Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Allsnægla- borðið LEIKRITIÐ Allsnægtaborðið eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttir verður sýnt í Höfundasmiðju Borg- arleikhússins laugardaginn 11. maí. í kynningu segir: „Leikurinn er um þá óvenjulegu atburði sem' eiga sér stað þegar venjulegt fólk fer út að borða á venjulegum veit- ingastað og er þjónað af venju- legum þjóni. Það sérstaka við sýn- inguna er að leikið verður á mismunandi vegu eða al- veg þangað til síðasti áhorfandinn gefst upp.“ Leikarar eru Valgerður Dan, Sig- urður Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Sýningin hefst kl. 16 og er að- eins um eina sýningu að ræða. Kristín Bryn- dís sýnir í Gerðubergi KRISTÍN Bryndís Björndóttir myndlistarkona kynnir verk sín í Gerðubergi um helgina 11.-12. maí Bryndís hefur um árabil stundað nám í Myndlistar- skóla Reykjavíkur og er þetta hennar fyrsta sýning. Sýningin er haldin í D-sal og er hún í tengslum við handavinnusýningu félagsstarfs aldraðra í Gerðubergi. Gospel-miðnæt- urtónleikar í Dómkirkjunni GOSPELHÓPUR Söngsmiðjunnar, eða Sönghópur móður jarðar eins og hann kallar sig nú, einsöngvarar og þriggja manna hljómsveit, heldur miðnæturtónleika í Dómkirkjunni á laugardagskvöld kl. 23.30. Stjórn- andi hópsins er Esther Helga Guð- mundsdóttir. „Vegna fjölda áskorana mun hóp- urinn halda þessa tónleika og velur þennan sérstæða tónleikatíma dg stað sem jákvætt og uppbyggjandi innlegg í hringiðu helgarinnar,“ seg- ir í kynningu. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Miða- sala við innganginn. GiiÖœunöm Rapi Gemóal „Rétta orðalagið á þeim, sem hafa tílkynnt ákvörðun sína um að bjóða sig fram til forseta Lslands, er: „væntanlegur forseta- framb jóðandi" samkvæmt Jóni Thors, embættismanni dómsmálaráðuneytisins, sem sér um þessi mát Enginn getur kallað sig eingöngu forsetaframbjóðanda með réttu fyrr en hann hefur sótt um það bréf- lega til ráðuneytisins fyrir 24. maí nk. og skilað hjálögðum listum 1.500-3.000 meðmælenda í réttum hlutföllum miðað við landsfjórðunga og fengið um það staðfestingu ráðuneytísins, en það verður ekki endanlcga ljósl fyrr en í kringum 3. júní nk. Ekki er vfst að allir þeir sem hafa komið fram, standist þær kröfur. Það er fyrst þá sem endanlega er Ijóst hverjir niega með réttu kallast forsetafram- bjóðendur og/eða forsetaefni." Formbirtíng Kristján Jónsson. MYNDLIST Sólon íslandus MÁLVERK Kristján Jónsson. Opið alla daga á tíma veitingahússins til 12. maí. Að- gangur ókeypis. ÞAÐ hefur verið lenska um ára- bil að mála stór málverk og jafn- framt röð minni málverka í sömu stærð og sýna þau þéttskipuð á einhveijum endaveggnum. Jafn- framt hefur akríltæknin þótt henta vel við gerð slíkra mynda óhefts málunarflæðis vegna þeirra eigin- leika málningarinnar að þorna fljótt, ennfremur að mála með ýms- um litarefnum í blarid, helst vaxi og emulusion. Þetta er sú tækni sem virðist vera ofan á í skólum víðs vegar um Evrópu og menn virðast „in“ ef þeir aðhyllast hana, því ferlið á víst að vera eitthvað meira en gamla málverkið, sem fræðingar hafa ver- ið að bera til grafar um áratuga- skeið, þótt andlátsfréttin sé nokkuð orðurn aukin. Það er ekki svo að maður hafi hið minnsta við aðferðina að athuga í eðli sínu, því allar aðferðir hljóta að vera gildar sé útkoman gædd rismiklum tjákrafti. Hins