Morgunblaðið - 30.05.1996, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Búist við að þingkosningar í Tékklandi muni undirstrika sérstöðu landsins
Talið að sljórn
Klaus haldi velli
Þriggja flokka stjóm Vaclavs Klaus er spáð
sigri í þingkosningum í Tékklandi á föstudag
og laugardag. Asgeir Sverrisson er í Prag
o g hefur fylgst með kosningabaráttunni.
Hann segir að gangi spár eftir hafi Tékkar
enn einu sinni ítrekað sérstöðu sína í stjóm-
málum Mið- og Austur-Evrópu.
Reuter
VACLAV Klaus, forsætisráðherra Tékklands, ásamt Margaret
Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í heimsókn
hennar til Prag fyrir skömmu. Klaus, sem stundaði nám við bresk-
an háskóla, hefur lýst Thatcher sem „æðsta presti íhaldsstefnunn-
ar“ og hún segir hann vera „eftirlætis forsætisráðherrann" sinn.
Er kommúnisminn hrundi var Klaus lítt þekktur hagfræðingur,
mjög andvígur sósíalisma. Hann varð fljótlega fjármálaráðherra
og síðar forsætisráðherra í landi sínu.
Vantraust
í Tyrklandi
FORSETI tyrkneska þingsins
boðaði í gær til bráðafundar
þingsins 3. júní til að fjalla um
vantrauststillögu flokks mú-
hameðstrúarmanna, Velferð-
arflokksins, á hendur Mesut
Yilmas forsætisráðherra.
Velferðarflokkurinn reynir
nú af krafti að fella stjórn
Yilmas. Sennilega verður kosið
um tillöguna 7. júní.
Fleiri deyja
en fæðast
í Svíþjóð
FLEIRI deyja nú en fæðast í
Svíþjóð og er það fyrsta sinni
sem það hefur gerst af nátt-
úrulegum sökum þar í landi
frá stríði Svía við Rússa 1808
til 1809.
Hagstofa Svíþjóðar sagði í
tilkynningu um fólksfjöldatöl-
ur fyrsta fjórðungs þessa árs
að íbúum Svíþjóðar muni
fækka á næstu árum þótt fjöldi
innflytjenda haldist sá sami.
Gagnrýnir
Hizbollah
ÁGREININGUR milli Rafiks
al-Hariris, forsætisráðherra
Líbanons, og Hizbollkah-
hreyfingarinnar kom upp á
yfirbörðið með hvelli í gær.
Al-Hariri gagnrýndi Hiz-
bollah harkalega og sagði
samtökin grafa undan lí-
banska ríkinu.
Heimili Weah
brennt
KNATTSPYRNUMAÐURINN
George Weah frá Líberíu sagði
í gær að skæruliðar hefðu
rænt og brennt heimili sitt í
höfuðborginni Monróvíu vegna
þess að hann hvatti til þess í
viðtali 20. maí að hið stríðs-
hijáða land yrði sérstakt
verndarsvæði Sameinuðu þjóð-
anna.
FULLVÍST er talið að samsteypu-
stjórn hægriflokkanna haldi völdum
í þingkosningunum, sem fram fara
í Tékklandi á föstudag og laugar-
dag. Þetta eru þriðju kosningarnar
sem fram fara í landinu frá því að
veldi kommúnista leið undir lok og
er Tékkland eina landið af kommún-
istaríkjunum fyrrverandi í Mið- og
Austur-Evrópu, þar sem að hægri-
menn hafa haldið völdum.
Kannanir gefa til kynna að
þriggja flokka stjórn Vaclavs Klaus
forsætisráðherra haldi meirihluta
sínum á þingi þótt hann verði ekki
jafnafgerandi og áður. Stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn, Jafnað-
armenn, hefur verið að sækja í sig
veðrið að undanförnu en nýjustu.
kannanir benda til að hámarkinu sé
náð og tekið sé að halla undan fæti.
Flokkurinn mælist nú með um 17%
fylgi en hefur tapað 3% frá síðustu
könnun. Stærsti stjórnarflokkurinn,
Lýðræðislegi borgaraflokkurinn,
(ODS), sem Vaclav Klaus stýrir hef-
ur fengið 21-26% fylgi í síðustu
könnunum og er staða forsætisráð-
herrans talin traust. Tveir aðrir
borgaralegir flokkar eru í ríkis-
stjóminni, . Lýðræðislega borgara-
bandalagið (ODA) og Bandalag
kristilegra demókrata og Þjóðar-
flokksins (KDU-CSL).
