Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 8

Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Margir þingmenn hvöttu til hvalveiða í umræðu á Alþingi Eftir hveriu er beðið? FÆRRI þingmenn komust að en vildu í utandagskrárumræðu á Alþingi um hvalveiðar í gær og hvöttu flestir til þess að hvalveiðar yrðu leyfðar sem fyrst. „EFTIR hverju erum við að bíða?“ spurði Guðjón Guðmundsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær þegar hann hóf utandagskrár- umræðu um hvalveiðar. Guðjón gagnrýndi þar að Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefði ekki enn lagt fram þingsálykt- unartillögu á Alþingi um að hefja hvalveiðar að nýju, eins og hann boðaði í vetur. Guðjón sagði að undir- búningi málsins væri lokið og tími kominn til aðgerða og þær aðgerðir nytu yfirgnæfandi stuðnings á Al- þingi og meðal þjóðarinnar. Margir fleiri þingmenn hvöttu einnig til þess að sjávarútvegsráð- herra legði þegar fram tillögu um hvalveiðar svo hægt væri að hefja veiðar í sumar. Þorsteinn sagði _ að ekki væri spurning um hvort íslendingar hefji hvalveiðar heldur hvenær. En and- staða mjög margra erlendra ríkja hefði tafið fyrir. Þorsteinn vitnaði til niðurstöðu þingmannanefndar sem skilaði sam- hljóða niðurstöðu árið 1994 um að eðlilegt væri að hefja eðlilegar hval- veiðar í atvinnuskyni, þó þannig að farið yrði með gát og heildarhags- muna íslands gætt með tilliti til stöðu landsins á alþjóðavettvangi, markaða fyrir hvalveiðar og áhrifa á aðrar útflutningsmarkaði. Unnið hefði ver- ið að málinu á grundvelli þessarar stefnumörkunar. Engir markaðir Þorsteinn sagði ljóst að það myndi kosta talsverð átök við aðrar þjóðir að hefja hvalveiðar á ný. íslendingar hefðu átt í miklum og flóknum deil- um á sjávarútvegssviðinu að undan- fömu og það væri sitt mat að óráð að fjölga átakasviðunum að svo stöddu. Það væri ástæða þess að þingsályktunartillaga um hvalveiðar hefði ekki komið fram á þessu þingi. Nú væri þess að vænta að séð yrði fyrir endann á ýmsum af þeim stærri deilum og það gæfí svigrúm til að hefjast handa á ný við undirbúning hvalveiðanna. Þá sagði Þorsteinn að þreifað hefði verið á útflutningsmöguleikum á hvalafurðum og eins og sakir stæðu væru engir möguleikar á slíkum út- flutningi. Fram kom hjá Ágústi Einarssyni fjóðvaka að Bandaríkjastjórn hefði hótað refsiaðgerðum ef Japanir flyttu inn hvaikjöt og Japanir gefið yfirlýsingar um að viðskiptum við Bandaríkin yrði ekki stefnt í hættu með hvalainnflutningi. Tiktúrur stjórnvalda Guðjón sagði að deilur um flsk- veiðar við aðrar þjóðir snerust um gífurlega hagsmuni en andstaða þjóða við hvalveiðar væru af allt öðrum toga, og því væri þetta ekki sambærilegt. Þá sagði Guðjón að ekkert hefði reynt á sölu hvalafurða en vitað væri um mikla eftirspum eftir hvalkjöti í Japan, og sjálfsagt myndu lögmál markaðarins ráða meira en tiktúrur stjómvalda ef hval- kjöt byðíst. Nýleg ákvörðun Norð- manna að tvöfalda hrefnuveiðikvót- ann bendi til að þeir stefni að útflutn- ingi. Kristín Halldórsdóttir Kvennalista talaði á nokkuð öðrum nótum en aðrir þingmenn og hvatti til mikillar aðgátar. Hún sagði að málið væri ekki svo einfalt að menn geti barið sér á bijóst og sagt að íslendingar geti ákveðið sjálfír hvort þeir veiði hvali. Út af fyrir sig væri iíklega rétt að margir hvalastofnar þyldu einhveija veiði, en spurningin væri hvað menn ætluðu að gera við afl- ann. Spurning væri hvort vantaði meira kjöt á innanlandsmarkað. Töl- ur um 2 milljarða útflutningsverð- mæti og 200 ársverk við hvalveiðar væru aðeins reikningsdæmi. Stærsta spurningin væri auðvitað hvort sá litli markaður sem hugsanlega fynd- ist erlendis fyrir hvalkjöt skipti meira máli fyrir þjóðarbúið en markaðir fyrir aðrar sjávarafurðir sem hugsan- lega væri stefnt í voða. Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki, sagði að tíminn hefði unnið með ís- lendingum í málinu og umræða á alþjóðavettvangi væri öll hliðholl okkur. En málið væri ekki einfalt og mætti gleyma því að Alþingi gerði þau mistök árið 1983 að mótmæla ekki hvalveiðibanninu. Einnig ætti eftir að greiða úr stöðu ísiands gagn- vart Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem Is- lendingar sögðu sig úr, og sagðist Geir efast um að sú úrsögn hefði orðið málstað íslands til framdráttar. Eðlilegt væri að utanríkismálanefnd hefði forgöngu um að ræða þessi mál og móta stefnu þannig að íslend- ingar gætu hafið þessar veiðar. Látið undan öfgahópum Einar K. Guðfinnsson Sjálfstæðis- flokki sagði að meðan Islendingar tækju ekki af skarið væru þeir í raun og veru að taka undir sjónarmið Greenpeace og annarra öfgasamtaka sem vildu halda í heiðri hvalveiði- bann. Og Siv Friðleifsdóttir Fram- sóknarflokki sagði að ekki mætti ganga of langt í undanlátssemi við öfgahópa og sagði í því sambandi, að nú væri að koma fram það sem menn hefðu haft í flimtingum fyrir nokkrum árum um að friðarhreyfing- ar myndu friða fiskinn í sjónum. Nýjasta dæmið væru tilkynningar þess efnis að ganga eigi af bræðslu- veiðum dauðum. „Hvað gerum við þá sem erum að endumýja bræðslu- verksmiðjur og skip fyrir milljarða?" sagði Siv. Hjörleifur Guttormsson Alþýðu- handalagi sagði að stjórnarflokkarnir beittu loddaraleik því þingmenn þeirra kæmu reglulega fram með kröfur um að hefja hvalveiðar án þess að ríkisstjórnin brygðist við. Þessu mótmæltu bæði Guðjón og Þorsteinn. gjbir/ióbbir cin|arar Miðasalan opin Bankastræti 2 sími: 552 8588 Nýtt frumvarp tillaga um sláturafurðir Sláturdýr verði skoðuð á eldisstað FRUMVARP til laga um eldi slátur- dýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðis- skoðun og gæðamat á sláturafurð- um var samþykkt á fundi ríkis- stjórriar á miðvikudag. Gildandi lög um slátrun, mat og meðferð slátur- afurða eru frá 1966 og er helsta breytingin sem lögð er til í frum- varpinu sú, að eftirlit verði haft með sláturdýrum á framleiðslustað, að sögn Jóns Höskuldssonar !ög- fræðings og skrifstofustjóra í land- búnaðarráðuneytinu. „Gildissvið laganna er víkkað og eftirlit er fært fram í keðjunni, ef svo má segja. Einnig er gert ráð fyrir því að hægt sé að setja reglur um innra eftirlit í vinnslustöðvum líkt og í alifuglabúum," segir Jón. Með sláturdýrum er átt við sauðfé, nautgripi, hross, svín, geitfé, hrein- dýr, alifugla og önnur dýr sem slátr- að er til manneldis. Við endurskoðun frumvarpsins er horft til löggjafar í Danmörku, Svíþjóð og reglna Evrópusam- bandsins að Jóns sögn þótt ekki sé beinlínis um EES-frumvarp að ræða þar sem verið er að ryðja tilteknum hindrunum úr vegi. Frumvarpið byggir að verulegu leyti á tillögum nefndar sem landbúnaðarráðherra skipaði árið 1994 undir formennsku Brynjólfs Sandholt yfírdýralæknis. „Verið er að vinna að reglugerð um aðbúnað nautgripa, sem segja má að sé samtvinnuð þessum breyting- um, og um mjólkurframleiðslu, og þar er einnig gert ráð fyrir virkara eftirliti eins framarlega í fram- leiðsluferlinu og unnt er,“ segir Brynjólfur. Hann segir ekki verið að gera meiri kröfur til framleiðend- anna heldur að gera þá ábyrgari hvað varðar framleiðslukröfur og hreinleika afurðanna. Kostnaður heilbrigðisþjónustunnar Markviss stefnu- mótun og kostn- aðargreining UNDANFÖRNUM árum hefur mikið ver- ið rætt um hversu dýr heilbrigðisþjónustan er hér á íslandi og hvaða leiðir skuli farnar til að spara og fá enda til að ná saman. Sig- rún Gerða Gísladóttir hefur lært og skoðað stefnu, stefnumótun, stjórnun, markmið og aðferðir til að meta árangur heilbrigðis- þjónustu. Hún lauk nýlega mastersprófi við Nuffield Institute for Health. í mast- ersritgerð sinni fjallaði hún um stefnumörkun í heilbrigð- ismálum á íslandi og hvaða möguleika íslendingar eiga til að hámarka nýtingu fjár- magns innan heilbrigðisþjón- UStGenfum Sigrúnu Gerðu orð- SÍ31'Ú" Gei'ða Gísladóttir ið. „íslendingar hafa náð mjög langt og tekist að bæta heilbrigði þjóðar sinnar mjög mikið á þessari öld. Þróun heilbrigðisþjónustu er einn liður í þeim árangri. Upp- bygging og þróun þjónustunnar hefur verið mjög hröð síðustu tutt- ugu árin og engu var til sparað. Það var ekki fyrr en seint á síð- asta áratug sem kostnaðurinn varð að vandamáli því þá versnaði efna- hagsástand