Morgunblaðið - 30.05.1996, Side 34

Morgunblaðið - 30.05.1996, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Breytingar í fjarskipta- heiminum hafa ekkert með eignarhald að gera SAMGÖNGURÁÐHERRA, Hall- dór Blöndal, hefur lagt fram á Al- þingi lagafrumvarp um að gera Póst og síma að hlutafélagi. Um þetta frumvarp eru mjög skiptar skoðanir. Að öllu óbreyttu mun frumvarpið engu að síð- ur ná fram að ganga. En áður en ákvörðun verður tekin er mikil- vægt að allar upplýs- ingar hafi komið fram. Enn sem komið er hefur málflutningur verið fremur óljós og þoku- kenndur, jafnvel vil- landi. Andstæðingar frum- varpsins hafa bent á að fyrirheit um að Póstur og sími hf. verði ekki selt séu ólíkieg til að standa lengi. Þar er bent á reynslu annarra þjóða þar sem sams konar loforð voru gefín, nú síðast í Noregi en þar í landi er nú verið að undirbúa sölu á hlutabréfum þótt aðeins séu liðnir fáeinir mánuðir frá því að sagt var að ekki stæði til að selja. Þetta þarf hins vegar engum að koma á óvart því breytingin er gerð gagngert til að virkja kosti markaðarins. Miklir peningahagsmunir Hlutabréf í einkavæddum slmafyr- ; irtækjum hafa verið verðmæt á hlutabréfamörkuðum enda starfsem- in arðvænleg. Þegar sjást þess merki að eignarhlutimir streyma til fjár- sterkustu aðilanna, fyrst og fremst í Bandaríkjunum. Islenskri þing- mannanefnd sem heimsótti Noreg og Danmörku í fyrrahaust til að kynnast viðhorfum stjórnenda í þess- um löndum var greint frá því að arðurinn af danska símanum hefði árið áður verið um ellefu milljarðar króna en þar af hefðu á milli þrír og fjórir milljaðrar farið til Banda- ríkjanna því þijátíu til fjörutíu prósent hluta- bréfanna væru komin í eigu Bandaríkjamanna. Efasemdarmenn um að gera íslensku Póst- og símamálastofnunina að hlutafélagi hafa bent á að hún skili á annan milljarð króna í ríkissjóð árlega en þar er um að ræða fjármagn sem rík- issjóður yrði að leita eftir ofan í vasa skatt- borgaranna ef fyrirtæk- ið yrði selt, því aðeins brot af þessari upphæð myndi skila sér í gegn- um hefðbundna skatt- heimtu enda segir sig sjálft að fjárfestar sem keyptu fyrir- tækið ætlast til að fá eitthvað fyrir sinn snúð. ÖIl völd á eina hendi Án efa hugsa fjársterkir hags- munaaðilar í viðskiptum gott til glóð- arinnar og þrýsta á um að Póstur og sími verði einkavæddur þannig að þeir geti komist yfir þessa eign. Á Álþingi eiga þeir vísa stuðnings- menn því margir þingmenn eru þeirr- ar pólitísku skoðunar að starfsemi á borð við póst- og símaþjónustu eigi að vera einkarekin. Þeir telja að þessi starfsemi eigi að lúta markaðslög- málum og eftirlitið með milljörðunum tuttugu til þijátíu sem Póstur og sími hefur verið metinn á eigi að vera á hendi hluthafanna. Þessir þingmenn verða að vísu svolítið kindarlegir í framan þegar þeir eru beðnir um að skýra kosti þess að hafa aðeins eitt hlutabréf, í varðveislu eins ráðherra eins og frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Þeim reynist erfitt að færa sannfærandi rök fyrir því að dregið skuli úr eftirliti almannna- valdsins með þessari dýrmætu pen- ingakvörn án þess að til sögunnar komi eftirlit markaðarins. Einnig er það umhugsunarefni að til stendur að setja stofnuninni skorð- ur varðandi gjaldskrár, og ekki skal ég lasta það, en í því sambandi má nefna að einkavæðingarsinnar á Norðurlöndum hafa taiið helsta kost- inn við að komast undan ríkinu ein- mitt þann að þannig fáist frelsi í verðlagningu. Eftirlitsbáknin þenjast út Sú hefur hins vegar orðið raunin víðast hvar þar sem póst og síma- þjónusta hefur verið einkavædd að í kjölfarið hafa verið settar á laggirnar eftirlitsstofnanir til að gæta þess að notandinn verði ekki blóðmjólkaður af nýjum eigendum. Þessar eftirlits- stofnanir hafa þanist út