Samstaða um
efnahagsstefnuna
Staða forsætisráðherrans og ríkis-
stjórnar hans er ekki síst sterk sök-
um þess mikla árangurs, sem um-
bóta og einkavæðingarstefna hans
hefur skilað. I nýlegri könnun lýsti
heimingur þátttakenda yfir stuðn-
ingi við þessa stefnu og ánægju með
árangurinn.
Samt er það svo að kaupmáttur
meðalfjölskyldunnar hér í Tékklandi
hefur minnkað frá árinu 1989. Allar
hagtölur benda þó til þess að vænta
megi verulegra umskipta í þeim efn-
um á næstunni og sjálfur hefur
Vaclav Klaus lýst yfir því að laun
manna geti tvöfaldast á næstu fjór-
um árum verði sömu efnahagsstefnu
áfram fylgt. Hagfræðingar virðast
almennt telja að hér gæti óskhyggju
hjá forsætisráðherranum en kveða
þó flestir rétt að lífskjör alþýðu
manna muni batna í nánustu fram-
tíð.
Auk efnahagsstefnunnar eru
helstu kosningamálin glæpatíðnin,
spilling, heilbrigðismái og kjör aldr-
aðra og bótaþega. Þá eru húsnæðis-
mál nokkuð fyrirferðarmikil. Stjórn-
völd hafa stýrt verði á leigumarkaði
við litla hrifningu húsnæðiseigenda.
Jafnaðarmenn og kommúnistar vilja
hins vegar auka framlag ríkisvalds-
ins á þessu sviði á ný og hefja aftur
byggingu félagslegra íbúða.
Stjórnin á nokkuð undir högg að
sækja í heilbrigðismálunum. Á síð-
ustu íjórum árum hafa tveir heil-
brigðisráðherrar neyðst til að segja
af sér. Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu
hefur í vaxandi mæli látið óánægju
sína í ljós og hótað er frekari aðgerð-
um. Klaus hefur viðurkennt þennan
vanda en skýrt hann með því hversu
gríðarlega flókíð það sé að hverfa
frá miðstýrðu heilbrigðiskerfi til
einkavæðingar og markaðshyggju.
Hann segir að framlög til þessa
málaflokks hafi aukist úr fimm.pró-
sentum af þjóðarframleiðslu upp í
átta prósent á síðustu fjórum árum
og að almennt hafi ástandið batnað.
Klaus vill hraða einkavæðingu
sjúkrahúsa, auka eftirlit með trygg-
ingafyrirtækjum og einfalda það
kerfi til muna.
Þótt samsteypustjórnin hafi fylgt
afdráttarlausri frjálshyggjustefnu
hafa kjör þeirra sem minna mega
sín í samfélaginu heldur farið batn-
andi. Eftirlaun hafa haldist í hendur
við verðbólgu og rúmlega það,
heilsugæsla er ódýr og bætur til
öryrkja og annarra bótaþega þykja
nokkuð rausnarlegar.
Þótt glæpatíðnin hafi minnkað á
síðustu tveimur árum sýna kannanir
að þessi málaflokkur er ofarlega í
hugum kjósenda. Tékkneskir, rúss-
neskir og kínverskir glæpahópar
hafa skipst á að myrða félaga í þeim
að hætti mafíunnar á Ítalíu. Eiturly-
íjaneysla fer vaxandi og er nú svo
komið að sprautufíklar eru aðeins
fleiri í Rómaborg og Ósló en hér í
Prag. Bifreiðastuldur er orðinn há-
þróuð atvinnugrein og skotvopnum
í umferð virðist fara fjölgandi.
Flokkarnir viljá allir bregðast hart
við þessari þróun en greinir á um
leiðirnar. Rætt er um nauðsyn þess
að fjölga í lögregluliðinu og herða
mjög á refsilöggjöfinni. Lengst vill
einn stjórnarandstöðuflokkurinn,
repúblikanar, ganga, en þeir telja
að innleiða beri dauðarefsingar og
vilja að þrengt verði að „minnihluta-
hópum, sem vilja ekki aðlagast
samfélaginu, til dæmis sígaunum“
eins og segir í stefnuskrá flokksins.
