Morgunblaðið - 30.05.1996, Side 22

Morgunblaðið - 30.05.1996, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Ferð Rússlandsforseta til Tsjetsjníju Gratsjov sagður styi'kja stöðu sína Alvarlegur matvælaskortur í Norður-Kóreu Aðstoðar óskað til að afstýra hungursneyð Seoul, Peking. Reuter. _________ Reuter NORÐUR-kóreskir bændur bíða i röð eftir hrisgrjónaskammti í Unpa-héraði, 150 km sunnan við Pyongyang. Sakar hershöfð- ingja um að hafa reynt að grafa undan honum Moskvu. Reuter. PAVEL Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, fór í gær hörðum orðum um nokkra hershöfðingja og sakaði þá um að hafa reynt að grafa undan honum. Vangaveltur hafa verið um að Borís Jeltsín forseti myndi víkja Gratsjov frá en staða vamarmálaráðherrans virðist hafa batnað eftir ferð þeirra til Tsjetsjníju á þriðjudag. Fréttastofan Ítar-Tass hafði eftir Gratsjov að nokkrir „sómalausir" hershöfðingjar, sem ekki voru nafn- greindir, hefðu breitt út ósannar sögusagnir til að koma óorði á her- inn og „æðstu leiðtoga hans“. Um- mæli hans þykja benda til þess að hann sé nú fullviss um að halda embættinu. Fréttaskýrendur höfðu spáð því að Jeltsín myndi víkja Gratsjov frá þegar hann sæi með eigin augum þá eyðileggingu sem hernaðarað- gerðir Rússa hafa valdið í Tsjetsjníju. Stríðið hefur kostað meira en 30.000 manns lífið og tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín. Jeltsín fór í ijögurra klukku- stunda ferð til Tsjetsjníju á þriðju- dag eftir að hafa náð samkomulagi um vopnahlé í viðræðum við Ze- limkhan Jandarbíjev, leiðtoga tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna. Jeltsín hrósaði þar rússnesku her- sveitunum fyrir að kveða uppreisn Tsjetsjena niður. Gratsjov var fljót- ur að gera sér mat úr ummælum forsetans, sagði þau sýna að Jeltsín bæri fullt traust til hersins, sem hefði sannað að hann gæti varið hagsmuni Rússlands. Gratsjov var ekki viðstaddur und- irritun vopnahléssamningsins í Moskvu á mánudag og það kynti undir vangaveltunum um að honum yrði vikið frá. Ráðherrann var þá raunar í Tsjetsjníju að undirbúa ferð forsetans og hann sá til þess að Jeltsín yrði ekki var við eyðilegg- inguna af völdum hemaðaraðgerða Rússa. Hermenn falla Nokkur rússnesk dagblöð lýstu ferðinni til Tsjetsjníju sem sigri fyr- ir Jeltsín. Komsomolskaja Pravda hrósaði forsetanum fyrir að leika á Jandarbíjev með því að skilja hann eftir sem „gísl“ í Moskvu til að tryggja að hann sneri aftur heill á húfi frá Tsjetsjníju. Rússneskir embættismenn og fulltrúar Tsjetsjena halda á næstu dögum áfram að semja um fram- kvæmd vopnahléssamningsins, sem tekur gildi annað kvöld. Sprengju- árás í Grosní, sem varð tveimur rússneskum hermönnum að bana í gær, minnti þó á að enginn hægðar- leikur verður að fylgja samningnum eftir. BANDARISKUR þingmaður, sem er nýkominn til Seoul frá Norður- Kóreu, sagði í gær að forgangsverk- efni stjórnarinnar í landinu væri að binda enda á matvælaskortinn þar og hún ætti erfítt með að sinna öðr- um málum. Rauði krossinn skoraði í gær á þjóðir heims að veita Norður- Kóreumönnum aðstoð til að afstýra hungursneyð. „I sannleika sagt fékk það mjög á mig hversu alvarlegt ástandið virð- ist vera og einlægur vilji þeirra til að stuðla að lausn vandans hafði mikil áhrif á mig,“ sagði þingmað- urinn, Bill Riehardson, sem fór fyrir fyrstu bandarísku sendinefndinni sem farið hefur til Norður-Kóreu frá því stjórnvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum lögðu til í síðasta mánuði að efnt yrði til friðarvið- ræðna milli kóresku ríkjanna. „Matvælaskorturinn er