vegar hef- ur rýnirinn af fenginni reynslu til- hneigingu til að hafna fullkomlega hvers konar múgsefjun í tækni- eða vinnubrögðum, hvort heldur um er að ræða hreint málverk „Peinture pure“ eða fullkomlega hugmynda- fræðilega list „Conceptual Art“, þar sem heimspekin virðist oftlega mik- ilvægari útfærslunni. Það er ekki ýkja langt síðan Kristján Jónsson sýndi síðast, sem var í Hafnarhúsinu í febrúar fyrir ári, og þá kom í minn hlut að rýna í myndir hans. Þær byggðust öðru fremur á myndheildum ritmáls, þótt erfitt hafi verið að átta sig á hvort hefði betur á myndfletinum ritmálið eða málverkið. í myndum sínum í Sólon ísland- us, sem allar virðast nýjar af nál- inni, hefur Kristján aftur á móti tekið af skarið og nú er ritmálið í bakgrunninum, þannig að ekki velkist fyrir skoðandanum, að hér er um að ræða málverk sem nýtur stuðnings frá hrynjandi og blæ- brigðum letursins. Hins vegar heldur hann sig áfram við hið óhefta flæði og óformlega tjákraft á myndfletinum, þannig að jafnvel hlutlæg form eins og húsa- þyrping lýtur engum rökfræðileg- um lögmálum í myndskipaninni, heldur virkar sem uppfyliing eða viðbót. Má segja að hér sé á ferð- inni sérstakt afbrigði af því sem í sjónlist hefur veruð skilgreint sem „Behaviour Art“, en á þeim sértæku forsendum að háttalagið eða atferl- ið fer fram á dúknum sjálfum að viðbættri innsetningu í tilfallandi rými. Listamaðurinn virðist á tímamót- um og þótt þessi sýning komi manni á engan hátt í opna skjöldu, vísa hinar stærri frekar til skýrari mynd- hugsunar en á fyrri sýningu, eink- um vil ég nefna „Manifesto" og „Landslag" (Sáttmáli IV)... Bragi Asgeirsson KVENNAKOR Hafnarfjarðar. Kvenna- kór Hafn- arfjarðar KVENNAKÓR Hafnarfjarðar- kirkju heldur fyrstu sjálfstæðu tónleikana í Víðistaðakirkju sunnudaginn 12. maí kl. 17. Kórinn var stofnaður 26. apríl 1955. Kórinn kom fyrst fram með kór eldri Þrasta og Samkór Oddakirkju í fyrravor. í upphafi þessa starfsár fjölg- aði verulega í kórnum og eru kórfélagar nú rúmlega 50 tals- ins. Á söngskránni er blanda af íslenskum og erlendum lögum. Stjórnandi kórsins er Halldór Óskarsson og undirleikari Hörð- ur Bragason. Kvennakór Hafnarfjarðar mun ennfremur taka þátt í tón- leikum með fimm öðrum kórum á Laugalandi í Holtum laugar- daginn 18. maí. KVIKMYNDIR Rcgnboginn ENDURREISN „RESTOR- ATION“ ★ ★ ★ Leiksljóri: Michael Hoffman. Handrit: Rup- ert Walters eftir sögu Rose Tremain. Kvik- myndataka: Oliver Stapleton. Tónlist: James Newton Howard. Aðalhlutverk: Robert Downey, Sam Neill, David Thewlis, Polly Walker, Meg Ryan, Ian McKelIen, Hugh Grant. Miramax. 1995. KARL II Englandskóngur var maður upplýsingarinnar og stóð fyrir mikilli endurreisn vísinda og lista á seinni helmingi sautjándu aldar eftir skeið stöðnunar og aftur- halds Cromwells. Með Karli blésu ferskir vindar frumlegrar hugsunar, vísindalegrar sköpunar og listrænn- ar endurreisnar um England. Mitt í þeim suðupotti öllum miss- ir læknirinn Robert Merivel, aðal- persónan í nýjustu mynd Michael Hoffmans, Endurreisn, tökin á til- verunni eins og það mundi orðað í dag. Myndin byggir á samnefndri sögu Rose Tremain og Hoffman sér í henni ýmsar hliðstæður við það nýaldarskeið sem við nú lifum. Hann gerir ferðlag Merivel um „ljós og skugga“ síns tíma að persónu- legu ferðalagi til þroska og sjálfsvit- undar. í meðförum Hoffmans