Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR IDAG Jón Baldvin og Bryndísi í forsetaframboð Frá Ingva Tómassyni: MIKIL vá er fyrir dyrum íslend- inga. Af einhveijum torskildum ástæðum trónir Ólafur Ragnar Grímsson á toppi flestra skoðana- kannanna er mæla fylgi við fram- bjóðendur til embættis forseta ís- lands. í pólitík er Ólafur þessi einna helst þekktastur fyrir að flakka frá einum flokki til annars og frá einni stefnu til annarrar allt eftir því hvernig vindar blása í íslensku þjóð- lífí. Tækifærismennska og lýð- skrum eru, sem sagt, hans aðals- merki. Svo virðist sem íslenska þjóðin sé búin að gleyma þessum einkennum hans og sé reiðubúin að hefja Ólaf til æðstu metorða á íslandi, þannig að í framtíðinni megi börn okkar og barnabörn leggja það á sig að læra nafn hans utanbókar. Nú er það svo að undirritaður á bágt með að trúa því að íslenska þjóðin vilji í raun gera Ólaf Ragnar að forseta. Hitt er öllu trúlegra að af þeim frambjóðendum, sem eru í boði, er fyrrum formaður allaballa líklegast skársti kosturinn. Það er reyndar með ólíkindum að ekki hafi enn fengist frambærilegri frambjóðendur en raun- bervitni. Guðrún Pétursdóttir, nafna hennar Agnarsdóttir og Pétur J. Hafstein eru einfaldlega ekki nægilegt þungavigtarfólk sem sannað hefur kosti sína fyrir þjóðinni. Maður getur samsinnt Davíð Oddssyni er fært hefur þessa manneklu í tal. En Davíð hefur nú sjálfur útilokað framboð og því útséð um að sterkur frambjóðandi af hægri væng bjóði sig fram. Áður var þörf en nú er nauðsyn eigi að forðast kjör Ólafs Ragnars. Ég vi! því gera það að tillögu minni að Jón Baldvin Hannibalsson, í slag- togi við eiginkonu sina, Bryndísi Schram, bjóði sig fram til embættis forseta. Úr því sem komið er eru þau hjón, að mínu mati, þau einu sem hafa það vægi og. þá vigt til að bera til að sigra Ólaf Ragnar. Endalaust væri hægt að telja upp ástæður tillögu minni til stuðnings. Skal ég þó láta fáeinar nægja. Jón Baldvin getur höfðað jafnt til vinstri sem hægri manna í landinu. Hann á mikið fylgi meðal hægri manna sem gætu hugsað sér að kjósa hann þrátt fyrir að hafa ekki getað kjör- ið flokk hans. Sjálfur hef ég t.d. fylgt Sjálfstæðisflokknum að mál- um en oft verið sammála Jóni Bald- vini og dáðst að málflutningi hans. H.ann væri því góður kostur fyrir sjálfstæðisfólk og krata en einnig fylgismenn annarra flokka, sem kunna að meta verðleika hans. Jafnvel framsóknarmenn gætu rétt- lætt það að kjósa Jón Baldvin, þó ekki væri til annars en að losna við þennan erfiða andstæðing úr póli- tík. Óumdeilt er að Jón Baldvin hefur yfirburðaþekkingu á öllum sviðum þjóðmála sem og alþjóðamála. Það hefur hann sýnt og sannað á stjórn- málaferli sínum sem er ólíkt glæsi- legri en Ólafs Ragnars. Jón Baldvin er vel máli farinn og hefur getið sér gott orðspor á erlendum vett- vangi, í miklu ríkari mæli en Ólafur Ragnar, fyrir rökfestu og málsnilld. Hin glæsilega eiginkona hans, Bryndís Schram, er ekki síður góð- um kostum búin. Hún er vel mennt- uð, talar fjölda tungumála og hefur staðið sig vel í öllu því er hún hef- ur komið nálægt um dagana. Sjálf- ur var ég t.d. eitt sinn vitni að því í fjölmennu matarboði er haldið var í tengslum við alþjóðlega kvik- myndasýningu fyrir fáeinum