Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 7
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Hilmar Siguijónsson
IBÚÐARHÚSIÐ og geymsluhúsið á jörðinni Sómastöðum í Reyð-
arfjarðarhreppi. Eins og sjá má er ibúðarhúsið mikið skemmt.
Byggingafulltrúi Reyðar-
fjarðar stöðvar niðurrif
inni miðað við 100 þúsund íbúa.
Langflestir þeirra sem slasast eða
látast í umferðinni eru ökumenn og
farþegar í bifreiðum, eða að meðal-
tali um 80% af heildarfjöldanum.
Þeir sem eru á aldrinum 17-20 ára
eru í mestri hættu í umferðinni, en
að meðaltali slasast næstum tveir af
hverjum hundrað þeirra sem eru á
þessu aldursbili. Fólki á aldrinum 15
til 16 ára er hætt við slysum og læt-
ur nærri að einn af hveijum hundrað
á þessum aldri slasist eða látist í
umferðinni. Þá virðist körlum hætt-
ara við slysum í umferðinni en kon-
um, en 56% þeirra sem lenda í um-
ferðarslysum eru karlar. Sagði
Tryggvi að þennan mun mætti ef til
vill skýra með því að enn eru karlar
fjölmennari í stétt atvinnubflstjóra.
Þegar slysum er skipt eftir tegund-
um ökutækja kemur í ljós að flestir
slasast í bílslysum, eða 75%, en þar
á eftir koma hjólreiðamenn, því næst
gangandi vegfarendur og loks mótor-
hjólamenn.
Fjöldi þeirra ökutækja sem
skemmast í umferðinni hefur að sögn
Tryggva vaxið um ríflega 5% á ári
hin síðari ár og er það meira en nem-
ur aukningu í eknum kílómetrum á
sama tíma. Þannig skemmdust sam-
kvæmt skráningu vátryggingafélag-
anna 14.599 bifreiðar árið 1993,
16.928 árið 1994 og 17.835 árið
1995.
Erfitt að meta
samfélagslegt slysatjón
Mat á samfélagslegu slysatjóni
sagði Tryggvi að væri bæði fræði-
lega flókið og afar erfitt í fram-
kvæmd, en skipta mætti kostnaði
vegna umferðarslysa í tvo flokka.
Annars vegar væri um að ræða per-
sónulegt tjón af ýmsum toga, þ.e.
þann kostnað sem félli á þá einstakl-
inga sem fyrir slysinu verða með
einum eða öðrum hætti. Undir þetta
fellur bein lækkun velferðar vegna
lakari lífsskilyrða (líkams- og sál-
arskaðar), lækkun velferðar vegna
kostnaðar af sérstökum neysluþörf-
um í kjölfar slyss (t.d. vegna hjóla-
stóla, gervilima o.s.frv.), kaupmátt-
arskerðing vegna breytts verðs í
kjölfar slyss (t.d. lægri laun vegna
skertrar starfsgetu) og loks verri
efnahagur vegna eignatjóns. Hins
vegar félli einnig ýmis kostnaður á
samfélagið við umferðarslys. Þar
væri helst að nefna kostnað vegna
forvamarstarfs, löggæslu, sjúkra-
flutninga, læknisþjónustu og rekstr-
arkostnað tryggingarfélaga og
Tryggingastofnunar.
Tryggvi sagði að ýmsa af ofan-
greindum kostnaðarliðum væri til-
tölulega auðvelt að mæla og ætti
það t.d. við flesta af hinum samfé-
lagslegu kostnaðarliðum, auk per-
sónulegs eignatjóns. Hins vegar
væri stór hluti hins persónulega
slysatjóns huglægur.
„Slys valda lækkun velferðar ein-
staklinga vegna lakari lífsskilyrða
eða þvingaðra neyslubreytinga. Þar
sem slys eru ekki markaðsvara og
hafa þar af leiðandi ekki markaðs-
verð eru verulegir tæknilegir örðug-
leikar á að mæla þetta tjón og þar
með slysatjón í heild sinni. Það er
eitt helsta viðfangsefni viðtekinnar
slysahagfræði að þróa aðferðir til
að meta slíkt persónulegt tjón,“
sagði Tryggvi.
