Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ____________AÐSEIMDAR GREINAR_ Hagsmunamál aldraðra FORMANNAFUNDUR Lands- sambands-aldraðra var haldinn dag-' ana 18. og 19. apríl 1996 í „Húsi aldraðra“ á Akureyri. Á fundinn mættu 39 formenn í félögum eldri borgara, en þau eru nú 43 starfandi í landinu með nærri 13 þúsund fé- lagsmenn. Á fundinum var rætt um starfsemi félaganna í hveiju byggðarlagi og félagsmál og uppbyggingu Lands- sambandsins. Athygli var vakin á því að Landssamband aldraðra er orðið eitt af fjölmennustu og virk- ustu félagssamtökum í landinu. Auk félagsmálanna var sérstak- lega rætt um rekstur heilbrigðismála í landinu með hliðsjón af þeim vanda sem leiðir af lokunum sjúkrastofnana og jafnvel heilla deilda á spítölum sem boðaðar hafa verið, en slíkar lokanir koma jafnan harðast niður á eldra fólki. Framsþgu í þeim málum höfðu þeir Ólafur Ólafsson landlækn- ir og Páll Gíslason læknir. Vöktu framsöguræður þeirra mikla athygli fundarmanna og urðu góðar umræð- ur um málin. Fram kom í máli landlæknis að lokanir á handlæknadeildum spítala sköpuðu nýjan vanda með tengingu g biðröðum eftir aðgerðum, sem þeg- ar væru alvarlegt vandamál. Per- sónulega taldi hann það sína skoðun að biðtími eftir aðgerð, eftir að sjúk- dómur er greindur, megi ekki taka lengri tíma en þijá til sex mánuði, eftir alvarleika sjúkdómsins. Biðraðir kæmu alltaf verst niður á öldruðum. Páll Gíslason læknir taldi mikilvægt að þess væri vandlega gætt, þegar biðraðir myndast, að enginn þurfi að gjalda þess að vera aldraður. Aðeins lækn- isfræðilegt mat eigi að ráða þegar aðgerða er þorf, en ekki aldur. Hann taldi að lokanir á spítölum væru hið mesta neyðarúrræði og mjög óvíst að slíkar aðgerðir leiði til sparn- aðar í heilbrigðiskerf- inu. Að umræðum lokn- um voru einróma sam- þykktar kröfur til stjórnvalda í land- inu um aðgerðir í heilbrigðismálum þegar á þessu sumri og stjórn Land- sambandsins falið að fylgja málinu eftir með viðtölum við ráðherra. Álýktun um kjaramál lífeyrisþega Meðfylgjandi ályktun var sam- þykkt einróma á formannafundi Landssambands aldraðra. „Formannafundur Landssam- bands aldraðra, haldinn á Akureyri 18. og 19. apríl 1996, mótmælir lækkunum launa og öðrum skerðingu á lífeyrisgreiðslum til aldraðra á síð- asta ári á sama tíma og aðrir laun- þegar fengu launahækkanir. Sérstaklega mótmælir fundurinn þeirri aðgerð að ijúfa tengingu á hækkun lífeyris frá Tryggingastofnun ríkis- ins við launakjör verka- manna og verðlagsþró- un í landinu. Slíkar að- gerðir eru mjög ósann- gjamar og skapa ótta og öryggisleýsi hjá öldr- uðum. Þá var það einnig óveijandi aðgerð hjá ríkisstjórn og Alþingi að fella niður að fullu 15% heimild til frádráttar frá skatti af greiðslum úr lífeyrissjóðum, sem voru bætur til lífeyrisþega fyrir tvísköttun á lífeyr- isgreiðslur til aldraðra, eftir að búið var að við- urkenna tvísköttun og greiða bætur í eitt ár. Krafist er að bætt verði fyrir þau mistök sl. vetur að fella niður 15% skattaafslátt af lífeyri vegna tvísköttunar frá upphafi stað- greiðslukerfis. Formannafundurinn gerir kröfu til stjórnvalda í landinu að á þessu ári