árum að eftir að hafa flutt ræðu á franskri tungu átti Bryndís hug og hjarta hinna erlendu gesta. Að þessu sögðu vil ég, hér með, skora á þau hjón að íhuga alvarlega framboð til forsetaembættis. Þau ein geta komið í veg fyrir kjör Ól- afs Ragnars. En ofar öllu er leitun að glæsilegri og hæfari fulltrúum til að leiða land og þjóð. INGVI TÓMASSON, Flórída. Guðrún Pétursdóttir í forsetann Frá Friðriki Þór Guðmundssyni: BRÁTT gefst okkur íslendingum tækifærið að kjósa fimmta forseta lýðveldisins, það er út af fyrir sig merkilegt hversu sjaldan lands- mönnum gefst þetta tækifæri, en það helgast fyrst og fremst af því þegar þjóðin hefur valið sinn for- seta þá vill hún að hann sitji um langt árabil. Þjóðkjörnir forsetar okkar hafa setið í 12 til 16 ár og ekki úr vegi a_ð reikna með því að næsti forseti íslands verði í emb- ætti til ársins 2008 eða 2012. ís- lenska þjóðin ætlast til þess að for- setinn öðlist þann sess að vera sam- einingartákn hennar. Samnefnari hennar á heimaslóðum og verðugur fulltrúi hennar á erlendri grundu. Það þarf því að vanda valið vel þegar í kjörklefann er komið 29. júní næstkomandi. Sem betur fer á þjóðin marga góða einstaklinga sem geta upp- fyllt þær kröfur sem þjóðin gerir til forseta síns. Margir hæfir ein- . staklingar hafa verið hvattir til dáða í þessu sambandi og eru línur nú óðum að skýrast. Það er mitt álit að þegar allir þættir hafa verið metnir í hvívetna þá stendur ein manneskja upp úr að mannkostum og hæfíleikum, en það er Guðrún Pétursdóttir. Hér er á ferðinni glæsileg og sköruleg kona, sem t búin er öllum þeim kostum sem prýða má einstakling. Hún er glæsi- leg í fasi og framkomu, gædd mikl- um gáfum og kann mjög vel að koma fyrir sig orði, bæði á móður- málinu og nokkrum erlendum tungumálum. Hún býr einnig yfír ríkri kímnigáfu, sem óneitanlega getur komið sér afar vel í þessu embætti. Og hún hefur hið innra með sér fólginn mikinn baráttu- og sannfæringarkraft, sem gera mun sitt þegar þjóðin þarfnast þess að fínna fyrir bjartsýnisstraumum og þess að vera hvött til dáða í sókn til bættra lífskjara. Hugleiðið þetta vel og vandlega, kæru landsmenn - horfíð fram á við og sjáið fyrir ykkúr vegferð embættisins vel fram á 21. öldina. Hvaða einstaklingúr er það sem á að ávarpa þjóðina á hátíðlegum stundum? Hver á að fylla hjörtu okkar hugrekki, vilja og bjartsýni? Hvaða einstaklingur getur með heimsóknum til kjördæmanna um land allt best náð til fólksins? Hveij- um frambjóðendanna verður falið það verkefni að vera fulltrúi og stolt þjóðarinnar í ört vaxandi alþjóðleg- um_ samskiptum? Ég er ekki í vafa um svarið, þeg- ar allir þessir þættir eru metnir til samans er aðeins ein útkoma mögu- leg, þjóðin á að kjósa Guðrúnu Pét- ursdóttur í forsetakosningunum 29. júní 1996. FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON, Miðstræti 8A. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson lands um daginn. Karl Þor- steins (2.500), Taflfélagi Reykjavíkur, A sveit, hafði hvítt og átti leik, en Magnús Teitsson (1.985), Skákfé- lagi Akureyrar, B sveit, hafði svart. 