Morgunblaðið - 30.05.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 30.05.1996, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sérfræðingar á sviði stefnumótunar í vísindarannsóknum Fullgild þátttaka mikilvæg fyrir fámennar þjóðir Mikilvægt er fyrir fámennar þjóðir eins og íslendinga að vera fullgildir þátttakendur í vísindastarfí þjóðanna. Aðeins með því móti geta þeir notið ávaxta rannsóknar- starfsins að því er fram kemur í samtali við dr. Thomas G. Whiston og Ben R. Martin prófessor sérfræðinga á sviði stefnu- mótunar í vísindarannsóknum. BEN R. Martin og dr. Thomas G. Whiston. HÁSKÓLINN í Sussex fæst alfarið við rannsóknir á vísinda- og tækni- málefnum og starfa þeir Whiston og Martin þar. Samvinna hefur verið í nokur ár milli skólans og íslendinga. Thomas Whiston kom hingað fyrir sex árum og segir að markmið fyrri heimsóknarinnar hafi verið að mynda tengsl á milli Háskóla íslands og háskólans í Sussex. „Árangurinn af því varð sá að ákveðið var að veita sérstaka ferða- styrki til að greiða fyrir samstarfi háskólanna. Eg er kominn hingað aftur og núna í tvennum tilgangi. Annars vegar til að tala um hvemig hægt sé að meta vísindarannsóknir og hins vegar hvernig hægt sé að haga forgangsröðun í vísindarann- sóknum. Eg skoða rannsóknirnar frá víðum sjónarhóli, geri grein fyrir ýmsum styrkleikum og veikleikum þeirra,“ segir hann. Ben tekur fram að tilgangur ferð- ar hans sé hinn sami um leið og hann segir frá því að áhugi hans á íslandi hafi aukist töluvert eftir að hann tók að leiðbeina íslenskum doktorsnema í Sussex. Nemandinn er Oddfríður Halla Þorsteinsdóttir og felur doktorsverkefni hennar í sér samanburð á alþjóðlegu rannsóknar- starfi íslenskra vísindamanna annars vegar og vísindamanna á Nýfundna- landi hins vegar. Þegar Ben er spurður að því hvaða ráðleggingar hann geti gefið litlum þjóðum eins og íslendingum viður- kennir hann að hafa ekki sérþekk- ingu á því sviði. „Hingað til hefur töluverðum tíma verið varið í að skoða vísindarannsóknir og samstarf mikilla vísindaþjóða, eins og Banda- ríkjamanna, Breta, Þjóðveija og Jap- ana, í vísindalegum rannsóknum. Við höfum því aflað töluverðrar þekking- ar á því sviði. Hvort hið sama gildir fyrir fámennari þjóðir erum við fá- fróðari um. Einn liður í rannsókn Höllu snýr einmitt að því að kanna hvort þarna komi upp sama mynstur." Sóst eftir samvinnu við íslendinga á ýmsum sviðum Við mótun á vísindastefnu er að ýmsu að gæta. „Fyrsta skrefið er að átta sig á því á hvaða sviðum þjóðin hafi forskot á aðrar þjóðir, t.d. vegna sögulegra eða landfræði- legra forsendna. Síðan er að huga að því hvar þörfin er og leggja með því grunninn að skipulagðri vísinda- stefnu. Að ætla sér að vera með á öllum sviðum er ekki eftirsóknar- vert,“ segir Ben. Thomas vekur athygli á því að ef til vill sé árangursríkara að þjóð noti útilokunaraðferðina og velti því fyrir sér að hvaða sviðum hún ætti ekki að einbeita sér, t.d. vegna getu- leysis, áhugaleysis eða annarra ann- marka. Hann minnir svo á að