Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 21 Deilt um þing'for- seta NICOLA Mancino, þingmaður Ólívubandalagsins, var í gær kjörinn forseti efri deildar ít- alska þingsins sem tók til starfa í gær. Hart hefur verið deilt um embætti þingforseta og hef- ur ekki náðst sátt um forseta neðri deildar en Ólívubandalag- ið styður fyrrum kommúnista í embættið. Verkfalli í Norðursjó lokið STARFSMENN á norskum ol- íuborpöllum í Norðursjó aflýstu í gær verkfalli sínu, sex dögum eftir að það hófst. Ástæðuna segja þeir dvínandi stuðning annarra starfsmanna í olíuiðn- aðinum. Mikil lækkun varð á olíuverði á heimsmarkaði er fréttir bárust af verkfailslokum. Árás á bif- hjólagengi KONA á fertugsaldri særðist á höfði í skotárás á höfuðstöðvar bifhjólagengisins MC í Ósló í fyrrakvöld. Konan varð fyrir skoti er hún ók bíl sínum fram- hjá húsi MC í þann mund sem árásin var gerð. Sagði lögreglan að forvitni hefði rekið konuna til að vera á ferð við höfuðstöðv- arnar, sem eru í iðnaðarhverfi. Spillingar- ákæra á Ihaldsmenn BRESKI íhaldsflokkurinn varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar óháð nefnd sem rannsak- að hefur spillingarákærur á hendur bæjarráðsmönnum í Westminster í London, komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu gerst sekir um að bjóða líklegum kjósendum Ihalds- flokksins ódýrar íbúðir í von um að þeir kysu flokkinn. Haider í haldi JÖRG Haider, formaður aust- urríska Frelsisflokksins, var í gær handtekinn er hann kom til Belgíu til að fylgjast með fótbolta- leik. Ástæð- an var sögð sú að útlend- ingaeftirlitið taldi að hann ætlaði að komast ólög- lega til landsins þar sem hann hafði gleymt vegabréfi sínu. Var Haider hafður í haldi í fjórar stundir ásamt fjölmörgum ólög- legum innflytjendum en hann hefur barist fyrir hertri innflytj- endalöggjöf í heimalandi sínu. Reiði vegna kattaáts LÍKNARSTOFNUNIN Caritas sakaði í gær argentínsk stjórn- völd um að sinna ekki fátæk- ustu þegnum landsins en ásök- unin kom í kjölfar sjónvarps- þáttar þar sem aoltnir íbúar i fátækrahverfum borgarinnar Rosario sáust leggja ketti sér til munns. Málið hefur ekki aðeins vakið reiði líknarsam- taka, félag dýraverndarsinna mótmælti einnig harðlega. Barátta Jeltsíns forseta fyrir endurkjöri Javlínskí setur skil- yrði fyrir samstarfi Moskvu, Volgograd. Reuter. VONIR Borís'Jeltsíns Rússlands- forseta um að fá stuðning afla sem kenna sig við lýðræði og umbætur fóru vaxandi í gær er Grígorí Javl- ínskí, einn af frambjóðendum við forsetakjörið í júní, gaf í skyn vilja til að semja við forsetann. Hann átti á sunnudag tveggja stunda fund með Jeltsín og sagðist vilja halda áfram viðræðum um hvaða leiðir væri best að fara til að hindra sigur kommúnistans Gennadís Zjúganovs. Javlínskí hefur gagnrýnt harka- lega dufl Jeltsíns við andstæðinga markaðsumbóta en einnig stríðs- rekstur stjórnvalda í Kákasus- héraðinu Tsjetsjníju. Hann sagðist myndu setja skilyrði fyrir stuðn- ingi sínum sem myndi merkja að hann hætti sjálfur við framboð. Jeltsín yrði að skipta um menn í ríkisstjórninni, stöðva Tsjetsjníju- stríðið, hætta stuðningi við gjald- þrota risafyrirtæki í ríkiseigu, treysta réttinn til einkaeignar í sessi og ýta undir samkeppni í efnahagslífinu. Skýra yrði opin- berlega frá samkomulaginu. Boðið embætti f orsætisráðherra? Javlínski gaf í skyn að Jeltsín hefði reynt að bjóða sér embætti forsætisráðherra. „Ég sagðist ekki vera reiðubúinn að ræða þetta mál, hann reyndi það,“ sagði Javl- ínskí. Óvíst er hvort stuðningsmenn Javlínskís myndu yfirleitt kjósa Jeltsín ef samningar tækjust. Ný skoðanakönnun sem gerð var af svonefndri Félagsvísindastofnun þingræðisins var birt í vikunni og er Zjúganov spáð 43-45% atkvæða en Jeltsín, sem bætir verulega stöðuna frá fyrri könnun stofnun- arinnar, fær 25%. Þátttakendur Reuter GENNADÍ Zjúganov, forsetaframbjóðandi rússneskra kommún- ista, veifar til stuðningsnianna sinna í Moskvu í gær er þess var minnst að 51 ár var. liðið frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Við hlið hans, í einkennisbúningi, er Alexander