Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞRJU ÞUSUND NÝSTÖRF BATAMERKI í íslenzkum þjóðarbúskap voru umræðu- efni Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra á fundi með ungum framsóknarmönnum á dögunum. Ráðherrann vitnaði til nýrrar áætlunar Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt henni verður þrjú prósent hagvöxtur hér á landi á líðandi ári og þrjú þúsund ný störf verða til. Ef miðað er við, eins og spáin gerir, að 1.760 manns bætist við á íslenzk- um vinnumarkaði á árinu, eru eftir 1.240 störf til að draga úr atvinnuleysi. Á fyrsta fjórðungi þessa árs var atvinnu- leysið rúmu prósentustigi minna en á sama tíma í fyrra. Líkur standa til að það fari niður í um 4% á þessu ári. Utanríkisráðherra sagði að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna hefði rýrnað árin 1988, 1989 og 1990, vaxið um 2,5% árið 1991, rýrnað um 2,3% 1992 og 6% 1993 en staðið í stað árið 1994. Þróunin hafi á hinn bóginn snúizt til réttrar áttar á nýjan leik. „Það var aukning um 4% á árinu 1995,“ sagði hann, „og útlit er fyrir aukningu um 3,5-4% á árinu 1996.“ Ráðherrann sagði á hinn bóginn að ekki yrði undan því vikizt að takast á við fjárlagahallann og hemja þenslu í ríkisútgjöldum. „Það er lykilatriði,“ sagði hann, „að ná jafnvægi í ríkisrekstrinum og eyða ekki um efni fram í góðæri. Við höfum hins vegar ekki treyst okkur til þess að ganga mikið lengra í því að sinni en ná jafnvægi, því við óttumst að ef við göngum lengra komum við um of við velferðarkerfið og drögum úr þjónustu við fólkið, bæði á sviði heilbrigðismála og menntamála.“ Þijú þúsund ný störf og 3,5-4% kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna á þessu ári segja sitt um byrjandi bata í samfélaginu. Styrking þorskstofnsins og stækkun álvers- ins lofa og góðu um framhaldið, ef við kunnum fótum okkar forráð. Meginmáli skiptir að eyða ríkissjóðshallanum og varðveita stöðugleikann í verðlags-, gengis- og kaup- gjaldsmálum. Takist það mun sígandi lukka leiða okkur til farsældar á næstu árum. STIMPILGJÖLD OG EES AAÐALFUNDI Iðnlánasjóðs í fyrradag lýsti Orn Gúst- afsson, formaður stjórnar Iðnlánasjóðs, þeirri skoð- un, að álagning 1,5% stimpilgjalds stæðist varla sam- keppnisreglur Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta gjald gerði það að verkum, að íslenzkar lánastofnanir stæðu ekki jafnfætis erlendum samkeppnisaðilum. Um þetta sagði stjórnarformaður Iðnlánasjóðs orðrétt: „Lántaka hjá íslenzkum fjármálastofnunum er háð gjaldtöku fyrir stimplun og nemur það gjald 1,5%. Erlend- ar lánastofnanir, sem lána beint til fyrirtækja hérlendis taka ekki stimpilgjald. Þessi mismunun getur varla stað- izt samkeppnisreglur EES og verður að breyta þessu hið fyrsta.