Morgunblaðið - 30.05.1996, Page 30

Morgunblaðið - 30.05.1996, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FISKVEIÐAR A NORÐUR- ATLANTSHAFI SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Rússlands, sem hér hefur verið á fundi að undanförnu, skýrði frá því í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi, að Rússar hefðu íhugað að senda öflug varðskip í Smuguna til þess að gæta hagsmuna Rússa þar. Fyrir skömmu stóð Landhelgisgæzlan rússneskan togara að veiðum innan íslenzkra fiskveiðimarka á Reykjaneshrygg. Rússneski sjávarútvegsráðherrann spurði hvað okkur fyndist um það, ef 150 rússnesk fiskiskip væru að veiðum rétt við fiskveiðimörk okkar og vísaði þá til veiða íslenzkra fiski- skipa í Smugunni svonefndu. Þessi ummæli rússneska sjávarútvegsráðherrans eru ákveðin vísbending um að deilurnar um fiskveiðar á Norður- Atlantshafi séu að komast á hættulegt stig og að verulegu máli skipti að samningar takist um veiðar okkar íslendinga í Barentshafi við bæði Rússa og Norðmenn. í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á grein, sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráð- herra, skrifaði hér í Morgunblaðið 28. apríl sl. Greinin nefnd- ist „Orrustan um Atlantshafið" og fjallaði um fiskveiðar og hafréttardeilur á Norður-Atlantshafi. Þar sagði Jón Baldvin m.a.: „Alþjóðleg vandamál kalla á alþjóðlega lausn. Við eig- um ekki að slíta málin úr samhengi heldur setja þau í sam- hengi. . . . Við höfum sameiginlegra hagsmuna að gæta af því að vernda fiskistofnana og forða þeim frá hruni. . . . Við eigum að semja um samstarf svæðisstjórna á einstökum hafsvæðum. Annars vegar er um að ræða svæðisstjórn fyrir Barentshaf, þar sem frumkvæðiskvöð og ábyrgð strandríkja á verndun fiskistofna kemur í hlut Norðmanna og Rússa. Hins vegar er svæðisstjórn íslendinga og Grænlendinga, sem byggist á sömu grundvallarreglu. Þriðja svæðisstjórnin á að bera ábyrgð á stjórnun síldar- og loðnuveiða (á síldarhaf- inu). Fyrirmyndin er gildandi loðnusamningar milli íslend- inga, Norðmanna, Grænlendinga og Færeyinga. Samnefnar- inn fyrir þessar svæðisstjórnir er málamiðlun um sanngjarn- ar lausnir. . . . Forðumst að lenda í ógöngum við að leysa hvert eitt mál út af fyrir sig. . . . Við eigum þvert á móti að leita heildarlausnar, sem byggir á jafnvægi, þegar á heild- ina er litið, þótt vægi einstakra þátta heildarlausnarinnar sé umsemjanlegt.“ Undir þessi orð fyrrverandi utanríkisráðherra er hægt að taka. Okkar hagur er ekki sá, að ófriður ríki um fiskveiðar okkar utan íslenzkrar fiskveiðilögsögu. Þvert á móti höfum við mikla langtímahagsmuni af því að ná samningum um, að þessar veiðar geti farið fram í friði, jafnvel þótt aflamagn- ið minnki eitthvað frá því, sem íslenzk fiskiskip hafa verið að fá í Barentshafi síðustu árin. FISKUR FRÁ NORÐUR-NOREGI FYRSTA farminum af ísfiski, sem fluttur er hingað til lands til vinnslu frá Norður-Noregi, var landað hjá Útgerðarfélagi Akureyringa í fyrradag. Um tilraunaverkefni er að ræða, en ráðgert er að fara þrjár ferðir eftir ísfiski til Kóngsfjarðar í Noregi. Þetta er tilraunaverkefni og allrar athygli vert. Það er og talandi dæmi um breyttar aðstæður fiskvinnslunnar í landinu, að því er hráefnisöflun varðar. Aflatakmarkanir hér við land og vaxandi vinnsla fisks um borð í frystitogurum á hafi úti hafa þrengt að hráefnisöflun frystihúsanna í fiskvinnslubæjum landsins. Þar vantar hrá- efni til að fullnýta þá fjárfestingu, sem í fiskvinnsluna hefur farið; til að mæta