verði leitað leiða til þess að tryggja það með nýrri löggjöf að aldraðir og öryrkjar fái jafnan hækkanir á laun sín og örorkubætur til samræmis við almenna hækkun launa og verðlags í landinu. Aðeins með þeim hætti er hægt að eyða þeim ótta og öryggis- leysi sem nú ríkir hjá þessum íjöl- mennu þjóðfélagshópum. Varðandi skattamál telur fundurinn óafsakan- legt að persónuafsláttur sé skertur um 20% milli hjóna. Einnig að bens- Aldraðir mótmæla því að rofin var tenging á hækkun lífeyris, segir Olafur Jónsson, við launaþróun verka- manna og verðlags- þróun í landinu. ínstyrkur til aldraðra sé skattlagður að fullu, heldur leyfa frádrátt vegna kostnaðar, eins og almennt gerist hjá launþegum, sem njóta bifreiða- styrks.“ Ályktun um heilbrigðismál Neðangreindar ályktanir voru ein- róma samþykktar á formannafundi Landssambands aldraðra, sem hald- inn var á Akureyri 18. og 19. apríl 1996. „Vel rekin heilbrigðisþjónusta er einn stærsti þáttur í velferð þjóðarinn- ar. Á íslandi hefur á síðustu áratugum verið byggð upp alhliða og þróuð heilbrigðisþjónusta, sem hefur þjónað fólkinu - ungum og öldnum vel. Það hefur í meginatriðum verið ánægja með þjónustuna, sem hefur fylgst vel með framförum á þessu sviði og nýtt þær til hagsbóta fyrir sjúklinga. Á síðari árum hefur hallað undan fæti hvaðjietta snertir á ýmsan hátt; Ólafur Jónsson. lokun sjúkradeilda og öldrunardeilda svo og almennra hjúkrunardeilda, bið- tími eftir aðgerðum er víða orðinn óeðlilega langur til mikils baga, óhemju álag á starfsfólk á yfirfullum deildum, svo að nokkuð sé talið. Þá hafa gjöld sem sjúklingar greiða verið hækkuð jafnt og þétt og nema verulegum upphæðum, sem er tilfinn- anlegt fyrir lægst launaða fólkið, eins og margt aldrað fólk er. Sagt er að þetta séu nauðsynlegar spamaðarað- gerðir og skal ekki dregið úr nauðsyn þess að spara. En sé litið á fjárlög ríkisins virðist heilbrigðismálum gert of lágt undir höfði miðað við stækk- andi þjóðfélag og hækkandi aldur landsmanna. Það er því eindregin krafa Landssambands aldraðra að við næstu fjárlagagerð ríkisins verði framlag til heilbrigðismála hækkað svo að bæta megi úr þessu, svo viðun- andi sé. Lokanir sjúkrahúsa. „Formannafundur félaga í Lands- sambandi aldraðra haldinn á Akur- eyri 18. og 19. apríl 1996, skorar á heilbrigðisyfírvöld að koma í veg fyr- ir hinar miklu lokanir, sem fyrirhug- aðar eru í sumar á sjúkrahúsum landsins, sem mjög munu bitna á öldr- uðum. Þær munu m.a. koma víðast hvar í veg fyrir að hægt sé að sinna skammtímavistun á hjúkrunarheimil- um, sem leysir mjög bráðan vanda sjúklinga og aðstandenda þeirra. Það er því brýnt að lausn verði fengin á þessu nú þegar. Fundurinn felur stjóm sambands- ins að beita sér nú þegar í þessu máli. Höfundur er formaður Lnndssambands aldraðra. Opinberir starfsmenn og lög’hæfi þeirra Þáttur hjúkrunar- fræðinga í ung- og smábarnavernd SAMKVÆMT stjórnarskrá íslenska lýðveldisins fer Alþingi með löggjafarvald umboði þjóðarinnar, ríkisstjórn með. fram- kvæmdarvald og dóm- arar með dómsvald, eða úrskurðarvald í deilum manna og út- listun á inntaki lag- anna. - - Sérhver íslenskur þegn sem hefur náð