“ Á undanförnum árum hefur verið lögð rík áherzla á það af hálfu íslenzkra stjórnvalda, að íslenzkt atvinnulíf ætti að búa við sömu rekstrarskilyrði og atvinnufyrirtæki í helztu samkeppnislöndum okkar. Segja má, að talsmenn allra stjórnmálaflokka hafi tekið undir þetta sjónarmið. Jafnframt hafa stjórnvöld staðið myndarlega að því að jafna rekstrarskilyrði íslenzkra fyrirtækja, þannig að þau séu ekki verri en erlendra samkeppnisaðila. Fjármálafyrirtæki eru hluti af íslenzku atvinnulífi. Mörg þúsund manns hafa atvinnu af fjármálaþjónustu. Með sama hætti og fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum geta gert kröfu um, að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit í þessum efnum, sem þau hafa vissulega gert, geta fjár- málafyrirtækin gert sömu kröfu. Það er augljóst, að samkeppni af hálfu erlendra fjár- málafyrirtækja mun harðna mjög á næstu árum á okkar markaði. Erlend tryggingafélög eru að hefja starfsemi hér og erlendir bankar og aðrar lánastofnanir auka við- skipti við íslenzk fyrirtæki. Stimpilgjaldið er svo augljós mismunun á rekstrarskilyrðum íslenzkra fjármálafyrir- tækja gagnvart erlendum fyrirtækjum í þessari grein, að ríkisstjórn og Alþingi hljóta að láta málið til sín taka. Hins vegar er ljóst, að það verður ekki auðvelt verk vegna þess, að ríkið hefur svo miklar tekjur af þessu gjaldi. Það verður áreiðanlega ekki afnumið án þess að eitthvað komi í staðinn. Krísuvíkursvæði og nágrenni rannsakað ítarlega með nýtingu jarðhita í huga trnes r&abær Hafnarfjör&ur Straumsvík vJt Garöur sKeflavík s Njarðvík ogar Langahlíð Tröllad; Höskuldarvel Keilir j $ .teinsl Fagrádals- :ngi fjall anes Grindavík Jarbhiti á Reykjanesskaga Sandger&i \ Hafnir Þorlakshöfn 10 km „Mjög álit- legjarð- hitasvæði“ Ríki, Reylg avíkurborg og Hafnarfjarðarbær beina nú sjónum sínum að Krísuvíkursvæðinu með rannsóknir og öflun á jarðgufu þaðan í huga. Þar og í nágrenni er talið að fínna megi gnótt orkulinda í formi jarðgufu sem hægt sé að beisla til gufufreks iðnaðar sem og til annarrar orkuframleiðslu. Morgunblaðið/Einar Falur MIKILVÆGI Krísuvíkursvæðis er talið liggja í nálægð við höfuð- borgarsvæðið og góðum vísbendingum um nýtanlegan jarðhita til iðnrekstrar eða stómotkunar. Hafnarfjarðarbær, Reykjavíkurborg og iðn- aðar- og viðskiptaráðu- neytið hafa orðið ásátt um sameiginlegt átak til að kanna kosti á afhendingu jarðgufu til stórra notenda við starfandi stór- skipahöfn og var samkomulag þar að lútandi undirritað 3. maí sl. Orkukragi um atvinnusvæði Lykilþáttur í fyrirhuguðu sam- starfi þessara aðila er að gera hið fyrsta rannsóknaráætlun sem miði að því að kanna forsendur til öflun- ar jarðgufu til sérstakra stóriðn- aðarnota, vinna verkfræði- og hag- kvæmnisathugun á heildarfjárfest- ingu vegna virkjunar jarðgufu á Krísuvíkur-/Tröiladyngjusvæðinu og til afhendingar í Straumsvík, miðað við u.þ.b. 1,6 milljónir tqnna á ári. Þetta er í samræmi við viljayfir- lýsingu Reykjavíkurborgar og Hafn- arfjarðarbæjar frá 17. apríl sl. þar sem kveðið er á um að bæjarfélögin beiti sér sameiginlega fyrir sérstöku átaki til rannsókna og öflunar jarð- gufu frá Krísuvíkursvæðinu, m.a. til jðnaðamota. í greinargerð með viljayfírlýsingu um þetta samstarf segir að þegar litið er heildstætt á háhitasvæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sé óhætt að segja að þau myndi ein- hvers konar kraga, orkukraga svo- nefndan, sem umlykur hið sameigin- lega atvinnusvæði. Er þá litið til Krísuvíkursvæðisins, Brennisteins- fjalla og Hengilssvæðisins. „Á öllum þessum svæðum virðist vera gnótt orkulinda í formi jarð- gufu sem hægt er að beisla sem slíka til gufufreks iðnaðar sem og