I máli hans kom fram að líklega
væm útgjöld til forvamarstarfs í
umferðarmálum hér á landi um 500
milljónir króna á ári hveiju. Beinn
kostnaður lögreglu vegna umferðaró-
happa væri um 150 milljónir króna,
kostnaður slökkviliða 6-12 milljónir,
kostnaður við sjúkraflutninga vegna
umferðarslysa 10-18 milljónir og
kostnaður vegna læknishjálpar þeirra
sem slasast í umferðarslysum á bilinu
106-180 milljónir króna á ári, en inn
í þær tölur vanti kostnað vegna end-
urhæfingar og sjúkraþjálfunar sem
sé umtalsverður.
Kostnaður Tryggingastofnunar
vegna umferðarslysa liggur á bilinu
265-370 milljónir króna á ári, og er
þá bæði tekið tillit til kostnaðar
vegna bóta og rekstrarkostnað
slysatryggingadeildar. Samanlagður
kostnaður vátryggingafélaganna og
ökutækjaeigenda er að meðaltali um
7 milljarðar króna á ári, og af því
er beinn rekstrarkostnaður tiygg-
ingafélaganna vegna umferðarslysa
um 900 milljónir króna.
Óbeinn slysakostnaður vegna
umferðarslysa er það einstaklings-
bundna tjón sem slysþolar og að-
standendur þeirra verða fyrir auk
hins beina tjóns sem að ofan er lýst
og er þetta tjón að talsverðu leyti
huglægt. Ttyggvi sagði að í nútíma
slysahagfræði væri slysatjón jafngilt
þeirri fjárhæð sem greiða þyrfti slys-
þola til að hann teldi sig jafn vel
settan eftir slys og fyrir það, en
ætla mætti að slysþoli væri reiðubú-
inn að greiða sömu upphæð til að
forðast slys og nemur slysatjóninu.
Hann sagði að velferðarmælingar á
slysatjóni væru gjarnan kenndar við
þennan greiðslufúsleika, og fjöldi
rannsókna á slysatjóni á grundvelli
hans hefðu verið framkvæmdar er-
lendis undanfarna tvo áratugi. Bentu
þessar kannanir undantekningalítið
til þess að einstakiingsbundið tjón í
kjölfar slysa sé mun hærra en áður
hefði verið talið.
Tryggvi sagði að í rannsókn Hag-
fræðistofnunar hefði slysum verið
skipt í flokka eftir alþjóðlegu flokk-
unarkerfí eftir því hve lífshættuleg
slysin væru. Útreikningar byggðir á
þessum grunni gæfu til kynna að
einstaklingsbundið slysatjón af völd-
um umferðarslysa á íslandi næmi
13 til 16 milljörðum króna á ári.
Við þetta tjón bætist síðan eignatjón
og annar beinn slysakostnaður sem
endurspeglist ekki í einkakostnaði,
en sé engu að síður til staðar, og
nemi sá kostnaður rúmum 3 milljörð-
um króna.
„Þær upphæðir sem um ræðir eru
umtalsvert hlutfall af árlegri lands-
framleiðslu, eða 4-5%. Ef unnt væri
að minnka kostnað vegna umferðar-
slysa um 1% mætti spara allt að
160-190 milljónir króna eða veija
sömu upphæð til að minnka slysin
og vera jafnsettur eftir,“ sagði
Tryggvi.
Hann benti á að þessar tölur bentu
eindregið til þess að fyllsta ástæða
sé til að skoða umferðarslys sem
alvarlegt efnahagsvandamál. Þannig
blasi t.d. við að áhrif gæða umferðar-
mannvirkja á tíðni og umfang um-
ferðarslysa geti haft mikil áhrif á
reiknaða þjóðhagslega arðsemi
þeirra, og því kunni vel að vera að
umferðarmannvirki sem ekki virðist
þjóðhagslega arðbær þegar hefð-
bundnar arðsemisaðferðir séu notað-
ar reynist vera það þegar slysaáhrif-
in eru tekin með í reikninginn.