vissum aldri velur sér fulltrúa á löggjafar- þingið samkvæmt eigin vilja, þegnarnir ráða vali þeirra fulltrúa þjóðarinnar sem þar sitja. Þetta kallast lýðræði. Kosið er á fjögurra ára fresti og meirihluti alþingis- manna eru fulltrúar meirihlutavilja þjóðarinnar. Starfssvið þeirra er að setja þjóðinni lög eða breyta til betra horfs þeim lögum, sem þeir telja úrelt eða einhverskonar tak- mörkun á frelsi og eðlilegum sam- skiptum þegnanna. Svonefndir opinberir starfsmenn *eru hluti þess fjölmenna hóps sem sinnir ákveðnum störfum, innan samfélagsins. Ríkið rekur ýmiskon- GLEÐILEGT SUMAR! LAUGAV. 20, S. 552-5040 - FÁKAFENI52, S. 568-3919 KIRKJUVEG110. VESTM., SÍMI 481-3373 LÆKJARGÖTU 30 HAFNARFIRÐI, S. 5655230 ar fyrirtæki og þjón- ustustarfsemi og þeir sem þeim störfum sinna eru nefndir opin- berir starfsmenn og verða því skilgreindir sem þjónar þjóðarinn- ar, starfsmenn sem eiga sér yfirboðara í gefra framkvæmd- arvaldsins. Þeim ber að hlíta þeim lögum og reglugerðum sem meirihluti Alþingis set- ur þeim hveiju sinni. Þeir eru starfskraftar ýmissa stofnana ríkis- ins og ríkisvaldið er ábyrgt fyrir rekstri þessara stofnana. Ef meirihluti lýðræðislega kjör- inna fulltrúa þjóðarinnar telur nauðsyn fyrir breytingum á þeim lögum sem starfskraftar ríkisins eru undirorpnir eða gerð eða reglum stofnana og þjónustu, þá er úr- skurðarvaldið meirihluti þjóðfull- trúa. Æðsta vald yfir ríkisstofnun- um eru handhafar framkvæmda- valdsins, sem ráða rekstrarformi stofnananna sem þjóðin eða skatt- borgarar kosta úr sameiginlegum sjóði. Þegar allt kemur heim, þá eru stofnanir ríkisins sameiginleg eign þjóðarinnar og þeir sem vinna innan þessara stofnana þjónar þeirra og þjóðarinnar. Hvað snertir löghæfi opinberra starfsmanna, þá eru þeir undirorpnir „hierarkískum“ reglum, þ.e. reglum sem gilda innan stig- veldisins, hins stigskipta kerfis. Þar FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR >■ ? k (L "■71 IIÁ j 3 1\ iSí av Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Alþingi fer með löggjaf- arvaldið í umboði þjóð- arinnar, segir Siglaug- ur Brynleifsson, ekki ríkisstarfsmenn. sem svo hagar, hvílir ábyrgðin á störfum hinna ýmsu stofnana og þjónustufyrirtækja ríkisvaldsins á þeim sem fara með framkvæmdar- valdið, þ.e. ríkisstjórn eða ráðherr-> um. Starfskraftarnir hafa þar með ekki löghæfi, eru óábyrgir um rekstur þeirra stofnana sem þeir þjóna. Hliðstæða um löghæfi starfs- krafta er skilgreint í Rómarétti með ólöghæfi „instrumentum vocale" og „instrumentum semi-vocale“ - tal- andi verkfæra og hálftalandi verk- færa - en þannig var réttarstaða ánauðugra manna og búsmalans samkvæmt Rómarétti. Þótt ekki sé hægt að flokka opin- bera starfsmenn sem ánauðug „tal- andi verkfæri" - instrumentum vocale, þá er löghæfí þeirra útlist- anlegt samkvæmt hugtökum Rómaréttar um ábyrgð. Sú ranga skoðun hefur komið fram meðal hluta þessara opinberu starfskrafta, að þeir geti ráðskast með þær stofnanir sem þeir vinna við, jafnvel að þeir eigi viðkomandi stofnanir. Sú afstaða er fjarri því að vera afstaða mikils hluta starfs- krafta ríkis- og bæjarfélaga, en hin sérstæða afstaða