Kosningabaráttan hófst lögum
samkvæmt þann 15. þessa mánaðar
er flóðbylgja auglýsinga frá flestum
flokkum reið yfir. Djasshljómsveitir
á vegum flokkanna eru algeng sjón
í miðborginni og laglegar ungar
stúlkur dreifa áróðurspésum til veg-
farenda. Lúðrasveitir æða um götur
og Bandalag kristilegra demókrata
og Þjóðarflokksins gaf viðstöddum
ís og kökur í miðborginni á einum
kosningafundinum. Vakti það mikla
kátínu í röðum eldri borgara og
námsmanna, sem kváðust hafa farið
á fundinn að áeggjan kennara sinna.
Auglýsingaspjöld biasa hvarvetna
við en mest ber á myndum af Vaclav
Klaus forsætisráðherra.'
Roluráfa leiðir
kommúnista
Minna fer fyrir áróðri jafnaðar-
manna og kommúnista enda er því
haldið fram að leiðtogi síðarnefnda
flokksins sé roluráfa og lítt spenn-
andi. Fylgi flokksins mælist samt
um 7% og er það einkum á lands-
byggðinni, sem kommúnistar eru
sterkir. Stjórnarflokkarnir njóta hins
vegar miklu meira fylgis í borgum
og stærri bæjum. Flokkar þurfa að
hljóta minnst 5% atkvæða til að fá
fulltrúa á þingi.
Ljóst er að haldi stjórnin velli
munu Tékkar enn á ný ítreka sér-
stöðu sína í stjórnmálum gömlu
kommúnistaríkjanna í Mið- og Aust-
ur-Evrópu. Þrengingar þær sem
umskiptin frá miðstýringu til mark-
aðshagkerfis hafa haft í för með sér
hafa alls staðar annars staðar leitt
vinstrimenn, oftar en ekki arftaka
kommúnista, til valda en Tékkar
virðast ákveðnir að halda áfram á
sömu braut og tryggja sess landsins
í hinni nýju Evrópu.
Amerísku heilsudýnurnar
það allra besta
leilsunnar vegna
íslensku, Amerisku og Kanadísku
' iraktora-samtökin mæla með
Springwall Chiropractic
Hagstætt verb
Úrval af rúmgöflum,
svefnherbergishúsgögnum,
heilsukoddum og fl.
Frekari mótmæli undirbúin í Albaníu
Stíórnin hvött til að forðast átök
Tirana. Reuter.
STJÓRNVÖLD á Vesturlöndum
sögðust í gær hafa áhyggjur af
meintu kosningamisferli og stjórn-
málaólgu t Albaníu og hvöttu hægri-
stjórn Sali Berisha, forseta landsins,
til að forðast frekari átök.
Eftirlitsnefnd á vegum Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu birti
í gær skýrslu um kosningarnar í
Albaníu á sunnudag, þriðju þing-
kosningarnar frá hruni kommúnis-
mans í desember 1990. Sagði að í
mörgum tilvikum hefðu lög verið
brotin við framkvæmd kosninganna.
Skýrslan styður ásakanir alban-
skra stjórnarandstæðinga um að
stjórnarflokkurinn, Lýðræðisflokk-
urinn, hafi beitt kosningasvikum og
lögregla hafi ráðist á stjórnarand-
stæðinga og hótað kjósendum á kjör-
stöðum. Úrslit höfðu ekki verið gerð
opinber í gær en Sali Berisha for-
seti sagði að stjórnarflokkurinn hefði
fengið um 60% atkvæða.
Stjórnarandstæðingar bjuggu sig
í gær undir frekari mótmæli til að
knýja fram nýjar kosningar þrátt
fyrir viðvaranir stjórnarinnar um að
þau kynnu að verða kveðin niður
með valdi. Til átaka kom milli lög-
reglu og stjórnarandstæðinga í
fyrradag þegar óeirðalögreglumenn
hindruðu mótmæli í miðborg Tirana.
ffioxðum gxœnmeti ag áueati fíeit&iumcvt uegna
i
Hjartavernd,
Krabbameinsfélagíð
og Manneldisráð
hvetja fólk á öllum aldri
til að borða að minnsta
kosti fímm skammta af
grænmeti, ávöxtum eða
kartöflum á dag.
Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur, 50 g af grænmeti, 2-3 kartöflur eða glas af hreinum ávaxtasafa.