189 milljónir á 34 km
vegarkafla
Tryggvi nefndi einstakt dæmi um
kostnað vegna umferðarslysa máli
sínu til skýringar. Á árabilinu 1989-
1993 skiptust slys í Hvalflrðinum
þannig að slys með miklum meiðsl-
um voru tvö talsins, slys með litlum
meiðslum 22 og eignatjónsóhöpp 83.
Samkvæmt þessu væri persónulegur
kostnaður vegna umferðarslysa í
Hvalfirðinum á þessu árabili rúmar
168 milljónir króna. Eignatjónið
væri nálægt 18 milljónum og saman-
lagður kostnaður vegna umferðar-
slysa á rétt rúmlega 34 km löngum
vegarkafla í Hvalfírði á þessu tíma-
bili því 186 milljónir króna. Þá ætt
eftir að gera ráð fyrir ýmsum öðrum
kostnaði eins og t.d. vegna lögreglu,
slökkviliðs, sjúkraflutninga og lækn-
iskostnaðar.
Reyðarfirði. Morgunbladid.
Byggingafulltrúi Reyðar-
fjarðarhepps, Ottar Guð-
mundsson, hefur stöðvað
framkvæmdir við niðurrif á
íbúðarhúsi og geymsluhúsi á
jörðinni Sómastöðum í Reyð-
arfjarðarhreppi. Þá þegar
höfðu verið unnar miklar
skemmdir á húsum.
Forsaga málsins teygir sig
aftur til ársins 1982 en þá
kaupir fjármálaráðuneytið
jörðina og húseignir allar m.a.
elsta íbúðarhúsið, hlaðið stein-
hús, sem nú er friðað og kom-
ið í vörslu Þjóðminjasafns.
Astæðan fyrir kaupunum voru
fyrirhugaðar stóriðjufram-
kvæmdir á jörðinni, kísilgúr-
verksmiðja. Framkvæmdir
létu bíða eftir sér og húseign-
irnar og jörðin leigð út fram
á árið 1988 og leigendum gert
skilt að annast umhirðu. Frá
árinu 1988 hefur húsum ekki
verið lialdið við. Reyðarfjarð-
arheppur krafði ríkið um við-
hald á húsunum en ráðuneytið
óskaði eftir leyfi bygginga-
nefndar til að rífa húsin. Þess-
ari ósk syiyaði bygginganefnd
Reyðarfjarðarhrepps m.a. á
þeim forsendum að um um-
hverfisspjöll væri að ræða.
íbúðarhúsið sómir sér vel við
hlið gamla steinhússins og
húsfriðunarnefnd mælir ein-
huga með því að húsið verði
látið standa og það notað. Á
þessum tíma bauðst Reyðar-
fjarðarheppur til að kaupa
húsið.
Ráðuneytið kærði
til ráðuneytisins
Ráðuneytið sætti sig ekki
við synjun bygginganefndar
og kærði til umhverfisráðu-
neytis 1991. Umhverfisráðu-
neytið kvað fyrst upp úrskurð
í febrúar á þessu ári þar sem
synjun bygginganefndar var
ógilt. Hreppsnefnd sætti sig
ekki við þann dóm og vísaði
til Sambands íslenskra sveit-
arfélaga sem fékk lögfræðiá-
lit frá lögmannsstofu. Álit lög-
mannsins var Reyðarfjarðar-
hepp í hag og því eru nú allar
líkur á því að málið verði sent
umboðsmanni Alþingis eða til
dómstóla. í ljósi þessa fannst
byggingafulltrúa í hæsta máta
óeðlilegt að hefja niðurrif þar
sem málinu er engan veginn
iokið.
V
NOATUN
Veisla fyrir lítið
MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Svínarifjur
(SPARERIBS) *
250r
Ungnauta
gúllas
799
pr.kg
■
k
Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öil kvöld
NOATUN
^ 90 gf
Ha£LATÚNs
*******
rnð>rauöí
l2S,m
150.
NÓATÚN 17 - S. 561 7000, R0FABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEG 116 - S. 552 3456, HAMRABORG 14 KÓP -S. 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP - S. 554 2062,
ÞVERH0LT 6, M0S - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSEL 18 - S. 567 0900, AUSTURVER, HÁALEITISBRAUT 68 - S. 553 6700.