til annarrar orkuframleiðslu,“ segir í greinargerðinni. Talið er brýnt að bæði bæjarfélögin hafi frumkvæði að víðtækri og markvissri rannsókn- aráætlun á háhitasvæðunum, sem miði að vitneskju um getu þeirra og upphafi virkjana á næstu tveimur til fjórum árum. Þekking minni en vænta má Jarðhitadeild Orkustofnunar tók saman í marsmánuði síðastliðnum saman yfirlit um sögu rannsókna á jarðhitasvæðinu og ýmsan fróðleik annan fyrir iðnaðarnefnd Alþingis um Krísuvík. Þar kemur meðal ann- ars fram að umrætt svæði býr yfir sérstæðri náttúru í jarðmyndunum og fuglalífí og „mjög álitlegum jarð- hitasvæðum“. Sérstaklega er bent á að háhita- svæðin sem talin eru til Krísuvíkur- sævðis ná yfir um 60 kmz og eru nefnd Sveifluháls, Trölladyngja og Sandfell en auk þess er hluti háhita- svæðisins í Brennisteinsfjöllum inn- an lands sem tekið var eignamámi 1936. Hluti þess lands var framseld- ur Hafnarfjarðakaupstað og nú eiga Hafnarfjörður, Reykjavík og ríkið jarðhitarétt á svæðinu og er réttar- staðan talin nokkuð flókin að mati skýrsluhöfunda. Einungis hluti Trölladyngju og Brennisteinsfjalla er innan umræddrar landareignar. Þama er að finna háhitasævði með lítt söltu vatni og hita á bilinu 230-260°C sem er mjög ákjósan- legur til gufuframleiðslu. Til saman- burðar má geta þess að hiti í Svarts- engi er 240°C, í Eldvörpum 260°C og á Reykjanesi 290°C. Þrátt fyrir allmiklar boranir, sem ná 50 ár aft- ur í tímann og töluverðar rannsókn- ir er þekking á jarðhitasvæðinu ekki sú sem vænta mætti. Langur tími hefur liðið milli þess að svæðið hef- ur verið tekið til rannsókna segir í( skýrslu Orkustofnunar og minnt á að stórstígar framfarir hafi nú orðið í rannsóknar- og bortækni. Virkjað í allstórum mæli Halldór Ármannsson og Sverrir Þórhallsson á Orkustofnun segja í þessu yfírliti sínu um fyrri rannsókn- ir á Krísuvík og nýtingarmöguleika, að nálægð jarðhitsvæðisins í Krísu- vík við höfuðborgarsvæðið geri það að verkum að álitlegast sé að nýta hitann þar til orkuvers sem gæti þjónað húshitunarþörf höfðuborgar- svæðisins jafnvel þótt það sé í fjar- lægri framtíð. „Fyrir nokkmm árum var vatns- skortur talinn ókostur við hluta svæðisins í samanburði við Nesja- velli en í framtíðinni má reikna með lokuðu dreifíkerfí sem ekki gerir sömu kröfu til aðgangs að fersk- vatni. Hitaveitan á því þarna mikilla hagsmuna að gæta og hefur tryggt sér jarðhitaréttindi í því sambandi. Einnig kemur til álita að leggja gufulögn til sjávar við Straumsvík og nýta gufu til iðnaðar. Aflvaki hf. er nú að kanna með hvaða hætti unnt er að nýta jarðhita, einkum jarðgufu, til iðnaðar á höfuðborgar- svæðinu. Orkugarður við Straums- vík, sem nýtir jarðgufu, er liður í þeirri athugun enda Hafnarfjarðar- bær nýlega orðinn hluthafí í Áflvaka hf. Vegna fjarlægðar, kostnaðar og þrýstifalls gufunnar þarf að virkja gufuna í allstórum mæli,“ segja þeir félagar. í skýrslu þeirra em jafnframt kynntar þær rannsóknir á jarðhita- svæðinu sem talið er að þurfi að leggja í, standi stórnýting fyrir dyr- um. Staðbundinni nýtingu í minna mæli mætti að þeirra mati koma af stað á mun skemmri tíma en talið hefur verið. Reikna megi með að 5-8 ár líði þar til slíkur stórrekstur gæti