Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 35
'Jiiumiih “ílIJIyrnFaW- Laugavegi 26, sími 551 3300 ■ STÆRÐIR: 75-95 B - C - D - DD SENDUMÍ PÓSTKRÖFU. ■ Krinalunni, sími 553 3600 Vandamálalausnir: Slæm húð - bólur - baugar - augnpokar - hrukkur - glansandi húð - varaliturinn helst illa á - rauð húð. Við ráðleggjum og lögum það sem hægt er. KYNNING í HRAUNBERGS APÓTEKI efra Breiðholti gegnt Gerðubergi ídag kl.14-18. MIKILL AFSLÁTTUR Happdrætti - ókeypis húðgreining MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FÖSTUDAGURIO.MAÍ 1996 35 wm m Klfel .. MMRMi UHHHKHI •■"1 MMMMHI Vöxtur - frjósemi - langlífi Sumar, vetur, vor og haust High-Desert drottningarhunang, ferskt og óunnið, er undursamlegt náttúruefni sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum. Drottningarhunang er án efa fullkomnasta fjölvítamín og steinefnaforði sem maðurinn hefur aðgang að. Ferskt óunnið drottningarhunang inniheldur m.a. & fjörefni (Ríbóflóvín) sem er lífsnauðsynlegt til vaxtar og almenns heilbrigðis. Lífsnauðsynlegt heilbrigði ' augna, húðar, nagla og hárs. Útsölustað/r: Blómaval, Sigtúni og Akureyri He/fauhús/ð, Kringlunni og Skólavörðustíg Sjúkranuddsíofa Silju, Huldubraut 2, Kóp. Kornmarkaðurinn, Laugavegi 27, Rvík. He/lsuhúslð, Akuneyri Kaupfélag Ámesinga, Se/fossl Hollt & Gotf, Skagaströnd Heiteukof/nn, Akranesi Heilsubúðin, Hafnarfirði Studio Dan, Isafirði Nýjar umbúðir , eorgarkringlunni 2 hæð Sendum i póstkröfu um land allt. símar 854 2117 & 566 8593. Sálfræðingadagurinn 10. maí 1996 STARFANDI sál- fræðingar í Evrópu hafa nýlega komið sér saman um að halda árlega sameiginlegan sálfræðingadag. Alls standa 26 samtök evr- ópskra sálfræðinga í Evrópu að baki þessari ákvörðun. Tilgangur- inn með svona degi er fyrst og fremst að kynna stéttina og störf hennar. Að auki mun þessi dagur hafa ákveðið þema og árið 1996 er þemað: Of- beldi og ungt fólk. Þetta er brýnt efni í öllum Evrópulöndum sem og á íslandi. Sálfræðingafélag íslands er 42 ára. Lengi vel lögðu mjög fáir Is- lendingar fyrir sig sálfræði sem aðalgrein en smám saman hefur fjöldi sálfræðinga aukist og núna eru í Sálfræðingafélagi íslands 126 sálfræðingar. Arið 1993 voru 123 íslendingar í BA-námi við Háskóla íslands og 37 stúdentar í fram- haldsnámi erlendis. Sálfræði hefur verið kennd sem aðalgrein við Há- skóla íslands síðan 1971. Hún er kennd til BA-prófs en til að öðlast sálfræðingsréttindi þarf að bæta við sig a.m.k. 2-3 árum í viður- kenndum háskólum. Það er mikið metnaðarmál sál- fræðinga að þeir einstaklingar sem snúa heim úr námi hafí öðlast bestu fáanlegu menntun í sínu fagi og að þeir beiti vísindalegum og marg- prófuðum vinnuaðferðum. Það eru bæði kostir og gallar við það fyrir- komulag að stúdentar þurfi að leita út fyrir landsteinana til frekara náms. Kostirnir eru tvímælalaust þeir að innan sálfræðingastéttar- f innar er mikil breidd og margbreytileg reynsla. Áður en hægt er að hefja störf sem sál- fræðingur og kalla sig sálfræðing þarf að sækja um löggildingu til fagráðuneytis sál- fræðinga. Fagráðu- neyti