Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Líkur á að verðtryggðir vextir muni lækka hjá flestum bönkum og sparisjóðum Óvissa ríkir um þróun óverð- tryggðra vaxta Lífeyrissjóðir kaupa 10% í Sæplasti ANNAR stærsti hluthafi Sæ- piasts hf. á Dalvík, þrotabú Jóns Friðrikssonar, hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu. Um er ræða bréf að nafnvirði 9,7 milljónir króna eða sem svarar til um 10,5% af heildarhlutafénu og seldust þau miðað við gengið 4,45 eða fyrir 43 millj.. Kaupendur bréfanna voru fjórir lífeyrissjóðir og Hluta- bréfasjóður Norðurlands. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins keypti Lífeyrissjóður Norðurlands bróðurpart bréf- anna eða um 6 millj. að nafn- virði. Sjóðurinn átti fyrir nokk- um hlut og er nú orðinn annar stærsti hluthafinn með samtals 9,1% hlut. Önnur bréf skiptust á milli Lífeyrissjóðs Austurlands, Líf- eyrissjóðs Vestfjarða og Lífeyr- issjóðs Vestmannaeyja, en hlutur þeirra er um 10%. HORFUR eru á því að vextir banka og sparisjóða muni lækka næstkom- andi mánudag. Flestir bankanna munu þá lækka verðtryggða inn- láns- og útlánsvexti sína en meiri óvissa ríkir um þróunina á óverð- tryggðum vöxtum og er meðal ann- ars beðið eftir vísitölu neysluverðs í maí, en hún verður birt á mánudag. íslandsbanki mun þó bíða átekta og verða vextir þar ekki lækkaðir að sinni. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gagnrýndi nokk- uð banka og sparisjóði á ársfundi Iðnlánasjóðs á miðvikudag, fyrir að hafa ekki fylgt á eftir í þeim vaxta- lækkunum sem verið hafi á peninga- markaði í apríl. Verðtryggðir og óverðtryggðir vextir séu nú orðnir talsvert lægri en þeir hafi verið í upphafi árs á peningamarkaði, en hjá bönkunum séu vextir hins vegar enn hærri. Ólafur Örn Ingólfsson, forstöðu- maður fjárreiðudeildar Landsbank- ans, segir að verið sé að skoða vaxta- mál bankans nú og horfur séu á því að vextir verði lækkaðir annað hvort 11. maí eða 21. maí. A sínum tíma hafi vextir verið hækkaðir vegna vaxtahækkana á spariskírteinum og nú þegar vextir þeirra hafi verið á niðurleið sé ekki óeðlilegt að vextir bankans fylgi á eftir. Fylgni milli vaxta banka og peningamarkaðar lítil Ólafur segir hins vegar að fylgn- in hafi ekki verið mikil á mílli vaxta- stigs bankanna og vaxtastigs á pen- ingamarkaði, enda komi þar fleiri þættir til, m.a. samkeppni við aðra banka og sparisjóði í innlánsvöxt- um. Hins vegar bendi ýmislegt til þess að þessi fylgni sé að aukast eftir því sem aðstæður á fjármagnsmark- aði verði eðlilegri. Hann segir hins vegar að bankarnir hafi verið nokkuð á eftir þróuninni á fjármagnsmark- aði og nú hafi það m.a. sett strik í reikninginn að óvissa ríkti um hvort eitthvað verðbólguskot kynni að vera framundan. Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, segir að vaxtalækkanir séu framundan hjá sparisjóðunum. Um það hafi verið tekin ákvörðun fyrir allnokkru og yfirlýsingar viðskipta- ráðherra hafi ekki haft nein áhrif þar á. Sömu sögu er að segja af Búnað- arbanka. Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðarbankans, segir að ekki sé óeðlilegt að verðtryggðir inn- og útlánsvextir muni lækka eitthvað á næstunni. Hins vegar hafi óverðtryggðir vextir verið lækkaðir nýlega hjá bankanum og því verði þeir ekki lækkaðir nú. íslandsbanki bíður átekta Vextir munu ekki breytast hjá íslandsbanka á mánudag. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, segir að þar taki menn ekki þessa gagnrýni viðskiptaráðherra til sín. Utlánsvextir bankans hafi verið lækkaðir 22. febrúar sl. í þeim til- gangi að styðja við þá þróun sem þá hafi virst vera framundan á pen- ingamarkaði. Aðrir bankar og spari- sjóðir hafi hins vegar ekki fylgt í kjöifarið og hafi Islandsbanki því verið með mun lægri vexti um tveggja mánaða skeið á eftir. „Síðast voru vextir bankans lækk- aðir 1. maí, bæði á útlána- og innl- ánahlið. Þess vegna bíðum við núna og sjáum hver þróunin verður," seg- ir Valur. Héðins-fyrirtækin skráð á OTM HLUTABRÉF þriggja nýrra fyrir- tækja hafa nú verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Þetta eru Héð- inn smiðja hf, Héðinn hf. verslun og Garðastál hf. Að sögn Davíðs Björnssonar, forstöðumanns verð- bréfamiðlunar Landsbréfa, sem önnuðust undirbúning skráningar- innar, er þess vænst að íjórða fyrir- tækið, Héðinn eignarhaldsfélag