Morgunblaðið - 30.05.1996, Side 4

Morgunblaðið - 30.05.1996, Side 4
4 FIMMTUDÁGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kaupmáttur eykst um- fram spár 4,6% lækkun á sjávarafurð- um frá síðustu áramótum Áætlað verðlag sjávarafurða í SDF Í 1993-1996 t. líu 1£U 115 110 105 100 95 90 85 80 k aprrr — TTTTTTTTTTTT" JFMAMJJASOND 1993 I I 1 1 1 ( i, 1 1 1 I J FMAMJ J ASOND 1994 i i t i i 1 1 ,U i V ( JFMAMJJAS0ND 1995 TTTT J FMAN •96 VERÐ sjávarafurða hefur lækkað um 4,6% frá áramótum, mælt í SDR. Verð í marsmánuði var um 1% lægra en að meðaltali í fyrra. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóð- hagsstofnunar, má að hluta til rekja lækkunina til sams konar árstíðar- sveiflu og varð fyrri hluta áranna 1994 og 1995. „Þannig að það er alls ekki rétt að taka þessa lækkun sem ótvíræða vísbendingu um að verð muni fara lækkandi á næstu mánuðum. Þvert á móti höfum við gert ráð fyrir því í okkar áætlunum að verð þokist frekar upp á við en niður þannig að verðlag sjávarafurða á þessu ári verði ekki lægra en var að meðaltali í fyrra,“ sagði Þórður. Hann sagði að til þess að þær spár gengju eftir þyrfti verðlag sjáv- arafurða að taka nokkrum breyting- um það sem eftir er ársins. „Við gerum ráð fyrir að þróunin verði fremur á þann veginn heldur en hinn að verðið haldi áfram að lækka." Þórður sagði að alltaf væri nokkur óvissa um verðþróunina, ekki síst nú um verðþróun rækjuafurða. Mest lækkun hefur orðið á lýsi, 18% frá áramótum. Við hefðbundnar árstíð- arsveiflur saltfisksafurða, sem lækk- að hafa um 11,5% frá áramótum, hefur nú bæst að pilluð rækja hefur lækkað í verði um 10%; „að vísu frá mjög háu verði á síðustu misserum og það er óvissa um hvort rækjan heldur áfram að lækka,“ sagði Þórð- ur sem sagði þó að nýlegar vísbend- ingar gæfu til kynna að verðlækkun rækju væri að stöðvast. „Við bendum á að verð botnfisks- afurða hefur verið mjög lágt í langan tíma og að spádómar hafa frekar gengið í þá áttina að verðið eigi eft- ir að hækka,“ sagði Þórður. Sjófrystar afurðir hafa hins vegar hækkað um 5,2% frá áramótum og telur þjóðhagsstofnun að það skýr- ist, a.m.k. að hluta af árstíðarsveifl- um. Aukin framleiðsla gerir meira en vega upp Þórður Friðjónsson sagði ekki raunhæft að reikna út tekjutap þjóð- arbúsins miðað við áramótaverðið. Þrátt fyrir svipaða lækkun í ársbytj- un 1995 hefði orðið 7-8% hækkun á verði milli áranna tveggja sem þýddi 4-5% raunhækkun en nú er gert ráð fyrir því að raunverðið standi í stað eða lækki lítillega milli ára að teknu tilliti til verðbólgu erlendis þótt verð- hækkun verði í erlendri mynt. Þórður sagði að endurskoðuð þjóð- hagsspá lægi fyrir innan skamms. Að því er verðlag sjávarafurða varð- aði væri þó ljóst að aukning í fram- leiðslu sjávarafurða, gerði meira en að vega upp hugsanlegar verðlækk- anir bæði í Ijósi nýlegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar og vegna þess að horfur varðandi sjávarafla væru nú betri en þegar síðasta spá var tekin saman í febrúar. ÚTLIT er fyrir 4-4,5% aukningu kaupmáttar á þessu ári, og er það meira en gert var ráð fyrir í þjóð- hagsáætlun fyrir þetta ár. Þetta kom fram hjá Davíð Odds- syni forsætisráðherra á Alþingi, en hann svaraði þar spurningu frá Árna M. Mathiesen, Sjálfstæðis- flokki, um þróun kaupmáttar launa frá 1989 og áætlanir þessa árs. Davíð sagði að þjóðhagsáætlun hefði