hafist. Réttarstaða talin óljós „Nauðsynlegt er að skýra réttar- stöðu þeirra þriggja aðila sem eiga jarðhitaréttindi á svæðinu því að hún dregur úr frumkvæði í rannsóknum og nýtingu. Æskilegt er að koma svæðinu á það stig rannsóknarlega að hægt sé að taka ákvörðun um nýtingu þess í allstórum mæli til hitaveitu eða iðnaðar. Þá er mikil- vægt fyrir Hitaveitu Reykjavíkur að fá samanburð við önnur svæði, sem eru í athugun, t.d. Ölkelduháls þar sem hafin er rannsókn með djúpbor- unum. Mikilvægi svæðisins liggur í ná- lægð við höfuðborgarsvæðið og góð- um vísbendingum og trúi menn því að framtíð sé í nýtingu jarðhita til iðnrekstrar eða stórnotkunar t.d. í ylrækt er Krísuvíkursvæðið auk þess eitt álitlegasta svæðið til slíkrar vinnslu," segir jafnframt. Tap Landsbankans á eignarleigufyrirtækinu Lind er nú áætlað um 600 milljónir króna Fagmennsku skorti í lánastarfseminni AÆTLAÐ er að Landsbanki íslands muni tapa um 600 milljónum króna af þeim eignarleigusamningum sem bankinn yfirtók af dótturfélagi sínu Lind hf. í árslok 1994, en þá var félagið að komast í þrot. Þetta skýrir að hluta hvers vegna afskrift- ir bankans fóru um 2,5 milljörðum fram úr áætlun og urðu 5,5 milljarð- ar í stað 3 milljarða á árunum 1993- 1995. Það hafði aftur í för með sér að heildarafkoma bankans varð um 1.200 milljónum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir á tímabilinu. Eftirstöðvar eignarleigusamninga Lindar nema nú um 1,3 milljörðum og hefur bankinn falið dótturfélagi sinu Hömlum hf. að ljúka innheimtu þeirra. Eftir stendur hins vegar sú spurning hvers vegna svo illa tókst til í rekstri þessa eignarleigufyrir- tækis meðan annar slíkur rekstur hefur oftast skilað hagnaði á undan- förnum árum og stendur nú traust- um fótum. Svörin eru ekki augljós. Rekstri Lindar var rennt saman við Landsbankann í árslok 1994 og því fátt um opinberar upplýsingar um fyrirtækið á síðasta starfsári þess. Eignaðist allt fyrirtækið 1992 Lind hf. var sett á stofn ' árið 1987 af Samvinnusjóði , íslands, Samvinnubankanum og ‘ý- frönskum banka, Banque Indosu- ^ ez. Landsbankinn eignaðist hlut í ' fyrirtækinu við yfirtökuna á Sam- vinnubankanum. Með kaupum á hlut Banque Indosuez í árslok 1990 varð Landsbankinn eigandi 70% hlutafjár- ins. Hlutafé fyrirtækisins var aukið um 115 milljónir á árinu 1991 og aftur undir lok sama árs um 60 millj- ónir. Landsbankinn keypti einn síð- ari hlutafjáraukninguna og átti þá 80% hlutafjárins. Eftir kaup á hlut Samvinnusjóðs í lok árs 1992 var bankinn orðinn 100% eigandi Lindar. Nýjasti ársreikningur fyrirtækis- ins er frá árinu 1993 og sýndi hann um 500 þúsund króna tap. I ávörpum sínum í ársskýrslunni, sem út kom í mars 1994, lýstu forráðamenn fyr- irtækisins því yfir að útlit væri fyrir slaka afkomu á næstu misserum. Halldór Guðbjarnason, formaður stjórnar, sagði þar m.a. að vænting- ar sem hefðu vaknað í kjölfar góðrar afkomu félagsins 1992 um áfram- hald góðs árangurs hefðu brugðist. „Viðvarandi erfíðleikar í efnahagslífi landsins hafa ráðið þar mestu um en afleiðingarnar hafa komið fram í gjaldþrotum fyrirtækja og einstakl- inga. Áf þessum sökum hef- ur mörgum viðskiptavinum félagsins reynst ókleift að standa við gerða samninga með þeim afleiðingum að Lind þarf í auknum mæli að veija árangri rekstursins til afskriftarsjóðs leigusamninga.