með tilheyr- andi skrifræði alls staðar þar sem einkaleyfisstofnanir í almannaþjón- ustu hafa verið einkavæddar. Kostn- aðurinn af eftirlitinu fellur að sjálf- sögðu á skattborgarann. En hvers vegna einkavæða? Ýmsir þeir sem vilja veija og vernda hinn íslenska Póst og síma vegna kom- andi alþjóðlegrar samkeppni standa í þeirri trú að auðveldara sé að koma vörnum við, - halda stofnuninni sam- an sem einni öflugri einingu til að keppa í grimmum fjölþjóðlegum við- skiptaheimi - hafi hún verið gerð að hlutafélagi. Þeir halda jafnvel að ríkisstofnun sé óheimilt að taka þátt I samkeppni á markaði og benda á framgöngu Samkeppnisstofnunar gagnvart ýmsum opinberum stofn- unum sem hafa á hendi þjónustu sem einkarekstur er farinn að sækjast eftir. Verslunarráðið hefur þrýst mjög á Samkeppnisstofnun í þessum efnum og iðulega skírskotað til EES skuldbindinga. Með öðrum orðum hlutafélagavæðingin er þannig hugs- uð sem vörn gegn innlendum aðilum sem kæmu til með að nota breyting- ar í hinum fjölþjóðlega viðskipta- heimi sér til framdráttar: fá Póst og síma bútaðan niður svo þessi starf- semi verði auðveldari viðfangs í sam- keppni hér innanlands. Spurning til Samkeppnisstofnunar Þegar farið er í saumana á þessum málum kemur hins vegar í ljós að breytingar í fjarskiptaheiminum og Hvers vegna að einka- væða stofnun, spyr •• Ogmundur Jónasson, sem skilar landsmönn- um lægsta verði innanlandssímtala í veröldinni? alþjóðlegar skuldbindingar I þeim efnum hafa ekkert með eignarhald að gera, einvörðungu starfshætti og skipulag á markaði og þá fyrst og fremst afnám einkaréttar og einok- unar. Einn af grundvallarþáttum EES samkomulagsins lýtur vissulega að því að virða fijálsa samkeppni á tilteknum sviðum. I því skyni skal dregið úr hvers kyns niðurgreiðslum og millifærslum. Á þessari forsendu hefur Verslunarráð íslands byggt sinn málflutning gagnvart opinberri starfsemi sem skarast við markaðs- fyrirtæki. Póstur og sími hefur brugðist við slíkum kærum með því að gera viðkomandi starfsemi, svo sem notendabúnaðinn, að óháðum sjálfstæðum rekstrareiningum. Þetta hefur hins vegar ekkert með eignar- haldið að gera, gildir einu hvort það er opinbert eða ekki. Því er ekki að leyna að stundum virðist Samkeppnisstofnun kaþólsk- ari eii páfínn þegar kemur að mark- aðseftirliti með þjónustu á vegum hins opinbera og finnst mér löngu orðið tímabært að opinberlega sé rætt um þær forsendur sem Sam- keppnisstofnun starfar eftir. En sú umræða bíður betri tíma. Nú hins vegar ríður á að fá staðfest hvort Póstur og sími komi ekki til með að verða háð nákvæmlega sams konar markaðseftirliti hvort sem það er hlutafélag eða fyrirtæki í eigu ríkis- ins. Sé þetta á misskilningi byggt er hér með óskað eftir því að Sam- keppnisstofnun svari því skýrt og afdráttarlaust hvort eitthvað sé að finna í alþjóðlegum skuldbindingum íslendinga sem knýr okkur til að gera Póst og síma að hlutafélagi. Það væri einnig fróðlegt að fá að vita frá stofnuninni hvernig hún muni bera sig að gagnvart erlendum risafyrirtækjum sem kæmu inn á ís- lenskan markað en stunda jafnframt miklar millifærslur á fjármunum á milli heimshluta og án efa einnig á milli óskyldrar starfsemi innan fyrir- tækisins. Verður farið I bókhaldið hjá Bell-símanum með sama stækk- unargler í hendi og notað var á ís- lenska símann? Sönnunarbyrðin hjá ráðherra Á Alþingi verður það aftur sam- gönguráðherrans að svara því hvers vegna hann ætlar að einkavæða stofnun sem skilar landsmönnum lægsta verði á innanlandssímtölum í heimi, tækniþjónustu sem stendur erlendum risafyrirtækjum á sporði og skattgreiðendum á annan milljarð ár hvert. Afleiðingar af einkavæð- ingu póst- og símaþjónustunnar eru þegar komnar í ljós í löndum á borð við Bretland, Nýja Sjáland og einnig Norðurlönd, þar sem arðurinn er far- inn að streyma úr landi. Þess vegna gengur ekki lengur að segja það eitt að allir hinir séu að gera það. Sönn- unarbyrðin hvílir hjá ráherranum og öllum þeim alþingismönnum sem koma til með að veita lagabreyting- unni brautargengi. Undir þessari sönnunarbyrði þurfa þeir að rísa áður en lögin eru samþykkt. Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. Ögmundur Jónasson Með sex milljónir í árstekjur og tíu þúsund krónur í skatt . STJÓRNARMEIRIHLUTINN í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur nú afgreitt til annarrar um- ræðu frumvarpið, sem skírt hefur verið öfugmælinu „frumvarp til laga um skattlagningu fjár- magnstekna". Megi- nefni frumvarpsins er ekki um skattíagningu fjármagnstekna. Megi- nefni þess íjallar um stórfelldar skattalækk- anir stóreignamanna. Um skattalækkun á arði, sem er því meiri sem arðgreiðslumar eru hærri. Um skatta- lækkun á tekjum af ^.verðbréfabraski, sem er - því meiri sem braskið skilar meiri gróða. Um skattalækkun til fyrir- tækja, sem er því meiri sem reksturinn skilar eigendunum meiri arði. Um opnari möguleika til skattaund- anskots fyrir sjálfstæða atvinnurek- endur, jeppafólkið. Um þetta snýst frumvarpið. Um mestu eignatil- færslu til stóreignafólks, sem saga íslenskrar skattalöggjafar kann frá að greina. Reikningurinn er svo sendur til sparifjáreigenda I landinu, sem að miklum meirihluta eru gamalt fólk, unglingar og börn. Og Alþýðusam- band Islands, samtök erfiðisfólks, kvittar upp á reikninginn. Einu sam- tök launafólks í landinu, sem það gera. Hvaða sjálfstortímingarhvöt hvílir yfir þeim samtökum? Þau hljóta að vita, hvað þau eru að gera. En gera það samt. I hverra þágu? I þágu verðbréfabraskara, jeppafólksins, stóreignamanna, gróðafyrirtækj- anna. Hvenær urðu þessir aðilar fé- lagsmenn ASÍ? Hvenær var íslensk- um erfiðismönnum vísað þar á dyr? Hver eru rökin fyrir því, að ASI, ein- ustu landssamtök launafólks, sem það gera, leggjast á árar með ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins um skattalækkanir til stóreignamanna, sem aldrað fólk og börn eru látin borga fyrir? Litlar tíu þúsundir í skatt Lítum á eitt lítið dæmi. Efnuð hjón hætta að vinna og ákveða þess í stað að jifa af eignum sínum. Árlegar tekjur þeirra af verslun með hlutabréf nema sex milljónum króna. Dálaglegar tekjur. Hvað munu þau borga í skatt eftir gildistöku frumvarpsins? Tíu þúsund krónur! Skattleysismörk þeirra sam- kvæmt tillögum frumvarpsins eru 5.900 þús. kr. og af þeim 100 þús. kr., sem framyfir eru, borga þau 10% í skatt. Tíu þúsund krónur! Fimm milljónum níu hundruð og níutíu þúsund krónum halda þau eftir til eigin þarfa. Á hveiju einasta ári. En ef hjónin eru nú enn efnaðri? Hafa ekki sex milljónir í tekjur af braskinu, heldur tólf. Hvað borga þau þá? Tíu þúsund krónur! Frum- varpið heimilar þeim nefnilega að fresta í tvö ár skattgreiðslum af því, sem umfram sex milljónir er, og fyr- ir þann tíma þurfa þau bara að hafa keypt önnur hluta- eða verðbréf og selt aftur til þess að framlengja frest- unina. í það óendanlega. Og þetta uppáskrifar ASI! Samtök íslenskra erfiðismanna! Hvað skyldu verkamannahjónin þurfa að vinna langan vinnudag til þess að halda eftir fimm milljónum níu hundruð og níutíu þúsund krón- um af árstekjum sínum eftir skatta? 