gert ráð fyrir 3,5% hækkun kaupmáttar á þessu ári en nú mætti ætla að hækkunin yrði meiri, einkum vegna meiri atvinnu og minni verðbólgu en búist var við. Þá hefðu laun hækkað meira en ætlað var. Því mætti áætla að kaup- máttur launa ykist um 4-4,5% milli áranna 1995 og 1996. „Gangi þetta eftir mun kaup- máttur ráðstöfunartekna aukast um 8-8,5% á árunum 1995 og 1996. Þetta er um það bil tvöfalt meiri aukning kaupmáttar en búist er við að jafnaði í Evrópulöndum innan OECD umrædd tvö ár. Af þessu má sjá að efnahagsbatinn hefur skilað sér í kjörum heimilanna og fyrir vikið hefur einkaneysla aukist verulega að undanförnu," sagði Davíð. Morgunblaðið/Jón Svavarsson TVEIR fyrirlesarar á ráðstefnunni komu frá Skotlandi, þeir Magnús Magnússon stjórnarformaður og Roger Crofts, aðalframkvæmda- stjóri Scottish Natural Heritage (annar frá hægri). Hér eru þeir ásamt Guðmundi Bjarnasyni umhverfisráðherra og Magnúsi Jóhann- essyni, ráðunejdisstjóra í umhverfisráðuneytinu (lengst til vinstri). Brýnt að auka samvinnu BRÝNT er að samvinna verði aukin milli þeirra sem starfa við ferðaþjón- ustu og að umhverfismálum frá þvi sem nú er. Þetta kom fram á ráð- stefnu sem umhverfísráðuneytið og Ferðamálasamtök íslands efndu til I gær undir yfirskriftinni Ferðaþjón- usta í sátt við umhverfið. Voru ráðstefnugestir almennt þeirrar skoðunar að samstarf um nýtingu og vernd landsins gæða væri lítið á íslandi. Einnig var lögð áhersla á að umhverfisvemd og ferðaþjónusta verði unnin í nánu samstarfi við íbúa landsins og at- vinnulífið þannig að allir geti notið gæða náttúrunnar, hvort heldur sem er ábúendur eða ferðamenn. Nefndi einn af fyrirlesurunum, Magnús Magnússon, formaður stjómar Scottish Natural Heritage, að ber væri hver að baki nema sér bróður ætti, og átti hann þá við hversu mikilvægt væri að fólk og samtök með ólíka hagsmuni hefðu víðtækt samstarf um nýtingu lands- ins sem og að íslendingar og Skotar gætu lært margt hvorir af öðrum á sviði umhverfisverndar og ferða- mennsku. Kosnmgaskrifftofán i Börgiirtiítu 20 (’t opiti 10:00 22:00 iiihi Strni: 588 (td88 ,YÞ tuhnuii’' V\i 2208 Atkuvddgiciöshi iihin kiörtiouhir íer fnitn hjti svslnwöntuium un írtfisí itllt i> skt ihwfu túttii kl v.dd-)2:00og 13:00 15 Alhit ttátuiri upplýsingni um Uirscliikosiiitigörtiiit eru gcfthír i sitr, 5513209. Stuðningsmenn Péturs Hafstein Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sumarlokanir á sjúkrahúsum Skila ekki tilætl- uðum spamaði SUMARLOKANIR á sjúkrahúsum hafa ekki skilað þeim fjárhagslega ávinningi sem þeim var ætlað. Lok- animar hafa þó ekki haft alvarlega röskun á þjónustu í för með sér. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur gert á áhrifum sumarlokana hjá fjórum sjúkrahúsum, þ.e. Ríkisspítölum, Borgarspítala að meðtöldum Landakotsspítala, Fjórðungssjúkra- húsinu á Akranesi og St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði á árunum 1990- 1995. Athuganir Ríkisendurskoðunar benda til þess að sumarlokanir hjá sjúkrahúsunum hafi ekki í för með sér alvarlega röskun á þjónustu þeirra. Þannig er allri bráðaþjón- ustu sinnt yfir sumartimann en aft- ur á móti dregið úr biðlistaaðgerð- um án þess þó að heildarumfang þeirra á árinu minnki. Kostnaður þessu samfara hverfur ekki heldur dreifist á aðra mánuði ársins. Þá eru líkur á því að sá sparnaður sem verður við lokanir á