Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 56

Morgunblaðið - 10.05.1996, Side 56
JtewdM -setur brag á sérhvern dag! ÞJOÐLEIKHUSIÐ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMl B69 1100, SÍMBKÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 86 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Umferðarslysin kosta 16,2—18,8 milljarða á ári KOSTNAÐUR samfélagsins vegna umferðarslysa á íslandi er samtals á bilinu 16,2-18,8 milljörðum króna, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Hagfræðistofnunar Háskóla Islands. Þar af nemur ein- staklingsbundið slysatjón af völd- um umferðarslysa 13-16 milljörð- um króna, og eignatjón og annar beinn slysakostnaður sem endur- speglast ekki í einkakostnaði nem- Landa fiski úr hjólabáti BÓNDINN á Vatnsskarðshólum í Dyrhólahverfi í Mýrdal hefur keypt sér stóran hjólabát í þeim tilgangi að landa afla tveggja krókabáta sem hann gerir út. Einnig er til athugunar að kaupa fisk af trillum og keyra á land enda er bóndinn búinn að koma sér upp fiskvinnslu. Þorsteinn Gunnarsson bóndi á Vatnsskarðshólum gerir út tvo krókaleyfisbáta og er búinn að koma sér upp saltfiskvinnslu í útihúsum á bænum. Trillurnar eru gjarnan að veiðum fyrir ^iitan Vík en vegna hafnleysisins hafa þær þurft áð landa í Þor- lákshöfn. Hann keypti stóran hjólabát í vetur til þess að geta ekið með aflann á land í Dyr- hólahverfi. Trillurnar geta síð- an legið við ból. Báturinn er 14 metrar að lengd og 4,5 metrar þar sem hann er breiðastur. Gengur hann 11-12 mílur og getur borið 15 tonn. Er það þrisvar sinnum meiri burðargeta en hjá hjóla- bátunum sem fyrir eru í land- inu. ur rúmum 3 milljörðum króna. Til þessa hefur verið talið að kostnað- urinn sé á bilinu 6-8 milljarðar króna á ári. Þetta kom fram í erindi sem Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar HI, flutti á Umferðarþingi sem haldið var í gær. Hann benti á að þessar tölur bentu eindregið til þess að fyllsta Þorsteinn segir að hjóla- báturinn hafi staðist allar kröf- ur Siglingamálastofnunar og fengið skráningu þar. Tolla- reglur hafi hins vegar flokkað bátinn sem bifreið og tollayfir- völd gert kröfu um vörugjöld í samræmi við þær, þó að bíllinn hefði aldrei fengist skráður sem bíll til aksturs á vegum lands- ástæða sé til að skoða umferðar- slys sem alvarlegt efnahagsvanda- mál. Þannig blasi t.d. við að áhrif gæða umferðarmannvirkja á tíðni og umfang umferðarslysa geti haft mikil áhrif á reiknaða þjóðhagslega arðsemi þeirra, og því kunni vel að vera að umferðarmannvirki sem ekki virðist þjóðhagslega arðbær þegar hefðbundnar arðsemisað- ferðir séu notaðar reynist vera það ins. Þorsteinn segir að með að- stoð Árna Johnsens alþingis- manns hafi tollareglugerð feng- ist breytt þannig að hjólabátur- inn fengi eðlilega tollmeðferð og Iauk henni í gær. Krókabátar frá Vestmanna- eyjum, Þorlákshöfn og víðar hafa oft verið við veiðar á mið- unum fyrir utan Mýrdal og seg- þegar slysaáhrifin eru tekin með í reikninginn. „Þær upphæðir sem hér um ræðir eru af þeirri stærðargráðu að ljóst er að framkvæmdaaðilar ættu að taka tillit til slysahættu við áætlunargerð í vegamálum og við hönnun og smíði umferðar- mannvirkja," sagði Tryggvi. ■ SIysakostnaður/6 ist Þorsteinn hafa fengið fyrir- spurn frá Vestmannaeyjum um löndun í bátinn. Þá kæmi til greina að nýta hann til siglinga með ferðafólk. Hjólabáturinn á Vatnsskarðs- hólum heitir að sjálfsögðu Skaftfellingur, eftir frægum uppskipunarbáti Skaftfellinga. Breytingar á kjör- stöðum í Reykjavík Líklega kosið í Ráðhúsi og á Kjarvals- stöðum ALLAR líkur eru á að breyt- ingar verði gerðar á nokkrum kjörstöðum í Reykjavík við forsetakosningarnar 29. júní. Ekki verði kosið í Miðbæjar- skólanum, Austurbæjarskól- anum og Sjómannaskólanum, eins og verið hefur undanfarin ár, þar sem aðstaðan þar þyk- ir ekki nægilega góð. Að sögn Jóns G. Kristjáns- sonar, sem er settur skrif- stofustjóri Reykjavíkurborg- ar, verður væntanlega kosið í Tjarnarsal