orðinn svo gífurlegt vandamál í augum norður- kóreskra embættismanna að ég fékk það á tilfinninguna að þeim þætti erfitt og jafnvel ógjörningur að sinna öðrum málum þar til þeir fyndu lausn á þessum vanda," sagði Richardson. Ástandið gæti snarversnað Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) hvatti til þess að Norður-Kóreumönnum yrði veitt 5,25 milljóna dala, 350 milljóna króna, aðstoð til að afstýra hungursneyð vegna flóða í júlí og ágúst, hinum verstu í landinu í manna minnum. George Weber, framkvæmdastjóri IFRC, sem er einnig nýkominn frá Norður-Kóreu, sagði að ástandið gæti snarversnað og hungursneyð vofði yfír ef matvæli bærust ekki til landsins á næstunni. Sambandið óskaði eftir svipaðri aðstoð í mars en viðbrögðin voru þá dræm. Embættismenn í Suður-Kóreu, sem hafa sagt að Norður-Kóreu- menn ráði við vandann sjálfir, sögðu í gær að þeir myndu ekki leggjast gegn því að Bandaríkjamenn, Jap- anar og fleiri vinveitt ríki veittu Norður-Kóreumönnum aðstoð að því tilskildu að norður-kóreski herinn nyti ekki góðs af henni. Norður-kóreskur herflugmaður, sem flýði frá Norður-Kóreu, nýlega, sagði í fyrradag að leiðtogar lands- ins væru að undirbúa skyndiárás á Suður-Kóreu. Sérfræðingar í varn- armáium í Seoul efuðust um að hægt væri að treysta fullyrðingum flugmannsins og talsmaður banda- ríska varnarmálaráðuneytisins sagði í gær að her Norður-Kóreu hefði lík- lega aldrei verið jafn vanbúinn til hernaðarátaka á síðustu árum. Suður-kóreskir embættismenn sögðu að fullyrðingar flugmannsins hefðu ekki áhrif á þá stefnu stjórn- arinnar að friðmælast við Norður- Kóreumenn. Hörmum að hafa ekki fengið boð í síldarviðræður José Almeida Serra, fulltrúi ESB á sjávarút- vegsráðherrafundi Norður-Atlantshafsríkj a, segir í samtali við Steingrím Sigurgeirsson að sambandið sé reiðubúið til samninga um síldveiðar í Síldarsmugunni. Þá fjallar hann um hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB-ríkjanna og segir ekki líklegt að stórvægilegar breytingar verði gerðar á henni á næstu árum. JOSÉ Almeida Serra, fulltrúi Evr- ópusambandsins á fundi sjávarút- vegsráðherra Evrópusambandsríkja, sem nú stendur yfir í Reykjavík, seg- ir ESB harma að því hafí ekki verið boðið að senda fulltrúa til fundar í Ósló fyrr í mánuðinum, þar sem ís- lendingar, Norðmenn, Rússar og Færeyingar náðu samkomulagi um síldveiðikvóta. Hann sagði samband- ið vera reiðubúið til frekari viðræðna um þessi mál og að hann teldi líklegt að ásættanleg lausn myndi fínnast. Serra er æðsti embættismaður þeirr- ar deildar framkvæmdastjómarinnar er fer með sjávarútvegsmál. Serra sagði það vera skoðun Evr- ópusambandsins að þegar vandamál kæmu upp ættu menn að setjast nið- ur og reyna að leysa þau. „Frá upphafi höfum við sagt að NEAFC væri besti vettvangurinn til að leysa þetta svæðisbundna mál sem síldin er og að þar ætti að ræða málin. Okkur var hins vegar ekki boðin aðild að viðræðum í Ósló og sum ríkjanna á svæðinu hafa nú ákveðið heildarkvóta fyrir síldina. Ég verð að segja það hreinskilnislega að við vorum mjög ósáttir við þessa niðurstöðu og hörmum hana. Það sem skiptir hins vegar máli er að Evrópusambandið er reiðubúið til að ræða þessi mái lfkt og við höfum áður sagt. Við erum þeirrar skoðunar að fínna verði lausri sem samræmist því markmiði að byggja upp sfldar- stofninn. Þá verður að virða hefð- bundnar veiðar á einstaka stofnum. Við verðum að setjast niður og fínna heildarlausn varðandi framtíðina." En telur Serra líklegt að slíkt sam- komulag náist í bráð? „Ég vona það og sé ekki af hveiju það ætti