sálfræðinga er menntamálaráðuneytið en í bígerð er að heil- brigðisráðuneytið taki við því hlutverki. Sál- fræðingafélag íslands leggur mikla áherslu á að neytendur sálfræði- þjónustu gangi úr skugga um að viðkom- andi hafi löggildingu, sem þýðir að hann hefur að baki það nám sem tryggir faglega vinnu. Eftir að námi lýkur og sálfræð- ingar hafa starfað í nokkur ár geta þeir unnið að því að fá sérfræðings- viðurkenningu. Hægt er að fá sér- fræðingsviðurkenningu á klínísku sviði, innan fötlunar- og uppeldis- sviða, svo og á sviði vinnusál- fræði. Langflestir sálfræðingar starfa hjá ríki eða sveitafélögum en þó nokkrir sálfræðingar vinna ein- göngu sjálfstætt. Tryggingastofn- un greiðir ekki niður gjald hjá sál- fræðingum eins ogt.d. hjá geðlækn- um. Starfssvið sálfræðinga eru mörg en fjölmennustu vinnustaðirnir eru á geðdeildum sjúkrahúsanna, -í grunnskólum, leikskólum, á svæðis- skrifstofum um málefni fatlaðra og í Háskóla íslands. Erfitt er að lýsa störfum sálfræðinga í stuttu máli, en þau fela í sér greiningarvinnu, ráðgjöf og meðferð svo og fyrir- byggjandi vinnu. Ef dæmi er tekið af sálfræðingi sem vinnur í grunn- skóla, getur starf hans falið í sér einstaklingsráðgjöf við barn og að- standanda þess, kennara og skóla- stjórn. Einstaklingsráðgjöf/með- ferð getur þýtt greiningu á náms- framvindu, fötlun eða hegðunarerf- iðleikum. Skólasálfræðingur getur einnig verið með handleiðslu við kennara vegna eins bekkjar eða heils árgangs. Menntun sálfræðinga býður upp á mun meiri fjölbreytni í viðfangs- efnum en þau sem flestir sálfræð- ingar vinna við núna. Má nefna í Starfssvið sálfræðinga eru mörg, segir Svan- hvít Björgvinsdóttir, og fjölmennustu vinnustaðimir eru sjúkrahús, grunnskólar og leikskólar. þessu sambandi vinnu á heilsu- gæslustöðvum, almennum deildum sjúkrahúsanna og ýmsa vinnu við skipulagningu á umhverfi m.t.t. vellíðunar, starfsánægju og örygg- is. Að lokum má nefna áhersluna á fyrirbyggjandi störf t.d. á sviðum heilbrigðismála, skóla- og félags- mála. Það hefur einnig færst í vöxt að sálfræðingar séu í stjórnunar- stöðum og vinni við starfsmanna- stjórnun. Höfundur er sálfræðingur og formaður Sálfræðingafélags íslands. Svanhvít Bj örgvinsdóttir Ungt fólk og ofbeldi í DAG er evrópski sálfræðingadagurinn og þema dagsins er „ungt fólk og ofbeldi". Ekki er rými hér til að ij'alla um allar gerðir ofbeldis, hugsanlegar ástæður að baki þeirra né þær ólíku myndir sem ofbeldi getur tekið á sig. Því mun ég ein- ungis fara nokkrum orðum um unglinga og líkamlegt ofbeldi. Ástæður þess að ungl- ingar beita líkamlegu ofbeldi eru margvísleg- ar og oft er ekki um neina einhlíta skýringu áð ræða. Ljóst er að tengsl eru á milli vímuefnaneyslu og ofbeldis. Þegar saman fer ungur aldur og vímuefnaneysla eiga ungl- ingar erfiðara með að meta nei- kvæðan félagaþrýsting og sporna við því að verða fyrir áhrifum hóp- þrýstings. Unglingar í vímu eru þannig síður varðir fyrir neikvæð- um áhrifum umhverfisins. Það er ennfremur álitið að ofbeldi hafi tek- ið á sig nýjar myndir undanfarinn áratug