verð- ur Merivel að persónugervingi þess breytingaskeiðs í sögunni sem hann upplifir og mótar loks úr honum mann sem finnur köllun sína og þar' með tenginguna við tímann. Annað- hvort taka menn þátt í framþróun- inni eða glatast. Hoffman segir þessa sögu af skemmtilegum myndugleik og hef- ur jafnsterk tök á hinum léttleik- andi, kómíska blæ fyrri hlutans og alvarleik og myrkum drunga seinni hlutans. Falleg myndataka Olivers Stapleton dregur nákvæmlega fram endursköpun tímabilsins sem hefur tekist með mestum ágætum hvað varðar leikmyndir og búninga. Og Hoffman hefur fengið til liðs við sig úrvalshóp leikara. Robert Down- ey er læknirinn ungi er kóngur notar sem peð í framhjáhaldsklækj- um sínum og mætir örlögum sínum opinmynntur með augun uppglennt í vantrú. Sam Neill er frábærlega röggsamur sem hinn upplýsti ein- valdur, David Thewlis er hin hreina sál og samviska Merivel, Ian McKellen er spakvitur þjónn hans, Meg Ryan kemur á óvart sem bamsmóðir Merivel og loks dregur Hugh Grant upp skemmtilega skopfígúru sem smeðjulegur list- málari. Tónlist James Newton Howard eykur áhrifamátt myndarinnar með þungum stíganda sínum og það er sjaldnast dauður punktur í upp- færslu Hoffmans enda hefur hann úr að moða skrautlegu safni per- sóna og röð spennandi og ógnvekj- andi atburða eins og pláguna miklu og eldsvoða sem lagði London í rúst. Allt þjónar það tilgangi á þroskabraut Merivel til hins upp- lýsta manns, braut sem Hoffman vill meina að við séum enn að feta okkur eftir. Arnaldur Indriðason Yorsýning Kvöldskóla Kópavogs FYRSTA vorsýning Kvöldskóla Kópavogs verður haldin helgina 11. og 12. mai kl. 13-18 í húsnæði skólans í Snælandsskóla við Furu- grund, sem liggur neðan Nýbýla- vegar. Á þessari sýningu verður mest- megnis sýnd vinna og afrakstur lið- innar vorannar hjá hug- og hand- íðahópum, en tungumálaáföngum lauk um páska. „Ætlunin er að slík sýning verði árviss viðburður, en hér er að finna margs konar kjör- gripi sem menn hafa upphugsað og útfært undir leiðsögn kennara sinna“, segir í kynningu. Það sem er til sýnis nú er af ýmsu tagi, svo sem bókband, bútasaumur, letur- gerð, leirmótun, silkimálun, tré- smíði, útskurður, uppeldi tijá- plantna og vatnslitamálun. ----»-♦■+--- ErkiTíð ’96 Á TÓNLEIKUM Caput hópsins í kvöld kl. 20 verður á efnisskránni Impromtu (1989) fyrir klarinettu og strengjasveit eftir Aldo Clem- enti, Grand Duo Concertante III: Opnar dyr (1995) fyrir flautu, selló og tónband (frumflutningur á ís- landi) eftir Alta Heimi Sveinsson, Tongues Enrobed (1995) fyrir bassaflautu, gítar, píanó, slagverk, fiðlu og selló eftir Lars Graugaard. Á söngtónleikunum Út úr haus sem haldnir verða á laugardag kl. 16.15 verða flutt einsöngslög eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveins- son, Hildigunni Rúnarsdóttur og Jón Leifs. Píanóleikari Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Sönghópur undir stjórn Egils Gunnarssonar flytur lög eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Gísla Magnússon, Hildigunni Rún- arsdóttur og Egil Gunnarsson. ----» ♦ ♦--- Síðasta sýning- arhelgi Krist- jáns á Sóloni MÁLVERKASÝNINGU Kristjáns Jónssonar í Galleríi Sólon íslandus lýkur á sunnudaginn. Alls eru 15 verk á sýningunni, sem listamaðurinn málaði sérstak- lega með sýningarsal Sólons í huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.