Ráðhússins í stað Miðbæjarskólans og stefnt er að því að færa kjördeildir sem verið hafa {Austurbæjarskól- anum og Sjómannaskólanum á Kjarvalsstaði. Slæmt aðgengi fyrir fatlaða Jón sagði að ástæður þessa væru m.a. þær að samtök fatlaðra hefðu kvartað undan aðgengi á ýmsum kjörstöðum. Einnig þætti aðgengi mjög slæmt í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla en ekki hefði enn fundist húsnæði sem gæti komið í stað þeirra, þannig að hugsanlega verður áfram kosið á þessum tveimur stöðum í forsetakosningun- um, að sögn Jóns. Talning á Kjarvalsstöðum Stefnt er að því að talning atkvæða og aðsetur yfirkjör- stjórnar verði á Kjarvalsstöð- um en við alþingiskosningarn- ar á seinasta ári fór talning fram í Ráðhúsinu. Að sögn Jóns færi talningin þá fram í Austursal Kjarvalsstaða en kjörklefar yrðu í Vestursal og í anddyri hússins. Þessi mál eru enn til skoð- unar hjá Reykjavíkurborg og hafa endanlegar ákvarðanir ekki verið teknar, að sögn Jóns. Utgerðarmaður í Mýrdalnum hefur keypt nýjan Skaftfelling SKAFTFELLINGUR í Hafnarfirði í gær. Morgunblaðið/Rax Framkvæmt fyrir átta milljarða króna á Keflavíkurflugvelli í ár og næsta ár Ný verkefni fyrir milljarð Nám í iðju- þjálfunl997 HÁSKÓLARÁÐ samþykkti í gær að leggja til við stjómvöld að tekið verði upp nám í iðjuþjálfun við Háskóla íslands haustið 1997. Um yrði að ræða ijögurra ára nám sem lyki með B.Sc. prófí. Er lagt til að teknir verði inn 15 nemendur á ári. Iðjuþjálfar hafa til þessa þurft að sækja menntun sína til útianda. Að sögn Þórðar Kristinssonar, kennslu- ~stjóra HÍ, vantar enn fé til að unnt verði að koma námsbrautinni á lagg- irnar en undirbúningur hefur staðið yfir í talsverðan tíma og liggja fyrir drög að námskrá. Kennslukostnaður er gróflega áætlaður rúmar fimm m.kr. á fyrsta ári en árlegur kostnaður verði að jágmarki 18 m.kr. þegar kennsla - 'Wður hafín að fullu. ÁRIN 1996 og 1997 gætu orðið með mestu ’framkvæmdaárum í vamarstöðinni á Keflavíkurflug- velli, miðað við þá fjármuni, sem ætlunin er að lagðir verði í fram- kvæmdir þar. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins stefnir í að framkvæmt verði fyrir um 60 milljónir dollara, eða fjóra millj- arða króna, hvort ár um sig. Það er álíka og þegar umsvif í varnar- framkvæmdum voru einna mest í lok síðasta áratugar og upphafi þessa. Þessar tölur eru ekki nákvæm- ar, þar sem fjárveitingar geta flutzt á milli ára. Af þessu fé, samtals um 120 milljónum dollara, kemur mest úr ríkissjóði Banda- ríkjanna og munu viðkomandi verkefni því ekki verða boðin út á almennum markaði. Aðlögunar- tími íslenzkra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka, sem enn sitja að öllum verkefnum sem Banda- ríkin greiða, rennur ekki endan- lega út fyrr en árið 2004. Ný verkefni á síðustu vikum Um tuttugu milljónir dollara, eða rúmlega 1,3 milljarðar, koma úr Mannvirkjasjóði Atlantshafs- bandalagsins og munu renna til endurbóta á flugskýli fyrir Orion- kafbátaleitarflugvélar varnarliðs- ins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa Bandaríkjamenn ákveðið á síðustu vikum að veita hátt í 20 milljónir dollara, eða rúman milljarð króna, til nýrra verkefna. Þar á meðal er endurnýj- un á íbúðum fyrir einhleypa varn- arliðsmenn og tilflutningur á elds- neytistönkum. Þessar óvæntu fjár- veitingar hafa_ komið tii eftir að samkomulag íslands og Banda- ríkjanna um framkvæmd varnar- samningsins til næstu fimm ára var undirritað. Árið 1989 var framkvæmt fyrir um 57 milljónir dollara í varnar- stöðinni og árin 1990 og 1991 runnu um 65 milljónir dollara til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli hvort árið um sig. Eftir það hafa fjárveitingar hins vegar minnkað niður í um 35 til 40 milljónir doll- ara á ári, bæði vegna þess að um skeið var nánast tekið fyrir fjár- veitingar frá Mannvirkjasjóði NATO vegna ágreinings um fyrir- komulag verktöku og vegna þess að Bandaríkjamenn drógu saman í útgjöldum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.