Ianglegudeild- um, s.s. öldrunardeildum og geð- deildum, verði minni en ella þar sem þeir sjúklingar leggjast í einhveijum tilvikum inn á aðrar deildir sjúkra- húsanna. Dregur úr þörf fyrir þjónustu á sumrin I skýrslunni segir að samdráttur í rekstri sjúkrahúsanna yfir sumar- tímann sé eðlilegur. Sjúkrahúsin dragi úr þjónustu sinni vegna sum- arfría starfsmanna og eru þá sjúk- lingar t.d. síður kallaðir í biðlista- aðgerðir. Þá virðist að einhverju marki draga úr þörf fyrir þjónustu yfir sumartímann. Það er mat Ríkis- endurskoðunar að við útreikning á sparnaði vegna lokana deilda sé óraunhæft að ganga út frá fullri nýtingu deilda yfír sumarmánuðina. Ekki var hægt að greina að sum- arlokanir á tímabilinu hafi dregið úr heildarframboði þjónustu. Þann- ig fjölgaði legudeildarsjúklingum um 7,7% og göngudeildarsjúkling- um um 40,4%. Legudögum fækkaði hins vegar um 9,1% og meðallegu- tími styttist um 15,8%. Framleiðni sjúkrahúsanna fjögurra jókst þann- ig nokkuð á því tímabili sem til skoðunar var. Kannað var hvaða áhrif sumar- lokanir hefðu á stofnanir eða þjón- ustuaðila utan sjúkrahúsanna sem ætla má að hafi orðið fyrir einhverj- um óþægindum eða kostnaði vegna þessa. Niðurstaða þeirrar athugun- ar var á þá leið að ekki varð vart aukins kostnaðar hjá öðrum stofn- unum hins opinbera sem rekja má beint til sumarlokana sjúkrahús- anna. Við sumarlokanir á öldrunar- deildum sjúkrahúsanna flytjast hjúkrunarsjúklingar í meira mæli til nánustu aðstandenda. Því má gera ráð fyrir að umönnun og beinn og óbeinn kostnaður henni tengdur færist að einhveiju marki yfir á heimilin í landinu en sá kostnaður var ekki metinn í skýrslunni. Heildarkostnaður hækkaði um 6,3% Þannig virðist sem sumarlokanir á sjúkrahúsunum á tímabilinu sem athugunin tók til hafi ekki skilað þeim fjárhagslega ávinningi sem að var stefnt til lækkunar heildarút- gjalda þeirra. Þannig hefur heildar- kostnaður sjúkrahúsanna fjögurra hækkað um 6,3% að raunvirði á tímabilinu. Kostnaður frá 1993 til 1995 jókst um 2,4% að raunvirði þrátt fyrir auknar aðhaldsaðgerðir meðal annars í formi sumarlokana sérstaklega á árinu 1995. Tugir áa láta lömbum Á FJÓRÐA tug áa á bæ í Hvítár- síðu hafa látið lömbum í vor vegna smits frá köttum. Sýni hafa verið send að Keldum og segir Sigurður Sigurðarson dýralæknir að smit hafí verið staðfest á 20-30 bæjum, víðs vegar um land. Ekki hefur hann tölur um fjölda. Smitið er af völdum bogfrymla og hefur komið upp á nokkrum stöðum í vor, að sögn Sigurðar, líkt og gerist á hveiju ári. Hann segir jafnframt að stórfellt smit geti orð- ið þegar ærnar hafi ekki komist í snertingu við smitefnið áður. Það kemur úr kattaskít, annaðhvort frá flækingsköttum eða kettlingum, gjóti læða í hlöðu. „Kettir ganga í gegnum þessa sýkingu án þess að veikjast sjálfír, svo sjáanlegt sé, og meðan hún stendur yfir láta þeir frá sér mikið af smitefnum," segir hann. Ærnar mynda varanlegt mótefni þannig að ef snerting verður við smitefni að hausti eða fyrir fengi- tíma hindrar það fósturlát að sögn Sigurðar. „Það eru til lyf sem vinna gegn þessu en þau eru dýr og auk þess er mjög erfitt að sjá smitið fynr, þannig að þau eru hæpin varnarráðstöfun. Einnig er verið að prófa bólusetningar en þær eru ekki komnar í nógu öruget horf “ segir hann að lokum. b I I I I i I ! j , i ( i ,i 'ii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.