mikil- vægt sé að líta á heildarmyndina, hvetja ekki aðeins til vísindarann- sókna í æðri menntun heldur komi þær til viðbótar rækt við tengsl við markaðinn o.fl. Áætlanir til lengri tíma mikilvægar Ben segir mikilvægt, í sambandi við vísindastarfið, að reynt sé að horfa til lengri tíma og velja tiltekin svið þar sem hægt sé að ná góðum árangri. Þetta eigi bæði við í grunn- rannsóknum og hagnýtum rannsókn- um. Hann leggur áherslu á mikil- vægi þess að aðilar sem komi úr ólík- um áttum, þ.e. háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og stjórnsýslu ræði saman og reyni að samhæfa aðgerð- ir sínar. Þannig viti þeir sem fáist við grunnrannsóknir meira um hvað atvinnurekendur séu að hugsa. Á sama hátt læri atvinnurekendur meira um hvað vísindamenn séu að fást við. Það sé því ekki síður verið að hvetja til umræðu en að leita að endanlegum niðurstöðum. Menn greinir hins vegar á um hvaða leiðir eigi að fara í vísindastarfinu. Dr. Thomas leggur mikla áherslu á að fijálst rannsóknarstarf sé undirstaða allra rannsókna og við því megi ekki hreyfa. Ben telur að framlag fámennari þjóða geti haft mikla þýðingu í al- þjóðlegum rannsóknum. „Halla hefur einmitt verið að velta þessu fyrir sér í sínu verkefni og komist að því að á ýmsum sviðum er sóst eftir sam- vinnu við íslendinga. Ég get nefnt jarðfræðirannsóknir og vísindarann- sóknir á ýmsum sviðum læknavís- inda. Af því má ráða að framlag jafn lítilla þjóða og íslendinga er talið afar mikilvægt á ýmsum sviðum." Thomas rifjar upp í því sambandi að hann hafi stýrt mikilli könnun á sviði vísindarannsókna fyrir fjórum árum. „Rannsóknin var kölluð Global perspective 2010 og var mjög um- fangsmikil. í henni var sérstaklega litið til samstarfs ríkra og fátækra þjóða. Niðurstaðan varð sú að ríku þjóðirnar hefðu ekki efni á því að hinar fátæku væru aðeins þiggjend- ur. Báðir aðilar yrðu að vera virkir í samstarfinu," sagði hann og tók fram að sú staðreynd breytti því ekki að þjóðir yrðu að velja sér rann- sóknarsvið. Innan sviðanna yrðu þjóðirnar hins vegar að tryggja sér virka aðild. Öðruvísi væri ágóði þjóð- arinnar ekki tryggður. Ben minnti á að hið sama gilti um fyrirtæki enda væru fyrirtæki sífellt virkari í rann- sóknum. 100 þúsund kr. gjafabréf frá Samvinnuferðum-Landsýn Þórður Karlsson, Dvergabakka 36, 109 Reykjavík Panasonic samstæða frá Japis, að verðmæti 53.400 kr. Gunnar Aðalbjömsson, Sognstúni 2, 620Dalvík Gönguskór frá Skátabúðinni að verðmæti 14.990 kr. Auðar Guðbjömsdóttir, Krossholti 7,230 Keflavík • Gyða Úlfarsdóttir, Klukkubergi 23,220 Hafnarfirði Samviiiiiiilerðir-I.aiidsýii Nöfn íslendinga, bók frá Máii og menningu að verðmæti 3.990 kr. Ásólfur Pálsson, Ásólfsstöðum lb, 801 Selfossi Bjöm Jónsson, Víðigmnd 16,550 Sauðárkróki Friðrik Ragnarsson, Tunguvegi 8,108 Reykjavík Geirmundur Sigurðsson, Nesvegi 68, 107 Reykjavík Kristján Bjamason, Heiðvangi 10, 220 Hafnarfirði Magnús Þorkelsson, Stekkjarhvammi 7, 200 Hafnarfirði Ragnar Birkir Jónsson, Bjamarvöllum 20,230 Keflavík Stefán Viðar