þjóðarinnar. Spurn- ingin um aukna hagræðingu og auknar kröfur neytenda komu samhliða og þeir sem taka ákvarð- anirnar urðu að koma sér saman um nýtingu takmarkaðs fjár- magns. Sérhver þjóð verður að hafa mjög fastmótaða og mark- vissa stefnumótun í heilbrigðis- málum til að hún geti skoðað og metið hvort hún er á réttri leið til að ná settum markmiðum. Hún verður að vita nákvæmlega hvar hún er stödd og hvert hún ætlar en hún verður einnig að vita hvern- ig hún ætlar að komast þangað. Árið 1991 var samþykkt á Al- þingi þingsályktum um heilbrigð- isáætlun í samræmi við Alma Ata yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar frá 1978. Síð- astliðin 10 ár hefur Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar í Kaupmannahöfn þróað og endurbætt ný og mælanleg mark- mið fyrir Evrópuþjóðirnar í sam- ræmi við Alma Ata yfirlýsinguna. Ég kemst að þeirri niðurstöðu í ritgerðinni að heilbrigðisáætlunin hafi verið illa kynnt fyrir almenn- ingi sem og fyrir heilbrigðisstarfs- fólki. Löggjafarvaldið fylgdi áætl- uninni ekki eftir og framkvæmda- valdið nýtti sér hana ekki sem tæki til að ná árangri. Heilbrigðis- starfsfólk notar hana ekki því það þekkir hana ekki nema hvað Landlæknisemb- ættið hefur unnið að heilsueflingaráætlun í sámvinnu við fjögur sveitarfélög. Nú er búið að skipa nefnd til að endurskoða heilbrigð- isáætlunina og skilgreina mælan- leg markmið en vegna þess að sú stefna sem tekin var á Alþingi árið 1991 var óljós hafa alltof oft verið teknar skyndiákvarðanir án vel grundaðra forsendna. Fyrst og áður en markviss stefna er tekin verður að meta og athuga þjónustuþörfina. Hægt er að skipta þjónustunni í þijú stig, grunnþjónustu, lágtækniþjónustu og hátækniþjónustu. Það þarf að meta með ýmsum leiðum og gera áætlun hveijir þurfa hvaða þjón- ustu og hvar en það eiga allir að hafa jafnt aðgengi að heilbrigðis- þjónustunni. Heilbrigðisþjónustan ►Sigrún Gerða Gísladóttir er fædd og uppalin íReykjavik en býr á Sólbakka í Onundarfirði. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt, nam heilsuverndar- hjúkrunarfræði í Noregi 1975- 1976, stundaði nám í heilsuhag- fræði við Endurmenntunar- stofnun Háskóla Islands og lauk mastersprófi í október 1995 frá Nuffield Institute for Health en stofnunin tilheyrir Háskólanum í Leeds í Englandi. Hún er nú hjúkrunarforstjóri Heilsu- gæslustöðvarinnar á Flateyri. Eiginmaður Sigrúnar Gerðu er Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, og eiga þau þrjú börn. er í eðli sínu ólík annarri þjónustu og því geta lögmál markaðarins, frelsi neytandans og samkeppni, ekki eingöngu náð þeirri hag- kvæmni sem þarf að nást innan hennar. Ákvarðanir um skiptingu og nýtingu fjármagns verður að vera samstarfsverkefni löggjafar- valds, framkvæmdavalds, starfs- fólks og neytenda." - Hvað leggur þú til dæmis til í ritgerðinni að gert verði til úr- bðta? „Áður en ákvörðunin er tekin verður að gera kostnaðargreiningu og mat á árangri þar sem allir þættir þjónustunnar og mismun- andi þjónustuleiðir eru skoðaðar og sem lægstur heildarkostnaður hafður að markmiði. Skattgreið- endur geta tekið virkari þátt í ákvarðanatöku um úthlutun tak- markaðs fjármagns til dæmis með þátttöku í forgangsröðun og greina til dæmis á milli grunnþjónustu og lúx- usþjónustu. Með aðferð- um eins og árangurs- stjórnun innari heil- brigðisstofnana er hægt að auka hagkvæmni þar sem borinn er saman árangur og gæði. Samkeppnin nýtist því miður ekki því markaðurinn er of einhliða og lítill. Hingað til höfum við falið stjórnvöldum að sjá um þetta en það mætti hugsa sér að hver lands- fjórðungur sæi um sín heilbrigðis- mál þar sem fjárhagsleg og fagleg ábyrgð færi saman, sem er afar mikilvægt. Það verður að gera langtímaáætlun, sem er sveigjan- leg og markviss, í samræmi við fjárlög og endurskoða hana reglu- lega. Síðan verður að meta árang- urinn með hliðsjón af kostnaði og fá starfsfólk heilbrigðisgeirans til að tileinka sér nýja siði með því að meta árangur þess í starfi.“ Skattgreið- endur taki virkan þátt í áætlanagerð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.