Morgunblaðið - 30.05.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 30.05.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 9 FRÉTTIR Nýjar mælingar sýna að enn molnar úr Kolbeinsey Maí 1996: Nánast hringlaga, 36 x 36 m, skv. mælingum Landhelgisgæslunnar Enðurgefð myndar eftir Arna Hlaftarson Þvermál aðeins 3 6 metrar KOLBEINSEY mældist 36 metrar í þvermál, þegar skipverjar á varð- skipinu Tý könnuðu hana fyrr í mánuðinum. Eyjan heldur því enn áfram að molna og minnka, en árið 1985 var hún 39 metrar í þver- mál. Þyrlupallur, sem var steyptur upp í dálítilli lægð á eynni árið 1989, er nú hæsti punktur hennar. Búist er við að Kolbeinsey, sem er einn grunnlínupunkta fiskveiði- lögsögunnar, hverfi á nokkrum áratugum verði ekkert að gert. Árið 1992 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu, þar sem ríkisstjórninni var falið að láta gera, svo fljótt sem við yrði kom- ið, áætlun um styrkingu Kolbeins- eyjar. Ári síðar var giskað á, að flutningur á grjóti til að styrkja varnir eyjarinnar, borun í hana og uppfylling með steypu myndi jafnvel kosta 2-4 milljarða. Munar 9.400 ferkílómetrum íslendingar fengu lögsögu yfir 9.400 ferkílómetra svæði norðan við grunnlínupunktinn Kolbeinsey þegar fiskveiðilandhelgin var færð í 200 mílur og þetta er það svæði, sem talsmenn styrkingar Kolbeinseyjar vilja halda í, því molni hún enn verði Islendingar með sanni á flæðiskeri staddir í hafréttarmálum á svæðinu. „Steypan í þyrlupallinum virðist sterkari en bergið í kring og eyj- an, sem er nú nánast hringlaga, brotnar æ meira á hverju ári,“ sagði Helgi Hallvarðsson, skip- herra hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þegar hafís leggst að Kolbeinsey sverfur hann hana bókstaflega niður.“ Var 60 sinnum stæn-i Kolbeinsey var mun myndar- legri fyrr á öldum, eða um 60 sinn- um stærri en nú. Þannig mældist hún 750x110 metrar í byrjun 17. aldar, eftir aldamótin 1900 var hún sögð 300 metra löng og 30-60 metra breið, árið 1985 mældist hún 39x39 metrar að stærð og nú segja Landhelgisgæslumenn hana aðeins 36x36 metra. Embættismenn taki yfir ópólitísk afgreiðsluverkefni STJORNKERFISNEFND, sem skip- uð er af borgarráði, hefur skilað áfangaáliti yfir breytingar á stjórn- kerfi Reykjavíkurborgar. Áhersla er lögð á að flytja afgreiðsluverkefni sem ekki eru pólitísk til embættismanna og að nefndarmenn, sérstaklega for- menn, geti sinnt pólitískum verkefn- um í fullu eða hlutastarfi. Hlutverk borgarráðs er einnig til skoðunar og telur nefndin koma til greina að for- menn nefnda skipi borgarráð. í áliti stjórnkerfisnefndar segir að meginmarkmiðið með endurskipu- lagningu á nefndakerfi borgarinnar sé að samræma pólitíska stefnu- mörkun í stærri og heilsteyptari ein- ingar/málaflokka. í núverandi kerfi sé hætt við að pólitísku valdi sé dreift óþarflega mikið og að pólitískt starf í borgarmálum einkennist of mikið af reiptogi milli talsmanna einstakra nefnda. Sömu mál þurfi að fá umfjöll- un á mörgum stöðum, verkaskipting milli nefnda sé ekki alltaf ljós og ekki ávallt ljós skipting verkefna og ábyrgðar milli stjórnmálamanna og embættismanna. Kerfið verði einfaldað Þá segir: „Endurskipulagning hins pólitíska stjórnkerfis hlýtur að taka mið af því að einfalda það en jafn- framt styrkja það og gera það árang- ursríkara og hraðvirkara. Áhersla er lögð á að flytja afgreiðsluverkefni, sem ekki eru pólitísks eðlis, til emb- ættismanna með málskotsrétt til nefndar, þannig að nefndir sinni í ríkari mæli pólitískri stefnumótun og samhæfingu skyldra verkefna. Jafnframt er talið mikilvægt að nefndarmenn, sérstaklega formenn, geti sinnt hinum pólitísku verkefnum í fullu eða hlutastarfi. Þá yrði sú regla lögð til grundvallar að formenn meginnefnda væru alltaf borgarfull- trúar eða varaborgarfulltrúar." Breytt skipan borgarráðs Fram kemur að hlutverk borgar- ráðs hafi einnig komið til skoðunar og telur nefndin að til greina komi að borgarráð verði skipað formönn- urn meginnefnda sem verði 5-7 og að borgarstjóri verði formaður. Þannig kæmu 2-3 borgarráðsmenn úr röðum minnihlutans en 3-4 úr röðum meirihlutans auk borgar- stjóra. Nefndin hefur rætt þennan kost og telur hann fyllilega koma til álita en telur jafnframt að ef svo róttækar breytingar yrðu gerðar þyrfti langan undirbúning og aðdrag- anda og að eðlilegt sé að þær tækju gildi í byijun kjörtímabils. ÚRVAL AF GALLAFATNAÐI OG SUMARFRÖKKUM LAUGAVEGI 32 » SÍMI 552 3636 SMIÐJUVEGUR 1 • KOPAVOGI Cherokee Ltd. órg. ‘93 Dodge Grand Caravan órg. ’91 4x4, 7 manna. Suzuki Sport órg. '9t nýr bíll EV BILAUMBOÐ Egill Vilhjálmsson hf., Smiðjuvegi 1 - Kópavogi - sími 564 NÝR ÐILL OG NSEÐILL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.