn sem verða ástfangnir af öðrum karl- mönnum og lesbíur konur sem verða ástfangnar af öðrum konum, fyrir mér er það svo einfalt og allir skulu njóta réttar síns til ást- ar. Það breytir engu um fegurð ástarinnar hvers kyns aðilarnir eru, því ástin verður alltaf náttúru- legt fyrirbæri og öllum manneskj- um eðlileg tilfinning. Lygar geta stundum ýtt undir sannleiksást eins og fyrirlitning þeirra sem maður vill ekki líkjast ýtir undir þá sannfæringu að mað- ur hljóti að vera að gera eitthvað rétt. Þannig munu skrif þeirra sem ásækja verða til að opna augu fólks fyrir ranglætinu í orðum þeirra, hugsanir þeirra sýna öðrum fram á eigið heilbrigði og gjörðir þeirra fá fleiri til að taka til hönd- unum. SIGURÐUR HARÐARSON, Grettisgötu 75, Reykjavík Framtídin er Casio QV-10 stafræn myndavél Normal linsa með macro- stillingu Geymslu- rými fyrir 96 myndir Þu sero þao sem þú ert að mynda í lit á crystal- skjá á þaki vélarinnar. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO Á einfaldan hátt er hægt að tengja myndavélina við tölvu, sjónvarp eða myndbandstæki. Casio QV-10 kostar 59.900 kr. Casio hefur sett á markað nýja stafræna myndavél sem er í senn lítil og meðfærileg og sérlega einföld í notkun. Hún býður upp á góð myndgæði (250.000 punkta) og stærð myndanna er mjög viðráðanleg (256 k). Möguleikar myndavélarinnar eru miklir og þá sérstaklega fyrir þá aðila sem vilja geyma myndir á tölvutæku formi án mikils tilkostnaðar. Hún er því tilvalin fyrir t.d bílasala, fasteignasala, hárgreiðslustofur og ótal fleiri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.