samfara auknu ofbeldi í kvikmyndaiðnaðinum. Nú er ofbeldi beitt af meiri hörku en áður auk þess sem færst hefur í vöxt að stúlk- ur beiti líkamlegu ofbeldi af sömu hörku og drengir. Ungt fólk er sér ef til vill ekki nægjanlega meðvitað um hversu hættulegt líkamlegt of- beldi er. Enda þótt hetjur hvíta tjaldsins rísi aftur upp eftir að hafa verið barðar sundur og saman þurfa unglingar að vita að slíkt á ekki heima í raunveruleikanum. Spyrja má hvort unglingar sem leysa ágreiningsmál með ofbeldi kunni ekki aðrar leiðir til að tjá reiði og vonbrigði. Sum þessara ungmenna hafa ef til vill verið vitni eða þolendur heimilisofbeldis, og mátt þola andlega og líkamlega vanrækslu eða kynferðislegt of- beldi. Þessi ungmenni draga jafnvel þá álykt- un að ofbeldi sé rétt- lætanlegt og fullvissa sig um að þolandinn hafi átt ofbeldið skilið eða að aðstæður hafi kallað á verknaðinn. Unglingar sem alist hafa upp við ófullnægjandi þroska- skilyrði eru gjarnan í mikilli tilfinn- ingalegri vanlíðan. Þeir eru reiðir, fullir biturleika og sársauka, með lágt sjálfsmat og lítið sjálfstraust. Ekki er ósennilegt að unglingi sem líður þannig hugsi „fyrst ég hef verið meiddur þá má ég meiða aðra“. Sama má segja um börn sem eru þolendur langvarandi eineltis. Þrálátt einelti getur algjörlega brot- ið niður sjálfstraust þolandans. Unglingar sem verða fyrir einelti telja gjarnan sökina sína, þeir verða einangraðri og óöruggari með sig. Kúgun í formi eineltis skilur oft eftir sig tilfinningar á borð við reiði, hatur og hefnigirni sem finnur sér síðar farveg í ofbeldishegðun. Enda þótt unglingar sem viðhafa ofbeld- ishegðun geti lært að tileinka sér jákvæðari hegðun er ekki hægt að reikna með að ungmenni sem koma út í lífið með byrði sárra tilfinninga hafi innsæi til að sjá samhengi milli í dag, lO.maí, erevr- ópski sálfræðingadag- urinn. Kolbrún Bald- ursdóttir skrifar um ofbeldi unglinga í tilefni dagsins. eigin vanlíðan og neikvæðra leiða sem þeir velja til að takast á við umhverfið. Loks má nefna þau börn sem hafa að bera erfið skapgerðarein- kenni en þau eru álitin í áhættu- hópi þeirra sem leiðast út í ofbeldis- hegðun. Þessi börn hafa verið of- virk, árásargjörn, hvatvís og átt erfitt með að fara eftir fyrirmælum frá unga aldri. Skapgerðareinkenni þeirra hafa þannig átt sinn þátt í því að stuðla síðar að erfiðleikum í samskiptum við aðra. Hver svo sem ástæða ofbeldishegðunar kann að vera má álykta sem svo að ungl- ingur sem beitir annan einstakling líkamlegu ofbeldi sé í fæstum tilvik- um sáttur við sjálfan sig eða það umhverfi sem hann lifir í. Það er því ástæða til að þeim unglingi og fjölskyldu hans verði gert kleift að leita sér sálfræðiráðgjafar og með- ferðar. Til að stemma stigu við of- beldi meðal unglinga er umræða um ofbeldishegðun og hinar alvar- legu afleiðingar hennar mikilvæg bæði inn á heimilum og í skólum landsins. Höfundur er yfirsálfræðingur Meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga. Kolbrún Baldursdóttir MAMAIEL ELEGANCE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.