Finnsson, Kjalarsíðu lOe, 603 Akureyri Svavar Guðmundsson, Eskihlíð 6, 105 Reykjavík Vignir Sigurþórsson, Borgarvík 20, 310 Borgamesi ViAskipti vinningshafa áttu sér statí á eftirtöldum stöðum: Á bensínafgreiðslunum við Fellsmúla og Ægisíöu í Reykjavík, Reykjavíkurveg og Lækjargötu í Hafnarfírði, Aðalstöðinni JAPISS í Keflavík, Tryggvabraut á Akureyri, Ábæ á Sauðárkróki, Árborg í Ámesi, Hymunni Borgamesi og Dröfn á Dalvík. ogmenning Safnkort ESSO - enginn kostnaður, aðeins ávinningur Olíufélagið hf ~50dra — ASÍ-þing bannaði skylduaðild í lögum félaga Hefur ekki áhrif á greiðsluskyldu vegna samningsákvæða „ÞARNA er verið að taka á þrem þáttum. í fyrsta lagi á meintri skyldu- aðild að stéttarfélögum, í öðru lagi á búsetuskilyrðum í lögum aðildarfé- laganna og loks á greiðsluskyldu til félaga,“ segir Halldór Grönvold, skrifstofustjóri Alþýðusambands ís: lands, um þá breytingu-sem þing ASÍ gerði á 13. gr. laga sambandsins, þar sem lagt er bann við ákvæðum í sam- þykktum aðildarfélaga um félags- skyldu og um takmörkun á félagsað- ild vegna búsetu og lögheimilisfesti. Þrátt fyrir þessa breytingu er í engu hróflað við forgangsréttar- ákvæðum kjarasamninga, sem hefur þá þýðingu að þótt menn kjósi að standa utan stéttarfélaga þurfa þeir engu að síður að greiða stéttarfélags- iðgjald sitt ef þeir stunda vinnu hjá atvinnurekanda sem stéttarfélag hef- ur samið við um forgangsrétt og fé- lagsgjöld. I reyndinni er forgangs- réttarákvæði að ftnna í flestum kjara- samningum í landinu, skv. upplýsing- um Halldórs. I lögum og samþykktum margra stéttarfélaga er hins vegar að finna ákvæði sem mæla beinlínis fyrir um félagsskyldu og ber þeim nú að fella slík ákvæði út úr lögum sínum. Eftir- leiðis þarf einnig að leita sérstaklega eftir umsóknum starfsmanna um inn- göngu í stéttarfélag ef atvinnurek- andi heldur eftir iðgjaldi til stéttarfé- lags vegna starfsmanna sinna á grundvelli forgangsréttarákvæða. Lög og reglur uppfylli skilyrði Evrópuráðsins Halldór sagði að með þessum breytingum ætti að taka af allan vafa um að reglur og lög stéttarfé- laga uppfylltu þau almennu skilyrði sem gerð væru m.a. af hálfu Evrópu- ráðsins um félagafrelsi. „Þarna eru tekin af öll tvímæli um það, að hér er ekki nauðung varð- andi félagsaðild. Það eru tekin af öll tvímæli um að ekki megi gera búsetu að frágangssök varðandi atvinnurétt- indi, sem er hvort tveggja almennt mannréttindamál og tengist einnig EES-samningnum, þar sem á þessu er tekið. Þarna er einnig tekið á því að greiðsluskylda byg'gir á ákveðnu lög- mæti sem felst í samningum aðila vinnumarkaðarins, þar sem þetta er orðið hluti af umsömdum ráðningar- kjörum starfsmanna," sagði Halldór. Bál í bílskúmum Morgunblaðið/Júlíus ELDUR kom upp í bílskúr við Stóragerði á mánudag og er hann rakinn til þess að verið var að hlaða rafgeymi bíls, sem stóð þar inni. Bifreiðin skemmdist talsvert og bílskúrinn einnig en slökkviliði tókst þó að ráða niðurlögum elds- ins lljótt og örugglega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.