Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ S veitarstj órnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum Fimm flokkar beij- ast um ellefu sæti Morgunblaðið/Halldór INGI Jóhannson, kirkjuvörður ísafirði, kýs utankjörstaðakosn- ingu á Iafirði í gær. Gréta Jónsdóttir, starfsmaður sýslumanns á Isafirði, fer með kjörsijórn. ísafirði - Fyrstu sveitarstjórnar- kosningarnar í sameinuðu sveitar- félagi Isafjarðarkaupstaðar, Suð- ureyrarhrepps, Flateyrarhrepps, Mosvallahrepps, Mýrahrepps og Þingeyrarhrepps, fara fram á morgun, laugardaginn 11. maí. Fimm flokkar bjóða fram lista í kosningunum; Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðis- flokkur, Funklisti framhaldsskóla- nema og F-listi, Óháðra, Kvenna- lista og Alþýðubandalags. Á kjörskrá í sveitarfélögunum fímm eru 3.062 einstaklingar sem svarar til fækkunar upp á 175 manns eða 6% frá síðustu sveitar- stjórnarkosningum árið 1994. Á ísafírði eru 2.284 á kjörskrá, 179 í Suðureyrarhreppi, 222 í Flateyr- arhreppi, 44 í Mosvallahreppi, 53 í Mýrahreppi og 280 í Þingeyrar- hreppi. Kosið verður um ellefu sæti í nýrri bæjarstjórn en fyrir voru níu í bæjarstjóm ísafjarðar. Kosið í níu kjördeildum í kosningunum á morgun verður kosið í níu kjördeildum. Á ísafírði verður kosið í Grunnskólanum á Isafírði og í Barnaskólanum í Hnífsdal. I Grunnskólanum á Isafirði verða þrjár kjördeildjr fyrir þá er kosningarétt hafa á ísafírði og búa utan Hnífsdals. í Barnaskó- 3.062 eru á kjörskrá, 6% færra en í síð- ustu sveitar- sljórnar- kosningum lanum í Hnífsdal verður ein kjör- deild fyrir þá er kosningarétt hafa og búa í Hnífsdal. Kjörfundur á þessum stöðum hefst kl. 10 og lýkur kl. 22. í Suðureyrarhreppi verður kosið í Félagsheimilinu á Suðureyri og hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 21. í Flateyrarhrepþi verður kosið í Grunnskólanum á Flateyri og hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 21. f Mosvallahreppi verður kosið í Grunnskólanum í Holti og hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 21. í Mýrahreppi verður kosið í Grunnskólanum á Núpi og hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 21. í Þingeyrarhreppi verður kosið í Félagsheimilinu á Þingeyri og hefst kjörfundur kl. 12 og lýkur kl. 21. Talning atkvæða hefst í Stjórn- sýsluhúsinu á ísafirði sama dag kl. 23 og er öllum opin. Á kjördag hefur yfirkjörstjórn aðsetur í fund- arsal bæjarstjórnar fsafjarðar á 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á ísafírði. 110 manns í framboði Eins og að framan greinir eru fimm listar í boði við kosningarnar og skipa þá 110 Vestfírðingar. Eftirtaldir einstaklingar skipa ell- efu efstu sætin á listunum fimm: A-listi, Alþýðuflokks: 1. Sigurð- ur R. Ólafsson, form. Sjómannafé- lags ísfirðinga, ísafirði. 2. Björn E. Hafberg, skólastjóri, Flateyri. 3. Jens Andrés Guðmundsson, skrifstofustjóri, Þingeyri. 4. Jón Arnar Gestsson, tölvuður, Suður- eyri. 5. Karitas Pálsdóttir, bæjar- fulltrúi, ísafírði. 6. Gróa Stefáns- dóttir, bókari, ísafirði. 7. Jóhann Bjarnason, verkamaður, Suður- eyri. 8. Guðjón S; Brjánsson, fram- kvæmdastjóri, ísafirði. 9. Jóna Símonía Bjamadóttir, skjalavörð- ur, ísafirði. 10. Þorsteinn Guð- bjartsson, bifreiðarstjóri, Flateyri. 11. Jóhann Símonarson, skipstjóri, ísafirði. B-listi, Framsóknarflokks: 1. Kristinn Jón Jónsson, rekstrar- stjóri, Isafírði. 2. Bergþóra Annas- dóttir, skrifstofumaður, Þingeyri. 3. Jón Reynir Sigurvinsson, að- stoðarskólameistari, ísafirði. 4. Ásvaldur Magnússon, bóndi, Tröð, Önundarfirði. 5. Inga Ólafsdóttir, húsmóðir, ísafirði. 6. Jón Reynir Sigurðsson, bílstjóri, Þingeyri. 