18. Rxf7! - Kxf7 HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í 1. deild- arkeppni Skáksambands Is- 19. Be6+ - Ke7 (Nú fellur drottn- ingin, eftir 19. — Kf8 20. Dg6 á svartur ekki við- unandi vöm við hótuninni 21. Df7 mát) 20. Bd5+ — Kd8 21. Bxb7 - Hxb7 22. dxc5 - Bxc5 23. b4 og svartur gafst upp. Skemmtikvöld skákáhugamanna í kvöld kl. 20 í húsakýnnum Skáksam- bandsins, Faxafeni 12. Leynigestur mætir og sýnir vinningsskák gegn þeim eina sanna Bobby Fischer. ÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega og færðu Rauða krossi íslands ágóðann sem varð 1.086 krónur. Þeir heita Hörður Freyr Valbjörns- son og Hörður Sigurðsson. HOGNIHREKKVISI ©1996 Tríbune Media Services, Inc. All Rights Reserved. > þess/h i/i&ta.ísþxttir eru. áttaieao. tágfcúrulegif-! -7 VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Tapað/fundið Hanskar töpuðust DÖKKBRÚNIR leður- hanskar með fíngerðu ptjónastroffí töpuðust fyrir rúmum tveimur vik- um. Eigandi hanskanna fór í strætisvagni frá Meistaravöllum, út hjá stoppustöð við Hjarta- vernd í Lágmúla, gekk þaðan niður á ferðaskrif- stofu Flugleiða við Hótel Esju, fór síðan í bíl að Úðafossi við Vitastíg, þaðan í sjoppuna Gerplu við Hofsvallagötu og að því loknu heim á Reyni- mel. Hafí einhver fundið hanskana á þessari leið er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 552-8826. Myndavél tapaðist MINOLTA-myndavél tapaðist einhvers staðar í miðbænum, á leið upp Laugaveginn eða á Hótel Loftleiðum föstudaginn 26. apríl sl. Á filmunni eru myndir af trópí-ungum. Eigandi saknar myndavélarinnar sárt og er heiðarlegur finnandi vinsamlega beðinn að hafa samband við Ingibjörgu í síma 554-6931. Armband tapaðist PLÖTUARMBAND úr silfri merkt Erni Sævari tapaðist 16. mars sl. Aft- an á armbandinu stend- ur: Þín Hrafnhildur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 554-5594 eða 564-3761. Gæludýr Týndur köttur SVARTUR högni fór að heiman frá sér, Hafnar- stræti 17, föstudaginn 3. maí sl. Hann er gelt- ur, eyrnamerktur en ól- arlaus. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann beðinn að hringja í síma 562-4675. LEIÐRÉTT Kristján Jóhannsson gefur sína þóknun MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Sinfó- níuhljómsveit íslands, vegna frásagnar af tónleikunum í gærkveldi og á morgun. Þar var sagt að allur ágóði tón- leikanna í gærkveldi rynni til Samtaka um byggingu Tón- listarhúss. Hið rétta er að það er aðeins Kristján Jóhannsson sem leggur fram sinn skerf til þessa máls, jafnframt því sem Kristján gefur þóknun sína fyrir þátttöku í tónleik- unum á morgun til Flateyrar- söfnunarinnar. Beðist er vel- virðingar á þessum misskiln- ingi. Islandsmeistara- keppnin í dansi í FRÉTT Mbl. á miðvikudag um íslandsmeistarakeppnina í dansi varð C-riðil! 7 ára og yngri í standard sagður verða B-riðiII en hann er eftirfar- andi: 1. sæti Baldur K. Ey- jólfsson/Sóley Emilsdóttir, DJK 2. sæti Bjöm E. Björns- son/íris B. Reynisdóttir, DHÁ, 3. sæti Kristinn R. Kristinsson/Herdís H. Am- aldsdóttir, DSH, 4. sæti Ás- geir Sigurpálsson/Helga S. Guðjónsdóttir, ND, 5. sæti Ágúst I. Halldórsson/Guðrún Friðriksdóttir, DSH, 6. sæti Pálmar Viðarsson/Rósa Stef- ánsdóttir, DAH, 7. sæti Daní- el Ólsen/Harpa Aðalsteins- dóttir, ND. í 8 og 9 ára döm- uriðli í latín féll niður nafn Rannveigar E. Erlingsdóttir en hún var í 6. sæti ásamt Barböra Rut Bergþórsdóttir. 