Morgunblaðið - 10.05.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 17
VIÐSKIPTI
Þorsteinn Þorsteinsson, gármálastjórí hjá NIB, fagnar áformum um pappírslaus verðbréfaviðskipti
Auðveldar sölu íslenskra
verðbréfa til útlanda
PAPPÍRSLAUS viðskipti með verð-
bréf gegnum svonefnda verðbréfa-
miðstöð eru ein af forsendunum fyr-
ir því að hægt verði að vekja áhuga.
erlendra fjárfesta á íslenskum verð-
bréfum, að mati Þorsteins Þorsteins-
sonar, fjármálastjóra hjá Norræna
fjárfestingarbankanum (NIB).
Þorsteinn ræddi þessi mál á árs-
fundi Iðnlánasjóðs á miðvikudag. Þar
skýrði hann fyrir fundarmönnum að
í verðbréfamiðstöð fengju verðbréfa-
eigendur reikning í miðstöðinni í
staðinn fyrir að hafa bréf í höndun-
um. Verðbréfafyrirtæki og bankar
væru tengd við miðstöðina og við-
skipti færu fram sem tilfærsla milli
reikninga.
„Slík miðstöð getur til dæmis ein-
faldað eða leyst af hólmi eigin vinnu
hlutafélaga við hluthafaskrár. Ég hef
heyrt að stofnsetning slíkrar mið-
stöðvar sé í undirbúningi hér og ber
að fagna því sérstaklega. Ég tel að
slík miðstöð sé ein af forsendunum
fyrir því að hægt verði að vekja áhuga
erlendra fjárfesta á íslenskum verð-
bréfum. Það er með verðbréf eins og
aðrar vörur að það er að öðru jöfnu
auðveldara að selja þær, ef þær eru
auðveldar í meðhöndlun og í aðgengi-
legu formi. Ef tæknileg atriði eru
ekki í lagi mun það draga úr áhuga
erlendra flárfesta á íslenskum skulda-
bréfum. Verðbréfamiðstöðvar auð-
velda einnig formbreytingar eins og
t.d. árlegar vaxtagreiðslur."
Samtenging við erlendar
verðbréfamiðstöðvar
Þorsteinn sagði jafnframt að við
stofnsetningu slíkrar miðstöðvar
bæri að hafa í huga samtengingu
við erlendar verðbréfamiðstöðvar,
til dæmis Euroclear og Cedel í Evr-
ópu, og samræma ætti uppgjörs-
frestinn við Euromarkaðinn, en
hann er nú þrír dagar. „Þess má
geta að verðbréfamiðstöðvar eru
sérlega hentugar við innheimtu fjár-
magnstekjuskatts. Því má svo bæta
við að erlendir fjárfestar eru oft
óöruggir gagnvart staðgreiðslu-
skatti á fjármagnstekjur. Hugleið-
ingar mínar um áhuga erlendra fjár-
festa á íslenskum verðbréfum verða
því að byggja á fullnægjandi lausn
á þessum þætti.“
Hann bætti því við að stað-
greiðsluskattur á fjármagnstekjur
væri þekkt fyrirbrigði í Evrópu, en
hefur verið frekar á undanhaldi og
hefðu Þjóðverjar nýlega orðið að
afnema slíkan skatt sem þeir höfðu
innleitt, vegna fjármagnsflótta, að-
allega til Sviss og Lúxemborgar.
„Ég vil taka það fram að ég hef
ekki kynnt mér nánar hugmyndir
um slíkan skatt á íslandi og hef því
enga skoðun á þeim, en nefni aðeins
að verðbréfamiðstöð er hentug við
innheimtu á slíkum skatti."
Nokia með
neikvæða
afkomu
Helsinki. Reuter.
HLUTABRÉF í Nokia, helzta far-
símaframleiðanda Evrópu, hafa
lækkað í verði vegna þess að fyrir-
tækið var undir hagnaðarmörkum
á fyrsta ársfjórðungi.
Nokia segir að hagnaður fyrir
skatta hafí minnkað í 399 milljón-
ir fínnskra marka eða 84 milljónir
Bandaríkjadala úr 1.35 milljörð-
um, aðallega vegna veikleika á
farsímamarkaði.
„Fyrirtækið hefur verið rekið
með smávegis tapi af því að sala
eykst ekki eins mikið og áður,
verð hefur lækkað og vörustjórnun
hefur verið ábótavant,“ sagði í til-
kynningu frá fyrirtækinu — aðeins
einum degi eftir að Ericsson í
Svíþjóð skýrði frá vaxandi far-
símaumsvifum.
Um stund lækkuðu bréf í Nokia
í 141 mark, en þau hækkuðu aftur
í 156.90 mörk — sem var 18,90
marka lækkun — fyrir lokun í
Helsinki.
Nokia vakti ugg meðal banda-
rískra fjárfesta í desember með
því að vara við því að hagnaður
mundi ekki aukast eins mikið og
spáð hefði verið, en þar með lauk
tveggja ára gróðaskeiði.
Sérfræðingar höfðu spáð hagn-
aði upp á 865 milljónir marka að
meðaltali á fyrsta ársfjórðungi.
„Við höfum mestar áhyggjur
af því að Motorola og Ericsson
hafa sýnt að hægt er að græða á
farsímum,“ sagði sérfræðingur
Merita-banka.
Hann og fleiri sérfræðingar
munu nú leiðrétta fyrri tölur um
afkomu Nokia allt árið. í fyrra
nam hagnaður fyrirtækisins fyrir
skatta 4.93 milljörðum marka.
mms
Bruce Willis
Brad Pitt
Madeleine Stovve
í mynd
meistara
Terry
Gilliam
12 apar
Blað allra landsmanna!
|R0r0indiM
-kjarnimálsins!
Ræktun afskorinna blóma á íslandi þykir mjög
frambærileg og jafnast hiklaust á við það sem
best gerist í heiminum.
...Látið blómin tala
Blómaverslanimar
- fagmennska ífyrirríimi
L ÍSLENSK
adl | GARÐYRKj A
' - okkar allra vcgnaf