7. Þorvaldur H. Þórðarson, bóndi, Stað, Súgandafirði. 8. Sigurður Hafberg, forstöðumaður, Flateyri. 9. Jón Skúlason, bóndi, Gemlu- falli, Dýrafirði. 10. Svanlaug Guðnadóttir, kaupmaður, ísafirði. 11. Elías Oddsson, framkvæmda- stjóri, ísafirði. D-listi, Sjálfstæðisflokks: 1. Þor- steinn Jóhannesson, yfirlæknir, Isafirði. 2. Magnea Guðmundsdótt- ir, oddviti, Flateyri. 3. Jónas Ólafs- son, sveitarstjóri, Þingeyri. 4. Hall- dór Jónsson, framkvæmdastjóri, ísafírði. 5. Kolbrún Halldórsdóttir, fiskvinnslukona, ísafirði. 6. Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri, Suð- ureyri. 7. Pétur H.R. Sigurðsson, mjólkurfræðingur, ísafirði. 8. Ragnheiður Hákonardóttir, hús- móðir, ísafirði. 9. Björgvin A. Björgvinsson, afgreiðslustjóri, ísafirði. 10. Steinþór Bjarni Krist- jánsson, skrifstofumaður, Flateyri. 11. Signý Björk Rósantsdóttir, bankastarfsmaður, ísafirði. E-listi, Funklistinny 1. Hilmar Magnússon, nemi, ísafirði. 2. Kristinn Hermannsson, nemi, Isafirði. 3. Kristján Freyr Halldórs- son, nemi, Isafírði. 4. Torfi Jó- hannsson, nemi, Isafirði. 5. Sigurð- Chverolet Lumina APV 7 manna V-6 '92, rauður, sjálfsk., ek. 70 þ. km., rafm. í öilu o.fl. V. 2,1 millj. Toyota Corolla XL Sedan ‘92, vínrauður, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km. Bein sala. V. 870 þús. Hyundai Pony GLSi Sedan ‘93, blár, 5 g., ek. aðeins 27 þ. km. V. 770 þús. Toyota Corolla XLi ‘94, 3ja dyra, hvítur, ek. 39 þ. km., 5 g. V. 990 þús. Mazda MX-3 V6 ‘92, sportbíll, 5 g., ek. 60 þ. km., rauður, sóllúga, álfelgur o.fl. V. 1.650 þús. Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan ‘92, sjálfsk., ek. aðeins 54 þ. km., rafm. í rúðum, spoil er, 2 dekk- jagangar o.fl. V. 930 þús. Grand Cherokee V-8 Limited ‘93, græns ans., sjálfsk., ek. aðeins 42 þ. km., rafm. í öllu, leðurinnr. o.fl. V. 3.350 þús. MMC Pajero V-6 ‘91, blár, 5 g., ek. 90 þ. km„ rafm. í rúðum o.fl. Fallegur jeppi. V. 1.490 þús. Hyundai Sonata GLSi ‘92, ek. 60 þ. km„ silfur- grár, 5 g„ áífelgur, sóllúga o.fl. V. 1.050 þús. Sk. ód. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 4-j| 567-1800 ^ Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Toyota Corolla DX ‘87, 3ja dyra, hvítur, sól- lúga, spoiler. V. 340 þús. Mjög fallegur bíll. BMW 728 iA ‘82, ek. 200 þ. km„ grænn, sjálf- sk„ álfelgur, 2 dekkjagangar. Bíll í toppstandi. V. 490 þús. Daihatsu Charade CS ‘88, hvftur, ek. 93 þ. km„ 3ja dyra. V. 260 þús. Ford Econoline 150 húsbíll ‘81, rauð ur/hvítur, uppt. vél, sjálfsk., 6 cyl„ gasmið stöð, WC, vaskur o!fl. o.fl. V. aðeins 350 þús. Peugout 505 station 7 manna ‘83, 5 g. Gott eintak. V. 350 þús. MMC Lancer GLX ‘88, sjálfsk., ek. aðeins 90 þ. km. V. 440 þús. MMC Colt GLXi ‘91, hvítur, 5 g„ ek. 59 þ. km„ rafm. í öllu, spoiler o.fl. Sportlegur bíll. V. 730 þús. Nissan Patrol langur ‘83, rauður, 7 manna, 3.3 diesel, 35“ dekk, sk. á fólks bíl. V. 950 þús. Subaru Legacy 1.8 station ‘91, 5 g„ ek. 79 þ. km„ rafm. í rúðum o.fl. V. 1.150 þús. Sk. ód. Volvo 240 GL ‘88, sjálfsk., ek. 123 þ. km. Gott eintak. V. 690 þús. Isuzu Sport Cap 2.4 (bensín) ‘91, grás ans, 5 g„ ek. 69 þ.km., álfelgur, veltigrind o.fl. V. 1.100 þús. Nissan Sunny SLX 4x4 station ‘93, grá- sans., ek. 77 þ. km„ rafm. í rúðum, hiti í sætum, topp- grind, dráttarkrókur o.fl. V. 1.190 þús. Daihatsu Feroza SX ‘91, vínrauður, ek. 88 þ. km. Fallegt eintak. V. 890 þús. MMC Pajero V-6 langur ‘91, 5 g„ ek. 75 þ. km„ góöur jeppi. V. 1.890 þús. Toyota Carina II GLi Executive ‘90, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 108 þ. km„ rafm. í öllu, spoiler o. fl. V. 890 þús. Toyota Corolla