Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 27 LISTIR GESTUR og Rúna opna sýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi um helgina. Gestur og Rúna GESTUR og Rúna opna sýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, næstkomandi laugar- dag. Gestur sýnir verk úr tré, kop- ar, marmara og íslensku blá- grýti. Rúna sýnir myndir unnar á japanskan pappír með bland- aðri tækni. Auk þess sýnir hún málaðar myndir unnar á stein- leir. Þau námu við Handíða- og myndlistaskóla íslands í þrjú ár og saman voru þau í konung- legu listaakademíunni í Kaup- mannahöfn 1946-47. Samtals hafa þau tekið þátt í yfir 30 einka- og samsýningum og á síðasta ári sýndu þau í Japan. Sýningunni lýkur 19. maí og er Listasetrið opið virka daga frá kl. 16 til 18 og um helgar frákl. 15 til 18. Málþing umaf- straktlist í TENGSLUM við sýningu norsku listakonunnar Inger Sitter í Hafnarborg er boðið til málþings laugardaginn 11. maí frá kl. 10.00 til 16.00. Viðfangsefni málþingsins er staða afstraktmálverksins á okk- ar dögum og í umræðum verður leitast við að tengja verk frum- kvöðlanna í afstraktlist — málara á borð við Inger Sitter — við nýja strauma í málverkinu og list yngri málara, að því er fram kemur í kynningu. Frummælendur verða, auk lista- konunnar sjálfrar, listfræðingurinn Ole Henrik Moe sem kemur frá Noregi sérstaklega til að taka þátt í þinginu, Halldór Björn Runólfsson listfræðingur, Arngunnur Ýr list- málari og Jón Proppé gagnrýnandi. Inger Sitter er fædd árið 1929 í Þrándheimi og lærði myndlist í Ósló og síðar í Belgíu og í París. í París tók hún þátt í mótun af- straktstefnunnar í málaralist og sýndi til að mynda reglubundið með Realité Nouvelles hópnum. Undir lok sjötta áratugarins yfir- gaf Inger Sitter hreinflatarstefn- una og fór að mála fijálsari og lýrískari afstraktmyndir undir sterkum landslagsáhrifum. Ole Henrik Moe hefur skrifað fjölda bóka og greina um myndlist og var meðal annars gagnrýnandi dagblaðsins Aftenposten frá 1962 til 1966. Frá 1966 til 1989 var hann síðan forstöðumaður Henie- Onstad listasafnsins í Noregi. Málþingið er öllum opið og þátt- taka er ókeypis. VOt þú skilja eðli tilfinninga og læia að vinna úr þeim? Öldunámskeib helgina 10. - 12. maí með Dayashakti. Dayaskakti er ölduvinnumeistari og hefur leitt og þróað sjálfseflingarnámskeið I Kripalujógamiðstöðinni í Bandaríkjunum í 24 ár. Hún er einstök á þessu sviði og nær að skapa andrúmsloft kærleika og hreinskilni. Einstakt tækifæri m.a. fyrir foreldra, leikskólakennara, kennara, ráðgjafa, presta, lækna, sálfræðinga og alla, sem eru í nánum samskiptum. Mikil umbreyting á sér stað í lífi þeirra sem læra öldutæknina. Byrjendanámskeib í Kripalujóga 14. maí, þriöjud./fimmhjd. kl. 20-22, 6 skipti. LeiSbeinandi Ingibjörg Gubmundsdóttir, jógakennari. Jógasföðin Heimsljós, fr-ÍC/]'| Ármúla 15, sími 588 4200 iógastöðin HEIMSLjOS Takk fyrir komuna á Shellhátíð í Perlunni Við viljum þakka þeim þúsundum íslendinga sem heimsóttu okkur á Shellhátíð í Perlunni um helgina. Óskum jafnframt eftirfarandi vinningshöfum happdrættisins til hamingju: Sterling 1412 gasgrill frá Skeljungsbúðinni hlaut: Eiríkur B. Lindal, Huldubraut 84 10.000 kr. úttekt í Skeljungsbúðinni hlutu: Snorri Sigurðsson, Kjarrmóum 18 Guðni Pálsson, Holtagerði 28 Hrafnhildur Ólafsdóttir, Borgarholtsbraut 58 Einar Stejndórsson, Freyjugötu 1 Baldvin Hjálmtýsson, Arahólum 4 Vortónleikar á Isafirði HINIR árlegu vortónleikar Tónlist- arskóla ísafjarðar verða haldnir um helgina. Um ferna tónleika er að ræða með mismunandi efnisskrá í hvert skipti. Mest ber á einleikurum að þessu sinni og kemur fram hátt á annað hundrað einleikara, allt frá byijendum upp í 8. stig. Hljómsveit tónlistarskólans leik- ur nokkur verk, barnakór skólans flytur nokkur sönglög og Lúðra- sveit Vestfjarða leikur nokkur lög, en lúðrasveitin er skipuð tónlistar- nemendum frá ísafirði, Súðavík, Bolungarvík, Suðureyri og Þing- eyri. Tónleikarnir fara allir fram í sal Grunnskóla ísafjarðar; föstudaginn 10. maí kl. 20.30, laugardaginn 11. maí kl. 17, og sunnudaginn 12. mai kl. 15 og 17. Vortónleikarnir eru einu tónleik- ar skólans þar sem seldur er að- gangur. Ágóði af miðasölu rennur til hljóðfærakaupa og er miðaverð 400 kr.. Tónlistarskóli ísafjarðar hefur um margra ára skeið rekið útibú í Súðavík en þar er kennt á píanó, gítar og ýmis blásturshljóðfæri Vortónleikar þar verða haldnir i Grunnskóla Súðavíkur þriðjudaginn 14. maí kl. 18. KYDL09RDBI7 KOMVOGSl 11. og 12. maí n.k. laugardag og sunnudag kl. 13-18 uerður haldin Uorsýning SNÆLANDSSKÓLI - 200 KÓPAVOGUR SÍMI 564 1507 — — i Snælandsskola uið Furugrund (neðan Nýbýlauegar) Hug- og handíðahópar sýna uinnu uorannar 1996: bókband útskurður bútasaumur leirmótun uatnslitamálun leturgerð trésmíði sílkimálun uppeldi trjáplantna Uerið uelkomin að sjá og kgnnast námi og kennsiu í boði hér Áfyllingu á bílinn hlutu: Esther Hilmarsdóttir, Háholt 3 íris Magnúsdóttir, Lambhaga 7 Lára Hannesdóttir, Kjarrvegi 1 Ólína Jóhannesdóttir, Hörgshlíð 2 Gréta Þ. Björnsson, Bjarnhólastíg 6 Sjáumst á næstu Shellstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.