“ Umsvif fyrirtækisins voru töluverð á þessum tíma í hefðbundinni eignar- leigu af ýmsu tagi því útistandandi samningar námu um 2,8 milljörðum í árslok 1993. Stefnt að því að \júka innheimtu á næsta ári í október 1994 var tekin ákvörðun um að Landsbankinn yfirtæki eign- Landsbankinn yfírtók eignarleigusamninga Lindar þegar reksturinn var kominn í þrot haustið 1994. Eins og aðrar lánastofnanir mátti fyrirtækið þola mikil áföll vegna sam- dráttarins í efnahagslífínu á árunum 1992- 1993, en einnig virðist ljóst að margvísleg mistök voru gerð í lánastarfseminni. Kristinn Briem kynnti sér þetta mál. aasj * # , igg mj. ' f<t ; Lánanefnd var skipuð fulltrúum bankans arleigusamninga Lindar og var öllu starfsfólki sagt upp í kjölfarið. Form- lega tók þessi ákvörðun gildi í árslok 1994 og voru af þeirri ástæðu ekki birtar upplýsingar um afkomuna á því ári. Af hálfu Landsbankans voru þær ástæður nefndar fyrir samein- ingunni að henni væri ætlað að tengja eignarleiguformið betur við önnur lánsviðskipti bankans sam- hliða því að ná fram aukinni hagræð- ingu við rekstur starfseminnar. Hins vegar er augljóst að lánastarfsemin var þá komin í þrot. í kjölfarið áttu sér stað viðræður við Lýsingu hf. um kaup á eignarleigusamningum Lindar. Þær viðræður leiddu þó ekki til neins og virðist sem forráðamönn- um Lýsingar hafi ekki litist á sölu- vöruna. Öll kurl voru þó ekki enn komin _________til grafar. Mörg erfíð mál virðast hafa komið upp úr kafínu eftir að byijað var að fara ofan í saumana á eignarleigusamningum fyr- irtækisins innan Lands- ““ bankans. í ljósi ástandsins var Hömlum hf., dótturfyrirtæki bankans, falið að yfírtaka umsýslu eignanna í júní 1995, ekki ósvipað og gert var við Sambandið á sínum tíma. Ákveðið var að ljúka innheimtu eignarieigusamninganna á sem skemmstum tíma. Gert er ráð fyrir að stór hluti af þeim 1.300 milljónum sem eftir standa verði að miklu leyti greiddur upp á næsta ári og í árslok 1998 er reiknað með að innheimtu verði nær lokið. Eins og fyrr segir er tapið áætlað um 600 milljónir og dreifist það á hvers kyns fjármögnun sem fyrirtækið hafði með höndum. Keppinautar drógu ársskýrslur í efa Ýmsar skýringar eru nefndar á því að svona fór í rekstri Lindar og bankinn tapaði öllu sínu 185 milljóna hlutafé. Fýrirtækið varð auðvitað fyrir barðinu á samdrætti í efnahags- lífinu eins og önnur eignarleigufyrir- tæki og þurfti að súpa seyðið af gjaldþrotum fyrirtækja og einstakl- inga. 1 röðum keppinauta Lindar hafa ennfremur heyrst þær skýringar að þetta mikla tap megi .rekja langt aftur í tímann. Þannig lýsti Ragnar Önundarson, stjórnarformaður Glitnis, því yfir í mars á síð-____ asta ári að ljóst væri að hið gífurlega tap Lindar hefði ekki myndast á einu ári heldur hlyti það að hafa safnast upp á löngum tíma og reyndar hefðu ársskýrsl- “ ur Lindar borið slíkt með sér. Hann sagði ennfremur að ekki yrði undan því vikist að álykta að hin venjulega og fyrirvaralausa áritun löggilts end- urskoðanda félagsins hafi verið röng. Þessari ásökun var á þeim tíma mótmælt af löggiltum endurskoð- anda