Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MINNINGAR þú komin í hóp vina og vinkvenna sem kallaði sig „Sveinabandið". Eikjuvogur varð okkar annað heimili, þangað voru alltaf allir velkomnir í risíbúðina sem þú inn- réttaðir svo frumlega og bar vott um listfengi þitt og þú varst með eindæmum gestrisin og greiðvikin, alltaf létt í lund og allt sjálfsagt. Síðan skilja leiðir þegar þú ferð til Kaupmannahafnar í nám. Síðustu árin höfum við hist mun oftar og átt margar ánægjustund- ir, rifjað upp ljúfar minningar frá liðnum árum og líka fengið tæki- færi til að kynnast Herði, sem féll strax vel inn í hópinn, og Guðrúnu dóttur ykkar sem veitti ykkur svo mikla gleði. Þótt allir hafi vitað í mörg ár að þú hafir ekki verið heilsuhraust, átti enginn von á því að þú kveddir þennan heim svo fyrirvaralaust, þú sem varst svo full af lífsorku. Við biðj- um Guð að geyma þig í hjarta sínu eins og við munum gera í okkar. Guð blessi minningu þína. Elsku Hörður, Guðrún, Oddgeir, Guðrún, systkini og aðrir ástvinir, við sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibörg Sigurðardóttir.) „Sveinabandið". Á mismunandi aldri átti Kristín herbergi á öllum hæðum hússins. Tókst henni að ljá þeim, sem og öðrum heimilum sínum, sinn per- sónulega stíl sem alla tíð einkenndi hana. Erida fór það svo að ævistarf hennar varð innanhússarkitektúr, sem engan undraði sem til þekkti. Voru þessi herbergi hennar nokkurs konar athvarf fyrir marga, sérstak- lega á unglingsárunum. Þar var ýmislegt brallað, eins og setja í sig rúllur, mála sig og undirbúa sig fyrir lífið. Mér er minnisstætt hvað Kristínu fannst gaman að spila á spil, leggja kapal, syngja og „púsla“. Ofáar ferðir fórum við austur í hreppa til að hitta ættingja Kristínar. Þar, eins og á heimili hennar í Eikjuvoginum, var mér ætíð tekið opnum örmum af frænd- um hennar og afa. í þessum ferðum okkar var strax áberandi hvað hún var ósérhlífin og dugleg. Hún tók sér þá hvaðeina fyrir hendur sem henni datt í hug hvort sem hún hafði reynt það áður eða ekki. Á þessum árum naut hún sín best í kyrrð og ró úti í náttúrunni og helst innan um skepnur. Á fullorðinsárum greindist Krist- ín Lára með sjúkdóm sem átti eftir að hafa áhrif á allt hennar líf. Oft var hún mjög veik, en aldrei heyrð- ist hún kvarta. Lífsgleðin og kraft- urinn voru ekki langt undan og virt- ist hún ætla að ná eins miklu út úr lífinu eins og hún mögulega gæti. Eftir því sem við eltumst varð fjarlægðin á milli okkar meiri, bæði hvað varðar vegalengdir og sam- skipti. Þrátt fyrir að samvistirnar hafi verið fáar á liðnum árum þá vissum við vel af hvor annarri. Elsku Kristín, ég vil þakka þér fyrir að vera til staðar, fyrir nálægð- ina, væntumþykjuna og gleðina sem fylgdi þér. í því sambandi eru mér sérlega minnisstæðar heimsóknir þínar hingað til Seyðisfjarðar og sjó- ferðir sem við fórum í saman. Ég og fjölskylda mín sendum eig- inmanni, bömum, móður, systkinum og öðmm ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Sigrún Ólafsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, SÓLVEIG MAGIMÚSDÓTTIR (Stella), Barðavogi 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Breiðabólstaðar- kirkju í Fljótshlíð laugardaginn 11. maí kl. 14.00. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÁSTVALDAR HELGASONAR, Ásbraut 9, Kópavogi. Kristín Ingimundardóttir, Óli Þór Ástvaldar, Guðfinna Nývarðsdóttir, Sóley Ástvaldar, Ágúst Ingi Ólafsson, Ragnar Ástvaldar, Guðrún Bergmann, Viðar Þór Ástvaldar, Jóhanna Ósk Pálsdóttir, Finnbogi Arnar Ástvaldar, Sigurður Rúnar Ástvaldar, Inga Arnórsdóttir, afabörn og langafabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna veikinda, andláts og útfarar ÁSLAUGARJÓNSDÓTTUR pfanókennara. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjör- gæsludeild Borgarspítalans. Guð blessi ykkur öll. Bjarni Jónsson, Andrés Jón Esrason, Anna Bjarnadóttir, Jón Eiríksson, Áslaug Sigurðardóttir, Helga S. Eiriksdóttir, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Lífið gerir alltaf vart við sig með reglulegu millibili. Nú síðast minnti það á sig er mér var færð sú fregn að Kristín Lára Ragnarsdóttir bernskuvinkona mín væri látin. Við Kristín Lára bjuggum hlið við hlið í Eikjuvoginum frá sex ára aldri og fram á fullorðinsár. Á því tíma- bili vorum við í nánu og órjúfanlegu vinarsambandi þó svo að stundum hafi leiðir okkar skilist, tímabundið. Um leið og ég kveð Kristínu Láru langar mig að þakka henni fyrir samverustundirnar, hvort sem þær voru í blíðu eða stríðu. Nú er ég lít til baka, full af söknuði, þá finnst mér þessi ár hafa verið fleiri því minningar, myndir og löngu gleymdir atburðir fylla huga minn. Ég veit að margir úr litlu göt- unni okkar hugsa með ánægju til þeirra ára er við vorum börn og lékum okkur í útileikjum, stálumst inn I Steinahlíðarskóg og hlupum um röraportið. Þá var Kristín Lára oft áberandi því hún var stór, hávær og sló boltann fast. Hún var líka óhrædd við að kanna „bönnuð" svæði og hafði oftast orðið ef að okkur var komið, því aldrei varð henni svarafátt. Ung var Kristín farin að passa börn og var hún mjög eftirsótt í þau störf því alla tíð var hún afar barngóð. Fljótlega hætti hún að hafa tölu á þeim börn- um sem hún passaði. Þá voru komn- ir í ljós þeir eiginleikar Kristínar sem alla tíð voru áberandi í fari hennar en það voru greiðviknin, hjálpsemin og gjafmildin. INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 eru opin til kl. 22 ~Ám‘ Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek Einar Ingvarsson, Magnús Óskarsson, Þuríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, SIGURÐUR KR. SIGURÐSSON, Þinghólsbraut 21, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 4. maí, verður jarðsung- inn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og MS-félagið. Birthe Sigurðsson, Anna Karína Sigurðardóttir, Magnús Kr. Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir. Metha Nielsen. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og dóttir, GUÐRÚN SKARPHÉÐINSDÓTTIR, Freyjugötu 27, Reykjavík, sem lést 7. maí, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 15. maí kl. 13.30. Gylfi Snædahl Guðmundsson, Ruth Snædahl Gylfadóttir, Johannes Kristjánsson, Rakel Snædahl Gylfadóttir, Laufey Þórðardóttir. + Alúðarþakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lót og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRARINS PÉTURSSONAR, Fífumóa 1B, Njarðvík. Sigrún Þórarinsdóttir, Skúli Þórarinsson, Þórarinn Þórarinsson, Hallfríður Þórarinsdóttir, Þórunn Þórarinsdóttir, Unnur Maria Þórarinsdóttir, Snorri Wium og barnabörn. Sigurður Gústafsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður okkar, ömmu og langömmu, ESTERAR MARÍU SIGFÚSDÓTTUR, Álfheimum 52, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við öllu starfs- fólki deildar 14-G, Landspítalanum. Björn Halldórsson, Sigfús Þór Guðmundsson, Helgi Knútur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hraunbæ 44. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim, sem önnuðust hana í veikindum hennar. Guðmundur Sigmundsson, Ólafina Hjálmsdóttir, Svavar Sigmundsson, Þorgerður Árnadóttir, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Albert H. N. Valdimarsson, Ragnheiður Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför MATTHÍASAR JÓNSSONAR kennara, Jaðarsbraut 37, Akranesi. Sérstakar þakkir til Hauks Guðlaugsson söngmálastjóra, Katalin Lörincz organ- ista og kirkjukórs Akraness fyrir ómet- anlega aðstoð. Pernille Bremnes, Svanborg Matthiasdóttir, Kjartan Sigurðsson, Brandur Matthfasson, Björn Matthíasson, Ingvar Matthíasson, Jón Matthfasson, Liija Matthfasdóttir, og barnabörn. Sigrfður L. Gunnarsdóttir, Þurfður Jóhannsdóttir, Helena Bergström, Heiðdfs Sigurðardóttir, Vfðir Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.