vinnslugetu frystihúsanna og atvinnuþörf fiskvinnslufólksins. Rússafiskur, svokallaður, var tilraun til að bregðast við breyttum aðstæðum að þessu leyti. Sama má segja um þetta tilraunaverkefni, flutning á ísfiski frá N-Noregi til vinnslu hér á landi. Reynslan ein getur skorið úr um það, hvort tilraunaverk- efnið, sem Útgerðarfélag Akureyringa stendur að, gengur upp frá rekstrarsjónarmiði séð. Það er þó ótvírætt tilraunar- innar virði. Framtak af þessu tagi ber merki þess að fisk- vinnslan í landinu heldur vöku sinni. Við eigum að taka á móti fiski úr erlendum fiskveiðiskip- um til vinnslu og flytja inn hráefni erlendis frá, ef það þjón- ar hagsmunum fiskvinnslunnar og þjóðarbúskaparins. Við eigum jafnframt að byggja eigin veiðisókn áfram á veiði- þoli nytjastofna hafsins og vinna aflann með þeim hætti, sem hæst afurðaverð gefur. Þannig þjónum við bezt þjóðar- hag í bráð og lengd. írar óhræddii verða fyrir ál Mary Robinson, forseti írlands, segir margt lí og írum enda leggí báðar þjóðirnar mikla ái sína. Jafnvel veðrið sé hluti af henni. Urðu hitti forsetann að máli í gæ MARY Robinson hafði ánægju af því að ræða við lagan MÉR er sagt að veðrið sé oft betra en nú, það er íslendingum greinilega mikilvægt að koma sem best fyrir og þá er veðrið ekki undan- skilið. Það sama er uppi á teningun- um hjá okkur írum,“ segir Mary Robinson, forseti írlands, og brosir breitt. „Það má vel vera að þetta sé aðeins eitt dæmi um það hversu mikla áherslu þjóðirnar leggja á sjálfsmynd sína. Mér finnsþþað afar jákvætt að íslendingar og írar eru ekki í vörn, heldur tilbúnir að grípa hvert tæki- færi til að sýna fram á hversu sterk sjálfsmyndin er. Jafnvel veðrið er hluti af þessu.“ Robinson segir að þar sem tiltölu- lega stutt sé síðan írar fengu sjálf- stæði, sé sjálfsmynd þjóðarinnar enn í mótun. „Fyrri hluta aldarinnar vörð- um við miklum tíma í það að styrkja nýfengið sjálfstæði. En bandarísk áhrif voru þá þegar fyrir hendi og menn óttuðust mjög að bandarísk menning myndi yfirtaka allt. Svo gengum við í Evrópusambandið og þá spurðu margir sig hvort við mynd- um glata öllu því sem við hefðum áunnið. Það sem hefur gerst er að við erum öruggari um stöðu okkar og höfum verið óhrædd við að verða fyrir áhrifum, sem hafa auðgað menningu okkar.“ Robinson bendir í því sambandi á ríka og líflega bókmenntahefð og þá áhugaverðu þróun sem orðið hafi í tónlistinni, sérstaklega í þjóðlaga- tónlist. „Á síðustu árum hefur vegur hennar aukist, hún hefur þróast og það hefur vakið upp miklar umræður um stöðu írskrar tónlistar, sem er ekkert nema gott um að segja. Og ef við lítum á írsku popptónlistar- mennina, Enyu, U2, Cranberries, þá verður tónlist þeirra æ írskari. Hluti af skýringunni er að þeir gera sér grein fyrir því að með því að leggja meiri rækt við hið írska, auka þeir sérstöðu sína um leið og þeir auðga tónlistina á alþjóðavettvangi." Robinson sagði íslandsferð sína hafi styrkt þá skoðun að sterk menn- ingarleg og söguleg tengsl væru á milli þjóðanna og þá ekki síst nú. írar fögnuðu til dæmis hinum fjöl- mörgum íslendingum sem kæmu til írlands til að versla og njóta írskrar menningar. Jafnfætis Bretum írar gengu í Evrópusambandið árið 1972 og segir Robinson það hafa styrkt sjálfsmynd íra. Hún hefði haft mjög jákvæð áhrif á efnahag landsins og menningu og að ekki mætti gleyma þeim sálfræðilegu áhrifum sem aðildin hefði haft. Hún hefði dregið úr álaginu á samskiptunum við Breta, og að nú sætu þjóðirnar hlið við hlið innan Evrópusambands- ins. Sem