ekki að vera hægt. Við höfum staðið frammi fyrir mun erfíð- ari vándamálum og ég sé því ekki annað en að þetta ætti að takast." Sjávarútvegsstefnan ekki fasti Serra var einnig spurður um hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og hvernig hann teldi hana eiga eftir að þróast á næstu árum. „Það er að minu mati of mikið rætt um endurskoðun á sameiginlegu fiskveiðistefnunni. Það verður að hafa hugfast að hún er ekki fast fyrirbæri. Við erum stöðugt að að- laga og breyta stefnunni í ljósi að- stæðna. Eins og stendur eru engar stórvægilegar breytingar á döfinni þótt við séum að þróa ýmis eftirlits- kerfí frekar," sagði Serra og bætti við að hann sæi engar grundvallar- breytingar eiga sér stað næstu árin hvað sameiginlegu fiskveiðistefnuna varðar. Aðspurður um þá hörðu gagnrýni, sem hefði komið fram á fyrirkomulag fiskveiða innan Evrópusambandsins, meðal annars frá breskum sjómönn- um, sagði Serra að sama hvert litið væri, til Spánar, Portúgals eða Bret- lands, menn væru aldrei alveg sáttir. „Auðvitað vilja allir stærri sneið af kökunni. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er hins vegar sá að það er ekki til nægur fiskur til að verða við öllum kröfum. Þetta er hins veg- ar almennt vandamál og ekki einung- is bundið við Bretland og Irland.“ Þegar Serra var spurður hvort slæmt ástand flestra fiskistofna í lögsögu Evrópusambandsins benti ekki til að sameiginlega fískveiði- stefnan hefði leitt til ofveiði og þar með brugðist svaraði hann að ofveiði hefði átt sér stað um allan heim. „Það hafa allar þjóðir veitt um- fram það sem æskilegt væri þótt ekki hafí strax orðið ljóst hversu al- varleg staðan var. Nú vitum við hins vegar hver staðan er og innan Evr- ópusambandsins erum við famir að Morgunblaðið/Kristinn JOSÉ Almeida Serra miða veiðar við það magn sem æski- legt er til að stofnarnir stækki á ný. Ég ætla ekki að halda því fram að þeir muni gera það á næstu einu eða tveimur árum en ef við lítum til næstu fímm eða tíu ára þá munu stofnarnir taka við sér. Aðild er eins og hjónaband Hin sameiginlega fískveiðistefna Evrópusambandsins hefur að flestra mati verið talin helsti þröskuldurinn í vegi þess að íslendingar sæktu um aðild að Evrópusambandinu að því undanskildu að varanlegar undan- þágur myndu fást frá henni. „Ég verð að segja það hreint út að mörg þeirra vandamála sem menn mikla fyrir sér eru í raun einungis til í huga manna. Tökum Noreg sem dæmi. Það vita allir að Norðmenn stóðu frammi fyrir mjög erfíðri ákvörðun en ég er sannfærður um og held að Norðmenn geri sér einnig grein fyrir því að þeir hafí fengið mjög gott samkomulag er tók mið af þeirra hagsmunum. Þeir fengu að halda öllum sínum físki. Ég get ekki sagt fyrir um hvað gerist nákvæmlega í samningavið- ræðum ef íslendingar sækja um að- ild. Að minnsta kosti er þó ljóst að íslendingar myndu ekki sætta sig við að standa verr að vígi hvað físk- veiðar varðar með aðild. Þetta er að mörgu leyti eins og hjónaband. Báð- ir aðilar verða að vera sáttir við nið- urstöðuna. Kannski eru til einhver svið, þar sem íslendingar eru reiðu- búnir að láta eitthvað af hendi, til að ná fram kröfum sínum á öðrum sviðum. Kjami málsins er samt að lokum sá að báðir aðilar verða að vera ánægðir þegar upp er staðið." Serra sagði marga halda að í Brussel sætu menn og ákvæðu árlega hvað mætti veiða og hveijir mættu veiða. Eina ákvörðunin sem ráðherr- ar ESB yrðu í raun að taka ákvörðun um árlega væri leyfílegur heildarafli byggður á ráðleggingum fískifræð- inga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.