félagsins. Tap af útleigu vinnuvéla Meðal þeirra þátta sem ollu fyrir- tækinu búsifjum var svonefnd rekstrarleiga á vinnuvélum. Hún fól í sér að verktakar gátu tekið á leigu vinnuvélar vegna tímabundinna verkefna. Fyrirtækið var með 10-15 vélar á sínum snærum sem voru leigðar gegn ákveðnu gjaldi í einn dag, viku eða mánuð í senn. Hjá Lind var gert ráð fyrir ákveðinni notkun vélanna á leigutímanum, en einhveijir sáu sér leik á borði og höfðu vélarnar í gangi nánast allan sólarhringinn. í þeim tilvikum stóð leigugjaldið engan veginn undir af- skriftum og öðrum kostnaði. Ennfremur er fullyrt að fram- kvæmdastjórinn hafí farið langt út fyrir þær heimildir sem stjóm fyrir- tækisins veitti í upphafi í sambandi við þessa rekstrarleigu. Umsvifín hafi orðið mun meiri en til stóð. Rekstrarleigan olli síðan mikilli óánægju meðal vinnuvélaeigenda sem fengu nú samkeppni úr óvæntri átt. Hörð gagnrýni kom fram á að fyrirtæki í ríkiseigu væri að hasla sér völl í útleigu vinnuvéla á tímum samdráttar í atvinnulífínu. Var því raunar haldið fram að ríkisfé hefði verið notað til að niðurgreiða leiguna sem þótti grunsamlega lág. Sat uppi með sérhæfð tæki í öðru lagi þykir Lind hafa farið mjög geyst í fjármögnun bíla. Fyrir- tækið fjármagnaði m.a. nokkurra ára gamla bíla sem það þurfti í sumum tilvikum að leysa til sín og selja með tapi. í þriðja lagi er nefnt til sögunnar að Lind hafi á sínum tíma fjármagn- að nokkur dýr og mjög sérhæfð tæki fyrir aðila sem síðan gátu ekki staðið í skilum. Fyrirtækið sat því uppi með tækin en söluandvirði þeirra dugði engan veginn fyrir þeirri fjármögnun sem það lét í té í upphafi. í Qórða lagi er á það bent að alltof seint hafi verið gripið í taum- ana í rekstri fyrirtækisins. Miklu af samningum Lindar hafi verið skuld- breytt, óháð virði þeirra tækja sero um var að ræða. Þegar viðskiptavin- ir komust síðan endanlega í þrot hafí verðmæti tækjanna lækkað langt niður fyrir samningsfjárha:ð- ina. Stjómendur Lindar hafi þannig ekki gætt sín á því verðfalli sem varð á tækjum og jafnvel samið við verktaka sem voru orðnir gjaldþrota. Þá er því loks haldið fram að fyrir- tækið hafí ekki gætt þess að halda jafnvægi á milli gjaldmiðla í efna- hagsreikningi sínum og orðið fyrir verulegu gengistapi. „Óheimilt að ræða þessi mál“ Þórður Yngvi Guðmundsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri, kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki geta tjáð sig um málefni fyrirtækisins þar sem hann hafí ekki séð nein gögn í vel á annað ár eða frá því hann lét af störfum haustið 1994. Þar að auki væri honum óheimilt að ræða _________þessi mál. í stjóm Lindar vom auk Halldórs Guðbjamasonar bankastjóra, þeir Barði Ámason og Stefán Péturs- son, aðstoðarbankastjórar Landsbankans. Halldór Umsvif rekstrarleigu urðu meiri en tíl stóð kvaðst ekki heldur geta rætt þessi mál opinberlega. Þegar á heildina er litið virðist sem ekki hafi verið staðið nægjanlega faglega að þessari lánastarfsemi. Ljóst er að I þvi efni bar fram- kvæmdastjórinn mikla ábyrgð, en á það ber einnig að líta að sérstök lána- nefnd var starfandi í fyrirtækinu sem skipuð var fulltrúum Landsbankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.