forustumanna þessara starfshópa virðist vera þeirrar gerðar, sem kemur glöggt fram nú, þegar til stendur að breyta í hagkvæmara horf rekstri ýmissa ríkisrekinna fyrirtækja. Þá gleyma þessir forustumenn þeirri stað- reynd, að þeir eru ekki löggjafinn, og þeim ber að hlýða kjörnum lög- gjöfum þjóðarinnar og síðast en ekki síst, þeir eiga ekki ríkisfyrir- tæki sem þeir vinna við. Höfundur er rithöfundur. í TILEFNI af alþjóðadegi hjúkr- unarfræðinga þann 12. maí, viljum við undirritaðar vekja athygli á starfi hjúkrunarfræðinga í ung- og smá- barnavernd. Ung- og smábarnavernd er einn af mörgum þáttum heilsuverndar sem hefur það að markmiði að efla og styrkja heilbrigði einstaklingsins, fjölskyldunnar og þjóðfélagsins. Einnig að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys, þannig að hver og einn nái þeirri bestu heilsu sem völ er á. Eins og fram kemur í nýútkomn- um leiðbeiningum Landlæknisemb- ættisins um ungbarnavernd, er til- gangur hennar að fylgjast reglulega með heilsu barna og þroska þeirra, andlegum, líkamlegum og félagsleg- um, frá fæðingu til skólaaldurs og þar tekur heilsugæsla í skólum við. Jafnframt er lögð áhersla á stuðn- Ung- og smábarna- vernd er, að mati höfunda þessarar grein- ar, þáttur í að styrkja heilbrigði einstaklings- ins, fjölskyldunnar og þjóðfélagsins. ing við fjölskylduna í heild sinni. Samkvæmt skilgreiningu dr. Guð- rúnar Marteinsdóttur hjúkrun- arfræðings er fjölskylda „hópur tveggja eða fleiri einstaklinga sem tengdir eru tilfinninga- og/eða ætt- arböndum, hafa sérstök samskipti, oftast sameiginlegt heimili um lengri eða skemmri tíma og eru á einhvern hátt hvor öðrum háðir um uppfyll- ingu grundvallarþarfa". Mikilvægt er að uppgötva sem fyrst frávik er varðar heilsufar og þroska barnsins og gera viðeigandi ráðstafanir, ýta undir styrkleika hvers einstaklings innan fjölskyld- unnar og horfa á möguleg úrræði fyrir alla fjölskylduna. Þannig er hægt að vinna á jákvæðan hátt, stig af stigi, að þeim markmiðum sem fjöþskyldan setur sér. Á Islandi eru hjúkrunarfræðingar í .ung- og smábarnavernd í þeirri sérstöku aðstöðu að koma á heimili allra nýfæddra barna og það er orð- in mjög sterk hefð fyrir þessari þjón- ustu. Yfirleitt eru hjúkrunarfræðing- arnir velkomnir og því í lykilaðstöðu til að styðja við bakið á ungum fjöl- skyldum, ekki síst ef upp koma erfið- leikar tengdir sjúkdómum eða fötlun barna. Þess eru þó dæmi að börn útskrif- ist af sjúkrahúsum án vitneskju við- komandi hjúkrunarfræðings og fer þá fjölskyldan á mis við þá þjónustu sem ung- og smábarnaverndin býður upp á. Nauðsynlegt er að góð samvinna sé á milli hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd og annarra þeirra fagaðila sem sinna barninu og fjöl- skyldunni, svo hún einangrist ekki með vandamál sín. Við vonum að með því að vekja athygli á þessu máli, verði þjónusta við þennan hóp betri og markvissari. Hallvcig Finnbogadóttir, Helga Sigurðardóttir, Hrönn Kristjánsdóttir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Jónína S. Jónasdóttir, heilsugæsluhjúkrunarfræðingar. Siglaugur Brynleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.