Rútskoj, fyrrver- andi varaforseti Jeltsíns, en nú stuðningsmaður Zjúganovs. voru um 6.000 manns um allt land- ið. Umrædd stofnun hefur áður reynst sannspárri en keppinaut- arnir sem margir spá forsetanum nú sigri eða telja hann a.m.k. hafa minnkað mjög bilið milli sín og Zjúganovs. Fyrri umferð kosning- anna verður Í6. júní en sú síðari í byijun júlí. Zjúganov heitir friðsamlegri sambúð Margir óttast að kommúnistar muni stöðva umbótatilraunir Jelts- íns í efnahagsmálum og jafnvel kæfa veikburða lýðræði í fæðingu nái Zjúganov völdum í Kreml. Hann vísaði slíkum vangaveltum á bug á miðvikudag og sagði vest- rænar þjóðir ekki þurfa að óttast átök við Rússa þótt hann sigraði. Andstæðingar Zjúganovs segja ekkert að marka slíkar yfirlýsing- ar; frambjóðandinn reyni ávallt að þóknast þeim sem hann beini orð- um sínum til. Frammámenn í viðskiptalífinu og háttsettir herforingjar hafa viðrað þá hugmynd að kosningun- um verði frestað en Jeltsín ítrek- aði í gær fyrri yfírlýsingar um að kosið yrði á tilsettum tíma. Hann snupraði enn á ný yfirmann líf- varðar síns, Alexander Korzhakov, fyrir yfirlýsingar um að rétt væri að fresta kjörinu vegna þess að hætta væri á átökum ef Zjúganov ynni. Anatolí Kúlíkov innanríkisráð- herra segir að ekki geti orðið af fyrirhugaðri heimsókn Jeltsíns til Tsjetsjníju í bráð vegna ástandsins í Kákasushéraðinu. Stríðið í hérað- inu er eitt af helstu áhyggjuefnum almennings í Rússlandi og Jeltsín hugðist reyna að treysta stöðu sína meðal kjósenda með heimsókninni. Endurminningar njósnaforingjans Krjútskovs Heilar atvinnugreinar byggðust á iðnnjósnum Moskvu. Reuter. SOVÉTRÍKIN stunduðu iðnn- jósnir í miklu meiri mæli en talið hefur verið og heilar atvinnu- greinar í landinu byggðust á upplýsingum sem austur-þýskir njósnarar klófestu fyrir ráða- menn í Kreml. Þetta kemur fram í endurminningum Vladímírs Krjútskovs sem var yfirmaður sovésku öryggislögreglunnar, KGB, 1988 til 1991. Borís Jeltsín forseti leysti ör- yggislögregluna alræmdu upp árið 1991, skömmu eftir valda- ránstilraun harðlínumanna gegn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta for- seta Sovétríkjanna, og hafa aðr- ar stofnanir tekið við hlutverkum hennar. Krjútskov var einn valdaránsmanna og telur hann að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi staðið á bak við hrun Sovétríkjanna. Áður en hann tók við yfirstjórn KGB var hann yfir- maður njósnadeildar stofnunar- innar erlendis. Að sögn Otto Latsís, sem fjall- aði nýlega um bókina í dagblaðinu Ízvestíu var Krjútskov óánægður með það hvernig sovésk fyrir- tæki nýttu sér upp- lýsingarnar, „gjafir KGB“. Svefnlyf í mat Amins Kijútskov ljóstrar að sögn Latsís fáu upp um einstök verk- efni en segir vafn- ingalaust að KGB hafi séð um að koma fé í hendur erlendra stuðningsmanna og til flokka er hliðhollir voru Sovét- ríkjunum. Fullyrðir Latsís að um tugi erlendra stjórnmálaflokka hafi verið að ræða. Kijútskov segist hafa tekið þátt í að skipuleggja íhlutunina í Afg- anistan og viður- kennir að markmið- ið hafi verið að styðja valdaráns- menn i landinu. Hann segir að rúss- neskir flugumenn hafi komið svefnlyfi mat Hafizullah Amins forseta áður en gerð var árás á forsetahöllina. Brezhnev hrundi í sætið Njósnaforinginn rifjar upp er hann var skipaður yfirmaður njósna- deildarinnar árið T974. Júrí An- dropov, sem þá var yfirmaður KGB, kynnti hann fyrir Leoníd Brezhnev forseta. „Við borðið sat fárveikur mað- ur sem stóð upp með erfiðismun- um til að heilsa mér, barðist síð- an um hríð við að ná andanum og hrundi bókstaflega aftur nið- ur í sætið. Þegar hann kvaddi tókst Leoníd Ílítsj með einhverj- um hætti að standa upp á ný, faðmaði mig að sér, óskaði mér gæfu og gengis og tárfelldi meira að segja af einhvetjum ástæðum." Andropov, sem varð arftaki Brezhnevs, sagði Kijútskov við þetta tækifæri að Brezhnev hefði ekki heilsu til að gegna leiðtoga- embættinu mikið lengur. Forset- inn lést ekki fyrr en átta árum síðar og var þá enn við völd, að minnsta kosti að nafninu til. Vladímír Krjútskov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.