Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 17 VIÐSKIPTI Þorsteinn Þorsteinsson, gármálastjórí hjá NIB, fagnar áformum um pappírslaus verðbréfaviðskipti Auðveldar sölu íslenskra verðbréfa til útlanda PAPPÍRSLAUS viðskipti með verð- bréf gegnum svonefnda verðbréfa- miðstöð eru ein af forsendunum fyr- ir því að hægt verði að vekja áhuga. erlendra fjárfesta á íslenskum verð- bréfum, að mati Þorsteins Þorsteins- sonar, fjármálastjóra hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB). Þorsteinn ræddi þessi mál á árs- fundi Iðnlánasjóðs á miðvikudag. Þar skýrði hann fyrir fundarmönnum að í verðbréfamiðstöð fengju verðbréfa- eigendur reikning í miðstöðinni í staðinn fyrir að hafa bréf í höndun- um. Verðbréfafyrirtæki og bankar væru tengd við miðstöðina og við- skipti færu fram sem tilfærsla milli reikninga. „Slík miðstöð getur til dæmis ein- faldað eða leyst af hólmi eigin vinnu hlutafélaga við hluthafaskrár. Ég hef heyrt að stofnsetning slíkrar mið- stöðvar sé í undirbúningi hér og ber að fagna því sérstaklega. Ég tel að slík miðstöð sé ein af forsendunum fyrir því að hægt verði að vekja áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum verð- bréfum. Það er með verðbréf eins og aðrar vörur að það er að öðru jöfnu auðveldara að selja þær, ef þær eru auðveldar í meðhöndlun og í aðgengi- legu formi. Ef tæknileg atriði eru ekki í lagi mun það draga úr áhuga erlendra flárfesta á íslenskum skulda- bréfum. Verðbréfamiðstöðvar auð- velda einnig formbreytingar eins og t.d. árlegar vaxtagreiðslur." Samtenging við erlendar verðbréfamiðstöðvar Þorsteinn sagði jafnframt að við stofnsetningu slíkrar miðstöðvar bæri að hafa í huga samtengingu við erlendar verðbréfamiðstöðvar, til dæmis Euroclear og Cedel í Evr- ópu, og samræma ætti uppgjörs- frestinn við Euromarkaðinn, en hann er nú þrír dagar. „Þess má geta að verðbréfamiðstöðvar eru sérlega hentugar við innheimtu fjár- magnstekjuskatts. Því má svo bæta við að erlendir fjárfestar eru oft óöruggir gagnvart staðgreiðslu- skatti á fjármagnstekjur. Hugleið- ingar mínar um áhuga erlendra fjár- festa á íslenskum verðbréfum verða því að byggja á fullnægjandi lausn á þessum þætti.“ Hann bætti því við að stað- greiðsluskattur á fjármagnstekjur væri þekkt fyrirbrigði í Evrópu, en hefur verið frekar á undanhaldi og hefðu Þjóðverjar nýlega orðið að afnema slíkan skatt sem þeir höfðu innleitt, vegna fjármagnsflótta, að- allega til Sviss og Lúxemborgar. „Ég vil taka það fram að ég hef ekki kynnt mér nánar hugmyndir um slíkan skatt á íslandi og hef því enga skoðun á þeim, en nefni aðeins að verðbréfamiðstöð er hentug við innheimtu á slíkum skatti." Nokia með neikvæða afkomu Helsinki. Reuter. HLUTABRÉF í Nokia, helzta far- símaframleiðanda Evrópu, hafa lækkað í verði vegna þess að fyrir- tækið var undir hagnaðarmörkum á fyrsta ársfjórðungi. Nokia segir að hagnaður fyrir skatta hafí minnkað í 399 milljón- ir fínnskra marka eða 84 milljónir Bandaríkjadala úr 1.35 milljörð- um, aðallega vegna veikleika á farsímamarkaði. „Fyrirtækið hefur verið rekið með smávegis tapi af því að sala eykst ekki eins mikið og áður, verð hefur lækkað og vörustjórnun hefur verið ábótavant,“ sagði í til- kynningu frá fyrirtækinu — aðeins einum degi eftir að Ericsson í Svíþjóð skýrði frá vaxandi far- símaumsvifum. Um stund lækkuðu bréf í Nokia í 141 mark, en þau hækkuðu aftur í 156.90 mörk — sem var 18,90 marka lækkun — fyrir lokun í Helsinki. Nokia vakti ugg meðal banda- rískra fjárfesta í desember með því að vara við því að hagnaður mundi ekki aukast eins mikið og spáð hefði verið, en þar með lauk tveggja ára gróðaskeiði. Sérfræðingar höfðu spáð hagn- aði upp á 865 milljónir marka að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi. „Við höfum mestar áhyggjur af því að Motorola og Ericsson hafa sýnt að hægt er að græða á farsímum,“ sagði sérfræðingur Merita-banka. Hann og fleiri sérfræðingar munu nú leiðrétta fyrri tölur um afkomu Nokia allt árið. í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta 4.93 milljörðum marka. mms Bruce Willis Brad Pitt Madeleine Stovve í mynd meistara Terry Gilliam 12 apar Blað allra landsmanna! |R0r0indiM -kjarnimálsins! Ræktun afskorinna blóma á íslandi þykir mjög frambærileg og jafnast hiklaust á við það sem best gerist í heiminum. ...Látið blómin tala Blómaverslanimar - fagmennska ífyrirríimi L ÍSLENSK adl | GARÐYRKj A ' - okkar allra vcgnaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.