GL Special series’91,5 g„ ek. 93 þ. km„ 5 dyra, rafm. í rúðum, samlæsingar, blár. V. 690 þús. Húsbíll M. Benz 309 ‘86, hvítur, 5 cyl„ dísel, sjálf- sk„ 7 manna, svefnpláss, elda vél, gasmiðstöð, stórt fortjald o.fl. o.fl. V. 1.490 þús. Sk. ód. Toyota Tercel 4x4 station ‘88, rauður, ek. 147 þ. km. V. 530 þús. Sk. ód. Toyota Landcruiser diesel '87,5 g„ ek. 190 þ. km„ drif og gírkassar ný uppt., loftlæstur aftan og framan. Nýl. 38“ dekk. Toppeintak. V. 1.870. Nissan Sunny 1.3 LX ‘90, 3ja dyra, blár, 4 g„ ek. 84 þ. km. V. 460 þús. Subaru Legacy 2.0 Station ‘92, grár, 5 g„ ek. aðeins 49 þ. km. V. 1.490 þús. Toyota Carina E ‘93, 5 dyra, rauður, 5 g„ ek. 55 þ. km. V. 1.450 þús. MMC Colt GLXi ‘92, rauður, 5 g„ ek. 85 þ. km„ álfelgur, spoiler, rafm. í öllu o.fl. V. 860 þús. Mazda 323 1.6 GLX 4x4 station ‘94, steingrár, 5 g„ ek. 58 þ. km„ álfelgur o.fl. V. 1.180 þús. Toyota Landcruiser stuttur bensín ‘88, stein- grár, 5 g„ 33“ dekk, álfelgur. V. 1.190 þús. Sk. ód. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson UNGIR skátadrengir á Akranesi í skoðunarferð við Skorradalsvatn. Skátastarf í 7 0 ár á Akranesi Akranesi - Um þessar mundir eru liðin 70 ár frá því Skátafélagið Væringjar var stofnað á Akranesi og minnast skátar á Akranesi þessara tímamóta með ýmsu móti. Kvenskátafélag Akraness var síð- an stofnað 1928. Þessi tvö félög voru sameinuð 2. nóvember 1952 í Skátafélag Akraness, sem hefur haldið úti öflugu starfi frá þeim tíma og gerir enn. Það var á vordögum árið 1926, nánar tiltekið á uppstigningardag, 13. maí, að Skátafélagið Væringj- ar, drengjafélag, var stofnað. Stofnendur voru átta talsins og foringi þeirra Jón Hallgrímsson. Jón, sem var eldheitur hugsjóna- maður, altekinn af markmiðum skátahreyfingarinnar, lagði fram krafta sína og starfsorku í þágu skátastarfsins á Akranesi og hvatti menn til dáða, fullviss um hinn góða málstað. Jón andaðist langt um aldur fram árið 1940. Aðrir stofnendur voru bræðurnir Hreggviður og Jón Steinssynir, bræðumir Láms og Jón Amasyn- ir, Níels R. Finsen, Þórður Hjálms- son og Þorvaldur Ellert Ásmunds- son. Allt vom þetta kunn nöfn í bæjarlífinu á Akranesi á síðari tím- um og athafnamenn í fremstu röð. Kvenskátafélag Akraness var stofnað 25. mars 1928. Fyrsti for- ingi þess var Svava Þorleifsdóttir skólastjóri. Svava var mjög áhuga- söm um æskulýðsstarf og menn- ingarmál og mikil baráttukona um jafnrétti kynjanna. Hún gerði sér snemma Ijósa grein fyrir þýðingu skátastarfsins fyrir stúlkur jafnt sem pilta. Aðrir stofnendur félags- ins voru systurnar Halldóra og Valgerður Briem, Ragnheiður Þórðardóttir og Sigríður Einars- dóttir. Aðstaða í Skorradal Skátafélag Akraness hefur haldið úti öflugu félagsstarfi frá stofnun þess og komið víða við. Þeir byggðu upp á sínum tíma glæsilegt félagsheimili á Akra- nesi, héldu fjölmenn skátamót í Botnsdal á sjöunda áratugnum og hafa nú á síðustu árum verið að byggja upp náttúm- og útilífsað- stöðu í Skorradal. Þar er komin upp fyrirmyndaraðstaða bæði í húsakynnum og aðstöðu utandyra, auk þess sem félagið hefur lagt mikla áherslu á skógrækt á þessu fallega svæði. Skátar á Akranesi minnast þess- ara timamota með hátíðarhöldum á Akranesi sunnudaginn 12. maí. Safnast verður saman við Skáta- húsið kl. 13.50 og gengið í skrúð- göngu með lúðrasveit að Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Þar fer fram hátíðardagskrá með fjöl- breyttum atriðum. Einnig verða bornar fram veitingar. Allir eldri skatar eru boðnir velkomnir og hvattir til að gleðjast með félögum sínum á þessum merku tímamót- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.