dæmi um bætt samskipti landanna mætti nefna að í næstu viku héldi hún í opinbera heimsókn til Bretlands, fyrst írskra forseta. Robinson sagði í upphafi ferils síns hefði hún lagt áherslu á að færa embættið nær fólkinu og að þar hefði Vigdís _ Finnbogadóttir, forseti Islands, verið sér fyrirmynd. „Hluti af hlut- verki mínu er að átta mig á því_ hvað felst í því að vera íri og í því sambandi nefni ég sérstaklega hversu mikil- vægt það er að halda sambandi við þá sem hafa horfið frá írlandi en eru hluti af írsku stórfjölskyldunni. Ég vona að okkur auðnist að ná til fólks- ins á Norður-írlandi, sem lítur fyrst og fremst á sig sem Breta, svo að það útiloki ekki það írska í sér.“ Hjálparstarf á sér langa hefð Robinson hefur ekki aðeins horft til þess sem írskt er. Hún hefur ver- ið sögð mikill alþjóðasinni og neitar því ekki, bendir á starf sitt að mann- úðarmálum sem dæmi um það. „Þeg- ar ég var kjörin forseti lýsti ég yfir áhuga á því að Ijá mannúðarstarfi rödd mína. í fyrstu vissi ég ekki hvernig það mætti verða en smám saman hafa tækifærin opnast. írsk hjálparsamtök buðu mér t.d. til Sóm- alíu þar sem ástandið var skelfilegt, ESB-aðild styrkti sjálfs mynd Ira Sérstakur áhugi á verkum Kjarvals FRÚ Mary Robinson, forseti ír- lands, hr. Nicholas Robinson, eig- inmaður hennar, og föruneyti heimsóttu Háskóla Islands og Kjarvalsstaði i gærmorgun. Hjón- in ræddu við lögfræðinema í Lög- bergi og sýndu verkum Jóhannes- ar S. Kjarvals sérstakan áhuga á listasafninu. Dr. Sveinbjörn Björnsson, há- skólarektor, tók á móti forseta- hjónunum I aðalbyggingu Háskóla íslands kl. 10.15 í gærmorgun. Sveinbjörn rakti sögu háskólans til stofnunar prestaskóla í Reykja- vík árið 1847. Hann fjallaði um uppbyggingu háskólans og frú Mary spurði hvort margir írskir nemendur væru í skólanum. Eftir að frú Mary hafði verið færð bók- in Perlur í náttúru íslands eftir Guðmund Olafsson að gjöf var svo haldið fótgangandi í Lögberg. Eftir að Jónatan Þórmundsson, prófessor, hafði sagt nokkur orð um lagadeildina sté frú Mary í pontu og lýsti yfir ánægju sinni með að fá tækifæri til að heim- sækja deildina. Hún rifjaði upp að hún hefði reynslu af írsku Iaga- deildinni, sem nemandi og kenn- ari, og hefði mikinn áhuga á kennslu í lögum. Gjöf frá laganemum írski forsetinn vakti athygli á því að iögsögumanni á Alþingi til forna hefði verið falið að þylja upp þriðjung íslenskra laga á hvetju þingi á þriggja ára kjörtimabili sínu. Ef til vill væri ástæðan fyrir því að íslendingar vildu ekki ganga í ESB sú að lagabálkar sam- bandsins væru of langir. Góður rómur var gerður að máli hennar og ræddi hún að ávarpinu loknu við kennara lagadeildar og laga- nema í kaffistofu Lögbergs. Sigurður Kári Kristjánsson, for- maður Orators, Félags laganema, færði írska forsetanum silfur- barmmerki, gæs, tákn Orators. Frú Mary tók fram að hún yrði að útskýra merkingu hennar fyrir DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðhem Thorarensen héldu hádegisverðí setahjónunum til heiðurí löndum sínum enda væru gæsir ekki taldar stíga í vitið á írlandi. Myndlistarmenn hittist Á Kjarvalsstöðum kynnti Gunn- ar Kvaran, forstöðumaður Kjar- valsstaða, gestunum sýninguna Náttúru íslands. Hann sagði að sýningin væri ekki yfirlitsýning heldur hefði verið safnað saman verkum 19 ólíkra listamanna, yngri og eldri, til að undirstrika sameiginlegan bakgrunn þjóðar- innar í náttúrunni. Frú Mary vakti athygli á því að -4-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.