24 stunda vinna á sólarhring 365 daga ársins færir þeim bara brot af því, sem eignafólkinu er nú gefið skattfijálst. Allt með stuðningi ASÍ. í hvaða hafvillum eru menn lentir? Öfugmælafrumvarpið Að kalla frv. ríkisstjórnarinnar og ASÍ frv. til laga um skatt á fjár- magnstekjur er öfugmæli. I reynd felur frv. í sér: I. Lækkun skatts á fjármagnstekj- ur þeirra sem eitthvað eiga. Skattur á arð og söluhagnað verður lækkaður úr 42-47% í 0-10%. Yfir helmingur þessara tekna er hjá örfáum fjöl- skyldum og einstaklingum í landinu. Dæmi: Samkvæmt ársreikningum eins fyrirtækis, sem birti ársreikn- inga sína fyrir skömmu, mun tekju- skattur 10 einstaklinga sem eiga um helming í því lækka um 5 til 7 millj- ónir á ári vegna tekna þeirra af því fyrirtæki einu. Samskonar dæmi mætti taka af aðaleigendum flestra stórfyrirtækja landsins. Skattar þeirra munu lækka stórlega. Aukin heimild hlutafélaga til að greiða út skattfijálsan arð mun gera þetta skattaskjól enn vinsælla og arðbær- ara á næstu árum. II. Lækkun skatta á fyrirtæki. Aukin heimild hlutafélaga til að greiða út skattfijálsan arð mun lækka tekjuskatt þeirra. Skattfijáls útborgaður arður mun hækka um Meginefni frumvarpsins er ekki um skattlagn- ingu fjármagnstekna, -----------;---------- segir Sighvatur Björg- vinsson, heldur um stórfelldar skattalækk- anir stóreignamanna. hundruð milljóna króna og leiða til tekjutaps fyrir ríkissjóð sem velt verður yfir á aðra skattborgara. Frá- dráttarbær útborgaður arður var nærri einn milljarður á síðasta ári og lækkaði skattgreiðslur hlutafélaga um 3-400 milljónir króna. Sú tala gæti hæglega tvö- til þrefaldast. III. Uppsafnaður óskattlagður hagnaður verður gerður nærri skatt- fijáls og eigendum hans gefnar hundruð milljóna króna. Með því að lækka skatt á söluhagnað úr 42-47% verða tekjur fyrri ára sem frestað hefur verið að greiða út gerðar nærri skattfijálsar. Sama er að segja um söluhagnað sem t.d. er tilkominn vegna úthlutunar á réttindum eins og t.d. gjafa á fiskveiðikvóta og ein- okunaraðstöðu í olíuverslun. Dæmi: Skattur af söluhagnaði hlutabréfa þeirra 10 einstaklinga sem fyrr eru nefndir myndi lækka um 2-300 millj- ónir króna. Verðmæti hlutabréfanna fyrir hluthafana hækkar um þá fjár- hæð eða 20-30 milljónir króna á hvern þeirra að jafnaði. Annað dæmi: Uppsafnaður óskattlagður hagnaður Sameinaðra verktaka, aðaleigenda íslenskra aðalverktaka, er talinn vera 2-2,5 milljarðar króna. Ríkið fór nýlega í mál sem það vann til að fá staðfestan rétt til að skatt- leggja útborgun á þessum arði. Með lögum skv. frumvarpinu lækkar skattur af þessari arðsútborgun um 7-800 milljónir króna, sem er gjöf til eigendanna. IV. Opnuð verður leið til skattund- anskots fyrir sjálfstæða atvinnurek- endur. Með frumvarpinu verður opn- uð leið fyrir atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi aðila, eins og lögfræðinga, endurskoðendur, lækna, tannlækna, o.fl. til að koma tekjum sínum undan skattlagningu. Með stofnun einkahlutafélags verður auðvelt fyrir þá að breyta tekjum sínum í arð, húsaleigu og vexti, þ.e. tekjur sem verða skattfijálsar allt að 6 milljónum hjá hjónum en bera 10% skatt yfir þeim mörkum. V. Lagður verður skattur á smá- sparendur, launafólk, lífeyrisþega, líknarfélög og önnur félagasamtök. Á meðan skatti verður létt af raun- veruiegum fjármagnseigendum og þeim færðar gjafir í stórum stíl verð- ur tekinn skattur af smásparendum, vöxtum af launareikningum fólks, vöxtum af reikningurh lífeyrisþega og vaxtatekjum líknarfélaga, íþrótta- félaga, sveitarfélaga o.s.frv. VI. Eigendur fjármagns verða gerðir að ómögum á framfæri launa- manna. Með lögunum verða skatt- leysismörk fyrir þá sem eingöngu hafa fjármagnstekjur hækkuð í u.þ.b. 2.950.000 kr. á ári hjá einstaklingi og um 5.900.000 hjá hjónum. Þau eru um 700.000 kr. hjá launamanni og um 1.400.000 krónur vegna launa hjóna. Þrátt fyrir aukna skattheimtu af smásparendum og félagasamtök- um mun ríkissjóður verða fyrir miklu tekjutapi vegna örlætis í garð stórra fjármagnseigenda. Því verður ekki mætt nema með því að hækka skatta á almenning með einum eða öðrum hætti. Höfundur er alþingismaður. Sighvatur Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.