ehf, verði skráð fljótlega. Davíð segir að þegar hafi verið skráð sölutilboð í fyrirtækjunum þremur á OTM. Þar sé um að ræða rúmlega 700 þúsund króna hiut í hveiju þeirra fyrir sig, eða sem svarar til tæplega 3% af heildarhlutafé þeirra. Skráð gengi á sölutilboði hluta- bréfanna í Héðni smiðju hf. er 6,0 og svarar það til þess að V/H hlut- fall þess sé um 10. Héðinn smiðja velti rúmum 500 milljónum króna á síðasta ári. Sölutilboð hlutabréf- anna í Héðni verslun miðast hins vegar við gengið 4,8, en það sam- svarar því að V/H hlutfall fyrir- tækisins sé 7. Velta þess á síðastl- iðnu ári var um 320 milljónir króna. Þá er tilboðsgengi bréfanna í Garðastáli 1,68, sem samsvarar einnig V/H hlutfallinu 7. Nafnvirði hlutafjár í öllum fyrirtækjunum þremur er 25 milljónir króna. W'. TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐ SVERÐ B RÉFA HARALDUR BÖÐVARSSON Almennt hlutaíjárútboð Heildarnafnverð nýs hlutaíjár: 150.000.000.- kr. Sölugengi: 3,08 til forkaupsréttarhafa. Gengi hlutabréfanna getur breyst eftir að forkaupsréttartímabili lýkur og almenn sala hefst. Sölutímabil: Forkaupsréttartímabil er frá 10. mai 1996 - 31. maí 1996 og almennt sölutímabil frá 5. júní 1996 - 30. ágúst 1996. Söluaðili: Áskrift fer fram á skrifstofu Haraldar Böðvarssonar hf. og hjá Landsbréfum hf. Landsbréf hf. eru söluaðili á almennu sölutímabili. Umsjón með útboði: Landsbréf hf. Forkaupsréttur: Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt að nýju hlutafé í hlutfalli við eign sína. , Skráning: Áður útgefin hlutabréf Haraldar Böðvarssonar hf. eru skráð á Verðbréfaþing Islands. Oskað verður eftir skráningu þeirra hlutabréfa, sem nú eru boðin út, á Verðbréfaþing Islands. Utboðs-og skráningarlýsing ofangreindra hlutabréfa mun liggja frammi hjá Haraldi Böðvarssyni hf. og Landsbréfum hf.. & y LANDSBREF HF. fn - Suðurfandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AOIU AÐ VEROBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Nauðsynlegt að stofnunin geti mætt erlendri samkeppni HALLDOR Blöndal, samgönguráð- herra, segir ekki koma til greina að skipta fjarskiptahluta Pósts og síma upp í smærri einingar til þess að veita smærri fyrirtækjum á þess- um markaði hér á landi svigrúm til þess að athafna sig. Ljóst sé að erlend ijölþjóðafyrirtæki hafi verið að leita eftir samstarfsaðilum hér á landi til þess að heíja samkeppni við P&S um leið og fyrir hana verði opnað og því þurfi fyrirtækið að vera nægjanlega sterkt til þess að mæta þeirri samkeppni. Þetta kom fram i ræðu samgönguráðherra á aðalfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. „Þessi erlendu fjölþjóðafyrirtæki hafa ekki hreiðrað um sig í kjallara- holum eða kvistherbergjum, heldur er þar að finna mörg af öflugustu fyrirtækjum veraldar," sagði Hall- dór. Hann sagði að tilgangur íjar- skipta gæti ekki verið nema sá einn að koma skilaboðum áleiðis eins ódýrt og eins fljótt og mögulegt væri, en jafnframt væri nauðsynlegt að gera kröfur um gæði og leynd. Sagði Halldór það merki um heim- óttarskap þegar alið væri á tor- tryggni í garð öflugra íslenskra fyr- irtækja á borð við Eimskip og Flug- leiði, sem væru að keppa á alþjóða- markaði. Víst væri að íslensk fyrir- tæki á fjarskipta- og upplýsinga- markaði muni telja sér styrk að eiga kost á samvinnu við P&S í stað þess að þurfa að leita út fyrir land- steinana. Jafn víst væri að ef P&S tækist ekki að halda stöðu sinni á fjar- skiptamarkaði hér á landi í kjölfar erlendrar samkeppni myndu aðrir íslenskir aðilar ekki hafa styrk til þess að fylla það starf. Útilokar ekki skiptingu í póst- og símasvið síðar Halldór sagði á fundinum að enn væri ekki ljóst hvort Pósti og síma yrði skipt upp síðar meir í póstsvið og símasvið. í frumvarpinu um formbreytingu stofnunarinnar hefði verið farin sú leið að skipta fyrir- tækinu ekki upp, en þar væri þó ákvæði inni sem myndu auðvelda slíka skiptingu í tvö hlutafélög. Greinilegt væri að skiptar skoð- anir væru um þetta mál meðal starfs- manna og teldu forystumenn Póst- mannafélags íslands t.a.m. æskilegt að til slíkrar skiptingar kæmi. Sá háttur hefði verið hafður á í nær öllum nágrannalöndum okkar að reka póst- og símaþjónustu sem aðskildar stofnanir en stjómendur Pósts og síma hf. hlytu að taka slíka skiptingu til efnislegrar skoðunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.