14-15 ára c-riðill latín féll niður og birtist hann hér með: 1. Snorri Arnar- son/Hanna Andrésdóttir, 2. sæti Ana Vanessa/Ásdís K. Pétursdóttir. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Rangt föðurnafn GUÐNÝ Rósa Ingimarsdóttir sem heldur ný sýningu á Mokka, var ranglega feðruð í fréttatilkynningu sem birtiát í blaðinu sl. miðvikudag. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Hollvinasamtök í FRÉTT í Morgunblaðinu á miðvikudag var sagt að á sunnudag hefði verið ákveðið að stofna Hollvinasamtök Háskólans og að á fundinum á sunnudag hefði verið kjörin stjórn. Hið rétta er að sam- tökin voru stofnuð 1. desem- ber síðastliðin og þá var kjör- in undirbúningsstjórn. Form- lega verður gengið frá stofn- un Hollvinasamtaka Háskóla fslands 17. júni næstkom- andi. Þá var nafni Víkings Amómsonar ofaukið í upp- talningu um fólk á mynd, sem fylgdi fréttinni. Afsökunar er beðist á þessum mistökum. Víkveiji skrifar... NOKKRUM sinnum, þegar mál- efni Ríkisútvarpsins hefur bor- ið á góma, hafa menn látið í ljós þá skoðun að ástæðulaust sé að fyrir- tækið stæði fyrir tveimur hljóðvarps- rásum. Sýnist þar einnig sitt hveij- um, en Víkverji telur að menn hafi þar nokkuð til síns máls. Öryggis- sjónarmiðið er auðvitað enn við líði, að nauðsynlegt sé að hafa miðil, sem aimannavarnir geti fengið afnot af krefjist almannaheill þess. En myndi ekki rás 1 nýtast þar til fullnustu? Ein tegund útvarps hefur þó al- gjörlega verið vanrækt hér á landi og er það rekstur svokallaðs umferð- arútvarps, sem rutt hefur sér rúm víðast hvar erlendis. Er nú svo kom- ið, að þegar menn kaupa sér nýja bíla með útvarpi er á því sérstakur takki, sem merktur er „TR“, sem er stytting fyrir „traffíc radio“. Með því að ýta á þennan takka fá menn um útvarpið upplýsingar um stöðu um- ferðarmála, veðurfregnir og aðstæð- ur á því svæði, sem menn eru stadd- ir á. Þetta er álitið mikið öryggisatr- iði erlendis, en hefur gjörsamlega verið vanrækt hérlendis. XXX EGAR menn ýta á „TR“-takk- ann á Islandi gefur útvarps- tækið tilkynningu um að það hafi ekki náð neinni útsendingu. í fjalla- landi eins og íslandi, þar sem fara þarf yfir erfíða fjallvegi, hlýtur að vera þörf fyrir slíkt umferðarútvarp, sem tilkynnir ferðalöngum ástand vegar, færð og veðurútlit og í um- ferð í þéttbýli hvaða gatnagerðar- framkvæmdir eru í gangi og hvernig menn komist sem auðveldast á milli hverfa. Upplýsingar um hvort fjall- vegur sé fær gætu verið gagnlegar og sé umferðarhnútur á Sæbraut gæti slíkt útvarp varað fólk við og bent því að fara aðra og greiðari leiðinnanbæjaríReykjavíko. s. frv. xxx UUMFERÐARÚTVARPINU er- lendis virðist líka fylgja klukka. Menn, sem aka í slíku um- hverfí erlendis, þurfa ekki að hafa fyrir því að setja klukkuna sína rétta í bílnum. „TR“-takkanum er aðeins haldið inni, síðan er kveikt á útvarp- inu og um leið sækir útvarpið tíma- merki, sem fylgir umferðarútvarp- inu, og setur klukkuna í bílnum kór- rétta. Engin slík þjónusta er frá hendi þeirra, sem reka útvarpsstöðvar á Islandi, og spumingin er því, hvort hér sé ekki komið verðugt verkefni fyrir Ríkisútvarpið' fremur en reka einhveija rás, sem sendir út sömu síbyljuna og allar aðrar stöðvar hér- lendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.